Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1996 19 Körfubolti Fótbolti Líf eftir Hebba,. Rhodes og Jón Om Fá eða engin körfuboltalið hafa misst jafnmarga lykil- menn á árinu og ÍR-ingar. Þjálf- arinn, stemmningskallinn og frákastakóngurinn John Rho- des er á bak og burt og Jón Öm fór í fyrstu deildina. Her- bert Guðmundsson fór hins vegar í atvinnumennsku í Hol- landi, þrátt fyrir að vera farinn að líkjast EIvis (á lokaspretti þess höfðingja) allískyggilega. Hvað sem hver segir þá er erf- itt að sjá á eftir ríflega helmingi af byrjunarliði á einu bretti og því hafa ÍR-ingar fengið að kynnast. Ungt og reynslulítið lið Fyrir hjá liðinu eru bæði stór- og smámenni. Eiríkur Önundarson er án efa sá leik- maður sem kom hvað mest á óvart í fyrra. Var mjög góður og hefur haldið uppteknum hætti í vetur. Hann er leik- stjórnandi sem vinnur vel fyrir liðið, er útsjónarsamur og alls óeigingjarn. Eiríkur skyggði verulega á Hebba, Rhodes og fleiri sjálfskipaða kónga í fyrra. Til liðsins komu Sauðkræking- urinn Atli Bjöm Þorbjömsson og bræðurnir Hjörleifur og Daði Sigurþórssynir. Atli virð- ist hafa haft mjög gott af skipt- unum og leikur nú af áður óþekktu sjálfsöryggi, hann er nokkuð góð skytta en þarf smátíma til að skjóta. Bræð- urnir af Snæfellsnesinu hafa ekki spilað mikið og ekki sett mark sitt á liðið að neinu ráði. Eins og nærri má geta er hjá liðinu útlendingur, gormurinn Tito Baker, sem skorar grimmt fyrir liðið. Þá er ptalinn harð- hausinn Máms Ámason sem átti í vandræðum með skaps- munina í yngri flokkunum en er allur að braggast, enda er þetta sterkur strákur með mik- ið keppnisskap. Eggert Garð- arsson er eins og Dieter Eilts var hjá Evrópumeisturum Þjóðverja í sumar. Hann er gjörsamlega alls staðar og óþolandi við að eiga fyrir and- stæðinga, hann gefur sjaldan eða ekki eftir í baráttunni um boltann. Hann er þessi dæmi- gerði betra-að-hafa-með-sér- en-á-móti-leikmaður. Liðið er á heildina litið reynslulítið, en ætti að bæta það upp með vilj- anum til að vinna og fullkomnu virðingarleysi fyrir andstæð- ingnum. Litlir og ekki nógu fljótir ÍR-ingar eru ekki með sérlega hávaxið lið, enda hafa þeir reynt að pressa talsvert um all- an völl. Það ráða þeir ekki nægilega vel við; þá vantar hraðann, sem er skrýtið ef haft er í huga að þeir eru með ungt og þróttmikið lið. Einn leik- manna liðsins orðaði það svo: „Við erum ekki nógu hratt lið, þótt við séum snöggir hver í sínu lagi.“ Það er einhver mein- Skammsýni stjómvalda Fátt er umtalaðra nú í íþróttaheiminum en til- laga Reykjavíkurliðanna Þróttar, Breiðabliks og Fylkis um að fjölga liðum í efstu deild í íslenskri knattspyrnu úr tíu í tólf. Auðvitað væri gaman að hafa sterka tólf liða deild, en það er tómt mál að tala um jáegar ekki tekst að halda úti góðri tíu liða deild. Ég verð að taka undir orð Steinþórs Guðbjartssonar Morgunblaðsgúrús, en hann segir það lítt fýsiiegan kost að fjölga óáhugaverðum leikjum í deildinni. Nóg sé samt. Það er athyglisvert að skoða hvaða félög bera tillög- una fram: Breiðablik, Fylkir og Þróttur. Tvö fyrrnefndu félög- in féllu í sumar úr fyrstu deild og hafa í gegnum tíðina verið „jójó-lið“ og Þróttarar hafa verið í þriðja sæti í annarri deild síðan ég veit ekki hvað. Kannski sjá liðin fram á meiri möguleika á að komast í og hanga í efstu deild ef þessi til- laga nær fram að ganga? Island er lítið land, þetta er staðreynd sem fáum kemur á óvart. Það ætti því að vera borðleggjandi að íslendingar geta ekki verið framarlega í öllum íþróttum og allra síst hópíþróttum. Það er einfald- lega ekki gerlegt. Þrátt fyrir að það sé harðneskjuleg og allt að því fasistaleg skoðun þá er ég á því að íslensk stjórnvöld verði að hysja upp um sig brækurnar í íjárótta- málum og fara að marka stefnu. Stefna að og tilgreina og útlista leiðir að settu marki. Það er um tvennt að ræða að mínu viti; annað- hvort erum við með í öllu og getum ekkert í neinu eða við veljum okkur færri greinar til að baksa í og getum þá kannski eitthvað í einhverri grein. Það segir sig sjálft að ekki er til endalaust fjármagn til að setja í íþróttahreyfing- _ una. Auðvitað ætti að auka fjárframlög til íþróttafélaga, bæði ættu fyrirtæki að sjá sér hag í því og einnig ríkið. Svo er það líka spurning hvort ekki væri betra að það fjár- magn sem er til skiptist á færri hendur? leikmaður sem spilar alltaf fyrír liðið. Eins og nærri má geta er hjá liðinu útlending- ur, gormurinn Tito Baker, sem skorar grímmt fyrir liðið. loka í þessu, er það ekki? Þeir verða að vinna meira með pressuvörnina til að verða virkilega erfiðir. Þeir eiga þó eftir að ná ansi mörgum stig- um í vetur. Ekki nógu sætir?! Áhugamaður um körfubolta af veikara kyninu sagði liðið ekki verða til stórræðanna í vetur. Það væri orðin hefð fyr- ir því að a.m.k. einn leikmaður liðsins nyti kvenhylli umfram það sem eðlilegt gæti talist. Hebbi væri farinn og Hr. Norð- urlönd hættur að æfa. Það er því spurning hvort Bjöm Ottó Steffensen tekur fram skóna og leggur leðurbuxunum. Hann var mjög sprækur í eina tíð og myndi styrkja liðið veru- lega, hann var einn af fyrstu fimm þegar liðinu gekk sem best. Það myndi líka auka að- sókn á heimaleiki liðsins ef hann gæti fengið módelstóðið á íslandi til að mæta á leikina. Áhorfendafjöldi myndi marg- faldast. Atli Björn Þorbjörnsson: Kom frá Tindastóli og hefur skorað grimmt, er ágæt þriggja stiga skytta en vantar reynslu. Lesendur láta Ijós sitt HP hafa borist eftirfar- what. Kannski nær maður sér í kjöt til að ... á, enda veður maður f kjöti. Ég spyr: Hvað er andi bréf. Eins og alltaf fjölyrðum við um inni- hald bréfanna við til- skrifendur. Dettum Vða strákar Hvað er að því að fá sér í glas, eða glös, eftir leiki — hva, maður verður þyrstur eftir allt vökvatapið og ekki skánar það þegar maður er nú smávinsæll, nýbúinn að vera í beinni á RÚV. Eftir allt þetta þá er um að gera að drífa sig niður í bœ og detta ofan í flösku, það er ekki leikur fyrr en eftir fjóra daga so fu... að því að vera ungur, graður íþróttamaður í dag? EKKIHLUT- UR. Svo lengi sem maður hefur vald á þeim slóttuga gesti BAKKUSI. Ég tel að fþróttalíf ís- lendinga, þ.e.a.s. hópíþróttir, sé að stefna í óefni þar sem Bakk- usi er kannski nauðgað einum ofmikið. Hjalti Hjaltason Hjalti, það mætti halda að þú værir: a) ljótur íþróttamaður sem ekki nýtur kvenhylli, b) feitur og ósexí íþróttamaður eða c) alls enginn íþróttamað- ur. Hvort heldur sem er skín öfundsýki þín í gegn. Hitt er svo annað mál að íslenskir íþróttamenn tilbiðja flestir hverjir Bakkus einum of mikið. Þeir átta sig ekki sjálfir á því að þeir færa honum að endingu sjálfan sig sem fórn. Skemmst er að minnast þess að Kofinn var kjaftfullur alla daga vikunn- ar fyrir ekki svo löngu og þá var það hand-, fót- og körfu- boltastóðið sem hélt staðnum uppi. Ekki bara leikmenn held- ur stjórnarmenn og þjálfarar. Var ekki einhvers staðar þátt- ur um mýtuna um íþróttamenn og hvernig samfélagið vill að þeir séu? Mig minnir það. BRAVÓ TOGGI Ferlega er ég sammála öllu þvísem Þorgrímur Þráinsson er að segja í útvarpi og sjón- varpi um landsliðið í knatt- spyrnu. í fyrsta lagi hendum við Loga og öllum hans varnar- svœðum og fáum okkur mann sem ekki þekkir til fslenskra knattspyrnumanna og þarf því að velja leikmenn eftir getu en ekki hefð. Hlúum að yngri flokk- um, notum malarvellina meira en við höfum gert, ekki gráta Björn bónda heldur safna liði og berjast. Ég er mjög sammála skoðunum Togga og nú er bara að láta verkin tala. Landsbyggða r-Lýður Þú ert að verða fastur passi í blaðinu Hr. Lýður. Ég veit ekki hversu gott það er. Það er greinilegt að þitt helsta baráttumál er að koma Loga frá. Meira um það seinna. Þú ert væntanlega að vitna í það að Toggi Þráins sagði að það væri fáránlegt að vera alltaf að dekka svæði, svæði skor- uðu ekki mörk. Þetta var vissulega gott komment og hárrétt athugað hjá Togga. Úr- slitin á írlandi koma Loga til góða og þau verða tii þess að hann verður án efa allan samningstímann. Enda er það kannski eins gott, það er nú ekki mikið framboð á góðum þjálfurum, það er einna helst að maður sjái Atla „mo- tormouth" Eðvaldsson taka við liðinu, en það gerist ekki strax. Gaui Þórðar er sjálfur búinn að mála sig út í horn og ^ getur ekki lengur komið til álita, því miður. Hvað yngri mennina varðar er allt öðru- vísi stemmning í yngri lands- liðum og ekki sanngjarnt að bera árangur liðanna saman, það er þó athyglisvert og lær- dómsríkt. Jú, ætli það sé ekki best að hleypa yngri mönnum að. Ég held það svei mér þá. Þá gætum við verið komnir með gott lið eftir 3-4 ár.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.