Alþýðublaðið - 30.11.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Side 2
2 STJORNMAL Þriðjudagur 30. nóvember 1976 blaSiA1 alþýöu- blaöið 'titgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Frelsið og frjáls útvarpsrekstur Nokkrar umræður hafa orðið hér á landi um frjálsan útvarpsrekstur, það er, að fleiri fái leyfi til reksturs útvarpsstöðva en Ríkisútvarpið. Þessar umræður eru athyglis- verðar og báðir hafa nokkuðtil síns máls, þeir sem eru með og þeir sem eru á móti. Það er Ijóst, að með litl- um tilkostnaði væri hægt að koma á f ót útvarpsstöð á Reykjavíkursvæðinu og sendingar hennar gætu náð til allt að 75% lands- manna. Hið sama væri hægt að gera í einstökum bæjum og þorpum víðs- vegar um land, þótt send- ingar slíkra stöðva næðu ekki til jafnmargra. Rök þeirra, sem vilja frjálsan útvarpsrekstur eru meðal annars þau, að með því að ríkið „einoki" útvarps- og sjónvarps- rekstur sé raunverulega verið að svipta einstak- linga og samtök þeirra frelsi til athafna. Allir megi gefa út dagblöð, en með lögum sé bannað að stofna og reka útvarp og sjónvarp. Þetta er vissu- lega sjónarmið. Rökin gegn frjálsum útvarps- og sjónvarps- rekstri eru þó þyngri á metunum. Ríkisútvarpið ereign landsmanna allra. Stjórnmálaf lokkarnir eiga að tryggja að fyllstu óhlutdrægni sé gætt í rekstri þess, og eðli máls- ins samkvæmt hljóta f ull- trúar stjórnmálaf lokk- anna, sem til þessa verks eru valdir, að vera full- trúar fólksins, þjóðar- innar. Yrði frjáls útvarps- rekstur leyfður er óum- deilanlegt hver þróunin yrði. Þeir menn, sem yfir f jármagni ráða, yrðu eig- endur slikra stöðva. Skoðanir þeirra og hug- myndir ættu greiða leið til hlustenda, og þeir gætu einokaðskoðanamyndun í landinu meira en þegar er orðið. Menn skyldu hafa í huga, að það eru f ulltrúar f jármagnsins, sem þegar reka að minnsta kosti þrjú dagblöð á íslandi, AAorgunblaðið, Vísi og Dagblaðið. Þessi blöð koma út daglega í um það bil 80 þúsund eintökum, en hin þrjú blöðin í um 30 búsund eintökum. Það er einnig Ijóst, að útvarpsstöðvar, sem að- eins yrðu reknar hluta úr degi, hefðu engum þeim skyldum að gegna, sem til dæmis Ríkisútvarpið hef ur. AAá þar nefna hlut- verk útvarpsins í al- mannavörnum, reglu- bundnum flutningi á veð- urfregnum og fréttum. Þessar stöðvar myndu einnig taka til sín veru- legan hluta af þeim aug- lýsingatekjum, sem hafa staðið undir rekstri Ríkis- útvarpsins. Það yrði því óhjákvæmilegt að hækka afnotagjöld Ríkisút- varpsins, eða ríkissjóður hlypi undir bagga. Þann- ig myndu álögur aukast á almenningi, en hugsan- legur auglýsingahagn- aður renna i vasa eigenda hinna nýju útvarps- stöðva. Þá gætu slíkar út- varpsstöðvar orðið áhrifamiklar í pólitískum áróðri, einkum fyrir kosningar, og þannig valdið óréttlætanlegum mismun manna og f lokka til að koma skoðunum sinum á framfæri. Slíkt væri meira óf relsi en það, að leyfa Ríkisútvarpinu einu rekstur útvarps og sjónvarps. íslenzka Ríkisútvarpið er gömul og gróin stofn- un, sem hefur gegnt veigamiklu hlutverki f ís- lenzku þjóðlífi. Þáttur út- varpsins í fræðslu- og menningarmálum er ómetanlegur. Að vissu leyti sameinar útvarpið íslenzka þjóð meir og bet- ur en nokkuð annað í lífi þjóðarinnar. Það fer hins vegar ekki á milli mála að margt mætti betur fara í starfi þessarar stofnunar. Fyllilega er orðið tíma- bært að endurmeta hlut- verk hennar og endur- skipuleggja starfið. Stofnunin býr við lélegan húsakost og starfsmenn eru ekki ofsælir af laun- um sínum, fremur en margir aðrir þjóðfélags- hópar. Ríkisútvarpið hefur haft takmarkaða mögu- leika til að fylgjast með þróun f jölmiðlunar, og verkefni á sviði fræðslu- mála í útvarpi og sjón- varpi hafa strandað á þröngum hag. Ríkisút- varpið þyrfti að huga meira að auknum kröf- um, sem gerðar eru til stofnunarinnar, og óskir margra yrðu uppfylltar með nýrri dagskrá, til hliðar við þá, sem nú er send út, þar sem ein- göngu yrði byggt á léttri tónlist og stuttum frétt- um. Einnig þyrfti að huga að landsbyggðarútvarpi, og ýmsum tæknilegum nýjungum. — Frjáls út- varpsrekstur er ekki það frelsi, sem sumir halda. —ÁG— Starfstúlkur í mjólkurbúðum skrifa þingmönnum: Telja sig hafa borið skarð- an hlut frá borði við afgreiðslu lokunarmálsins EIN- DÁLKURINN Ekki í fyrsta sinn sem Bretar sigla út fyrir í ádrepu sem Morgunblaðið birtir i forystugrein s.l. sunnudag til fulltrúa á þingi Alþýðusam- bandsþings segir m.a. orðrétt: „A þessúm tveimur árum hefur rikisstjórnin fært fiskveiðilögsög- una út i 200 milur og haldið þannig á þeim málum gagnvart Bretum, sem hafa verið okkur erfiðastir viöureignar, að i næstu viku, meðan ASI-þing stendur yfir, munu allir brezkir togarar hverfa af íslandsmiðum i fyrsta skipti i aldir, samkvæmt samningum, sem forystumenn ASI töldu svikasamninga!” Þarna er ekki aðeins rangt með farið, heldur er engu likara en ætlunin sé sú að ganga fram af lesendum. A sama tima og þessi orð voru borin i hús hafði fréttastofa sjón- varps það eftir Finn Olov Gunde- lach, samningamanni EBE, aö hann vonaðist til að samningar næðust við íslendinga innan skamms og brezkir togarar gætu þá siglt að nýju inn i Islenzka landhelgi! Og brezkir togarar hafa áður siglt út úr islenzkri fiskveiðilög- sögu, og það eru engar aldir sið- an. Þeir gerðu það t.a.m. meðan sendimenn islenzku rikis- stjórnarinnar sömdu siðast um áframhaldandi veiðiréttindi Breta innan islenzkrar landhelgi, eftir að þá var ljóst að Bretar myndu tilkynna einhliða útfærslu i 200 milur ef Efnahagsbandalag Evrópu féllist ekki á þeirra sjónarmið. Haltir munu leiöa blinda Það er öllum ljóst, nema ef til vill islenzku ráöherrum, að erindi Gundelachs hingað til lands var að reyna að koma brezkum togur- um inn i islenzka landhelgi aö nýju. Brezka stjórnin hefur hótað einhliða útfærslu, sem myndi koma hagsmunum EBE afar illa. Til að friða Breta er brugðiö á það ráð að senda erindreka hingað til að reyna að fá okkur til að láta undan Bretum enn um sinn. Að fengnum samningum við Islend- inga munu Bretar falla frá út- færsluhugmyndum um jafnlengd. Þannig á að láta íslendinga borga brúsann meðaflaverðmætum upp á þúsundir milljóna króna. Hingað er svo sendur danskur diplómat, skólaður i samninga- lipurð og beitir islenzka ráðmenn alkunnum samningabrellum, sem samanstanda af skjalli, skir- skotun til samstöðu með þjóðum Vestur-Evrópu og loks hárfinni kúgun, sem grundvallast á þvi að fiskveiðilögsaga Grænlands fellur undir samræmda stefnu EBE. Og islenzka rikisstjórnin mun staulast til samninga, og þar V Þingmönnum Reykja- víkur- og Reykjanesskjör- dæmis hefur verið sent bréf vegna uppsagna 167 starfsstúlkna í mólkurbúð- um. I bréfinu segir, að stúlkurnar telji sig hafa boriö mjög skertan hlut frá borði við meðferð hins svokallaöa mjólkurbúðamáls. Lögin um lokun mjólkurbúðanna hafi þær afleiðingar i för með sér, að flestar þessara kvenna standí uppi atvinnulausar, og eigi enda erfitt meö að fá vinnu við hæfi. Þannig verði heil starfsstétt lögð niður án tillits til þeirra erfiðleika sem það hafi I för með að skipta um starf eða missa vinnu og standa uppi atvinnulaus. Enn fremur segir, að i sumum hverfum séu kaupmenn ekki reiðubúnir og hafi alls ekki getu til að taka viö sölu mjólkurvara, vegna ihikils stófnkostn. Það nan þegar sýnt sig, aö þjónusta viö neytendur komi til með að versna. Oft skorti ýmsar mjólkurvörur og fyrirhöfnin viö að ná i mjólkurvörur aukist i mörgum hverfum, svo sem i Hafnarfirði. Loks segir, að starfsstúlkur telji, aö hæstvirtir þingmenn hafi hvorki tekiö tillit til hagsmuna stúlknanna eöa neytenda með lagasetningu þessari. Með tilliti til þess fari þær fram á, aö a.m.k. 25 mjólkurbúðir verði, reknar áfram i þeim hverfum sem þörfin er brýnust, og þá I 5 ár til viðbóf! ar, og muni það jafnframt leysa vanda a.m.k. elztu kvennanna. 1 ljósi þessa sé fariö fram á, að þingmenn hlutist til um að bráða- birgðaákvæöi við áðurnefnd lög verði felld niður. —JSS munu haltir leiða blinda. —BS. Hitakerfin könnuð og öryggisreglur samdar I tilefni af sprengingum i vatnshitageymum, hefur Iðnaðaráðuneytið i gær falið Rafmagnseftirliti rikisins i samvinnu við öryggiseftiriit rikisins: 1. Að kanna orsakir þessara sprenginga. 2. Að rannska þau kerfi, sem i notkun kunna að vera. 3. Aö semja öryggisreglur og gera tillögur aö eftirliti, sem tryggi eins vel og verða má, að slikir atburðir geti ekki átt sér stað.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.