Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 11
Visir. Föstudagur 8. júni 1973. 11 KIRKJAN OCir ÞJÓÐEV Götumynd hvítasunnu Hátiö er i himinsölum hátið er um vlöa jörö. — Þannig kveöur sálmaskáldið á helgri hátið — hvitasunnu. — Raunar er það svo, að yfir þess- ari hátið er einna minnstur hátiðablær stórhátiöanna þriggja. A það sinar orsakir: Þegar hún rennur upp, eru annir vorsins oftast komnar i algleym- ing og tómstundirnar lika jafnan notaðar i samræmi við þennan árstima — til ferðalaga, útilifs og útilegu. Þannig hefur vorið tekið völdin bæði i önn og orlofi. Inn á það svið hefur kirkjan með sinn boðskap — sitt hátiðartilefni — áttlitið erindi að margra dómi. — Það er þá helzt þar sem ferming fer fram, að kirkjan hefur safnað fólkinu saman til að biðja fyrir framtið æskunnar á hennar hálu lifsbrautum, fyrir sakleysisleg- um, hvitkyrtluðum ungmennun- um, áður en skólinn og skemmti- iðnaðurinn ræður þá til sin fyrir fullt og fast. Nei — kirkjan og hvitasunnan hafa ekki alltaf átt samleið. Hátiðin i himinsölum hefur ekki alltaf átt trausta fótfestu i jarðlif- inu. — Einu sinni, að morgni dags, var ungur skólapiltur á gangi um Reykjavikurgötu. Og það var hvitasunna. Það voru fáir á ferli i bænum þennan fagra vormorgun — mannlaus gata. Þá kom maður i augsýn og þokaðist i áttina til skólapiltsins. Þegar þeir mætt- ust, gekk hann i veg fyrir hann og ávarpaði hann með þessum orð- um: „Góðan daginn, og gleðilega hátið heilags anda.” — Sá, sem heilsaði unga skóla- piltinum þannig þennan hvita- sunnumorgun, var gamli dóm- kirkjupresturinn i Reykjavik, sr. Jóhann Þorkelsson. Og ungi mað- urinn segir frá þvi siðar, i einni af bókum sinum, að sér hafi þá fundizt hann mæta kirkjunni sjálfri i mynd þessa hruma öld- ungs þennan vorbjarta hvita- sunnumorgun. — Háöldruð, gam- aldags i fasi, ævin og starfið að baki. Var hún annað en riðandi skar, sem eigraði mannlausar götur án fylgdar fólksins, hjáleitt fyrirbæri á gljáandi asfaltinu? En þessi atburður vakti samt unga manninn til umhugsunar um kirkjuna og hlutverk hennar. Hvað var gamla kirkjan að segja? Hvað hafði hún að flytja? Hvað hafði hún flutt göngumönn- unum á götu lifsins fyrr og siðar? Hvað haföi hún sagt við allar þessar kynslóðir, sem vorið seiddi og haustið hremmdi? Við alla þessa einstaklinga, sem hún mætti frá morgni til kvölds, frá vöggu til grafar? Senn áttu leiðir kirkjunnar og þessa unga skólapilts að liggja náið saman. En kirkjugötur Reykjavikur hafa alla jafnan ver- ið fáförular á hvitasunnumorgn- um. Þeir, sem ekki hafa verið inni á löndum draumanna, þeir hafa gjarnan verið farnir út i vorið til að njóta komu þess með öllum þess dásemdum og fyrirheitum. — Og i þriðja stað hefur æskan hópað sig saman svo þúsundum skiptir til að verja fridögum hvitasunnunnar i allt öðrum anda heldur en var upprunalegt tilefni þessarar hátiðar kristninnar. Margir hafa haft áhyggjur af þessu tiltæki æskufólksins. Þeir hafa velt fyrir sér þessum vanda og leitað ráða til úrbóta. Stofnað hefur verið til sérstaks hátiða- halds til að fylla tómarúmið, sem trúleysi og tilgangsleysi heims- hyggjunnar hefur myndað i lifi hinna ungu eins og raunar i lifi vor allra. öll slik viðleitni er að visu .góðra gjalda verð, og hana ber ekki að vanmeta. En liggja ekki rætur þessa meins dýpra en svo, að það verði læknað með auknu skemmtana- haldi og tómstundagamni fyrir ungt fólk, sem er á villigötum, að dómi hinna eldri? Erum vér ekki sjáif á þessum sömu villigötym? Jú, vissulega. Vér erum svo stórlega villt, að i raun og veru má segja, að lif vort sé i veði að staldrað sé við á þessari göngu vorri eftir braut heimshyggjunn- ar, að linnt sé á sprettinum i þessu þrotlausa kappi um aukin lifsþægindi. — Að vér eigum að láta af þeirri hyggju holdsins, sem gegnsýrir lifsskoðun og allan lifsmáta nútimans og hugsa meira um það sem andlegt er, getur róað hugann, fær mettað sálina. — Hátið andans — hvitasunna — hún á að minna oss á hvern veg vér eigum að ganga til að snúa af hinni viðsjárverðu braut, er nú göngum vér. Hvitasunnufrásagan i Postulasögunni sýnir oss menn, sem opnuðu sál sina fyrir áhrifum andans — anda hans, sem var þeim leiðtogi og lausnari, anda hans, sem hafði sagt þeim að hann væri vegurinn, sannleikur- inn og lifið. Þeir höfðu hrifizt af honum, játazt honum ekki aðeins I orði — heldur fyrst og fremst með þvi að haga lifi sinu eftir kenningu hans. Þeir fundu, að með þvi höfðu þeir „frelsazt frá hinni rangsnúnu kynslóð." Gerum oss þetta ljóst Vér erum rangsnúin kynslóð, sem þurlum að endurskoða afstöðu vora til verðmæta lifsins og láta þá endurskoðun leiða til þess, að lif vort og breytni verði dagleg játn- ing til hans, sem sagði: „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér. Þvi að hver, sem vill bjarga lifi sinu mun týna þvi, en hver sem týnir lifi sinu min vegna og fagnaðar- erindisins mun bjarga þvi. Þvi að hvað stoðar það manninn að eign- ast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Ef þú ert ei Ijós og líf . . . fog or okki tníaður sjálfur og iná þvi litt úr flokki tala, enda kem ég okki hér i liki hins mikiliáta farisea, heldur I auðmýkt tolllioiintumannsins. En gildi trúarinnar virðist mér þó augljóst, jafnt fyrir þjóðir sem oinstaklinga, og þvi eldri sem ég verð þvi nær or niér að skilja bókstaflegum skilningi þessi orð I þjóðsöng Vér deyjum, of þú ort oi ljós þaðog lif, som lyftir oss diiftinu frá. Ef vér fostum oigi trú og traust við landið, söguna og tunguna, við hlutvork vort og fraintlð, við guð vors lands og guð vors lils. þá ormn vér i liættu staddir og kunnum að farast I skiptum við þær þjóðir, soin fastar trúa. Og mig uggir. að sá tlmi sé frain imdan, or vér ættuin að gora oss þetta ljóst. En um öll þessi mál þykir mér þó bo/.t hlýða hin hlustandi, árvakra athygli, scm livorki dæmdir né fordæinir, þvi að þckking vor nær skamnit. (Pálmi llanjiosson) Kirkjufréttir ór Húnaþingi Arsrit Ungmcnnasambands Austur-Ilúnvetninga — llúnavaka — er komin út i 13. sinn — mikið Minnismcrki drukknaöra manna frá Skagaströnd. rit, 232 bls. i fallegum búningi með fjölbreyttu efni og fjölda mynda. Í fréttum og fróðleik úr héraði fær kirkjan sitt pláss. Tveir eru prestar i héraðinu, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson á Skagaströnd og sr. Arni Sigurðsson á Blönduósi. Og þeir skipta siðan þíónustu > Bólstaðarprestakalli milli sin. Báðir klerkarnir segja kirkjulegar fréttir úr sóknum sínum: Unnið er að endur- byggingu Auðkúlukirkju, — Undirfellskirkja var rafhituð, og til þess gaf Kvenfélag Ashrepps 50 þús. kr. og aðrir gáfu lika raunsarlega — Prestur fór með Undirfellskirkjukór i heimsókn til Hóla, en tóku á móti presti og kirkjukór frá Melstað i Miðfirði. — Aðalfundur Æskulýðssam- bandsins I Hólastipti var haldinn á Húnavöllum og sótti hann fjöl- menni lærðra manna og leikara. Kirkjudagur Hólaneskirkju á Skagaströnd, 16. april, var helg- aður Vestur-Islendingum og vigður var islenzkur fáni á 7 metra hárri stöng fyrir framan kirkjuna. — Að lokinni messu á sjómannadaginn fór fram vigsla minnismerkis drukknaðra sjó- manna frá Skagaströnd. Krossinn og lágmyndin á varðanum mótaði Jónas myndhöggvari Jónasson. Hún sýnir bát á sjó undir skýjuðum himni og fugl flögrar á vinstri hlið. Sunnudagaskóli var annar- hvern sunnudag i Hólaneskirkju yfir veturinn og ávallt eftir messu i sveitakirkjunum austan Blöndu. Miklar peningagjafir bárust Tvær kirkjur á Höskuldsstöðum. Til vinstri er nýju kirkjan, sem er 10 ára. Til hægri er gamla kirkjan, sem reist var árið 1875, en er nú horfin. Smiður við hyggingu þeirrar kirkju var Kriðrik Pétursson, faðir sr. Kriðriks Kriðrikssonar. Kirkjuritið „Ritinu hefur verið vel tekið af áskrifendum og lesendum að undanförnu,” segir i rabbi rit- stjóra I siðasta hefti KIRKJURITSINS. Þessum orð- um sinum finna þeir stað með þvi að grcina frá þvi, að á s.l. ári hafi áskrifendum ritsins fjölgaö um 230. Með þvl hafi fjárhagur ritsins vænkazt nokkuð og mun ekki af veita. Að tiitölu eru lesendur Kirkjuritsins flestir i Arnessýslu. Þetta siðasta hefti byrjar á gagnmerku erindi dr. theol. Björns Björnssonar, sem hann flutti á synodus um fjölskylduna og þjóðfélagið. Þá koma tveir samtalsþættir helgaðir kristin- dómsfræðslu, bæði við fermingarundirbúning pg i skól- um, Sveinbjörn S. Bjarnason kand. theol. skrifar um kristni- haldi Skotlandi og Jóhannes stúdent Tómasson segir frá kristilegu námskeiði fyrir stú- denta i Austurriki. Þá er i þessu hefti Kirkjuritsins minningarorð um sr. Jón Péturs- son eftir sr. Kristin Stefánssson, sr. Arngrimur Jónsson ritar um iFisher- fyrrum erkibiskup i Canterbury, sem lézt s.l. haust, en guöfræðiþáttur ritsins er Um góðu verkin, eftir Martein Luther. Loks er svo framhald greinar um helgisiði eftir sr. Sigurð Pálsson vigslubiskup. Kirkjuritið birtir að þessu sinni synoduserindi eftir dr. Björn Björnsson, prófessor. Hofskirkju, sem er ein elzta kirkja i Húnavatnsþingi. Hún hefur nú veriö raflýst. Holta- staðakirku var færður að gjöf fagur skirnarfontur. Gefendur: Hjónin Guðrún Magnúsdóttir og Jónas Guðmundsson i Vestmannaeyjum ásamt venzla- mönnum þeirra. Húnavatnsprófastsdæmi nær yfir Strandasýslu og allt Húnavatnsþing. I þvi eru 8 prestaköll og eru prestar i þeim öllum, nema Arnesi og Bólstað. 1 þessum prestaköllum eru 28 kirkjusóknir, sumar mjög fá- mennar, allt niður i fáa tugi manna, en alls eru i prófasts- dæminu tæplega 5000 manns. prófastsdæmisins var haldinn á Hvammstanga 27. ágúst 1972. Voru þar mættir allir prestar úr prófastsdæminu og 15 safnaöar- fulltrúar. Aðalmál fundarins var: Endurskoðun á starfsháttum kirkjunnar. Framsögu höföu þeir sr. Arni á Blönduósi og sr. Róbert á Tjörn. Urðu um það fjörugar umræöur 'Allir fundarmenn þágu siðdegiskaffi hjá sóknarnefnd staðarins og sátu kvöldverðarboð prestshjónanna frá Melstað, frú Sigriðar og sr. Gisla Kolbeins. Helga þú.. Ilelga þú mitt hjarta lielgum anda þinum. rtndvegi þú eigir innst i huga minum. Minnstu ei á minar mörgu, stóru syndir þvoi þær i burtu þinar kærleiksiindir. ivmrl Tilboð óskast i smiði á 139 stk. inni- hurðarflekum fyrir Fæðingardeild Landspitalans i Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 2.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 22. júni 1973, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.