Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						12
c
Miðvikudagur 1. nóvember 1978
VÍSXK
vTSXK Miftvikudagur 1. nóvember 1978
13
Umsjón: Gylfi Kristjansson
Kjartan L. Bálsson
Dunbar á sjúkra-
hús í Michi
— Hélt til Bandaríkjanna i gœr vegna meiðsla þeirra, sem
hann hlaut i leiknum gegn ÍR
Bandarlski körfuknattleiks-
maöurinn Dirk Dunbar, sem
hefur leikift hér á landi undanfar-
in ár með liði 1S hélt til Banda-
rikjanna I gær, en þar ætlar hann
aft gangast undir rannsókn vegna
meiðsla á hné. Sem kunnugt er
meiddist Dunbar i leik 1S gegn tR
um sfðustu helgi, en læknar hér
gátu ekki fundið út hver meiðsli
hans voru.
Dunbar hélt til Michigan, en
þar er læknir sem hann þekkir
mjög vel. Þegar Dunbar meiddist
illa á þessu sama hné fyrir fjór-
um árum, var þaö þessi læknir
sem sá um skurðaðgerð á hné
hans, og hann mun nú reyna aö
finna út hver meiösli Dunbars eru
nú meö sérstökum „sjónpípum",
sem stungið er inn i hnéö.
„Viö getum lítið gert arinað en
að bíða og vona þaö besta", sagöi
Guöni Kolbeinsson leikmaö-
ur/liösstjóri  IS-liðsins,  er  við
ræddum við hann I gærkvöldi.
„Það eina sem iæknar hér gátu
fullyrt var að Dunbar var ekki
brotinn og liðbönd höfðu ekki
slitnað", bætti Guðni við.
Fari svo illa að meiðsli Dun-
bars reynist alvarleg er ekki vist
hvernigmálþróast hjá IS. Ekki er
annað vitað en að óheimilt sé að
fá hingað til lands erlenda leik-
menn eftir 15. október, og ef svo
er, þá verða leikmenn IS aö
treysta á sjálfa sig í vetur án
Bandarikjamanns.
Þeir þurfa þá hinsvegar að gera
ráðstafanir til að fá bandariskan
leikmann fyrir leiki slna I
Evrópukeppni bikarhafa, en þar
leikur IS gegn spænska liðinu
Barcelona. Fyrri leikur liðanna
verður hér á landi 22. nóvember
og sfðari leikurinn ytra viku
slöar.
Dunbar tjáði leikmönnum IS
áður en hann hélt utan að hann
væri með ákveðinn leikmann I
huga til aö fylla skarð sitt I þeim
leikjum, mjög góðan framherja
sem er harður I fráköstunum og
mjög góð skytta.
En vonandi reynast meiðsl Dun-
bars ekki svo alvarleg að Islensk-
ir körfuknattleiksmenn fái ekki
að sjá þennan snjalla leikmann I
keppni hér fljótlega aftur.   gk--
Borussia
áfram
V-Þýska liðið Borussia
Mönchengladbach tryggði sér I
gærkvöldi rétt til at leika I 3.
umferð Evrópukeppninnar I
knattspyrnu — UEFA—keppn-
iniiar— er liðið sigraði Benfica
frá Portúgal 2:0 1 V—Þýskalandi.
Ekkert mark var skorað I fyrri
leik liðanna, sem fram fór I
Portugal, og I gærkvöldi var
ekkert mark skoraö I venjulegum
leiktlma. En I framlengingunni
skoruðu þeir Bruns og Klink-
hammer tvlvegis fyrir Borussia,
og liðið er þvl komið I 3. umferð.
gk-
McNab
til Bolton
Tottenhamleikmaðurinn Neil
McNab var I gær seldur til Bolton
Wanderers fyrir 250 þúsund pund,
. Er hann fjórOi teikmaðurinn,
sem fer frá félaginu á fáuni
vikum.
McNab hefur ekki komist I
aðallið Tottenham að undan-
förnu, og er það bein afleiðing af
kaupum félagsins á Argentlnu-
mönnunum Osvaldo Ardiles og
Richardo Villa.           gk—.
Ingemar Stenmark hefur aldrei getað neitt f bruni og þvi er talið að hann eigi ekki franiar möguleika á sigri f heimsbikar-
keppninni á skiðum....
STENMARK ÚR LEIK í
HEIMSBIKARNUM?
Er ekki talinn hafa neina möguleika á sigri eftir að reglunum um
stigggjðf var breytt__________________
Það er talið nokkuð
öruggt að það verði ekki
Sviinn Ingemar Stenmark
sem verði sigurvegari í
heimsbikarkeppninni á
skiðum i vetur,  en  hann
Dunbar hefur áður átt
illa á hné fyrir fjórum
bönd slitnuðu I ökkla
við méiðsl á vinstri fæti aOstrlða. Hann metddist
íum, og þessi mynd var ekin af honum er lifi-
hans f fyrra.               Vfsismynd Einar.
Herlögreglon kölluð
á körfuboltaleikinn
Það s auð heldur betur upp Ur suður
á KeflavIkurflugveUiI gærkvöldi er
UMFN og 1R voru aO leika þar f
kórfuknattleik.en þessi lift hafa aO
undanförnu tekið þátt þar I mdti
ásamt liOum UMFG og úrvalsliði
af Keflavtkurfhigvelli.
Rétt fyrir leikhlé I leik UMFN og
tR I gærkvöldi voru þeir aO berjast
undir körfunni f frákasti Stefán
Bjarkason og Paul Stewart hinn
bandariski þjálfari og leikmaOur
1R. Lauk þeim stimpingum þannig
aO Stewart stó Stefán I gólf iO. Ekki
nóg meO það. Hann kastaði sér a
Stefán og setti hnéð f kviðinn á hon-
um og lét siðan höggin rfOa ú andliti
hans áður en félögum hans tókst
að    draga     Stewart     af
honum. Stefán var svo illa leikinn
eftir þessa árfts að ftytja varð hann
I sjúkrabll I sjúkrahds hersins en
þar var gert að meiðslum hans og
sár I andliti saumað saman.
Herlögreglan og islensk lögregla
komu á vettfang og var Stewart
tekinn til yfirheyrslu, en siðan
sleppt, og að sjálfsögOu var leik-
iiiini slitiö. Ekki vitum við hvort
þetta mál kemur til með að hafa
einhver eftirköst, en þó heyröum
við I gærkvöldi að forráðamenn
UMFN muni siuia sér til Körfu-
knattleikssambands tslands meO
málift. En þaO er ekki gott aO segja
tilumhvaOKKt getur gertimálinu,
þvf að þetta mót er á engan hátt á
þessvegum. Þessi framkoma Paul
Stewart kctnur nokkuð á óvart því
aOI leikjum sinum meOtR til þessa
hefur hann virst vera mjög priiður
leikmaður.En I gærkvöldi hefur
skapið svo sannarlega hlaupið meO
hann i gönur.             gk—.
Paui Stewart, bandariski leik-
maOurinn hjá 1R. Hann missti
stjórn á skapi sinu I gærkvöldi.
hefur orðið sigurvegari i
þeirri keppni undanfarin
þrjú ár.
Ástæðan fyrir fyrir þvl er sú að
Alþjóöa sklðasambandið breytti
reglum keppninnar nú fyrir nokkru-Er
breytingin fólgin I þvl að hér eftir
veröa menn að fá stig í öllum þrem
alpagreinunum — svigi, stórsvigi og
bruni- til að geta sigrað I heimsbikar-
keppninni eða World Cup eins og
keppnin er almennt nefnt upp á ensku.
A þvi á Stenmark enga möguleika,
þvl að hann er enginn brunmaður og
hefur ekkí keppt i þeirri grein nema
einstöku sinnum er hann hefur verið
að leika sér með hinum. Hans
sérgreinar eru svig og stórsvig og I
þeim hefur hlotið stigin sem fært hafa
honum sigur I heimsbikarkeppninni nú
undanfarin þrjú ár.
Sviar eru mjög úhressir með þessa
breytingu á reglunum, sem þeir segja
að hafi eingöngu verið settar til að
koma I veg fyrir að Stenmark geti
sigrað i mótinu. Börðust þeir lengi
hatrámlega gegn breytingunni en urðu
að láta i minni pokann, enda fjöl-
margar þjóðir meðmæltar þvl að
þetta fyrirkomulag yrði tekið upp.
Stenmark sjálfur tekur öllu þessu
með ró, og segir að ástæðulaust sé að
gera rieitt veður út af þvi þótt hann
verði ekki heimsmeistari I ár. „Það er
allt of erfitt fyrir mig að fara að æfa
brun sem keppnisgrein úr þessu",
segir hann.
„Ég held áfram að keppa i World
Cup I svigi og stórsvigi en mitt
takmark er aö sigra I þeim greinum á
Ólympluleikunum 1980. Fyrir mig er
sigur I World Cup ekki neitt takmark
lengur enda hef ég sigrað I þeirri
keppni I þrju ár I röð og timi til kominn
að annað nafn sjáist þar efst á blaöi"...
HROLLUR
Hjélpio mér ao ýta þessum
snjóbolta niAur hæ&ina.
TEITUR
AGCI
tn sá dagurl Kveiktu a segulbandinu/ Aggi.
Vio skulum taka upp tuglasbnginn.
MIKKI
/ Ég er aö hugsa um aö reyna þi(
'  al gretðslumann f (þróttadeildinni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24