Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002
F
LORENCE Nigthingale er ein ör-
fárra nítjándu aldar kvenna sem
komist hafa á spjöld sögunnar.
Hún varð fræg fyrir að skipu-
leggja hjúkrun breskra hermanna
í Krímstríðinu en jafnframt hafði
hún mikil áhrif á mótun hjúkrun-
arstarfsins og heilbrigðismála í
Bretlandi og víða í heiminum á síðari hluta
nítjándu aldar. Sú ímynd hefur verið útbreidd
að Nightingale hafi verið fórnfús og undirgefin,
holdgerving hins líknandi engils. Endurspeglar
þessi ímynd engan veginn hinn margbrotna per-
sónuleika hennar og hin miklu áhrif sem hún
hafði á heilbrigðismál 19. aldar. Fæðingardag
hennar, 12. maí, halda hjúkrunarfræðingar um
heim allan hátíðlegan. Í ár ákvað Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga að minnast Night-
ingale hér á landi með því að kynna framlag
hennar til heilbrigðismála og segja frá nokkrum
af helstu hugmyndum hennar. 
Um ævi Florence Nightingale
Florence Nightingale fæddist 12. maí 1820 í
borginni Flórens á Ítalíu en lést 13. ágúst 1910.
Hún tilheyrði menntaðri efri stétt í Englandi og
hlaut góða menntun í tungumálum, stærðfræði,
náttúrufræði og heimspeki. Á fullorðinsárum
gerðist hún ötull talsmaður samfélagsumbóta,
sérstaklega á sviði heilbrigðismála. Eftir hana
liggja umfangsmikil ritverk, bæði útgefin og
óútgefin, en nú stendur yfir átak sem miðar að
því að gera öll verk hennar aðgengileg almenn-
ingi. Ritverk Nightingale, dagbækur og bréf
endurspegla flókinn en jafnframt mótsagna-
kenndan persónuleika stórgáfaðrar konu. Frá
æsku var hún alvörugefin og hneigðist til lestrar
og fræðilegra hugleiðinga. Hún lagði sig fram
um að kynna sér þær trúar- og heimspekistefn-
ur sem ræddar voru í Englandi um miðja
nítjándu öldina. Auk heilbrigðisfræði og töl-
fræði, sem hún hafði dálæti á, vöktu siðfræði og
trúfræði sérstakan áhuga hennar. 
Trúarleg togstreita
Nightingale var framan af ævi leitandi í trú-
málum. Fjölskylda hennar tilheyrði ensku bisk-
upakirkjunni sem Nightingale gerðist hins veg-
ar afhuga og íhugaði um tíma að snúast til
kaþólskrar trúar. Föðurfólk hennar var únitar-
ar og hún mótaðist af hinu stjórnmálalega
frjálslyndi og mannúðarstefnu sem einkenndi
þá. Á unglingsárunum átti Nightingale í mikilli
togstreitu um framtíðarstefnu í lífi sínu. Í dag-
bók hennar frá árinu 1837 kemur fram að hún
taldi sig hafa fengið köllun frá Guði um að vinna
að umbótum á mannlegu samfélagi. Hún sökkti
sér í athuganir og hugleiðingar um trúmál sem
beindust að því að skilja ætlunarverk Guðs og
hvernig hún gæti lagt sitt af mörkum til að full-
komna það. Þessar tilraunir koma greinilega
fram í helsta heimspekiriti hennar Suggestions
for Thought sem talið er að hún hafi skrifað á
árunum 1851?1852. Þessi rúmlega 800 síðna bók
var prentuð í örfáum eintökum árið 1860, en var
ekki gefin út opinberlega. Í bókinni kemur fram
yfirgripsmikil þekking hennar á trúarbrögðum
og skilningur hennar á Guði og tilgangi mann-
lífsins. Greinilegt er að Nightingale hafði miklar
áhyggjur af ástandinu meðal lægri stéttanna í
Englandi. Hún áleit hið útbreidda trúleysi vera
eitt helsta vandamál alþýðunnar og bókinni var
ætlað að veita leiðbeiningar í trúmálum. Í Sugg-
estions for Thought var einnig sagan Cassandra
sem talin er sjálfsævisöguleg lýsing Night-
ingale á lífi ungrar konu sem ekki fær notið
hæfileika sinna. Hún endurspeglar óánægju
Nightingale með stöðu kvenna í viktoríönsku
samfélagi, sérstaklega það að þeim skuli ekki
leyft að starfa utan fjölskyldunnar. 
Nightingale tók ákvörðun um að hafna hjóna-
bandinu og helga líf sitt störfum að velferðar-
málum. Hún sá fyrir sér að hjúkrunarstarfið
gæti veitt ógiftum konum tækifæri til að lifa
sjálfstæðu lífi utan hjónabandsins og lagði því
fyrir sig hjúkrun, þrátt fyrir mótmæli foreldra
sinna. Á þessum árum kynntist hún fólki sem
hafði svipaðan áhuga á velferðarmálum, og hún
ferðaðist jafnframt til fjölmargra Evrópulanda
til að kynna sér hjúkrun og rekstur sjúkrahúsa.
Árin 1850 og 1851 dvaldi hún í Kaiserswerth-
heilsustofnuninni í Þýskalandi og kynnti sér
sjúkrahús Líknarsystranna í París árið 1853.
Nightingale varð fyrir miklum áhrifum af hin-
um siðferðilega skilningi hjúkrunarsystranna á
hjúkrunarstarfinu, þó henni hafi víða á ferðum
sínum ofboðið óþrifnaðurinn og hið fátæklega
fæði sem sjúklingum var boðið. 
Krímstríðið
Líkt og aðrir Bretar fylgdist Nightingale náið
með fréttum sem bárust af hörmulegum aðbún-
aði særðra hermanna sem tóku þátt í stríðinu
milli Breta, Frakka og Tyrkja annars vegar og
Rússa hins vegar sem háð var á Krímskaganum
við Svartahaf. Hún barðist fyrir því að fá leyfi til
að fara fyrir sendinefnd kvenna að vígstöðv-
unum í því augnamiði að hjúkra hermönnunum
og bæta aðbúnað þeirra. Ríkisstjórnin ákvað að
styðja þessa för og fór Nightingale í broddi fylk-
ingar til borgarinnar Scutari, en þar var her-
sjúkrahús. Árangur sendinefndarinnar þótti
undraverður og dró verulega úr dánartíðni með-
al hermannanna. Við heimkomuna var Nig-
htingale fagnað sem þjóðhetju. Í kjölfarið fór
fram mikil fjársöfnun sem átti að gera henni
kleift að vinna að endurbótum í hjúkrunarmál-
um á Englandi.
Hugur Nightingale var hins vegar enn hjá
breska hernum og allt fyrsta árið eftir heim-
komuna vann hún að því að safna gögnum um
ástandið í hernum og móta tillögur að umbótum.
Í lok ársins var hún örmagna, heilsan bilaði og
átti hún við vanheilsu að stríða það sem eftir var
ævinnar. Hún tók sjaldan þátt í opinberu lífi eft-
ir þessi veikindi. Þrátt fyrir vanheilsuna hélt
hún þó áfram að fjalla um helstu hugðarefni sín
en þau tengdust umhverfisúrbótum í anda
heilsufræðinnar. Á komandi árum skrifaði hún
fjölmargar bækur og skýrslur um heilbrigðis-
mál.
Áhugi á heilbrigðisfræði 
og umhverfisúrbótum
Eitt helsta áhugamál Nightingale var heil-
brigðisfræðin. Með tölfræðilegum aðferðum
sýndi hún fram á mikilvægi hreinlætis og ann-
arra umhverfisþátta til að efla heilbrigði meðal
almennings. Í skrifum hennar um heilbrigðis-
mál kemur glöggt fram hvernig hún reynir að
samþætta trúarhugmyndir og vísindi, siðfræði
og heilbrigðisfræði. Með tölfræðilegum aðferð-
um sýnir hún fram á tengslin milli óþrifnaðar,
óreglu og veikinda. Markmið hennar var að
uppgötva lögmál Guðs um mannlegt eðli sem
hún taldi að lyti vísindalegum lögmálum. 
Hugmyndir Nightingale um heilbrigði, hjúkr-
un og umönnun í veikindum eru á margan hátt
frumlegar og sérstakar en mótast jafnframt að
verulegu leyti af trúar- og heilbrigðishugmynd-
um nítjándu aldar. Á þessum tíma byggðust
heilbrigðishugmyndir á alhliða skilningi á
manninum. Einstaklingurinn var samofin heild
og ekki var gerður greinarmunur á líkama og
sál. Samspil einstaklingsins og umhverfisins var
gagnkvæmt og til að viðhalda jafnvægi og fyr-
irbyggja veikindi varð einstaklingurinn stöðugt
að aðlagast umhverfinu. Veikindi stöfuðu ekki
af meini í afmörkuðum hluta líkamans eða í sál-
inni, heldur var einstaklingurinn í heild veikur.
Veikindi voru vísbending um vanhæfni líkamans
til að aðlagast ákveðnum aðstæðum. Samkvæmt
þessum skilningi beindist umönnun þeirra sem
áttu við veikindi að stríða að umhverfisbreyt-
ingum til að aðlögun gæti átt sér stað. Florence
Nightingale var, líkt og flestum samferðamönn-
um hennar, sérlega umhugað um þrifnað. Hún
aðhylltist miasmakenninguna en í henni fólst að
vont loft, rakt, illa lyktandi og mengandi sem
kallað var miasma, væri uppspretta veikinda.
Hin viðloðandi miasmaatóm áttu upptök sín í
hvers konar óþrifnaði. Þau komu sér fyrir í lík-
ama mannfólksins, viði, vefnaði, fötum og varn-
ingi og bárust milli manna við snertingu eða inn-
öndun. Orsakir farsótta voru raktar til
ofgnóttar miasma í andrúmsloftinu sem magn-
ast hefði vegna óþrifnaðar. Einn helsti sam-
starfsmaður Nightingale um langt árabil var
Edwin Chadwick, en hann var aðaltalsmaður
heilbrigðisfræðinnar á Englandi og byggði hug-
myndir sínar einmitt á kenningunum um mi-
asma. Hann var einn þeirra nítjándu aldar um-
bótasinna sem nýttu sér aðferðir tölfræðinnar
til að sýna fram á tengsl félagslegra vandamála
og heilbrigðisástands íbúanna. Árið 1842 gaf
hann út skýrslu ásamt samstarfsmanni sínum
þar sem sýnt var fram á að orsök sjúkdóma
mætti rekja til umhverfisaðstæðna sem ein-
kenndust af óþrifnaði, menguðu drykkjarvatni
og rotnandi sorpi sem fyllti göturnar. Chadwick
taldi að sjúkdómar orsökuðu fátækt en hreysti
skapaði auð. Því var ein mikilvægasta leiðin til
samfélagsumbóta, að hans mati, að koma í veg
fyrir sjúkdóma með umhverfisumbótum í anda
hreinlætis. Greinilega má sjá áhrif þessara hug-
mynda í skrifum Florence Nightingale.
Í ofangreindum kenningum skipta daglegir
lifnaðarhættir og umhverfisaðstæður miklu
máli fyrir heilbrigði. Fylgismenn þeirra lögðu
áherslu á ábyrgð einstaklingsins varðandi við-
hald heilsunnar. Heilsufræðihreyfingin var
undir mikilum áhrifum frá upplýsingunni og því
var heilbrigðisfræðsla mikilvægur þáttur í
starfi umbótasinna.
Framlag til hjúkrunar
Það var meðal annars að hvatningu Chad-
wicks að Nightingale skrifaði bókina Notes on
Nursing, þar sem hún útfærir meginhugmyndir
heilbrigðisfræðinnar í almennum umönnunar-
störfum. Bókin kom fyrst út seint á árinu 1859
og varð þegar metsölubók í Englandi. Fljótlega
var hún þýdd á fjölda tungumála. Þessi bók varð
fyrirmynd að hjúkrun, a.m.k. um allan hinn
vestræna heim. Í henni samþættar Nightingale
þekkingu og reynslu af hjúkrunarstörfum víða í
Evrópu og hugmyndir um heilsufræði, sérstak-
lega hreinlætishugmyndir, sem voru áhrifaríkar
um miðja nítjándu öldina. Auk þess að leggja
með þessum hætti grunninn að hjúkrunarstarf-
inu er Nightingale einnig talin hafa mótað að-
ferðir við hjúkrunarkennslu sem hafðar voru að
leiðarljósi víða á Vesturlöndum langt fram á
tuttugustu öldina. 
Í Notes on Nursing og fleiri ritum Nig-
htingale um hjúkrun má sjá að hugmyndir
heilsufræðinnar eru samtvinnaðar trúarskiln-
ingi hennar. Hún áleit að veikindi væru eðlileg
viðbrögð líkamans við óæskilegum umhverfis-
áhrifum, leið hans til að losa sig við eitranir.
Hún taldi því fráleitt að beita meðferð eða ein-
hvers konar lækningu við veikindum. Einu inn-
gripin, sem réttlætanlegt væri að beita, voru
breytingar á umhverfinu. Þessar hugmyndir
mótast af trúarskilningi Nightingale, þ.e. að
okkur mönnunum beri að uppgötva lögmál Guðs
um heilbrigði. Með því að fylgjast með við-
brögðum líkamans við ólíkum umhverfisáhrif-
um taldi hún mögulegt að þekkja og skilja þau
lögmál. Veikindi stöfuðu því annaðhvort af van-
þekkingu mannsins á þessum lögmálum eða
vanvirðingu við þau.
Áhrif Nightingale
á skipulag sjúkrahúsa
Samkvæmt skilningi Nightingale var orsakar
veikinda, verkja og þjáningar ekki að leita í lík-
amlegum meinum, heldur í óæskilegum um-
hverfisáhrifum, s.s. óþrifum, slæmu lofti, rangri
lýsingu, kulda eða miklum hita, skipulagsleysi
og skorti á reglusemi. Þessir umhverfisþættir
komu í veg fyrir að náttúran gæti yfirunnið
mengun eða eitrun sem líkaminn hafði orðið fyr-
ir. Meginþáttur hjúkrunar var að skapa þannig
umhverfi, bæði á heimilum og á sjúkrastofn-
unum, að lækningamáttur náttúrunnar fengi
notið sín. Helstu aðferðir hjúkrunar voru að efla
hreinlæti og umfram allt að tryggja öruggt frá-
rennsli, sjá til þess að hreint loft léki um húsa-
kynni, huga að lýsingu, fyrirbyggja hávaða,
halda hæfilegu hitastigi í sjúkrastofum og gæta
að hollu mataræði. Jafnframt bar hjúkrunar-
konunni að tryggja gott skipulag, reglusemi og
siðgæði. Nightingale áleit líkamlega umönnun
lykilatriði í hjúkrun. Hana var hins vegar erfitt
að kenna. Eina leiðin til að læra að hjúkra var að
nema af reyndum hjúkrunarkonum. Þessi af-
staða endurspeglar skilning hennar á hjúkrun-
arstarfinu sem var sá að hjúkrun væri í eðli sínu
list sem ekki væri hægt að lýsa sem samsafni
Hin sígilda ímynd af Florenc
FLORENCE
NIGHTINGALE
EFTIR KRISTÍNU BJÖRNSDÓTTUR
Florence Nightingale í blóm
ákveðinna verka. Nightingale og fjölmörgum
samtíðarmönnum hennar ofbauð ástandið á
þeim spítölum sem hún heimsótti, bæði í Eng-
landi og á ferðum sínum um Evrópu. Eftir
reynsluna á Krímskaganum bjó hún sjálf yfir
þekkingu á því að skipuleggja endurbætur á
fyrirkomulagi og rekstri sjúkrahúsa og árið
1859 gaf hún út bókina Notes on Hospitals. Í
henni er að finna mat hennar á hreinlætis-
ástandi á sjúkrahúsum og skipulagsvandamál-
um sem hún telur að hamli starfsemi þeirra, en
jafnframt setur hún fram tillögur að umbótum.
Líkt og í skrifum sínum um hjúkrun tengdi Nig-
htingale saman hugmyndir heilsufræðinnar um
umhverfisúrbætur, verkfræði og byggingarlist
og sínar eigin hugmyndir um mikilvægi reglu-
semi, þrifnaðar og siðgæðis. Í hennar huga var
spítalinn smækkuð mynd af þjóðfélaginu og
sömu meginreglurnar giltu um umbætur fyrir
hvort tveggja. Í þessu riti, eins og svo oft annars
staðar þegar Nightingale vildi hafa áhrif, beitir
hún tölfræðilegum aðferðum til að sýna fram á
þau vandamál sem hún taldi brýnt að leysa.
Bókin Notes on Hospitals var víðlesin og að
mati bandaríska sagnfræðingsins Charles E.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16