Pressan - 11.04.1991, Side 16

Pressan - 11.04.1991, Side 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APRIL1991 Þuríður Izzat: S.ÞÓR „Kerfið var á inófi mér og ég á méti kerfinu" „Það er bagalegt að vakna upp við vondan draum og komast ekki greiðlega út úr honum. Mannorð manns breytist ekki eins og smellt sé fingri. Maður gerir mistðk á lífsleiðinni or verður að fá að bæta fyrir þau. Ég er hvorki betri né verri en aðrir, en vil einungis fá að lifa í friði,“ segir Þuríður Sævarsdóttir Izzat, hús- móðir á Hverfisgðtu 86. Hún er goðsögn í lifanda lífi, aðeins þrítug að aldri. Stundum kölluð „Indjáninn", vegna útlitsins sem rekja má til föðurættarinnar í Hava- hóaættbálknum í Bandaríkj- unum og móðurinnar sem er Inúíti. I vinahópi er hún gjarnan kölluð Systa. „Jú, það er rétt, sumir þykjast hafa glöggt auga fyrir kyn- þætti mínum,“ segir hún, spurð um kynþáttafordóma á íslandi. Hún þarf ekkert að segja meira og vill það heldur ekki. ÖRLAGARÍK ÁTOK VIÐ „MALAGAFANGANN" Þrisvar sinnum hefur heim- ili hennar komist í sviðsljósið, í öll skipti vegna vafasamra mála, nú síðast vegna frétta um víggirt dópgreni í risinu á Hverfisgötu 86. Húsið varð fyrst myndefni blaðanna eftir að Þuríður hafði lent í átökum við aöra goðsagnapersónu, Stefán Al- marsson, Malagafangann svokallaða. Þessi átök áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Stefán hlaut ákverka og dóm- stólarnir töldu athæfið refsi- vert. Hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi, sem varð að alls tveggja ára vist á Skólavörðustíg 9. Allt frá því hún tók út sinn dóm, um áramót 1987/88, segist hún hafa mátt þola skilningsleysi og fordóma. „Ég tel að ég þurfi ekki að sanna eitt eða neitt fyrir nein- um öðrum en sjálfri mér," segir hún, „Ég hef tekið út minn dóm og vil alls ekki draga upp neina glansmynd af sjálfri mér, tel einungis að allir eigi að njóta sakleysis uns sekt þeirra hefur verið sönnuð." LÖGREGLAN SKELLTI Á Fyrir einu og hálfu ári brá hún á það ráð að girða með rimlum fyrir gluggana sem snúa að bakgarðinum. Hún var m.a. að verjast hugsan- legum ágangi fólks sem átti erindi í risíbúðina fyrir ofan hana, en í PRESSUNNI í síð- ustu viku var því lýst hvernig fíkniefnasalarsem leigt hafa í risinu hafa brynjað sig gegn lögreglunni. „Þegar kastaranum var beitt þurfti ég að hafa teppi hérna fyrir. Það var dagur hjá mér á nóttunni, enda geturðu ímyndað þér hvernig það var þegar fleiri hundruð manns voru að banka á þessa járn- hurð þarna úti. Stundum svaf ég ekki dúr,“ segir hún og bendir út um gluggann á járn- girtu hurðina og kastarann sem gín yfir. — Þú hefur væntanlega kallað á lögregluna? „Yfirleitt lagði ég ekki í það, enda vildi ég sem minnst af þessu vita. Þo ég sé þekkt andlit hef ég aldrei selt fíkni- efni. í þau fáu skipti sem rannsóknarlögreglan hefur komið hingað, líklega síðast '88, voru þeir að spyrja um þetta fólk í risinu. Smám sam- an skildu þeir að hér hjá mér var ekkert um að vera. En þegar fólk hefur vaðið um og brotist hér inn hef ég jafnvel ekki notið skilnings lögregl- unnar, það hefur komið fyrir að hún hafi skellt á mig.“ í BARÁTTU VIÐ GOÐSÖGNINA — Þú bara girtir þig af? „Já, ég sé ekkert að því þótt ég hafi rimla fyrir glugg- um þegar ástandið er svona. Það er ekkert langt síðan ég fór snemma morguns til Jón- asar kaupmanns hérna á horninu, þá ekkert búin að sofa, og impraði á þessu við hann. Þá hafði allt nötrað og skolfið hér í húsinu í nokkra daga. Jónas benti mér á að taka myndir og fleira, en ég legg ekki í neitt slíkt. Það er meira en að segja það, þegar dópsalar eiga í hlut... Ég reyni að fara eftir lögum og reglum og það má ekki gleyma að það er ekki bara ég sem fæ að kenna á þessu, heldur líka dóttir mín.“ Pétur vinur Þuríðar grípur inn í samtalið og segir að aug- ljóslega hafi íbúarnir í risinu notað Þuríði sem skjöld. „Án þess að vera spurð hefur hún verið notuð sem skjaldmey." Þegar PRESSAN forvitnað- ist um íbúana á Hverfisgötu 86 vegna greinarinnar sem birtist i blaðinu í síðustu viku voru ótrúlega margir sem könnuðust við Systu. „Ind- jáninn?". „Þessi sem stakk Malagafangann?" „Við dvölina á Skólavörðu- stíg 9 hófust samskipti mín við alls konar lýð, sem ég hef þurft að sitja uppi með hvort sem mér líkar betur eða verr,“ segir hún. „Þetta er fólk sem þykir ég eitthvað spennandi og telur sig hafa eitthvað hingað að sækja. Það er hæg- ara .sagt en gert að koma svona brjáluðu fólki í skilning um að það eigi ekkert erindi hingað. Þó ég hafi verið að verja líf mitt og gert þessi mistök á sínum tíma í ofsa- hræðslu og sjálfsvörn, þá tel ég mig verið búna að gjalda fyrir þau.“ LÍTIL GREY - ENGIR GLÆPAMENN Á meðan Þuríður sat inni kynntist hún krökkum sem fetað höfðu ógæfubraut. Margir þessara krakka hafa leitað á náðir hennar síðar. „Mörg þeirra hafa í engin önnur hús að venda. Mér finnst ég geta skilið þau svo vel. Frá 10 ára aldri þurfti ég sjálf að alast upp á stofnunum og stofufangelsum. Ég hef leyft þeim að vera hérna, án þess að vera með einhverja stjórnsemi. Þetta eru lítil grey, sem eiga ekkert skylt við glæpamenn. Eitt sinn kom hingað rann- sóknarlögreglumaður á með- an hér dvöldu um skeið ung stúlka og drengur. Það fylgdi þessum krökkum svolítil óregla, en lögreglumaðurinn hafði skilning á málinu og spurði hvort ég treysti mér til að líta til með krökkunum á meðan strákurinn biði eftir því komast í afvötnun. Mér fannst það alveg sjálfsagt, en auðvitað setti ég pressu á strákinn, því þetta er mitt heimili og hér á fólk ekki að setjast að.“ — Hvað á að gera við þessa unglinga? „Unglingsárin geta verið misjafnlega erfið, en sem beÞ ur fer þroskast menn og full- orðnast." FEGURÐIN í ÞVÍ SEM AÐUR VAR SVO LJÓTT — Ertu beisk? „Jú, stundum er ég það, en mér finnst ég vera á réttri leið og er ánægð á meðan." — Hvenær hófst þín ógæfa? „Þegar ég var þriggja ára.“ — Hvað gerðist? „Ég var sett á lyf, valíum og fenegan, og var á þeim til átta ára aldurs." — Hvers vegna varst þú sett á þessi lyf? „Ég veit það ekki, en lík- lega má rekja það til heimilis- aðstæðna." — En unglingsárin? „Þá datt ég út af vegabréfi fósturömmu minnar og lenti í hrakningum. Kerfið var á móti mér og ég á móti kerf- inu. Sextán ára gömul fór ég af unglingaheimilinu og þá hófst nýtt tímabil." — Hvar stendurðu núna? „Mér finnst gaman að vera til og upplifa fegurðina í hversdagsleikanum. Og sjá fegurðina í því sem mér fannst áður svo ljótt." — Ertu þá jákvæðari en þú varst sem unglingur? „Já. Ég lít allt öðruvísi á til- veruna. Og ég er enn að læra og þroskast — sem betur fer. Annars hefði ég ekkert ann- að á jörðinni að gera," segir Þuríður Izzat húsmóðir á Hverfisgötunni. Krístján Þorvaldsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.