Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 24
„Náunginn í næstu gröf er af sjaldgæfri tegund
skáldsagna: fyndin ástarsaga. Meira að segja
drepfyndin á köflum ... Yndisleg saga.“
Silja Aðalsteinsdóttir á tmm.is
Ástin
í kýrhausnum
„Dásamleg bók“
Västmanlands Nyheter
„Bókin er perla“
Stocholms Tidningen
„Brjálæðislega
skemmtileg“
Aftonbladet
HÁLF
MILLJÓNEINTAKA SELDÍ SVÍÞJÓÐ
Húsavík | Þorri Gunnarsson er ungur Húsvíkingur
sem sótti jólasveinana heim í Dimmuborgir á dög-
unum. Var hann alls óhræddur við sveinana og hér
gæðir hann sér á epli sem þeir gaukuðu að honum.
Morgunblaðið/Hafþór
Fékk epli hjá jólasveinunum
Glaðningur
Höfuðborgin | Suðurnes | Akureyri | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes
Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland
Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir,
austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Skötuveisla í Garði | Unglingaráð Víðis í
Garði heldur sitt árlega skötuhlaðborð í
dag. Á borðum Samkomuhússin eru tvær
tegundir af skötu, saltfiskur, siginn fiskur
og fleira góðgæti.
Unglingaráðið hefur staðið fyrir skötu-
hlaðborði lengi og hefur aðsókn farið vax-
andi. Þannig komu yfir tvö hundruð manns
á hlaðborðið fyrir ári, að sögn forsvars-
manna unglingaráðs sem nýtur góðs af fjár-
öflun. Hádegishlaðborðið stendur frá kl. ell-
efu til tvö og kvöldborðið frá sex til níu.
Kirkjuklukkan hljóðnaði | Sprunga hef-
ur myndast í annarri kirkjuklukku Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum. Hafði það þær
afleiðingar að hljómur klukkunnar dofnaði
við athöfn um síðustu helgi. Kom þetta í ljós
þegar skoðunarmaður frá Iðntæknistofnun
athugaði málið fyrir sóknarnefndina í gær-
morgun. Klukkan sem er liðlega 260 ára
gömul er talin ónýt og tekið er fram í frétt á
fréttavefnum sudurland.is að hún sé komin
úr ábyrgð. Eldri klukka Landakirkju er frá
1617 og gengur enn. Verður hún notuð á
meðan unnið er að útvegun nýrrar kirkju-
klukku.
Klædd í hvíta kyrtla,
drengir með stjörnuhatta
og auðvitað Lúsían sjálf
ljósum prýtt og með ljós í
hendi líkt og þernur
hennar, gengu þau um.
Nýbakaðir Lúsíusnúðar
biðu foreldra og gesta á
Það hefur sann-arlega verið bjartog glatt yfir mann-
lífinu í Grímsey, það sem
af er desember. Manna-
mót og gleði í nafni jóla-
undirbúningsins.
Fyrst skal telja að-
ventukaffi ferðanefndar
Kvenfélagsins Baugs.
Þangað streymdu Gríms-
eyingar, nutu veitinga og
keyptu jólablómin. Því
næst var stórglæsilegt
jólahlaðborð félaganna
tveggja, Baugs og Gríms.
Allt fagurlega skreytt
með jólatré í sal og ís-
lensku jólasveinunum og
ljómandi jólastjörnum í
öllum gluggum félags-
heimilisins. Sönn jóla-
gleði í sál og sinni.
Svo fögnuðu skólabörn-
in Lúsíuhátíðinni í tólfta
sinn á heimskautsbaug.
borðum. Að sjálfsögðu
var jólasöngnum gert
hátt undir höfði á öllum
þessum skemmtunum.
Skólabörnin sungu af inn-
lifun jólalög undir stjórn
skólastjórans, Dónalds
Jóhannessonar.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Stjörnudrengir á Lúsíu Ingólfur, Adam, Sigurður, Ív-
ar og Bjarni tóku þátt í hátíð í grunnskólanum.
Bjart yfir mannlífi
Stefán Vilhjálmssonsat að laufa-brauðsskurði með
„Garðshyrningafélaginu“
og orti:
Hamast ég við uppá
helmingabýtti,
hverja af annarri kökuna
sker.
Svo verður steikt uppúr
kransæðakítti,
kætist nú hjartað í brjóstinu
á mér.
Davíð Hjálmar Haralds-
son var við svipaða iðju
og orti:
Laufabrauð ég lengi sker,
litli bróðir steikir.
Bragðast vel. Þá búið er
báðir magaveikir.
Ekki eru allir jafn ánægð-
ir með komu jólanna eins
og óþekktur höfundur á
vísnavef þeirra Skagfirð-
inga:
Áður hafði ég yndi og skjól,
ævi minnar langt við ról.
Nú vill lífs míns sortna sól
sextugustu og fimmtu jól.
Líður að jólum
pebl@mbl.is
Bíldudalur | Bílddælingur hf. hefur fisk-
vinnslu að nýju í frystihúsinu á Bíldudal í
byrjun nýs árs. Unninn verður fiskur sem
fluttur verður ferskur á erlenda markaði.
Nýir fjárfestar eru að ganga til liðs við fyr-
irtækið.
Bílddælingur hf. sagði upp öllu starfs-
fólki sínu í byrjun júní á síðasta ári og lagði
niður fiskvinnslu á Bíldudal. Starfsmenn
voru alls 50 á sjó og landi, þar af 29 í fisk-
vinnslunni. Félagið á enn fiskiskipið Hall-
grím BA, en það er á söluskrá.
Fiskvinnsla hefst að nýju fljótlega eftir
áramót og verða áherslur aðrar en áður, að
sögn Jens Valdimarssonar, eins af eigend-
um Bílddælings. Nú verður áhersla lögð á
vinnslu ferskfisks til útflutnings með flugi
en áhersla fyrri rekstrar var á frystingu.
Byrjað verður smátt, með tólf starfsmenn,
að sögn Jens, og unnið úr 700 til 800 tonn-
um á ári.
Spurður að því hvað hefði breyst frá því í
maí sagði Jens að nýir hluthafar væru
komnir inn í fyrirtækið og reksturinn end-
urskipulagður. „Við leggjum að minnsta
kosti á djúpið aftur,“ sagði Jens þegar
hann var spurður að því hvort grundvöllur
væri kominn til áframhaldandi rekstrar.
Afurðunum verður ekið suður á Keflavík-
urflugvöll.
Bæjarstjórinn fagnar
Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri í
Vesturbyggð, kvaðst fagna því að fisk-
vinnsla væri að hefjast á ný á Bíldudal en
þetta fyrirtæki var langstærsti vinnuveit-
andinn áður en fiskvinnslan var lögð niður.
Einnig forverar þess sem margir hættu
rekstri vegna fjárhagserfiðleika. Kvaðst
bæjarstjórinn álíta að grundvöllur þessa
nýja rekstrar væri traustari en áður hefði
verið.
Guðmundur sagði að bæjarstjórnin ætti
ekki beina aðild að þessum rekstri en hefði
lagt sig fram um að aðstoða eigendurna,
eins og kostur hefði verið, meðal annars í
samskiptum við stjórnvöld og ýmsa aðra
aðila.
„Leggjum aftur
á djúpið“
Vinnsla aftur á Bíldudal
Morgunblaðið/Ómar
Vinnsla Unnið var í karfa síðustu dagana
áður en vinnslunni var lokað í vor.
Grái Fergusoninn efstur | Grái Fergu-
soninn virðist vera frumtraktorinn í hugum
Íslendinga, ef marka má skoðanakönnun
sem gerð var á heimasíðu Búvélasafnsins á
Hvanneyri, buvelasafn.is. Bjarni Guð-
mundsson segir frá niðurstöðu könnunar-
innar í grein í nýútkomnu Bændablaði.
Nærri tvö hundruð lesendur vefsíðunnar
tóku þátt í könnuninni. Hinn grái Ferguson
fékk atkvæði þriðjungs þátttakenda og
spyr Bjarni hvort það sýni ekki að nefna
megi hann sem þjóðardráttarvélina. Í öðru
sæti lenti þúfnabaninn með liðlega fimmt-
ung atkvæða og síðan Farmalarnir A og
Cub. Aðrir fengu mun færri atkvæði.
Fram kemur hjá Bjarna að grái Fergu-
soninn er sú dráttarvélagerð sem mest hef-
ur verið flutt inn af, fyrr og síðar, samtals
nærri 1.700 vélar. Þúfnabaninn kom aftur á
móti í fáum eintökum.
Farmalarnir voru gagnstætt Ferguson
litríkar vélar sem fönguðu athygli margra
við komu sína. Bjarni segir að kalla megi
Farmal A fyrstu heimilisdráttarvélina en
fyrstu eintökin komu fjórum árum á undan
Ferguson en þessi dráttarvélagerð náði þó
aðeins tæplega þriðjungs útbreiðslu á við
hann. Kubburinn hafði ögn betur og sam-
tals komu hingað til lands um 1.100 Far-
malar.