Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 31. október 1974. Fimmtudagur 31. október 1974. TÍMINN 9 Veggteppi Vigdlsar Kristjánsdóttur er ofiö eftir telkningu Jóhanns Briem listmálara og sýnir Ingólf varþa öndvegissúlum fyrir borö. Teppiö er forkunnarfagurt og mun síöar veröa sett upp I sal borgar- stjórnar Reykjavtkur, þar sem annaö jafnstórt teppi sömu listamanna er fyrir. Likan af hveragufu-rafstöö vekur áhuga margra. Ef tii vill veröa háhitasvæöi landsins og þeir mögu- lcikar, sem þar eru til virkjunar á rafmagni, dýrmætari en sjáif vatnsorkan. Af þrem súpermálverkum, sem eru á Sögusýningunni, viröist þaö sem utandyra er geymt vera at- hygiisveröast, en Einar Hákonarson máiaöi þaö. Þessi mynd þyrfti aö komast I opinbera eigu og veröa geymd á góöum staö. Jónas Guðmundsson: ÍSLAND — ÍSLENDINGAR Ellefu alda sambúð lands og þjóðar Sýning ó vegum þjóðhótíðarnefndar 1974 Gengið ó fund sögunnar með framkvæmdastjóra þjóðhótíðarnefndar Eitt fyrsta verk þjóð- hátiðarnefndar var það að ákveða sögusýningu á ellefu alda afmælinu og nú stendur hún yfir á Kjarvalsstöðum. Hún var opnuð um daginn og lýkur eftir miðjan næsta mánuð, ef hún verður ekki framlengd. Sýningin á Kjarvals- stöðum er gisin mynd af einkennilegu þjóðlifi i makalausu landi, þvi að i rauninni verður að taka allt með, ef hún á að ná tilgangi sinum. Það þyrfti að vera Njálsbrenna öðru megin og hallæri hinum megin, Eldgos fyrir norðan og skuttogarar fyrir sunn- ar. bækur og list,búfé og manneskjur, en auð- vitað er þetta ekki þar, aðeins snjóhaugur við innganginn i bæinn og svo logar eldur á þeirri hlið, er að Miklatúninu snýr. Teiknað eftir sprekum Við gengum i bæinn og við blasir knörr, sem stendur kyrr og nú stendur timinn lika kyrr. Þetta er skipið, sem vesturfararnir komu á fyrir ellefu öldum. Þessi mvnd er gerð eftir teikningum frá Hróarskeldu i Danmörku, og er það dæmalaust hvað þeir hafa teiknað mikið þar eftir fáeinum fúasprpkum, þvi að ekki eru skipin nú heilleg þar, eða voru það siðast er ég var á ferð. — Þetta voru vöruskip og sigldu með skepnur og hunda, segir for- stjóri þjóðhátiðarinnar. Vikinga- skipin voru öðruvisi og miklu finni og við skynjum strax nokkra mótsögn. I Hróarskelduskipunum var svo stutt milli ára, að menn hafa verið miklu smávaxnari þá en þeir eru núna: fermingar- drengir nútimans gætu varla troðið sér niður i skiprúmið, en á töflu inn i salnum segir hins vegar að íslendingar hafi verið á stærð við körfuboltamenn. Veggteppi Vigdisar Kristjáns- dóttur hangir þar inni en það er gjört eftir teikningu Jóhanns Briem og er hinn fegursti gripur. Þrjú ,,súper”málverk Þarna inni er lika stórt málverk eftir Jóhannes Jóhannesson. en er ekki mjög persónulegt fyrir hann sjálfan, né heldur áhrifamikið. Af þrem ,,súper” málverkum, sem þarna eru sýnd til hjálpar ts- landssögunni, kemur aðeins eitt að gagni, en það hangir fyrir framan húsið, málað af Einari Hákonarsyni, en i þvi er sú upphafning, sem nauðsynleg er i sögulegum málverkum af stórum stundum. Þarna er merkilegt gróðurkort, — eða gróðureyðingarkort, gjört af visindamönnum, og um það hafa margir haft stór orð. Þykir lygilega mikið búið að borða af grasi á landinu og þykir liklegt að það sem eftir er fari brátt i mikil ferðalög með vindinum og regninu, ef ekki verður við spornað — og það fljótt, en þá mun milljarður duga skammt. Þjóðveldið er sýnt með alls konar hlutum, Jónsbók er þar, og skemmtilegar stækkanir úr hand- ritum prýða sýninguna og opna henni farveg. A svona sýningu verður maður að vera dálitið skáld, hún er eins og kinverska leikhúsið, allir verða að leika með. Magabelti og skjöl Þarna er bikar einn fagur og forn og magabelti af fjallkonunni reynast við frekari skoðun vera skjöl með innsiglum fornum. Það elzta er dagsett 23. júni 1311 og er vitnisburður um landamerki norður i Tungusveit. Einhver bóndi seldi það fyrir aldamót en svo „dúkkaði það upp” i Washington og var gefið hingað með irafári á afmælinu. Fátt hafa þeir fyrir vestan gert betur. Rétt fyrir sunnan magabeltin góöu er teikning af eldfjalli ásamt eftirlikingu af eldfjalli. Syðst er svo isbjörn, sem er mjög fallegur. Hann var felldur i Grimsey. — Þarna sést að við erum is- bjarnaland, segir forstjórinn en búið er að merkja inn á landakort alla isbirni, sem hafa verið skotnir og komizt hafa i sögur, — og það ber ekki á öðru en að sæmilega hafi verið séð fyrir is- björnum hér á landi og dug- legastir hafa þeir verið að skjóta þá I Suðursveit. Húsagerð og búskapur Að austanverðu i Vestursalnum er sögualdarbærinn og skemmti- legar myndir af byggingalist þeirra, sem höfðu ekkert til að byggja úr, og innréttingarnar i Eyvindarveri minna á sum húsin i Arnarnesinu og I Garðahreppn- um þar sem menn nota stein- öldina sem „finiri”. Rosalegt er að sjá hvað sauðkindin getur étið, en birt er mynd af fé i beitarhaga, sem er svo til uppétinn, en kafgras er hins vegar við girðinguna. Jonas Hallgrímsson, skrifaði á dönsku Þessa mynd þyrfti Benedikt frá Hofteigi að sjá, en ég segi þetta ekki upphátt, þvi Benedikt getur sannað allan fjandann, þvi að hann er svo rökvis. A veggnum er smáræði frá ör- nefndanefnd, eða örnefnastofnun og þótt lítið láti yfir sér, þá er þarna neisti, sem tendrar hug- ann. íslandssagan er persónu- saga og hér verða allir hlutir að heita eitthvað, annars eru þeir ekki til. y hans og vasabók og viti menn, þjóðskáldið skrifaði á dönsku. Detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Á sama gangi eru mörg önnur auðævi, merkilegir steinar, sem þyrfti að koma i peninga, silfur- berg og merkilegir stein- gervingar, sem sýna trjáboli og lauf frá bernsku landsins. Gangurinn i austurálmunni er notaður undir gömul íslandskort. Þeim fylgir sérstök stemning og SÝNINGARNEFND: Gils Guðmundsson, formaður Egill Sigurgeirsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason HÖNNUN OG UMSJÓN: Einar Hákonarson, listmálari Þarna er fjallað um kornyrkju, mótekju, melskurð, kolagerð, rauðablástur og rekavið, en það fer einhvern veginn fyrir ofan garð og neðan. Er a.m.k. ekki mjög áhrifamikið, eins og til dæmis það, að sjá það á korti að öll orkuver tslendinga og heiztu fasteignir þeirra eru á eldgosa- beltinu, þar sem jarðeldur getur komið upp þá og þegar. Það er vægast sagt svakalegt fyrir- hyggjuleysi.. Þarna er lika málverk af tjaldi Jónasar Hallgrimssonar og er makalaust. Þessu mótmælir for- stjórinn og segir málverkið vera málað á Þingvöllum árið sem Jónas dó úti i Kaupmanna- höfn... í vesturgangi hefur verið komið fyrir málverki eftir Þorvald Skúlason, ásamt einhverjum rógi um Dani og kaupmenn. Þarna er einn skemmtilegasti hluti sýningarinnar, en það eru fáeinar myndir af Vesturförum. Ungir menn með nýja von i svipnum og svo er mynd af þeim (sömu?) þegar þeir eru orðnir gamlir Amerikanar og hafa borðað mikið af rúsinum og korni. Vesturfara- rómantikin er einn af þessum óskýrðu þáttum i sögu þjóðarinn- ar og minnir óhugnanlega mikið á sumt sem hér gæti gerzt, ef við kunnum ekki að takast á við erfiða tima. Ástmögur þjóðarinnar skrifaði á dönsku Við kaffistofuna er einn merkasti og áhugaverðasti hluti sýningarinnar. Þarna er steina- safn Jónasar Hallgrimssonar , sem fannst i rusli i Mennta- skólanum fyrir nokkrum árum, og Jónas hefur skilmerkilega ritað merkingar við hvern stein. Þarna er ennfremur ferðabók þau eru merkilega góð til að sigla eftir, einkum eftir að kemur fram á 16. og 17. öld. Þvottalaugar og franskir sjómenn Meðan forstjórinn útskýrði merkilegar ljósmyndir, gekk kona framhjá með hóp af börn- um. Hún staðnæmdist þar sem hún amma þvoði þvott i þvotta- laugunum með frönskum sjó- mönnum, sem komu gagngert Islenzki hesturinn hefur hækkað um fjórar tommur á hálfri öld, staðfestir Indriði G. Þorsteinsson hingað til þess að skola úr plöggum. Ég lagði við hlustir og mér til mikillar skelfingar til- heyra miðaldra menn nú fornöld- inni, þegar skýrt er frá tauþvotti á fjórða áratug aldarinnar og augun i börnunum urðu mjög stór. Þarna i austursalnum er margt að sjá. Áhrifamikill er veggur sem sýnir jarðskjálftana á Dalvik og i Hrisey og fleiri stöðum á Norðurlandi, en þar er sýnt hvernig fólkið setti tréstaura til þess að halda við húsgafla. Aldrei er nóg varað við jarð- skjálftum á Islandi. Þarna eru lika skemmtilegar myndir af simamönnum og af póstum og öðru i nálægri sögu, myndir úr þorskastriðinu og af merkilegum skútum og skipum. Innst i salnum er orkuver, hveragufustöð. Indriði G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri þjóðhátiðarnefndar, og Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra við Grlmseyjar-Is- björninn, sem mikla athygli vekur. — tsland er Isbjarnarland, sagði Indriði, og visaði til kortsins, sem sést á bakvið. Þar eru merktir inn á kort allir isbirnir sem sézt hafa og komizt I heimildir, og það kemur I ljós, að bjarndýr hafa verið tiðir gestirá íslandi og hafagert vart viðsig I svo til öllum landshlutum. Sér i lagi hlýtur það að vekja furðu, hversu mörg dýr hafa gengið á land I Suðursveit og öræfum. Hesturinn stækkar með manninum Næst er að fá sér kaffi, en fyrst er skoðuð aftur taflan yfir meðal- hæð islenzku þjóðarinnar á sögu- öld og gullöld, i hallærum og á poppöld. Þar kemur i ljós, að margir af mestu andans mönnum íslendinga i stjórnmálum, vis- indum og listum eru „hallæris- lega” vaxnir. Min kynslóð er lika „hallærisleg”, en unga fólkið minnir hins vegar á háfætta guði og körfubolta. Þarna geri ég merkilega uppgötvun, sem for- stjórinn féllst þegar á. I kvikmynd af sögu Borgarættar- innar eru hestar mjög smávaxn- ir, en myndin er tekin árið 1919. Ég vek athygli hans á þessu, að islenzki hesturinn virðist hafa stækkað og hann upplýsir sem Skagfirðingur og „spesialisti,” að islenzki hesturinn hafi hækkað um fjórar tommur á herðakamb á seinustu áratugum. I næstu kvik- mynd af sögu Borgarættarinnar munu menn þvi ekki riða á folöldum, eins og á þeirri gömlu, sem sjónvarpið sýndi. Eftir kaffiö kemur ganga um salina i leit að ýmsu merkilegu, sem hlaupið hafði verið yfir. Áhrifamiklar myndir eru frá Vestmannaeyjagosinu, lýðveldis- hátfðinni á Þingvöllum og frá þjóðhátiðinni 1874. Minnt er á Al- þingi og þátt þess I þjóðar- sögunni, en minna greint frá konungum, sem þó réðu hér öllu I margar aldir. 1 norðurenda sýnir Gunnar Hannesson litskyggnur, en mjög fáir menn hafa myndað landið eins vel og hann. Snjallar bókaskreytingar við islendingasögur Þá göngum við yfir að land- náminu aftur til þess að skoða myndskreytingar Þorvaldar Skúlasonar, Gunnlaugs Schevings og Kjartans Guðjóns- sonar við fornsögurnar. Aftur eygir maður nokkra von um sæmilegar bækur á Islandi. Þess- ar myndir eru stórvel gerðar og ritlist og myndlist leggst á eitt. Myndir i bókum eru ekki til þess eins að gera bókina fallega, til að skola niður efninu, þær eiga að gefa henni nýja dýpt og innlif- un. Súpermálverk Jóhannesar Jóhannessonar er orðið svolitið betra við siðari skoöun, og það er merkilegt að hafa látið gera frimerki eftir svona stóru mál- verki, jafnvel þótt aðeins hluti þess sé á frimerkinu. Ekkert minna svona stór málverk minna á en frimerki. Minn staður er hér.... og við höfum gengið um allt. Sýningin er stilhrein og ef menn eru ekki á kafi i skuldum eða ástarsorg þá munu þeir ánetjast henni með sérkennilegum hætti. Á dögum Spánarferða og annars munaðar eru það aðallega sérfræðingar sem hugsa um tsland. Tjære- borgarpresturinn sagði i viðtali við dönsku blöðin um daginn, að hann léti garðinn við húsið eiga sig. Hann væri fjörutiu ára og þvi nógu gamall til þess að passa sig sjálfur. ísland er ellefu hundruð ára og þvi lika orðið nógu gamalt til þess að passa sig sjálft, án þess að þjóðinsésiogæaðpuða isögu. Islandssagan er öli komin inn á borð I háskólanum og i söfnum, og er stokkin burt frá þjóðinni fyrir fulít og fast. Merkilegir fyrirlestrar Það er bryddað upp á merkilegri nýjung i þessari sýningu. Visindamenn og fræðimenn munu fjalla um einstaka þætti af náttúrufræði landsins og sögu þjóðarinnar. Þessir fyrirlestrar verða fluttir og hafa verið fluttir: Laugardagur 19. október kl. 15.00 Hörður Agústsson, listmálari: tslenskar kirkjur að fornu og nýju. Fyrirmenn þjóðarinnar ,hallærislega vaxnir? Sunnudagur 20. október kl. 15.00. Páll Bergþórsson. veður- fræðingur: Loftslag á Islandi i ellefu aldir. kl. 16.30 Dr. Sigurður Þórarinsson, prófessor: Jarðvegseyðing á tslandi. Þriðjudagur 22. október kl. 21.00. Haraldur Sigurðsson, bóka- Framhald á bls. 13 Sögualdarbærinn og myndir, er sýna byggingarlag á tslandi á ýmsum öldum. Þessi þáttur sýningarinn- ar er athyglisveröur og eins fyriríestrar, sem fluttir eru um sama efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.