Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						48 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HAUKAR-KR 69-64
Stig Hauka: Slavica Dimovska 27 (8 
frák.), Moneka Knight 15 (8 stoðs.), 
Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Ragna 
Margrét Brynjarsdóttir 6 (9 frák., 6 
varin), Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Telma 
Fjalarsdóttir 4 , Sara Pálmadóttir 2
Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 18, 
Hildur Sigurðardóttir 16 (6 stoðs.), 
Sigrún Ámundadóttir 13 (10 frák.), 
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7 (10 
frák.), Guðrún Ámundadóttir 4, Helga 
Einarsdóttir 2, Heiðrún Kristmunds-
dóttir 2, Guðrún Sigurðardóttir 2.
> Leikdagar klárir hjá strákunum
Það styttist í að draumaúrslitaviðureign margra körfu-
boltaáhugamanna hefjist. Þá mætast KR og Grindavík í 
úrslitum Iceland Express-deildar karla en þessi félög hafa 
verið í nokkrum sérflokki í vetur. Fyrsti 
leikur liðanna fer fram í Vesturbænum 
á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 
16.00. Á mánudagskvöldið verður 
svo farið yfir í Röstina í Grindavík. Sá 
leikur hefst kl. 19.15. Þriðji leikurinn er 
fimmtudaginn 9. apríl í Vesturbænum. 
Þurfi að spila fjóra eða fimm leiki fara 
þeir leikir fram laugardaginn 11. apríl 
og mánudaginn 13. apríl.
  SENDU SMS EST GFV Á NÚMERIÐ 1900
- ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA EÐA TÖLVULEIK!ÖL K!
9. H
V
ER 
VI
N
NUR!
 199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. 
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
FRUMSÝND 3. APRÍL
SJÁÐU MYNDINA · SPILAÐU LEIKINN!
FULLT AF AUKAVINNINGUM! 
IPOD VÖGGUR, INNISKÓR MEÐ LJÓSI, HOPPUBLÖÐRUR,
TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA!
K
O
M
IN
N
KOM
INN
Í
EL
K
O
!
ELKO!
 Í
SÝND Í 3D Í VÖLDUM
KVIKMYNDAHÚSUM
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, var glaður í leikslok alveg 
eins og Slavica Dimovska sem skoraði 27 stig í gær og var 
kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar.
?Þetta er búin að vera ótrúleg sería. Þetta 
KR-lið er svo seigt, ég hélt að við værum 
komin með þetta þegar við komin níu 
stigum yfir en þær komu aftur. Mínar 
stelpur sýndu samt karakter að 
klára þetta eins og við gerðum. 
Þetta var erfitt en það hafðist 
og er þeim mun sætara fyrir 
vikið,? sagði Yngvi Gunnlaugs-
son, þjálfari Hauka.
?Ég er rosalega stoltur af stelp-
unum og þetta er alveg æðislegur 
hópur til að vinna með. Ég vil sérstaklega 
hrósa Kristrúnu og Telmu. Kristrún þraukaði og 
hafði trú á klúbbnum og Telma kom þegar aðrir 
voru að fara því hún hafði trú á þjálfaranum. 
Það er meiri háttar að hafa þessa atvinnumenn sem við 
höfum og þessar ungu stelpur,? sagði Yngvi en hann átti líka 
nægt hrós eftir handa manni leiksins. 
?Við vissum að Slavica og Kristrún þurftu að eiga góðan 
leik. Þær eru búnar að bera þetta lið í allan vetur. Slavica 
svaraði kallinu og ætlaði ekki að láta Guðrún Gróu fara illa 
með sig í kvöld. Ég er ekkert smá ánægður fyrir hennar hönd,? 
sagði Yngvi og ekki var minni gleðin hjá Slavicu sem hopp-
aði um í fagnaðarlátunum. Þetta er í fyrsta sinn sem 
hún verður meistari á ferlinum. 
?Ég er svo ánægð. Ég kom til Hauka til að vinna 
titilinn og þetta er frábært,? sagði Slavica. Hún 
sagði að það hefði skipt miklu máli að hún vissi að 
foreldrar hennar voru að horfa á leikinn á KRTV. 
?Ég náði að hvíla mig vel fyrir leikinn og ég talaði 
við foreldra mína og það gaf mér kraft í leikinn,? 
sagði Slavica.
YNGVI GUNNLAUGSSON OG SLAVICA DIMOVSKA: HRÓSUÐU LIÐSHEILDINNI HJÁ HAUKALIÐINU
Þetta var erfitt en þeim mun sætara fyrir vikið
KÖRFUBOLTI Jóhannes Árnason, 
þjálfari KR, tilkynnti eftir leik-
inn í gær að hann væri hættur 
þjálfun KR-liðsins en hann hefur 
náð fínum árangri með liðið. - bb
Þjálfari KR-liðsins:
Er hættur
KÖRFUBOLTI Haukastúlkur hafa 
endurheimt Íslandsmeistaratitilinn 
í körfubolta kvenna eftir baráttu-
sigur á KR í oddaleik í lokaúrslit-
um Iceland Express-deildarinnar 
í gær. Haukaliðið hafði lengst af 
frumkvæðið í leiknum en baráttu-
glaðar KR-stúlkur gáfust þó ekki 
upp fyrr en í fulla hnefana.
Það var deginum ljósara að 
mikið var í húfi strax í byrjun leiks 
í gær. Slavica Dimovska opnaði 
leikinn með þriggja stiga skoti á 
hlaupum og kom Haukaliðinu yfir, 
en það sem eftir lifði hálfleiksins 
var það baráttan sem var í for-
grunni. Haukakonur voru skref-
inu á undan framan af og höfðu 
yfir 14-12 eftir fyrsta leikhlut-
ann. Liðin skiptust svo á að taka 
litlar rispur í öðrum leikhlutanum 
en þar fór Hildur Sigurðardóttir 
í gang hjá KR og hélt gestunum 
inni í leiknum. Staðan var jöfn í 
hálfleik 30-30.
Sama baráttan var uppi á ten-
ingnum í síðari hálfleik og það 
var ekki fyrr en undir lok þriðja 
leikhluta sem fyrst dró í sundur 
með liðunum af einhverju ráði. 
Varnarleikur Haukaliðsins var 
þá mjög grimmur og á sama tíma 
gekk KR illa í sóknaraðgerðum 
sínum. Haukar voru yfir 48-41 
eftir þriðja leikhluta eftir að hafa 
haldið KR í aðeins 11 stigum í leik-
hlutanum.
Í fjórða og síðasta leikhluta 
gerðu Haukastúlkur svo tvær 
góðar tilraunir til að stinga KR 
af, en seigla gestanna kom í veg 
fyrir að það tækist. Margrét Kara 
Sturludóttir skaut KR inn í leik-
inn í upphafi fjórða leikhlutans 
þegar hún setti þrjá þrista í röð á 
skömmum tíma. Haukaliðið bætti 
þá aftur í forskotið undir stjórn 
Slavicu Dimovsku, en taugatitring-
ur Haukastúlkna í blálokin varð til 
þess að þær köstuðu næstum því 
frá sér sigrinum. Haukaliðið var 
þó vel að titlinum komið.
Slavica Dimovska dró sem fyrr 
segir vagninn hjá Haukum allan 
tímann og skoraði 27 stig og hirti 
8 fráköst og sýndi stáltaugar á 
vítalínunni. Þá átti Kristrún Sig-
urjónsdóttir fína spretti og sýndi 
mikla hugdirfsku, enda spilaði 
hún meidd alla úrslitakeppnina. 
Margrét Kara, Hildur og Sigrún 
Ámundadóttir voru atkvæðamest-
ar hjá liði KR. baldur@frettabladid.is
Dimovska tryggði titilinn
Haukastúlkur tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna 
eftir sigur á KR í æsilegum oddaleik að Ásvöllum.
MEISTARI Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari 
Hauka, var sáttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SIGURHRINGURINN Haukastúlkur hlaupa hér hinn hefðbundna sigurhring með bikarinn eftirsótta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI ?Þetta munaði mjög 
litlu en við vorum alltaf að lenda 
aðeins undir, vorum að elta og það 
er erfitt,? sagði Hildur Sigurðar-
dóttir, fyrirliði KR. 
?Slavica átti stórleik og þar er 
góður atvinnumaður á ferð og við 
þurftum að leggja allt í að reyna 
að stoppa hana. Haukar eru með 
gott lið og þegar þær eru með 
hana í stuði þá er erfitt að stöðva 
þær,? sagði Hildur sem er ánægð 
með tímabilið. 
?Við getum verið ágætlega sátt-
ir með þetta tímabil, við unnum 
einn titil og komumst þetta langt 
án þess að styrkja liðið okkar eitt-
hvað frekar. Maður er ósáttur 
núna en liðið okkar er ungt ennþá 
og við erum með meistaralið í 
höndunum,? sagði Hildur.  - óój
Hildur Sigurðardóttir:
Með meistara-
lið í höndunum
BROS OG GLEÐI Haukastúlkur fögnuðu vel og lengi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80