Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 14
íslenzk húsgögn í nútímastíl Bræðurnir Jón og Guðmundur Benediktssynir á Laufás- vegi 18 vinna jöfnum höndum að myndíist og húsgagna- smíði og hvorttveggja ber svip hins nýja tíma Laufásvegurinn er ein fallegasta gatan í Reykjavík. Hann er breiður sunnantil, þar eru myndarleg hús og afburða skemmtilegir garðar. Galta- fell Bjarna Jónssonar setur líka sinn svip á götuna, hvítt hús í traustum kastalastíl. Þar mjókkar gatan til norðurs og úr því er gatan mjög hversdagsleg, húsin ná út á gangstétt og fátt er um dýrðir. Það eina sem fangar augu athuguls vegfaranda er lítill búðargluggi á móti ameríska sendiráðinu. Bak við þessa glerrúðu gefur að líta merkilega hluti. Þar er úrval af afburða fallegum húsgögnum og margvíslegum húsbúnaði í nútíma- stíl og er gleðilegt til þess að vita, að íslenzkur húsgagnaiðnaður skuli á svo góðum vegi staddur eins og raun ber vitni um á þessum stað. Þegar betur er að gáð, er þarna einnig nrjög smekklegt úrval af ljósa- búnaði, listvefnaði og leirmunum. Það hljóta að vera listfengir menn, sem hér ráða húsum og ég geng inn og hyggst kynna mér málið nánar. Það verður enn ljósara, þegar inn er kom- ið, að hér er um úrvals húsgagna- framleiðslu að ræða, sem vert er að halda á lofti. Hér eru stakir stólar, sófar og sófaborð úr eik eða teak. Yf- irleitt eru bök og setur úr yfirdekkt- Myndin er tekin á heimili Jóns Gaðmundssonar og eins og að líkum lœtur, er þar marga jagra muni að sjá. Stóllinn, sófinn og sójaborðið er smíðað á verkstœði þeirra brœðra, en hóggmynd- in cr ejtir Jón. Málverkið er aj gjá á Þingvö l- um og það er ejt'r Kjarval. um svamp og eins og hjá öllum góð- um húsgagnasmiðum er Gefjunar- áklæði mjög í hávegum haft. Vinnan virðist vera traust og vönduð, formið er létt og listrænt í samræmi við nú- tíma húsgagnastíl. Æðarnar í viðnum koma skýrt út eins og flöktandi loga- tungur. Verzlumn heitir Húsgagnaverzlun Benedikts Guðmundssonar og er nán- ar tiltekið á Laufásvegi 18. Húsgögn- in eru smíðuð á verkstæði, sem einn- ig er þar í húsinu. Bræður tveir, Jón og Guðmundur Benediktssynir eru eigendur fyrirtækisins og kraftur þeirra hluta, sem þar gerast. Faðir þeirra, Benedikt Guðmundsson stofn- aði verkstæðið og verzlunina og hún ber nafn hans. Benedikt lærði hjá Ey- vindi Arnasyni, líkkistusmið, sem hafði verkstæði á Laufásvegi 2. Að loknu námi þar vann hann á ýmsum verkstæðum við trésmíðar, þar til hann stofnaði eigið verkstæði og verzlun, sem fyrst var til húsa á Freyjugötu 40. Jón hóf nám hjá Björgvin Her- mannssyni, en kom á verkstæðið til f -------------------------------------------—\ Ny Gefjunaráklæði Skylt er skeggið hökunni, segir gamalt máltæki og þegar gerð er að umtalsefni góð húsgagnaframleiðsla, liggur beint við að minnast eitthvað á áklæði þau, sem nú er völ á. Notkun erlendra áklæða fer minnkandi ár frá ári, þrátt fyrir aukna framleiðslu húsgagna og ástæðan er einfaldlega sú, að íslenzkur iðn- aður „slær í gegn“ á þessum vettvangi. Gefjunaráklæðin hafa unnið sér orðstý sem afburða góð vara og margir þekktir húsgagnaframleið- endur telja þau taka erlendum áklæðum fram á margan hátt. Það er eitt af lögmálunum, að tízkan breytist eftir því sem tímarnir líða. Fyrir nokkru voru í tízku þung og stoppuð húsgögn með silki- damaskáklæðum. Nútíminn vill aftur á móti létt húsgögn úr kjörviðar- tegundum. Til samræmis við það verða áklæðin að vera margbreytileg i litum og formum. Abstrakt form í áklæðum hafa unnið sér mikla hylli, en stundum fara einlit áklæði betur. Það fer eftir öðrum litum og aðstæðum. Sömuleiðis er gerð vefnaðarins þýðingarmikið atriði fyrir heildarsvipinn. í áklæðaframleiðslu Gefjunnar er alls þessa vel gætt. Fjölbreytni áklæðanna er næstum ótrúleg, þegar um svo unga framleiðslu er að ræða. Þar hefur íslenzkur iðnaður rekið af sér sliðruorðið svo um munar. 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.