Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 7
af hinni skemmtilegu söngkonu og píanó- leikara, Nellie Lutcher. B.P. SVAR: Sennilega hefur þetta verið Pettiford á bassann. Annars liefur Dulce leikiö þetta tvisvar á plötu. í fyrra sinnið í maí 1043 á Victor-plötuna 20- 2324, og var þá Junior Raglin á bassa, og svo á V-disc 626 (sennilega sú, sem var í útvarpinu) í nóv. 1945 og var þá Pettiford á bassann. Myndin af Nellie Lutclicr er á bls. 13. BAND. Þætti vænt um aö fá leyst úr eftirfarandi spurningum sem fyrst: 1. Hvað er hæfilegt að hljómsveit æfi oft í viku. — 2. Vegna orðasennu við kunn- ingja minn, langar mig að fá það svart á hvítu í hvaða dúr á es altó-saxófónn að vera miðað við c á harmoniku? — 3. Hvað kosta nýir saxófónar (altó og tenór), eru þeir fáanlegir í Reykjavík. Þakkir. — Öfróður. SVAR: 1. Æfingartími liljómsveita fer mikið eftir því, hve oft þær leika. En engin liljómsveit lcemst af með minna en tvær tveggja tíma æfingar í viku, eigi hún að uppfylla þær krófur, sem henni ber. — 2. Es altó-saxófónn er slcrifaður í A, þegar að harmonika er í C. — 3. Nýir saxófónar eru ófáanlegir í Rvík, en munu sennilega lcosfa (altó) 3—4 þúsund krónur og tenór þúsundi betur. CANARY. Okkur vinstúlkurnar fjór- ar, sem erum að æfa söng, vantar er- indi, sem Haukur Morthens hefur sung- ið í útvarpið. Það endar svona: Og dagarnir eru svo dimmir, það dimmir í sálu mér. Væri hægt að fá það birt í blaðinu? Við höfum lært erindið „Dilly, dilly“, en kunnum ekki lagið, getur blað- ið leyst úr vandræðum okkar? — Svo þökkum við öll þau ágætu blöð, sem við höfum fengið. Fjórar ungar söngkonur. SVAR: Textann, sem þið biðjið um er bannað að endurprenta, en hann fæst sérprentaður í Hljóðfærahúsinu fyrir vægt verð. Lagið lieitir, „Hvort manstu vorið“. -Því miður getum við ekki tekið að olclcur söngkennslu með hjálp þess- ara fáu síðna, en til að læra lagið er ykkur ráðlcgast að biðja einhvern liljóð- færaleikara, sem kann það, að lcika það fyrir ykkur. PIC. Væri hægt að fá birtar myndir af þessum mönnum í næstu blöðum: Jerry Wald, Errol Garner, Stephan Graphelly, Milt Jackson, Kai Winding og Boyd Raeburn, ásamt upplýsingum um tvo síðastnefndu. M. Ó. SVAR: í þessu blaði birtum við upp- lýsingarnar um Kai Winding, ásamt mynd af lionum og Milt Jackson (Sjá myndasíðuna). í næstu lieftum verða liinir teknir fyrir. Kai Windhig er frá Kaupmannahöfn og fluttist hann til Bandaríkjanna 1934, rúmlega 10 ára gamall. Hann byrjaði ungur að leilca á trombón og fyrr en varði var hann farinn að leilca með hljómsveitum í Bandarikjunum. Hann var í hernum í 3 ár, þar sem hann lék í hljómsveit. Árið 1946 byrjaði hann í hljómsveit Stan Kenton, þar sem hann náði frægð. Hann var í rúmt ár með Kenton, en liefur síðan leikið í hinum og þessum hljómsveitum og verið með eigin hljómsveit. Undanfarin ár hefur Bill Harris verið sá eini á undan Wind- ing í kosningum bandarískra jazzblaða um fremstu trombónleikarana. Lxjlíaáií 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.