Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 28
28 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Jack er einfari og hreint ekki mann- gerðin sem blandar geði við ókunnuga, eða bara nokkurn mann yfirhöfuð. 31 » Guð blessi Ísland eru fleygorð og eiga ekki síður viðnú en fyrir tveimur árum.Sakamálasagan Morgun- engill eftir Árna Þórarinsson áréttar mikilvægi þessara orða, því bókin er lygilega sannsöguleg og endurspegl- ar meinið í íslensku samfélagi sér- staklega vel. Sú saga, sem sögð er, er langt því frá að vera falleg eða til eftirbreytni, en gefið er til kynna að hún sé aðeins byrjunin á því sem koma skal, fjöldamorðum og hryðju- verkum. Á bókarkápu segir að um sé að ræða grípandi sakamálsögu úr ís- lenskum samtíma, áleitna og níst- andi sögu um glatað sakleysi, ,,þörf- ina fyrir friðþægingu og sátt við eigin uppruna“. Morgunengill er sjö- unda bók Árna, þar sem blaðamað- urinn Einar er í aðalhlutverki, og hafa þeir báðir eflst við hverja raun. Auðvelt er að setja sig inn í atburða- rásina, sumar persónurnar eru eða hafa verið allt í kringum okkur und- anfarin misseri og ár og Árni heldur lesandanum við efnið allt til loka. Þó sagan sé skáldsaga byggist hún á ísköldum raunveruleikanum. Umhverfið er þekkt og óbreytt nöfn sumra áhrifamanna og fórnarlamba ýta undir nálægðina við atburðina. Þjóðfélagsmyndin sem kennd hefur verið við útrásarvíkinga fær ekki háa einkunn. „Úrkynjun allsnægt- anna“ fær sinn skammt. Allt er falt. Konur sækja „trendí pikköppstaði“ til að ná sér í „2007-spaða“ og marg- ar þeirra dreymir um að komast í tæri við endalausa peninga, völd og háskalega menn. ,,Meira að segja bankastjórarnir áttu sjens hjá þess- um stelpum.“ Karlarnir eru ekki skárri. ,,Ekkert bætir jafn rækilega upp lítil typpi og einkaþota eða risaj- eppi.“ Þetta er frábær bók, besti krimmi sem ég hef lesið í nokkurn tíma. Hún er raunsæ en dulítið ýkt á köflum. Margur blaðamaðurinn vildi eflaust búa við það frelsi sem Einar hefur í starfi sínu og reykfyllt herbergi blaðamanna er óður til fortíðar. En þessi atriði draga ekki úr áhrifa- mætti sögunnar og hún skilur les- andann eftir í óvissu? Hvað næst? Einar svarar því reyndar sjálfur: ,,Enn vantar okkur fjöldamorð og hryðjuverk.“ Og hann lýsir því líka vel hvað Morgunengillinn fjallar um. ,,Allt er þetta saga um von, tál- sýnir og dauða. Og glatað sakleysi.“ Litlu er við þetta að bæta. Eftir að hafa lesið Morgunengil, nýjustu bók Árna Þórarinssonar, fór vel á því að hlusta á Give Peace A Chance í tilefni þess að John Lenn- on hefði orðið sjötugur sl. laugardag enda töluverður Lennon í Árna og svo sannarlega þörf á friði eftir lesturinn. Svo mikið hreyfir sagan við manni og er það vel. Skuggalegur veruleiki Morgunblaðið/Brynjar Gauti Höfundurinn Árni Þórarinsson Sópransöng- konan Joan Sut- herland lést á heimili sínu í Sviss á sunnu- daginn var. Hún var ein dáðasta óperusöngkona liðinnar aldar, þekkt fyrir kraft- mikinn söng og tæknilega full- komnun. Aðdáendur hennar köll- uðu hana iðulega „La Stupenda“, en það viðurnefni fékk Sutherland eftir að hafa slegið í gegn þegar hún söng fyrst á Ítalíu árið 1960. Þegar hún kom fyrst fram í Met- ropolitan-óperunni í New York, í óperunni Lucia di Lammermoor ár- ið 1961, hylltu standandi áhorfend- urnir hana í 12 mínútur eftir loka- þáttinn. Sutherland var áströlsk og í Ástralíu hófst ferill hennar árið 1948. Á ferlinum tókst hún á við ólík óperuhlutverk og naut hvar- vetna aðdáunar áheyrenda. Söngv- arar jafnt sem gagnrýnendur hafa sagt hana með einhverja fullkomn- ustu og fallegustu söngrödd sem heyrst hefur. Joan Suther- land látin Var ein dáðasta sópr- ansöngkona 20. aldar Joan Sutherland Þegar flautu- konsertinn Il Gran Mogol eftir Vivaldi verður fluttur í Ástralíu í janúar næst- komandi, heyr- ist hann mögu- lega í fyrsta skipti í tvær og hálfa öld. Verkið, sem tekur um sjö mín- útur í flutningi, fannst nýverið í skjölum skosks herramanns sem féll í bardaga árið 1746. Talið er að Skotinn hafi keypt verkið af Vi- valdi, sem samdi það seint á þriðja áratug átjándu aldar. Tónlistar- fræðingar telja að Il Gran Mogol hafi mögulega verið eitt fjögurra verka í kvartetti, ekki ólíkum Árs- tíðum tónskáldsins. Fundu verk eftir Vivaldi Antonio Vivaldi Sálmar samtímans nefnast tal- og tónkvöld sem verða haldin næstu fimm miðvikudagskvöld á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju. Ljóðskáld og tón- skáld munu kynna nýja sálma sína. Söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, Hörður Áskelsson, kennir nýju sálmana og leiðir gesti í söng. Í kvöld, 13. október, verða kynntir sálmarnir Lifandi Guð, eftir Sigurð Flosason við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, og Höfundur húmblárra fjalla, eftir bræðurna Tryggva og Sveinbjörn Baldvinssyni. Sr. Hjörtur Pálsson fjallar um sálmana. Nátt- söngur verður í lokin. Tónlist Sálmar samtímans í Hallgrímskirkju Tryggvi M. Baldvinsson Nú stendur yfir sýning á verk- um myndlistarkonunnar Char- lottu S. Sverrisdóttur í Kirkju- hvoli, Listasetri Akraness. Charlotta lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1971 og hefur starfað allar göt- ur síðan sem grunnskólakenn- ari. Hún hefur gegnum tíðina sótt allskyns námskeið tengd listum en hélt árið 2000 til Bandaríkjanna, þar sem hún nam myndlist frá grunni. Nú rekur hún vinnu- stofu í Kópavogi og er félagi í Galleríi Art 67. Listasetur Akraness er opið alla daga nema mánudaga, kl. 15 til 18. Sýningunni lýkur 24. októ- ber. Myndlist Charlotta sýnir í Kirkjuhvoli Hluti verks eftir Charlottu. Sýning Mörtu Maríu Jóns- dóttur, Augnlokin svigna, sem stendur yfir í Gallerí Ágúst, hefur verið framlengd til 16. október. Listamaðurinn verður með óformlega leiðsögn á loka- degi sýningarinnar, næstkom- andi laugardag. Á sýningunni Augnlokin svigna eru ný abstraktmálverk sem eru óhlutbundin og lag- skipt, unnin með akrýllit á hrá- an striga og pappír. Þau einkennast af samspili litríkra forma og línuteikninga á mörkum hins teiknaða og málaða. Gallerí Ágúst er að Baldurgötu 12 í Reykjavík, opið 12 til 17 miðvikudaga til laugardags. Myndlist Sýningu Mörtu Maríu lýkur senn Marta María Jónsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Tilefnið er að ég varð sextugur í apríl,“ segir Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari um tónleika sem hann stendur fyrir í Langholtskirkju annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 14. október. Þar leika með honum þær Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þau flytja Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen, og nýj- an kvartett sem Þórður Magnússon samdi sérstaklega fyrir flytjendurna. .„Ég ákvað að panta fyrir tónleikana nýtt verk eftir ís- lenskt tónskáld og Þórður varð fyrir valinu,“ segir Sig- urður. „Við höfðum ákveðið að flytja eitt frægasta kamm- erverk 20. aldar, Kvartett um endalok tímans sem Messiaen samdi í þýskum fangabúðum, þar sem það var frumflutt í janúar 1941. Það þykir með merkilegri kamm- ertónsmíðum 20. aldarinnar. Ég vildi hafa annað verk með sömu hljóðfæraskipan og þar kom Þórður til sögunnar með þetta fína nýja verk.“ Það verður að vera endurnýjun Þetta er tímamótaár hjá klarínettuleikaranum, hann varð ekki bara sextugur heldur hefur hann líka ákveðið að þetta verði síðasta árið sem hann leikur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. „Ég byrjaði ungur í Sinfóníuhljómsveitinni, var ekki nema 23 ára,“ segir Sigurður. „Nú hef ég ákveðið að hætta að loknu þessu starfsári. En það er samt ennþá líf í mér!“ segir hann og hlær. „Þó ég ætli að víkja úr Sinfóníunni ætla ég ekkert að hætta að spila. Ég starfræki til að mynda salonhljóm- sveitina Salon Islandus og í henni eru meðal annarra snill- ingarnir sem spila með mér á tónleikunum. Við erum búin að starfa lengi saman og höfum tekist á við ýmsa tónlistarstíla.“ Sigurður segir að vissulega verði viðbrigði að hætta í Sinfóníuhljómsveitinni, eftir allan þennan tíma. „En það bíða svo mörg ólík verk- efni eftir mér að ég kvíði því ekki neitt. Það verður að vera endurnýjun í svona hljómsveit og mér finnst gott að geta stigið til hliðar og hleypt yngra fólki að. Það bíða margir frábærir íslenskir klarínettuleikarar eftir þessu sæti. Það er gaman að fylgjast með því þeg- ar endurnýjun verður í hljómsveit- inni.“ „Það er ennþá líf í mér“  Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari heldur tónleika í tilefni af sextugs- afmælinu  Hefur ákveðið að hætta í Sinfóníuhljómsveitinni eftir þennan vetur Kvartett klarínettuleikarans Sigurður Ingvi Snorrason ásamt meðleikurum sínum, þeim Sig- rúnu Eðvaldsdóttur, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. „Þetta er feikilega gott verk,“ segir Sigurður Ingvi um nýja Kvartettinn sem Þórður Magn- ússon samdi fyrir hann og meðleikara hans og verður frumfluttur á tónleikunum í Langholts- kirkju annað kvöld. „Verk Þórðar hefur sömu hljóðfæraskipan og Kvartett um endalok tímans, eftir Messia- en, sem við leikum einnig, en hann hafði al- veg frjálsar hendur að öðru leyti. Þetta er verk er að mörgu leyti mjög tónalt og melódískt – en Þórður lætur mig engu að síður hafa mjög mikið af nótum að spila,“ segir Sigurður og brosir. „Hann hefur trú á því að ég geti enn hreyft fingurna, sem er ágætt. Við erum búin að æfa mikið enda eru bæði verkin strembin í flutningi, en gaman að takast á við þau bæði. Það er alltaf æv- intýri að frumflytja ný verk, ekki síst ef þau eru íslensk. Ég er stoltur af því að hafa átt hlutdeild í því að Ísland hefur eignast nýtt kammerverk,“ segir Sigurður. „Mjög mikið af nótum að spila“ PANTAÐI NÝTT KAMMERVERK EFTIR ÞÓRÐ MAGNÚSSON Tónskáldið Þórður Magnússon Morgunengill bbbbm Eftir Árna Þórarinsson. 300 bls. JPV útgáfa 2010. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.