Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 49
ÝMISLEGT Atkvæðafjöldi eftir vægi máls Björn S. Stefánsson, dr. scient. í grein í Sveitarstjómarmálum 3. tbl. 1994 lýsti ég raðvali, aðferð til að kanna skoðanir og greiða at- kvæði. Hún hefur það sér til ágætis að það truflar ekki þótt fleiri en tveir kostir séu í málinu. Hins vegar geta menn ekki tjáð með henni neitt um mikilvægi málsins. Maður getur ekki sagt til um það hvort maður telji það afbrigði sem maður kýs helst miklu betra en næsta afbrigði eða nokkuð líkt. Þá getur maður ekki lýst því hvort maður lætur sig miklu varða það mál sem er til af- greiðslu eða er áhugalítill. Hér verð- ur sagt frá aðferð sem hefur slíka eiginleika. Verið er að reyna hana. Þær tilraunir eru þáttur í sama rann- sóknarverkefni og raðval, og eru, eins og getið var um í áðumefndri grein, á vegum vísindaráðanna á Norðurlöndum. Hér skal aðferðinni, atkvæða- markaði, lýst, sagt frá fyrstu reynslu sem fengist hefur í búnaðarsam- böndum landsins og athugað hvem- ig hún megi nýtast á vettvangi sveit- arstjóma. Eiginleikar atkvæöamark■ aóar Dreifing áhrifa í mannlegu félagi í mannlegu félagi þykir gott að hver fái að ráða því sem hann lætur sig helst varða. Fyrr eða síðar hljóta að koma upp þau mál að sjónarmið rekist á. Með atkvæðamarkaði eiga mál til lengdar að ráðast þannig að jafnvægi verði í áhrifum, fyrst þannig að hver ráði því sem hann lætur sig helst varða og svo þannig að í ágreiningsmálum fari ýmist hver ræður niðurstöðu. Fyrirkomulagið • í hendi hvers eru atkvæði sem berast í reikning hans eins og jafn tekjustraumur, t. d. eitt á dag. • Hver og einn býður fram mis- mörg atkvæði í máli eftir mál, mörg á mál sem hann telur brýnt, ekkert í máli sem hann lætur sig engu varða. • f einstöku máli geta verið fleiri eða færri afbrigði. Málsaðili raðar þeim í samræmi við áhuga sinn. Hann metur fyrst hversu mörg at- kvæði hann vill bjóða fyrir það af- brigði sem hann kýs helst. Síðan býður hann atkvæði á afbrigðin í lækkandi röð niður í ekkert atkvæði á neðsta afbrigðið. • Það afbrigði sem fær flest at- kvæði sigrar. • Þeir sem stóðu að sigrinum greiða fyrir jafnmörg atkvæði og andstæðingar þess afbrigðis buðu. Mál sem allir fagna kostar því ekki neitt atkvæði. Einkenni íhlutunar með mark- aðsatkvæðum • Ef mál hefur vakið andstöðu standa þeir sem unnu eftir með færri atkvæði en áður. Þeir sem urðu und- ir geta betur sætt sig við að mál þeim andstætt hafi náð fram að ganga, þar sem þeir eru betur settir eftir í atkvæðaeign miðað við þá sem unnu málið. Til lengdar má ætla að jafnvægi náist. • Það borgar sig, talið í atkvæð- um, að leita slíkrar lausnar í máli sem vekur litla andstöðu. • Það borgar sig að sýna sann- girni í mótun máls og atkvæða- greiðslu, þar sem ætla má að það veki sanngjarnan hug og að slík framganga skili sér í minni at- kvæðakostnaði. • Sérstaða sem aðrir hafa á móti kostar atkvæði (nái hún fram að ganga). Tillögur um samræmingu má hafa misjafnlega einstrengings- legar - atkvæðagreiðslan leiðir í ljós misjafnan stuðning. Fyrsta reynslan Markaðsatkvæðum er nú beitt við að kanna skoðanir stjóma búnaðar- sambandanna í landinu til ýmissa mála. Búnaðarsamböndin eru hér- aðssambönd búnaðarfélaga hrepp- anna, 15 talsins. Það fjölmennasta er meira en tífalt fjölmennara en fjögur þau fámennustu. Þannig er staðið að verki að ég móta mál sem samtökum bænda hefur ekki tekist að ljúka og legg þau fyrir til at- kvæðagreiðslu. Búnaðarsamböndin hafa ekki verið sameiginlegur vett- vangur til að fjalla um mál til álykt- unar. Því varð það að vera hlutverk mitt að setja mál á dagskrá. Ég hlýt auðvitað að móta þau með þeim af- brigðum sem helst þykja koma til greina. Miðað var við að mál yrðu afgreidd á þriggja mánaða fresti og að hvert búnaðarsamband fengi í tekjur eitt atkvæði á hvert hundrað félagsmanna á mánuði. Astæður stjórnarmanna búnaðarsamband- anna til að koma saman á fund eru 1 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.