Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 1
16 ssðiir 4ð. árgangur 26. tbl. — Miðvikudagur 1. febrúar 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsiaa Skarpskyggn lýsing á stjórnarandstöðunni við eldhúsdagsumræður: Fyrst kveikja þeir í húsinu. Síðan kenna þeir stjórninni hrunann Entfist stjórn ieggur að gamni sínu þungar álögur á þjóðina tn manndómsmenn kjósa það fremur en horfa aðgerðarlausir á sföðvun framleiðslunnar ; Ræða Ólafs Thors forsæfisréðherra Herra forseti! SÍÐASTI ræðumaður, háttv. þm. Hannibal Valdimarsson, Kinn mikli foringi hinnar and- vanafaeddu vinstri stjórnar, tal- a'ði stundarfjórðungi umfram það sem honum var heimilt. — SÞeim tíma varði hann til þess að lésa upp úr biblíu vinstri vill- ihga, þ. e. a. s. greinum form. Framsóknarflokksins Hermanns Jónassonar. Vona ég að hinn frjálslyndi forseti dragi ekki þennan stundarfjórðung frá ræðutíma þeirra Framsóknar- manna sem tala munu hér á eftir mér. Ég gæti trúað því, að þegar frá líður muni margur muna það helzt úr þessum umræðum, hversu mikinn beig stjórnarand- stæðingar hafa af hæstv. dóms- málaráðherra Bjarna Benedikts- syni. Ég er öfundslaus maður og mjög gott í vináttu okkar Bjarna Benediktssonar. Þó liggur við að ég öfundi hann af þessari hræðslu andstæðinganna. En ég viðurkenni að hún er að því leyti makleg, að hæstv. dómsmálaráð- herra er mikill yfirburðamaður og algjör ofjarl andstæðinganna. Án efa eru þeir ekki fáir, sem vænta þess, að ég hirti nú og húðstrýki þessa herra, sem hér hafa talað, svo sem þeir hafa til ’unnið. En ekkert slíkt er mér í huga. Ég er svo vanur að á mig séu bomar ósannar sakir, mál- staður minn svertur og ófrægður, að mér rennur ekki í skap af slíkum smámunum. Auk þess hef ég heyrt mest úr þessum ræðum hundrað sinnum áður. Ennfrem- ur veit ég, að blessaðir mennirn- ir meina minnst af því sem þeir segja. Og loks er ég ekki hingað kominn til að skattyrðast, held- ur til að skýra flókin mál fyrir íróðleiksfúsum áheyrendum. Spekingarnir, sem hér voru að tala, umboðsmenn hinnar sjálfri sér sundurþykku, smávöxnu og stöðugt vesælli, og sennilega líka minnkandi, stjórnarandstöðu, hafa nú enn einu sinni lýst þeirri ríkisstjórn, sem athafnasmárri og úrræðalausri, sem í öndverðu naut stuðnings nær 7 af hverj- um 10 kjósendum í landinu og sem vitað er, að síðan hefur vax- ið fylgi. Ofan á hafa þeir svo hætt því, að kalla stjórnina í- haldssama og jafnvel illgjarna, «nda þótt hún með stefnu sinni Og athöfnum hafi svo rækilega saunað að ekki verður um villzt, að hún tók á sig vanda valdanna, fyrst og fremst í því skyni að bæta kjör almennings í landinu. Og það sem þó enn meiru varð- ar: Hefur borið gæfu til að standa við heit sín. hafa verið efnd Þegar stjórnin tók við völdum þorði enginn andstæðinganna að ráðast á stefnu hennar. — Þeir neyddust til að viðurkenna, að fyrirheitin væru frjálslynd og fögur og snertu einmitt mestu áhugamál og hagsmunamál lands manna, jafnt til sjávar sem sveita. Hin veigalitla stjórnar- andstaða hélt þá í sér líftórunni eingöngu með þrálátum staðhæf- ingum um að stefna stjórnarinn- ar og fyrirheit væru ekkert ann- að en loforð ætluð til svika, póli- tískar blekkingar og óheilindi, sem sumir stjórnarandstæðinga þekkja betur úr sínum eigin heimkynnum en efndir. í ræðum stjórnarandstæðinga hér í kvöld var ekkert merki- legt, nema ef vera skyldi hvað þær voru ómerkilegar, sem þó er ekki merkilegt af því að þessu á maður að venjast frá þessum mönnum. En höfuðeinkennið var sameig inlegt: Neikvætt niðurrif og níð. Engar jákvæðar tillögur. Ekkert til úrbóta. Ekkert að gagni. ★ Ég skal svara þeim með því að láta verk stjórnarinnar tala. Þau blása hjóm, froðu og fleipur stjórnarandstöðunnar út á haf gleymsku og fyrir- litningar. Margir muna vafalaust, að aðalfyrirheit stjórnarinnar hljóðar þannig: „Það er höfuðstefna stjórn- arinnar að tryggja lands- mönnum sem öruggasta og bezta afkomu“. Sú stjórn, sem slíkt fyrirheit gefur og stendur við það, þarf ekki að láta árásir andstæð- inganna á sig fá. Hún er brynjuð verkum sínum. Hitt vita svo flestir af eigin reynd, að aldrei hefur þjóðin haft meiri og betri atvinnu, meira að bíta og brenna, meira fé handa á milli. getur veitt sér meira og þó eignast meir en einmitt nú. Okkur amar nú fátt annað en sjálfs- skaparvítin. Ágæt afkoma ríkissjóðs vegna Framh. á bls. 6 Lög um írum- 1 leiðslnsjóð | I GÆR fór fram atkvæðagreiðsla í Neðri deild um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um Framleiðslu- sjóð. Hlaut frumvarpið samþykki og fór óbreytt til Efri deildar. Seint í gærkvöldi hófust síðan fundir í Efri deild og varð frum- varpið afgreitt frá Alþingi sem lög. og kunnugt er felast í nýju lögum ákvæði um við úfflutningsatvinnu- sem og ákvæði til tekju- í þeim tilgangi. Stjórnarandstöðuflokkarnir við urkenndu allir þörf útvegsins i fyrir aðstoð, en vildu víkja sér undan ábyrgðinni um tekjuöflun.' Eins þessum aðstoð vegina, öflunar Ólafur Thors forsætisráðherra. Rússar sýna Norðmönn- um fádœma yfirgang /3 rússnesk síldveíöiskip tekin í norskri landhelgi á tveim dögum OSLO, 31. jan. 1G Æ R voru fimm rússnesk síldveiðiskip tekin að ólöglegum veiðum innan norsku landhelginnar. Var eitt þeirra 10 þús. lesta móðurskip, og lentu landhelgisgæzlumennirnir í nokkrum brösum við að komast upp í það. Neitaði skipstjórinn harðlega að hann væri innan landhelgislínunnar, hvað þá heldur að hann léti sigla skipi sínu mn á norska höfn. Hófu landhelgisgæzluskipin þá skothríð á móðurskipið, og lét skipstjórinn þá undan. NEIIÐ ER RÚSSUNUM TAMT ^ Var farið með öll skipin til Álasunds — og yfirheyrslur þeg- ar hafnar. Neitaði skipstjóri móð urskipsins sem fyrr broti sínu — og vildi ekki koma til yfir- heyrslu. Féllust yfirvöldin á að fresta máli hans þar til sendi- fulltrúi Rússa í Björgvin kæmi til Álasunds. EKKI AF BAKI DOTTNIR I dag voru svo átta önnur síld- veiðiskip Rússa staðin að veiðum innan landhelginnar. Var farið með þau til Álasunds — og yfir- heyrslur hafnar þegar í stað. Ekki verður neitt látið uppi um málið fyrr en allir hafa verið yfirheyrðir. VERÐUR NEFNDIN AD SNÚA VIÐ? Utanríkisráðherra Norðmanna, sem setið hefur fundi Norður- landaráðsins í Kaupmannahöfn, hélt þegar í stað heimlgiðis — og afhenti í dag ambassador Rússa Frh. á bls. 2 02 WASHINGTON, 31. jan.: — Eisen hower forseti og Eden hafa setið á látlausum fundum að undan- förnu, en í dag tók Eisenhower sér hvíld. Eden vann að ræðu, sem hann mun flytja Bandaríkja- þingi innan skamms, en utanríkis ráðherrarnir, Dulles og Selwyn Lloyd sátu á fundi. Ekki er vitað hvað rætt var um, en álitið er að umræðurnar hafi snúizt um Mið- Asíumálin. l\lorðurlandaráði5 ræðir samvinnu á sviði kjarnorkurannsókna Birkeröde, 31. jan. Einkaskeyti til Mbl. EFNAHAGSNEFND Norður- landaráðsins ræddi í dag sam vinnu Norðurlandanna á sviði kjarnorkuvísinda. Var aðallega rætt um hugsanlega samvinnu með tilliti til hagnýtingu kjarn- orkunnar við iðnað. Þar sem Noregur og Svíþjóð eru komin lengst á veg. Á hinn bóginn var rætt um möguleika á að reist yrði kjarnorkurannsóknarstöð með hlutdeild allra Norðurland- anna. Yrði náin samvinna milli rannsóknarstöðvar Niels Bohr og kj arnorkurannsóknarstöðvar þessarar. í kvöld ræddi allsherjarfnndur áskorun til ríkisstjórna Norðitr- landanna þess efnis, að veita áður umræddum sameiginlegum bl iða mannaskóla Norðurlandanna fjár hagslegan stuðning.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 26. tölublað (01.02.1956)
https://timarit.is/issue/109936

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. tölublað (01.02.1956)

Aðgerðir: