Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 1
60 SIÐUR B/LESBOK/D 258. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 - PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aftökur í Nígeríu vekja hörð viðbrögð ráðamanna víða um heim Deilt um A-Slavoníu Níg'eríustjórn hótað refsi- aðgerðum London, Lagos. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR, stjórnmála- menn og mannréttindasamtðk víða um heim fordæmdu aftöku Kens Saro-Wiwas, forseta samtaka Og- oni-ættbálksins í Nígeríu, og átta fylgismanna hans í gær. Banda- ríkjamenn sögðust vera að íhuga tillögu um refsiaðgerðir af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, kvaðst ætla að leggja til að Nígeríu yrði vísað úr breska samveldinu. John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, kvaðst styðja þá tillögu. Saro-Wiwa, sem er einnig þekktur rithöfundur, og fylgis- menn hans höfðu barist fyrir rétt- indum Ogoni-ættbálksins í Nígeríu og mótmælt umhverfisspjöllum er- lendra olíufyrirtækja í Ogoni-landi. Þeir voru dæmdir til dauða : vik- unni sem leið fyrir morð á fjórum Ogoni-höfðingjum, sem höfðu stutt herforingjastjóm landsins. Þótt dauðadómunum hefði verið mót- mælt harðlega út um allan heim voru mennirnir hengdir í fangelsi í suðvesturhluta landsins í gær. „í ljósi síðustu atburða mun suður-afríska sendinefndin leggja til að Nígeríu verði vísað úr breska samveldinu þar til lýðræðisleg stjórn hefur verið mynduð," sagði Nelson Mandela á fundi leiðtoga aðildarríkjanna 52 á Nýja Sjálandi. Tillaga um viðskiptabann Suður-afríski erkibiskupinn, Desmond Tutu, sem var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels árið 1984, hvatti leiðtoga samveldis- landanna til að beita sér fyrir við- skiptabanni á Nígeríu af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins mótmælti aftökunum og sagði að bandalagið myndi endurskoða tengslin við Vestur- Afríkuríkið. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty Intemational fordæmdu einnig af- tökurnar. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace sögðu ensk-hollenska olíufyrirtækið Shell, sem er um- svifamest í olíuvinnslu í Nígeríu, vera með „blóðflekkaðar hendur". Fyrirtækið kvaðst harma aftökurn- ar og tók fram að það hefði ekki getað hindrað þær. Reuter FRÁ mótmælum við sendiráð Nígeríu í Washington eftir aftök- ur á níu mönnum sem börðust fyrir réttindum minnihlutaætt- bálks og mótmæltu náttúruspjöllum olíufyrirtækja á landi hans. Króatar efla viðbúnað Zagreb, Vincovci. Reuter. STJÓRNARFLOKKUR Króatíu hvatti í gær leiðtoga Serba í Aust- ur-Slavoníu til að semja um fram- tíð héraðsins innan Króatíu og koma þannig í veg fyrir stríð. Kró- atar hafa flutt mörg hundruð her- manna í átt að héraðinu auk skrið- dreka og annarra þungavopna og sögðust talsmenn Sameinuðu þjóð- anna óttast að til átaka gæti kom- ið. „Stríð milli Króata og Serba yrði reiðarslag fyrir alla,“ sagði í yfirlýsingu stjómarflokksins. Stjórnmálaskýrendur benda sumir á að herflutningarnir geti verið tilraun tíl að auka þrýstinginn á samningamenn Serba í Ohio þar sem nú er reynt að ná friðarsamn- ingum milli deiluaðila í ríkjum Júgóslavíu sem var. Héraðið um- deilda er að meirihluta til byggt Serbum og brutust þeir undan króatískum yfírráðum árið 1991 með aðstoð hers Serbíu. Var þá borgin Vukovar í héraðinu lögð í rúst. Austur-Slavonía er nú eina hér- aðið sem Króatía hefur ekki endur- heimt en ríkið missti fjórðung land- svæða sinna í stríðinu við Serbíu og serbnesk þjóðarbrot í Króatíu. Franjo Tudjman Króatíuforseti hefur hótað að beita hervaldi til að fylgja eftir kröfunni um að svæðið verði á ný hluti Króatíu. Reuter Kollhúfan fauk ÍSRAELSKUR landnemi kyssir Palestínumann á mótmælafundi í Halhoul á Vesturbakkanum í gær og í sama mund fýkur yamulka- kollhúfa hans af. Palestínumenn- irnir höfðu komið saman til að mótmæla því að palestínskt land yrði tekið eignarnámi en landnem- inn sagðist vilja fullvissa þá um að ekkert yrði úr eignarnáminu. ■ Hafa litlar sannanir/22 Mikil óvissa um valið á framkvæmdastjóra NATO Lubbers ákveður að draga sig í hlé Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STJÓRN Hollands skýrði frá því í gær að hún drægi til baka framboð Ruuds Lubbers, fyrrverandi forsæt- isráðherra landsins, til embættis framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO) vegna and- stöðu Bandaríkjastjómar. Frakkar og fleiri Evrópuþjóðir höfðu áður lýst yfír stuðningi við Lubbers. Tals- maður Jacques Chiracs sagði að franski forsetinn útilokaði ekki að Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, fengi embættið, en hins vegar væri æski- legt að fleiri yrðu tilnefndir. Hans van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, sagði að Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði hringt á mið- vikudag og sagt að bandaríska stjórnin gæti ekki stutt framboð Lubbers, án þess að tilgreina ástæð- una. Lubbers var í fyrra hafnað sem forseta framkvæmdarstjórnar Evr- ópusambandsins org hollenskir frétta- skýrendur sögðu ósigur hans nú mik- ið áfall fyrir hann sjálfan, Hollend- inga og hollensku stjómina. Franska stjómin skýrði frá því að hún hefði samþykkt að Herve de Cha- rette, utanríkis- ráðherra Frakk- lands, ræddi við Ellemann-Jensen í París á mánudag. „Við höfum ekki tekið endanlega afstöðu til hans,“ sagði Catherine Colonna, talsmaður Frakklandsforseta. Krefjast enn frönskukunnáttu Leitin að framkvæmdastjóra NATO hefur staðið frá 20. október, þegar Willy Claes sagði af sér vegna meintrar aðildar að spillingarmáli í Belgíu. Þegar Lubbers og Ellemann- Jensen þóttu líklegastir til að taka við embættinu voru Frakkar fljótir að taka afstöðu með Lubbers og Þjóðverjar, Bretar, Spánveijar og Portúgalar fóru síðan að dæmi þeirra. Fregnir hermdu að Frakkar gætu ekki fallist á Ellemann-Jensen vegna þess að hann talaði ekki frönsku. Þegar Colonna var spurð hvort Frakkar legðu enn áherslu á að næsti framkvæmdastjóri taiaði frönsku játti hún því, þótt hún segði að þeir hefðu aldrei útilokað Elle- mann-Jensen. Samkvæmt International Herald Tribune þótti Lubbers ekki hafa nægilega innsýn í málefni NATO þegar hann ræddi við bandaríska ráðamenn í vikunni sem leið. Ónafn- greindur stjórnarerindreki sagði að svo virtist sem Bandaríkjamenn væru reiðir Evrópuríkjunum fyrir að hafa ekki haft samráð við hana áður en þau gerðu upp hug sinn. Þýska stjórnin sagði að hún myndi ekki lýsa sjálfkrafa yfir stuðningi við Elle- mann-Jensen. Bandarískir embættis- menn sögðu hann koma til greina í embættið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 258. tölublað (11.11.1995)
https://timarit.is/issue/127916

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. tölublað (11.11.1995)

Aðgerðir: