Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR11.NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ JMtrgmiÞIafeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALVER A ARII FERÐAÞJÓNUSTU? FERÐAÞJÓNUSTAN er sú atvinnugrein, sem er í einna ör- ustum vexti á íslandi. Tala ferðamanna, sem til landsins koma, hefur tvöfaldazt á síðastliðnum tíu árum og er talið að á þessu ári skili ferðaþjónustan um 20 milljarða króna útflutnings- tekjum. Það er um fjórðungur af þeim tekjum, sem sjávarútvegur- inn aflar að utan, svo dæmi sé nefnt. Alþjóðaferðamálaráðið spáir tvöföldun í ferðaþjónustunni á næstu fimmtán árum. Það gæti haft í för með sér að störfum í greininni fjölgaði um 2.500-3.500, að því er fram kom fyrr í vik- unni. Með öðrum orðum gætu orðið til um 200 störf á ári í atvinnu- greininni. Séu þessar tölur bornar saman við þá fjijlgun starfa, sem stækk- un álversins í Straumsvík er talin munu hafa í för með sér, sést hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Við stækkunina, sem hefur verið kölluð vítamínsprauta fyrir atvinnulífið, munu líkást til verða til um 720 ársverk meðan á byggingu nýs kerskála í Straumsvík og stækkun virkjana stendur. Til lengri tíma skapar stækkunin hugsanlega um 200 ársverk — eða álíka og ferðaþjónustan gæti gert, samkvæmt spánni. Nauðsyn skýrrar stefnumótunar um uppbyggingu ferðaþjónustu ætti að vera augljós. Það er ánægjuefni að Halldór Blöndal sam- gönguráðherra hefur skipað nefnd, sem marka á stefnu í ferðamál- um. Við slíka stefnumótun er að mörgu að hyggja. Erlendir ferða- menn, sem heimsækja ísland, nálgast nú 200 þúsund á ári. Fjölgi þeim áfram álíka mikið og síðasta áratuginn, verða þeir orðnir mun fleiri en Iandsmenn allir eftir nokkur ár. Stefnumótun í ferða- málum verður meðal annars að taka mið af því hvernig hægt er að vernda hina viðkvæmu náttúru landsins, sem er jafnframt helzta auðlind ferðaþjónustunnar, fyrir átroðningi. Jafnframt blasir við þörf á rannsóknum og þróunarstarfi í ferða- þjónustu, en hún hefur verið afskipt í þeim efnum miðað við aðr- ar atvinnugreiriar. Flutningur tveggja þingmála um ferðaþjónustu á Alþingi nú í vikunni, annars vegar um umhverfisvæna ferðamennsku og hins vegar um rannsóknir í ferðaþjónustu, ber, ásamt frumkvæði sam- gönguráðherra, vott um að stjórnmálamenn eru að vakna til vitund- ar um mikilvægi þessarar atvinnugreinar, sem með tímanum get- ur orðið einn helzti máttarstólpi atvinnulífsins. BRUÐL HJÁ BYGGÐASTOFNUN GUNNLAUGUR Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, hefur gagnrýnt Byggðastofnun fyrir að nota miklu stærra húsnæði en stofnunin þurfi og fyrir að hafa við flutning í nýtt húsnæði fleygt út nýlegum og vel nothæfum innréttingum. í Morgunblaðinu í dag kemur fram að kostnaður vegna breytinga á nýju húsi stofnunarinnar hafi verið 55 milljónir króna, en kaup- verð hússins var 66 milljónir!. Eflaust má alltaf deila um það hversu stórt húsnæði fyrirtæki eða stofnanir þurfi. Það blasir þó við að opinberum stofnunum ber að sýna meira aðhald í húsnæðismálum, ef eitthvað er, en einkafyrirtækjum. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra lagði ný- lega til að ríkisstofnanir greiddu markaðsverð fyrir það húsnæði, sem þær hefðu til umráða, enda væri það þekkt kenning að um- fang og starfsmannafjöldi réðist af stærð húsnæðisins, en ekki öfugt. Það er ríkisstofnunum hollt að fá gagnrýni af því tagi, sem Gunnlaugur Sigmundsson hafði uppi, og gjarnan mætti hrinda tillögu fjármálaráðherra í framkvæmd. BLÓMASKEIÐ ÍSLENSKRA KVHÍMYNDA LÍKLEGA hefur íslensk kvikmyndagerðarlist sjaldan staðið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Nýjasta r'ósin í hnappa- gat kvikmyndagerðar hér á landi er Benjamín dúfa, sem frumsýnd var í Stjörnubíói í fyrrakvöld, við feykilega góðar undirtektir sýn- ingargesta. Það er í raun stórmerkilegt, hversu íslenskri kvikmyndagerð hefur fleygt fram að undanförnu. Friðrik Þór Friðriksson náði þeim árangri, með gerð kvikmyndarinnar Börn náttúrunnar, að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna og í haust var frumsýnt nýtt stórvirki íslenskrar kvikmyndagerðar, kvikmynd Hilmars Oddsson- ar, Tár 'úr steini. Okkur ber að hlú að þessari ungu listgrein, sem getur borið hróður landsins víða. Því er miður, að til stendur samkvæmt fjár- lagafrumvarpi næsta árs, að skerðá framlög til Kvikmyndasjóðs, frá því sem var á liðnu ári. Skynsamlegt hefði verið að auka fram- lögin, enda sýnir reynslan, að íslensk framlög til kvikmyndagerð- ar skila sér margfalt til baka í fjármunum, sem fást erlendis frá, svo sem í framlögum frá evrópska kvikmyndasjóðnum Eurimages. PALLISOLFSSC „Tár úr steini" NÝLEGA var frumsýnd kvikmynd Hilmars Oddssonar, „Tár úr steini", sem fjallar um þátt úr ævi Jóns Leifs tónskálds. Myndin hefur vakið verðuga athygli, enda er hér um að ræða kvikmynd sem er um margt vel gerð og áhrifamikil. Hún hefur glætt áhuga á tónskáldinu og verkum hans, og er það vel. Um sannfræði myndarinnar verður hins vegar að hafa fyrirvara. Þó ekki svo mjög vegna þess sem þar er sagt eða sýnt, heldur fremur vegna hins sem ósagt er látið. Hilmar hefur lagt á það áherslu að kvikmyndin sé skáldverk. Sú skilgreining veitir visst „skáldaleyfi" sem felur það í sér meðal ann- ars að einfaída megi efnið, hnika til áherslum og jafnvel fegra svolítið söguhetjuna, ef nauðsyn þykir til. Við þessu er ekkert að segja, og hefði ég ekki séð ástæðu til blaða- skrifa um þetta efni, nema þá til að lofa kvikmyndina og dást að þeim stórhug og listfengi sem hún ber vitni, ef ekki hefði komið annað til. Útvarpsþættir um Jón Leifs En nú hefur Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem raunar er einn af handritshöfundum kvikmyndarinnar, flutt í Ríkisútvarpinu, Rás 1, röð fjögurra langra þátta um Jón Leifs og ævi hans (á sunnudögum 8.-29. október sl.) Hér er ekki um skáldverk að ræða. Þættir þessir hljóta að teljast sagnfræði, enda mikið um tilvitnanir, beinar og óbeinar, bæði í heimildir sem eru öllum aðgengilegar og einkum þó í eftirlátin einkaskjöl Jóns Leifs. Til þeirra verður því að gera aðrar kröfur um nákvæmni og hlut- lægni en til kvikmyndarinnar. í þáttunum koma fram nokkur atriði sem ég tel mig knúinn til að leiðrétta, eink- um varðandi skipti þeirra Jóns og Páls ísólfssónar. Það er að vonum, að Páls ísólfssonar sé getið þegar rakin er saga Jóns Leifs. í útvarpsþáttunum kemur fram, að það var á tónleikum hjá Páli, snemma í mars 1916, sem Jón tók þá ákvörðun, 16 ára gamall, að helga tón- listinni ævistarf sitt. Og þegar hann fór utan til náms í Leipzig um haustið, þá orðinn 17 ára, var hann í fylgd með Páli, sem var nærri sex árum eldri, hafði verið við nám í tónlistarháskólanum í Leipzig síðan 1913, var orðinn þar hagvanur og mjög vel mæltur á þýska tungu. Mátti heita að Jón væri í umsjá Páls fyrstu árin, enda bjuggu þeir báðir undir sama þaki. Síðar fléttaðist ferill þeirra með ýmsum hætti, og mætti tína til um það ýmislegan athyglisverðan fróðleik sem sleppt var í útvarpsþáttunum. En ekki verður það gert í þessari grein. íslandskantata Jóns Leifs og Alþingishátíðin 1930 Hér verður aðeins vikið að örfáum atriðum í þriðja útvarpsþættinum (22. okt.), þar sem annaðhvort er um augljósar missagnir að ræða eða frásagnir sem mjög orka tvímælis. Þar segir m.a.: Næsta stórvirki Jóns var íslands-kantatan Þjóð- hvöt... op. 13. Jón samdi þessa kantötu... líklega með það í huga upphaflega að senda hana inn í samkeppni um hátíðatónverk fyrir þjóðhátíðina á Þingvöllum 1930... Verkið er samið við hátíðaljóð Davíðs Stefánssonar og er í sjö aðskildum þáttum. Jón sýndi fornvini sínum, Páli ísólfssyni, tvo þætti úr kantötunni nokkru áður en skilafrestur í sam- keppnina rann út, en ákvað í kjölfar þess fundár að hætta við að senda hana til dómnefndarinnar. Hann taldi sig vita eftir þetta samtal við Pál að hann ætti enga möguleika á að vinna samkeppnina. Eins og kunnugt er fékk hátíðarkantata Páls fyrstu verðlaun dómnefndarinnar, og var hún síðan flutt með mikilli viðhöfn á Þingvóllum sumarið 1930, þar sem fjölmennur kór söng með undirleik danskrar sinfóníuhljómsveitar. Hér er látið að því liggja, að Páll ísólfsson hafi með einhverjum hætti komið í veg fyrir að Jón sendi „Þjóð- hvöt" sína í samkeppnina um kantötu fyrir Alþingishátíð- ina. Þetta tel ég fjarri öllum sanni. í fyrsta lagi heyrði ég Jón sjálfan segja, að vísu um 20 árum eftir að þess- ir atburðir gerðust, að slíkt hefði aldrei verið ætlun sín. í öðru lagi má benda á, að enda þótt söngtexti Jóns sé tekinn úr hátíðarljóðum Daviðs Stefánssonar, er þar sleppt ýmsum veigamestu ljóðum kvæðaflokksins, t.d. lofsöngnum „Þú mikli, eilífi andi", meginhluta kvæðisins „Sjá liðnar aldir líða hjá", og ððrum fimm kvæðum er sleppt með öllu, þar á meðal lokasöngnum „Rís íslands fáni". Ósennilegt er að þannig hefði verið að staðið, ef verkinu hefði verið ætlað að fara í samkeppnina. Og ekki sé ég neina ástæðu til að ætla að úrslit keppninnar hefðu orðið önnur en raun varð á, þótt kantata Jóns hefði verið send dómnefndinni. Fróðlegt væri að kynnast heimildum fyrir því, að það hafi verið „dönsk sinfóníuhljómsveit" sem aðstoðaði við flutning á verðlaunakantötu Páls á Alþingishátíðinni! Hið rétta er að það var Hljómsveit Reykjavíkur sem það gerði, að vísu með tilstyrk nokkurra manna úr Konung- legu hljómsveitinni í Kaupmannahöfn. Að öðru leyti var tjaldað því sem til var hér heima og undirbúningurinn vandaður svo sem tök voru á. M.a. var dr. Franz Mixa ráðinn hingað sérstaklega tii að þjálfa hijómsveitina allan veturinn á undan hátíðinni. — iíklega gætir í þessu ein- kennilega ranghermi langvinnrar beiskju Jóns út af því að þjóðhátíðarnefndin hafði afþakkað boð hans um að koma með þýska hljómsveit til að annast hljóðfæraleik á Alþingishátíðinni 1930. Athugasemdir við útva Ragnarssonar frá« PALLISOLFSSON Þularstarf í útvarpi Hugur Jóns stóð ávallt til fósturlandsins og hann dreymdi um að fá starf á íslandi við sitt hæfi sem hann gæti framfleytt sér og sinni fjölskyldu af. Hann reyndi mikið að fá starf við útvarpið við stofnun þess 1930, en sú tilraun bar ekki annan árangur en þann, að honum var boðið starf þular við hiná nýju stöð. En það starf þótti honum sér engan veginn vera samboðið... Jón leit svo á að Páll ísóifsson, hans gamli vinur, hefði staðið á bak við þetta tilboð um starf hjá Ríkisútvarpinu og ætlað með því að niðurlægja Jón í augum íslendinga. Mann trúði því að Páll hefði lagt dæmið þannig upp: Með því að taka við þularstarfínu viðurkenndi Jón fyrir þjóð sinni að hann væri tilbúinn til þess að fórna köllun sinni fyrir veraldlega hagsmuni og fast starf hjá hinu opinbera. Ef Jón hins vegar hafnaði starfinu, sýndi hann með því oflæti og hroka og sannaði í eitt skipti fyrir allt að hann væri óalandi og óferjandi. Áður en Ríkisútvarpið tók til starfa í árslok 1930 hafði verið unnið að því vel og dyggilega að koma Jóni Leifs þar til starfa. Þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 1930 kom til efri deildar Alþingis bar Jón Baldvinsson fram tillögu um að Jóni yrðu veittar 5.000 kr., en til vara 4.000 kr., til undirbúnings starfsemi við væntanlegt ríkisútvarp, og var tillagan rökstudd með því m.a. að 30 þingmenn (af 42) hafi mælt með því að Jóni Leifs yrði falið starf við útvarpið. Varatillagan var samþykkt í efri deild með 7 atkv. gegn 6. En þegar fjárlagafrum- varpið kom aftur til neðri deildar var styrkurinn til Jóns Leifs felldur niður með 14 atkv. gegn 13. Um það bil sem útvarpið var að hefja starfsemi sína var Jóni síðan boðin þularstaðan, og meira að segja kom til tals að hann yrði jafnframt ráðinn fréttamaður. Mjög sennilega hafa það einmitt verið slík störf sem höfð voru í huga, þegar rætt var um í upphafi að styrkja hann til að kynna sér útvarpsstarfsemi. í umræðunni um útvarp á þessum tíma var lítið minnst á tónlist, en litið á útvarp- ið sem fréttamiðil fyrst og fremst, og ekki sést að nein- um hafi komið í hug að þar þyrfti að hafa tónlistar- stjóra. Ef til vill hafa einhverjir stuðningsmenn Jóns, t.d. úr hópi alþingismanna, beitt hér áhrifum sínum og talið tilboðið um þularstarf eðlilegt framhald af fyrri afskiptum sínum af málinu. Tónlistarsljóri útvarps Það er alger fjarstæða að Páll ísólfsson hafi „staðið á bak við" lævíslegt ráðabrugg í því skyni að „niður- lægja" Jón Leifs. Slík leikflétta gæti hafa þróast í huga Jóns, en Páll ísólfsson hugsaði ekki þannig, og því munu fáir trúa sem þekktu mennina báða. En þeim fækkar nú óðum. Höfundur útvarpsþáttanna virðist líka hafa áttað sig á að hann var hér á hálum ís, því að í beinu framhaldi af frásögninni um getsakir Jóns bætti hann þessu við: Hvort Jón hafði rétt fyrir sér í þessu eður ei, er hitt víst að það var hinn sami Páll sem tæpum fimm árum síðar stóð fyrir því að Jóni væri boðin staða tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins. Jón þáði þetta boð... Hann tók við hinu nýja starfi í febrúar 1935, og varþað ætlun hans að Annie og dæturnar flyttust skömmu síðar til Reykjavíkur. Ur því varð þó aldrei... Þegar þetta gerðist var Páll ísólfsson í hlutastarfi hjá útvarpinu, titlaður tónlistarráðunautur. Hann stóð upp úr þessu starfi fyrir Jóni, ótilneyddur, en að beiðni Jónsy. að því er fram kemur í eftirlátnum minnispunktum Páls. Jón Leifs yar síðan ráðinn í fullt starf sem tónlist-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.