Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
l.\U,\ RDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 31
fHttgmiMfiMfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÁLVER Á ÁRI í
FERÐAÞJÓNUSTU?
FERÐAÞJÓNUSTAN er sú atvinnugrein, sem er í einna ör-
ustum vexti á íslandi. Tala ferðamanna, sem til landsins
koma, hefur tvöfaldazt á síðastliðnum tíu árum og er talið að á
þessu ári skili ferðaþjónustan um 20 milljarða króna útflutnings-
tekjum. Það er um fjórðungur af þeim tekjum, sem sjávarútvegur-
inn aflar að utan, svo dæmi sé nefnt.
Alþjóðaferðamálaráðið spáir tvöföldun í ferðaþjónustunni á
næstu fimmtán árum. Það gæti haft í för með sér að störfum í
greininni fjölgaði um 2.500-3.500, að því er fram kom fyrr í vik-
unni. Með öðrum orðum gætu orðið til um 200 störf á ári í atvinnu-
greininni.
Séu þessar tölur bornar saman við þá fjölgun starfa, sem stækk-
un álversins í Straumsvík er talin munu hafa í för með sér, sést
hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Við stækkunina, sem hefur
verið kölluð vítamínsprauta fyrir atvinnulífið, munu líkást til verða
til um 720 ársverk meðan á byggingu nýs kerskála í Straumsvík
og stækkun virkjana stendur. Til lengri tíma skapar stækkunin
hugsanlega um 200 ársverk — eða álíka og ferðaþjónustan gæti
gert, samkvæmt spánni.
Nauðsyn skýrrar stefnumótunar um uppbyggingu ferðaþjónustu
ætti að vera augljós. Það er ánægjuefni að Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra hefur skipað nefnd, sem marka á stefnu í ferðamál-
um.
Við slíka stefnumótun er að mörgu að hyggja. Erlendir ferða-
menn, sem heimsækja ísland, nálgast nú 200 þúsund á ári. Fj'ölgi
þeim áfram álíka mikið og síðasta áratuginn, verða þeir orðnir
mun fleiri en landsmenn allir eftir nokkur ár. Stefnumótun í ferða-
málum verður meðal annars að taka mið af því hvernig hægt er
að vernda hina viðkvæmu náttúru landsins, sem er jafnframt helzta
auðlind ferðaþjónustunnar, fyrir átroðningi.
Jafnframt blasir við þörf á rannsóknum og þróunarstarfi í ferða-
þjónustu, en hún hefur verið afskipt í þeim efnum miðað við aðr-
ar atvinnugreinar.
Flutningur tveggja þingmála um ferðaþjónustu á Alþingi nú í
vikunni, annars vegar um umhverfisvæna ferðamennsku og hins
vegar um rannsóknir í ferðaþjónustu, ber, ásamt frumkvæði sam-
gönguráðherra, vott um að stjórnmálamenn eru að vakna til vitund-
ar um mikilvægi þessarar atvinnugreinar, sem með tímanum get-
ur orðið einn helzti máttarstólpi atvinnulífsins.
BRUÐL HJÁ
BYGGÐASTOFNUN
GUNNLAUGUR Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks-
ins, hefur gagnrýnt Byggðastofnun fyrir að nota miklu
stærra húsnæði en stofnunin þurfi og fyrir að hafa við flutning
í nýtt húsnæði fleygt út nýlegum og vel nothæfum innréttingum.
í Morgunblaðinu i dag kemur fram að kostnaður vegna breytinga
á nýju húsi stofnunarinnar hafi verið 55 milljónir króna, en kaup-
verð hússins var 66 milljónir!.
Eflaust má alltaf deila um það hversu stórt húsnæði fyrirtæki
eða stofnanir þurfi. Það blasir þó við að opinberum stofnunum
ber að sýna meira aðhald í húsnæðismálum, ef eitthvað er, en
einkafyrirtækjum. Friðrik Sophusson Qármálaráðherra lagði ný-
lega til að ríkisstofnanir greiddu markaðsverð fyrir það húsnæði,
sem þær hefðu til umráða, enda væri það þekkt kenning að um-
fang og starfsmannafjöldi réðist af stærð húsnæðisins, en ekki
öfugt.
Það er ríkisstofnunum hollt að fá gagnrýni af því tagi, sem
Gunnlaugur Sigmundsson hafði uppi, og gjarnan mætti hrinda
tillögu fjármáiaráðherra í framkvæmd.
BLÓMASKEIÐ
ÍSLENSKRA KVIKMYNDA
LÍKLEGA hefur íslensk kvikmyndagerðarlist sjaldan staðið
með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Nýjasta rÖsin í hnappa-
gat kvikmyndagerðar hér á landi er Benjamín dúfa, sem frumsýnd
var í Stjörnubíói í fyrrakvöld, við feykilega góðar undirtektir sýn-
ingargesta.
Það er í raun stórmerkilegt, hversu íslenskri kvikmyndagerð
hefur fleygt fram að undanförnu. Friðrik Þór Friðriksson náði
þeim árangri, með gerð kvikmyndarinnar Börn náttúrunnar, að
vera tilnefndur til Óskarsverðlauna og í haust var frumsýnt nýtt
stórvirki íslenskrar kvijcmyndagerðar, kvikmynd Hilmars Oddsson-
ar, Tár úr steini.
Okkur ber að hlú að þessari ungu listgrein, sem getur borið
hróður landsins víða. Því er miður, að til stendur samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi næsta árs, að skerða framlög til Kvikmyndasjóðs,
frá því sem var á liðnu ári. Skynsamlegt hefði verið að auka fram-
lögin, enda sýnir reynslan, að islensk framlög til kvikmyndagerð-
ar skila sér margfalt til baka í fjármunum, sem fást erlendis frá,
svo sem í framlögum frá evrópska kvikmyndasjóðnum Eurimages.
PÁLL ÍSÓLFSSON - JÓN LEIFS
„Tár úr steini“
NÝLEGA var frumsýnd kvikmynd Hilmars Oddssonar,
„Tár úr steini", sem fjallar um þátt úr ævi Jóns Leifs
tónskálds. Myndin hefur vakið verðuga athygli, enda er
hér um að ræða kvikmynd sem er um margt vel gerð
og áhrifamikii. Hún hefur glætt áhuga á tónskáldinu og
verkum hans, og er það vel. Um sannfræði myndarinnar
verður hins vegar að hafa fyrirvara. Þó ekki svo mjög
vegna þess sem þar er sagt eða sýnt, heldur fremur
vegna hins sem ósagt er látið. Hilmar hefur lagt á það
áherslu að kvikmyndin sé skáldverk. Sú skilgreining
veitir visst „skáldaleyfi" sem felur það í sér meðal ann-
ars að einfalda megi efnið, hnika til áherslum og jafnvel
fegra svolítið söguhetjuna, ef nauðsyn þykir til. Við þessu
er ekkert að segja, og hefði ég ekki séð ástæðu til blaða-
skrifa um þetta efni, nema þá til að lofa kvikmyndina
og dást að þeim stórhug og listfengi sem hún ber vitni,
ef ekki hefði komið annað til.
Utvarpsþættir um Jón Leifs
En nú hefur Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem
raunar er einn af handritshöfundum kvikmyndarinnar,
flutt í Ríkisútvarpinu, Rás 1, röð fjögurra langra þátta
um Jón Leifs og ævi hans (á sunnudögum 8.-29. október
sl.) Hér er ekki um skáldverk að ræða. Þættir þessir hljóta
að teljast sagnfræði, enda mikið um tilvitnanir, beinar og
óbeinar, bæði í heimildir sem eru öllum aðgengilegar og
einkum þó í eftirlátin einkaskjöl Jóns Leifs. Til þeirra
verður því að gera aðrar kröfur um nákvæmni og hlut-
lægni en til kvikmyndarinnar. í þáttunum koma fram
nokkur atriði sem ég tel mig knúinn til að leiðrétta, eink-
um varðandi skipti þeirra Jóns og Páls ísólfssonar.
Það er að vonum, að Páls ísólfssonar sé getið þegar
rakin er saga Jóns Leifs. í útvarpsþáttunum kemur fram,
að það var á tónleikum hjá Páli, snemma í mars 1916,
sem Jón tók þá ákvörðun, 16 ára gamall, að helga tón-
listinni ævistarf sitt. Og þegar hann fór utan til náms í
Leipzig um haustið, þá orðinn 17 ára, var hann í fylgd
með Páli, sem var nærri sex árum eldri, hafði verið við
nám í tónlistarháskólanum í Leipzig síðan 1913, var
orðinn þar hagvanur og mjög vel mæltur á þýska tungu.
Mátti heita að Jón væri í umsjá Páls fyrstu árin, enda
bjuggu þeir báðir undir sama þaki.
Síðar fléttaðist ferill þeirra með ýmsum hætti, og
mætti tína til um það ýmislegan athyglisverðan fróðleik
sem sleppt var í útvarpsþáttunum. En ekki verður það
gert í þessari grein.
íslandskantata Jóns Leifs og Alþingishátíðin 1930
Hér verður aðeins vikið að örfáum atriðum í þriðja
útvarpsþættinum (22. okt.), þar sem annaðhvort er um
augljósar missagnir að ræða eða frásagnir sem mjög
orka tvímælis.
Þar segir m.a.:
Næsta stórvirki Jóns var íslands-kantatan Þjóð-
hvöt... op. 13. Jón samdi þessa kantötu... líklega
með það í huga upphaflega að senda hana inn í
samkeppni um hátíðatónverk fyrir þjóðhátíðina á
Þingvöllum 1930... Verkið er samið við hátíðaljóð
Davíðs Stefánssonar og er í sjö aðskildum þáttum.
Jón sýndi fornvini sínum, Páli ísólfssyni, tvo þætti
úr kantötunni nokkru áður en skilafrestur í sam-
keppnina rann út, en ákvað í kjölfar þess fundár
að hætta við að senda hana til dómnefndarinnar.
Hann taldi sig vita eftir þetta samtal við Pál að
hann ætti enga möguleika á að vinna samkeppnina.
Eins og kunnugt er fékk hátíðarkantata Páls fyrstu
verðlaun dómnefndarinnar, og var hún síðan flutt
með mikilli viðhöfn á Þingvöllum sumarið 1930, þar
sem fjölmennur kór söng með undirleik danskrar
sinfóníuhljómsveitar.
Hér er látið að því liggja, að Páll ísólfsson hafi með
einhveijum hætti komið í veg fyrir að Jón sendi „Þjóð-
hvöt“ sína í samkeppnina um kantötu fyrir Alþingishátíð-
ina. Þetta tel ég fjarri öllum sanni. í fyrsta lagi heyrði
ég Jón sjálfan segja, að vísu um 20 árum eftir að þess-
ir atburðir gerðust, að slíkt hefði aldrei verið ætlun sín.
í öðru lagi má benda á, að enda þótt söngtexti Jóns sé
tekinn úr hátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar, er þar
sleppt ýmsum veigamestu ljóðum kvæðaflokksins, t.d.
lofsöngnum „Þú mikli, eilífi andi“, meginhluta kvæðisins
„Sjá liðnar aldir líða hjá“, og öðrum fimm kvæðum er
sleppt með öllu, þar á meðal lokasöngnum „Rís íslands
fáni“. Ósennilegt er að þannig hefði verið að staðið, ef
verkinu hefði verið ætlað að fara í samkeppnina. Og
ekki sé ég neina ástæðu til að ætla að úrslit keppninnar
hefðu orðið önnur en raun varð á, þótt kantata Jóns
hefði verið send dómnefndinni.
Fróðlegt væri að kynnast heimildum fyrir því, að það
hafi verið „dönsk sinfóníuhljómsveit" sem aðstoðaði við
flutning á verðlaunakantötu Páls á Alþingishátíðinni!
Hið rétta er að það var Hljómsveit Reykjavíkur sem það
gerði, að vísu með tilstyrk nokkurra manna úr Konung-
legu hljómsveitinni í Kaupmannahöfn. Að öðru leyti var
tjaldað því sem til var hér heima og undirbúningurinn
vandaður svo sem tök voru á. M.a. var dr. Franz Mixa
ráðinn hingað sérstaklega til að þjálfa hljómsveitina allan
veturinn á undan hátíðinni. — Líklega gætir í þessu ein-
kennilega ranghermi langvinnrar beiskju Jóns út af því
að þjóðhátíðarnefndin hafði afþakkað boð hans um að
koma með þýska hljómsveit til að annast hljóðfæraleik
á Alþingishátíðinni 1930.
Athugasemdir við útvarpsþætti Hjálmars H.
Ragnarssonar frá Jóni Þórarinssyni
PÁLL ÍSÓLFSSON
Þularstarf í útvarpi
Hugur Jóns stóð ávallt til fósturlandsins og hann
dreymdi um að fá starf á íslandi við sitt hæfi sem
hann gæti framfleytt sér og sinni fjölskyldu af. Hann
reyndi mikið að fá starf við útvarpið við stofnun
þess 1930, en sú tilraun bar ekki annan árangur en
þann, að honurr var boðið starf þular við hina nýju
stöð. En það starf þótti honum sér engan veginn
vera samboðið... Jón leit svo á að Páll ísólfsson,
hans gamli vinur, hefði staðið á bak við þetta tilboð
um starf hjá Ríkisútvarpinu og ætlað með því að
niðurlægja Jón í augum íslendinga. Jfann trúði því
að Páll hefði lagt dæmið þannig upp: Með því að
taka við þularstarfinu viðurkenndi Jón fyrir þjóðsinni
að hann væri tilbúinn til þess að fóma köllun sinni
fyrir veraldlega hagsmuni og fast starf hjá hinu
opinbera. Ef Jón hins vegar hafnaði starfínu, sýndi
hann með því oflæti og hroka og sannaði í eitt skipti
fyrir allt að hann væri óalandi og óferjandi.
Áður en Ríkisútvarpið tók til starfa í árslok 1930
hafði verið unnið að því vel og dyggilega að koma Jóni
Leifs þar til starfa. Þegar ijárlagafrumvarp fyrir árið
1930 kom til efri deildar Alþingis bar Jón Baldvinsson
fram tillögu um að Jóni yrðu veittar 5.000 kr., en til
vara 4.000 kr., til undirbúnings starfsemi við væntanlegt
ríkisútvarp, og var tillagan rökstudd með því m.a. að
30 þingmenn (af 42) hafi mælt með því að Jóni Leifs
yrði falið starf við útvarpið. Varatillagan var samþykkt
í efri deild með 7 atkv. gegn 6. En þegar fjárlagafrum-
varpið kom aftur til neðri deildar var styrkurinn til Jóns
Leifs felldur niður með 14 atkv. gegn 13.
Um það bil sem útvarpið var að hefja starfsemi sína
var Jóni síðan boðin þularstaðan, og meira að segja kom
til tals að hann yrði jafnframt ráðinn fréttamaður. Mjög
sennilega hafa það einmitt verið slík störf sem höfð voru
í huga, þegar rætt var um í upghafi að styrkja hann til
að kynna sér útvarpsstarfsemi. í umræðunni um útvarp
á þessum tíma var lítið minnst á tónlist, en litið á útvarp-
ið sem fréttamiðil fyrst og fremst, og ekki sést að nein-
um hafi komið í hug að þar þyrfti að hafa tónlistar-
stjóra. Ef til vill hafa einhveijir stuðningsmenn Jóns,
t.d. úr hópi alþingismanna, beitt hér áhrifum sínum og
talið tilboðið um þularstarf eðlilegt framhald af fyrri
afskiptum sínum af málinu.
Tónlistarstjóri útvarps
Það er alger fjarstæða að Páll ísólfsson hafí „staðið
á bak við“ lævíslegt ráðabrugg í því skyni að „niður-
lægja“ Jón Leifs. Slík leikflétta gæti hafa þróast í huga
Jóns, en Páll ísólfsson hugsaði ekki þannig, og því munu
fáir trúa sem þekktu mennina báða. En þeim fækkar
nú óðum. Höfundur útvarpsþáttanna virðist líka hafa
áttað sig á að hann var hér á hálum ís, því að í beinu
framhaldi af frásögninni um getsakir Jóns bætti hann
þessu við:
Hvort Jón hafði rétt fyrir sér í þessu eður ei, er
hitt víst að það var hinn sami Páll sem tæpum fimm
árum síðar stóð fyrir því að Jóni væri boðin staða
tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins. Jón þáði þetta
boð... Hann tók við hinu nýja starfi í febrúar
1935, og var það ætlun hans að Annie og dæturnar
flyttust skömmu síðar til Reykjavíkur. Ur því varð
þó aldrei...
Þegar þetta gerðist var Páll ísólfsson í hlutastarfi hjá
útvarpinu, titlaður tónlistarráðunautur. Hann stóð upp
úr þessu starfi fyrir Jóni, ótilneyddur, en að beiðni Jóns,,
að því er fram kemur í eftirlátnum minnispunktum Páls.
Jón Leifs var síðan ráðinn í fullt starf sem tónlist-
JÓN LEIFS
arstjóri, þótt ekki entist hann í því nema tæpt ár. Eftir
það varð Páll tónlistarráðunautur aftur, og enn á hálfum
launum.
Um starfsaðferðir Jóns hjá útvarpinu og stuttan feril
hans þar mætti margt segja, en því verður sleppt hér.
Aðalatriðið í þessu sambandi, sem ekki kom fram í út-
varpsþáttunum, er það að Páll ísólfsson vék úr starfi
sínu hjá útvarpinu til þess að rýma þar fyrir Jóni Leifs,
og skiptir þá í raun litlu, hvort Jóni var „boðin" staðan
eins og þar var sagt, eða hvort hann hafði lotið svo lágt
að biðja þann mann að víkja fyrir sér sem skömmu áður
átti að hafa bruggað launráð til þess að „niðurlægja"
hann.
íslenskir tónleikar í Kaupmannahöfn 1938
Norræn tónlistajhátíð var haldin í Kaupmannahöfn í
september 1938. íslendingar tóku nú þátt í hátíðinni í
fyrsta sinn og var sýndur sá sómi að þeim voru helgaðir
fyrstu tónleikamir. Viðhöfn var þar mikil, enda í og með
verið að minnast hálfrar aldar afmælis þessa hátíðahalds,
og viðstödd voru konungshjónin ásamt mörgu öðru tignar-
fólki. Það var hljómsveit danska útvarpsins sem lék.
Jón Leifs stjómaði fyrri hluta tónleikanna og vom þar
flutt tvö verk hans, „Látil trílógía", op. 1, og tónlist við
sjónleik Jóhanns Sigutjónssonar „Galdra-Loft“. Síð-
amefnda verkið var í 9 þáttum, margir þeirra eins konar
undirleikur við atriði úr leikritinu (melódrama), en textann
flutti Svend Methling, leikari við Konunglega leikhúsið.
Páll ísólfsson stjómaði síðari hlutanum, en þar vom
á efnisskrá „Forleikur í klassískum stíl“ eftir Sigurð
Þórðarson, sönglög eftir Markús Kristjánsson og Sigfús
Einarsson sem María Markan söng, útsetningar íslenskra
þjóðlaga eftir Karl O. Runólfsson og Sigfús Einarsson
og loks „Introduktion og passacaglia" eftir Pál ísólfsson.
Frá þessu var sagt í útvarpsþættinum og síðan bætt
við:
Var skrifað um þessa tónleika í öll helstu blöðin á
Norðurlöndunum, og var þetta í fyrsta sinn sem
íslensk tónlist fékk slíka athygli. Samkvæmt þessum
skrifum voru gagnrýnendur á einu máli um, að tón-
list Jóns væri bæði stórbrotin og dramatísk, og á
lienni væri að finna sterkan karakter, frumstæðan
en heillandi. Verk hinna íslensku tónskáldanna
fengu hins vegar afleita dóma, þóttu gamaldags,
klisjukennd og án minnstu persónulegra sérkenna.
Fyrir Jón vom þessir tónleikar fágætur sigur, og
hafa viðtökurnar eflaust gefið honum aukinn styrk
til þeirra átaka sem biðu bæði í einkalífinu og í
tónsmíðunum sjálfum. Fyrir þá Sigurð, Pál og hin
íslensku tónskáldin hljóta þessir tónleikar hins veg-
ar að hafa verið mikil auðmýking.
Þess var ekki getið í útvarpsþættinum hvaða heimild-
ir eru fyrir þeim staðhæfingum sem hér koma fram. En
auðsætt virðist, að höfundur þáttanna hafi ekki sjálfur
séð þau blaðaummæli, sem hann dregur saman með svo
afgerandi hætti, söguhetju sinni í vil.
Ég hef undir höndum ljósrit af gagnrýni um þessa
tónleika úr fimm dönskum blöðum (Berlingske Tidende,
Kristeligt Dagblad, Nationaltidende, Politiken og Social-
Demokraten), þremur sænskum (Dagens Nyheter, Göte-
borgs Handels- och Sjöfartstidning og Sydsvenska Dag-
bladet) og einu fínnsku (Hufvudstadsbladet). Að slepptum
almennum athugasemdum um þetta hátíðarhald og
nokkrum hugleiðingum um stöðu Islands í því sambandi
er mest ritað um þá Jón Leifs og Páls ísólfsson, enda
stjórnuðu þeir tónleikunum og áttu auk þess metnaðar-
fyllstu verkin sem flutt voru (Jón raunar hálfa efnis-
skrána). Allt er þetta lengra mál en svo að það verði
rakið hér eða endursagt nema að litlu leyti. Því verður
aðeins gripið niður í það sem sagt er um þá Jón og
Pál, stikiað á stóru, en þó reynt að gæta þess að ekki
hallist á meir en greinamar sjálfar gefa efni til.
Gagnrýni um tónleikana
Berlingske Tidende kemst næst því að réttlæta þá
samantekt sem vitnað var til að ofan. Þar segir að í
tónlistinni við „Galdra-Loft“ sé ráðandi mikið og stundum
mjög hrífandi hugarflug, og tónskáldið kunni líka mæta-
vel að notfæra sér áhrifamátt hljómsveitarinnar. En
melódramatíska formið sé óhæft í tónleikasal (og kemur
sú athugasemd fram víðar). Einnig segir að Jón Leifs
hafi stjórnað verki sínu líflega og með tilþrifum. — Páll
er hins vegar sagður nokkuð stífur og akademískur
stjómandi, en Passacaglia hans sé samin (og orkestrer-
uð) af framúrskarandi kunnáttu. Kristeligt Dagblad
telur efalaust að Jón Leifs búi yfir allmiklum hæfileikum,
en líklega sé hann enn aðeins við upphaf listabrautar
sinnar og enginn geti vitað hvað hann kunni að afreka
í framtíðinni. — Páll hafí sýnt að hann sé góður hljóm-
sveitarstjóri og tónskáld, og Passacaglia hans sé prýði-
legt verk.
Nationaltidende kveður verk Jóns bamaleg og inni-
haldslítil en þó ótrúlega hávær og yfirlætisleg, og tón-
skáldið hafí staðið vanmáttugt frammi fyrir 90 manna
sinfóníuhljómsveit útvarpsins. — Páll fékk áheyrendur
til að hlusta og hefur svo ömgg tök á hinu stóra formi
passacaglíunnar að kynnin af honum urðu hin áhugaverð-
ustu á þessu kvöldi.
Politiken segir verk Jóns Leifs hafa verið eins og eyði-
merkurgöngu, hugmyndir allar séu fengnar að láni,
dramatíkin innantóm og fínleikinn falskur. — Páll ísólfs-
son var það tónskáld sem mesta athygli vakti, og
Passacaglia hans var frábært verk. Ef tónleikarnir sýna
stöðu íslenskrar tónlistar í dag, þá er Páll ísólfsson þar
í fararbroddi.
Social-Demokraten telur Jón leggja hart að sér til að
sýnast fmmlegur, djúpvitur og nýtískulegur, en það
stökkvi enginn neisti af tinnu hans, tónlistin sé aðeins
þijóskuleg og ljót. Þá sé hann afleitur hljómsveitarstjóri,
og sé ekki fyrir það að synja að uppskrúfaður módemismi
hans hefði hljómað heldur betur í meðfömm annars stjóm-
anda. — Besta og mikilvægasta framlag íslands til nor-
rænu tónlistarhátíðarinnar var verk Páls ísólfssonar.
Dagens Nyheter segir Pál hafa kynnt nýtt tónverk
sitt, samið í hressilegum klassísk-rómantískum stíl, og
hafi það sýnt staðgóða menntun og þjálfun höfundarins.
— Tónamál Jóns flækist nokkuð fyrir greinarhöfundi,
en niðurstaða hans er sú að Jóni láti best myndskreyting-
in, og tónlist hans við melódrama úr „Galdra-Lofti" hafi
verið merkilega myndræn.
Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning telur Pál
ísólfsson vera tónskáld sem hljóti að vera driffjöður ís-
lenskrar tónlistar á þróunarbraut hennar. „Introduktion
og passacaglia" sé sérlega vandað verk og mjög áhri-
faríkt og hafí án efa verið það verk íslensku tónleikanna
sem var veglegast og listrænt þyngst á metunum. —
Jóni Leifs verði ekki bmgðið um skort á hugarflugi eða
þekkingu á hljómsveitinni, en í verkum hans ríki slíkt
formleysi að spurningin hljóti að vakna: hvers vegna
allar þessar nótur, þessi gauragangur?
Sydsvenska Dagbladet segir „Trílógíuna" eftir Jón
Leifs búa yfír hörkulegum krafti en hana vanti heild-
stætt form. Svipuð er niðurstaðan um tónlistina við
„Galdra-Loft“ þótt að baki hennar sé alvarleg hugsun
og viljinn augljóslega góður. Hljómsveitarstjórn Jóns er
talin fremur viðvaningsleg. — Páll hafí hins vegar virst
vera öruggur stjómandi, og hann hafi líka verið sá af
íslensku tónskáldunum sem áhugaverðastur var.
Hufvudstadsbladet talar um hressilegt fjör og dirfsku
Jóns Leifs, sem hafi valdið því að hlýtt hafi verið á verk
hans með opnum hug og eftirvæntingu, en því miður
hafí vonirnar ekki ræst að fullu. „Trílógían“ sé einkum
áhugaverð fyrir rýtmískar hugmyndir sem streymi fram
svo ríkulega að formleysið verði þolanlegt. í tónlistinni
við „Galdra-Loft“ hafí áhuginn einkum beinst að frábær-
um upplestri Svends Methlings. Þó hafí forspil þriðja
þáttar, sorgargöngulag, verið hrífandi „frumstæð" tón-
list. — Passacaglia Páls ísólfssonar er hins vegar kölluð
stórbrotið verk í góðum klassískum anda, og tónskáldið
röggsamur og reyndur stjórnandi.
Loks má bæta því við að í þýska tímaritinu Allge-
meine Musikzeitung birtist stutt umsögn um þessa tón-
leika. Þar standa þessi orð: „Land dróttkvæðanna og
tvísöngsins sýndi í nýrri tónlist sinni aðeins lítil merki
mikilfenglegrar fortíðar. Jón Leifs einn fyllti fyrri hluta
efnisskrárinnar með tveimur löngum verkum. Því miður
héldu þau ekki athygli áheyrenda til lengdar. — Hápunkt-
ur kvöldsins kom síðast: snilldarlega uppbyggð
Passacaglía eftir Pál Isólfsson, sem einnig stjórnaði flutn-
ingnum með ágætum."
Svo mörg eru þau orð.
Að lokum
Ég hef um langa ævi aðeins þekkt einn mann sem
ég mundi trúa til að túlka ofanrituð blaðaummæli eitt-
hvað í líkingu við það sem gert var í útvarpsþættinum
sem fýrr var vitnað til. Sá maður hét Jón Leifs. Ef til
vill hefur höfundur útvarpsþáttanna haft túlkun sína frá
honum. En hann hefði þá átt að láta þess getið, þótt
ekki væri nema til að koma í veg fyrir að vera sjálfur
vændur um mjög óvandaða meðferð ef ekki beina fölsun
heimilda.
Morgunblaðið/Kristinn
TIIT Vahi, forsætisráðherra íslands, situr í
hægindastól i Ráðherrabústaðnum i Reykjavík.
Forsætisráðherra Eistlands á Islandi
• •
Oryggiokkar
hefur forgang
Eistneskt efnahagslíf er í örum vexti og á
þessu ári hafa fjárfestingar íslendinga í Eist-
landi rúmlega þrefaldast. Tiit Váhi, forsætis-
ráðheira Eistlands, kom hingað í þessari viku
til að styrkja samskipti rílqanna og ræddi við
Karl Blöndal um efnahags- og öryggismál
THT Váhi, forsætisráðherra
Eistlands, kom hingað í
opinbera heimsókn á mið-
vikudag til viðræðna við
íslenska ráðamenn. Tilgangurinn var
að efla samskipti Eista og íslend-
inga. í viðræðum var fallist á að
undirbúa samning um verndun ís-
lenskra fjárfestinga í Eistlandi, en
öryggismál skipuðu einnig stóran
sess. Eistar eru enn í skugga Rússa,
þótt þeir hafi hlotið sjálfstæði. Váhi
sagði að öryggi Eistlands hefði for-
gang og var mjög í mun að fá stuðn-
ing Islendinga við inngöngu landsins
í Atlantshafsbandalagið (NATO).
Váhi sagði í viðtali við Morgun-
blaðið að hann vildi leggja áherslu á
góð samskipti ríkjanna með sérstöku
tilliti til atburðanna í ágúst árið 1991
þegar Islendingar viðurkenndu sjálf-
stæði Eistlands fyrstir þjóða.
Árangursríkar viðræður
„Samningaviðræðurnar hafa verið
árangursríkar," sagði Váhi. „Helsta
niðurstaðan er sú að undirbúinn skuli
samningur um verndun íslenskra
fjárfestinga í Eistlandi. Komið er á
samband við fjölda íslenskra fyrir-
tækja og þau þurfa að geta treyst á
stöðugleika."
Samkvæmt frétt eistnesku frétta-
stofunnar BNS í gær hafa íslenskar
fjárfestingar hækkað úr 8,5 milljón-
um íslenskra króna í 29,4 milljónir
á þessu ári.
Afhentu drög
Davíð Oddsson sagði á sameigin-
legum blaðamannafundi hans og
Váhis á fimmtudag að Eistar hefðu
afhent drög að samkomulagi um að
„tryggja umhverfí tjárfestinga með
lögum og reglum" og kvað öran upp-
gang eistnesks efnahags ýta undir
aukin viðskipti.
„Við lýstum þeirri skoðun að ís-
land væri fylgjandi stækkun NATO,“
sagði Davíð á blaðamannafundinum
með Váhi. Davíð sagði að sú stækk-
un yrði að vera heildstæð, þannig
að ekki yrðu til línur, sem skildu ein-
stök ríki eftir utan vestræns áhrifa-
svæðis. íslendingar yrðu að virða
óskir þjóða, sem bæru þyngstu byrð-
ar varnarsamstarfsins, en Rússar
mættu ekki hafa neitunarvald.
„Öryggi okkar hefur forgang og
við þurfum stuðning íslands," sagði
Váhi. „Stöðugleiki er lítill í efna-
hags- og stjórnmálum í Rússlandi
og því myndi NATO tryggja öryggi
okkar. Ég get ekki sagt hvað langt
er í aðild að NATO, en ég vona að
það verði brátt.“
Váhi sagði að umsókn um fulla
aðild að Evrópusambandinu, sem nú
væri í undirbúningi og yrði lögð fram
á þessu ári, væri einnig snar þáttur
í þeirri viðleitni Eista að treysta sjálf-
stæði sitt.
Á fundi ráðherranna á fímmtu-
dagsmorgun voru einnig rædd tví-
hliða samskipti ríkjanna, Eystra-'
saltsráðið, hald smáríkjaráðstefnu í
Eistlandi á næsta ári, fríverslunar-
samkomulag og niðurfelling vega-
bréfsáritana milli ríkjanna.
Váhi varð forsætisráðherra f janúar
árið 1992, en hafði áður verið sam-
gönguráðherra, og hefur setið við
völd síðan. Ifyrir skömmu urðu stjóm-
arslit í Eistlandi í Iqölfar hlerunar-
hneykslis, en Váhi myndaði nýja
stjóm, sem tók formlega við á þriðju-
dag.
Váhi hefur komið víða við í heim-
sókn sinni og meðal annars hitt _að
máli Davíð Oddsson, Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra, Ólaf G.
Einarsson forseta Alþingis, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgar-
sijóra Reykjavíkur, og fulltrúa ís-
lenskra fyrirtækja. Heimsókn hans
lauk í gær og í dag heldur hann af
landi brott.
Aldrei séð svo fallegt land
Hann kvaðst margoft hafá flogið
yfir ísland og alltaf viljað sjá hvemig
fólk lifði á þessu landi. „Ég hef aldr-
ei séð svo faliegt land fyrr,“ sagði
Váhi. „Landið er nútímalegt og evr-
ópskt, en langt í burtu frá öðrum lönd-
um. Húsin virðast ný og gróska virð-
ist hafa verið mikil undanfarin ár.“
Váhi riQaði upp að eistneski stór-
meistarinn Paul Keres og Friðrik
Ólafsson hefðu háð marga hildi á
skákborðinu. Keres hefði sagt séi
að þótt þeir hefðu verið andstæðing-
ar í skákinni hefði vináttan verið
mikilvægari og þannig sæi hanr
samskipti Eista og íslendinga fyrii„
sér: reist á vináttu.