Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 114. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KEPPT Í TÆKNI NANÓVERURNAR FARA TIL NOREGS ÞAR SEM ÞÆR MUNU KEPPA TIL SIGURS >> 22 MARGRÉT HELGA OG SIGURÐUR SKÚLASON LEIKUR Í 40 ÁR AUÐMÝKT ER GALDUR >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen og Rósu Björk Brynjólfsdóttur HERMÁLANEFND Atlantshafs- bandalagsins hefur nú til umfjöllunar óskir Íslands um að bandalagið haldi uppi reglu- legu eftirliti með íslenzku lofthelginni. NATO hefur séð um slíkt eftirlit í fjórum aðildarríkjum, sem ekki hafa eigin flugher; Eystrasaltsríkjunum þremur og Slóveníu. Þar er um að ræða daglegar eftirlits- flugferðir með orrustuflugvélum. Slíkt er samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins ekki talið raunhæft hér, vegna kostnaðar og skorts á flugvélakosti. Óform- lega hefur hins vegar verið ræddur sá möguleiki að flugsveitir frá öðrum NATO- ríkjum hafi hér viðdvöl í 1–2 vikur í senn, á tveggja til þriggja mánaða fresti. Þeir samningar sem gerðir hafa verið við Danmörku og Noreg um heræfingar hér á landi og tvíhliða viðræður við Bretland, Þýzkaland og Kanada tengjast þessum um- ræðum ekki beint. Viðmælendur Morg- unblaðsins benda þó á að samþykki NATO að halda hér uppi reglulegu eftirliti kæmi það í hlut aðildarríkjanna að framkvæma það og því sé verið að treysta grundvöllinn með tvíhliða samningum. Til greina komi að samhæfa tvíhliða samstarf um æfingar og heimsóknir flugsveita og lofthelgiseftirlit á vegum bandalagsins. Meira eftirlit vegna Drekaolíu? Fréttir um að til standi að veita leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen-hrygg, innan íslenzkrar efnahagslögsögu, hafa ekki veikt samnings- stöðu Íslands innan NATO. Ef olíuvinnsla verður þar í framtíðinni mun þörf fyrir eft- irlitsflug stóraukast. Norðmenn hafa t.d. mikið eftirlit með olíuvinnslusvæðum sín- um, m.a. vegna hættu á hryðjuverkum. „Það hefur komið fram í fréttum upp á síðkastið að það eigi að leita að olíu á Drekasvæðinu svokallaða. Þá geta allir ímyndað sér hvað það er mikilvægt að hafa eftirlit þar,“ sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. „Þegar svona mál koma upp býr svona grannríkjasamband í haginn í því sambandi. Auðvitað vitum við ekki hvort það finnst einhver olía, hvort hún er vinn- anleg eða hvenær það yrði. En þetta er dæmi um hvað hugtakið öryggi á frið- artímum er breytilegt.“ Ljósmynd/Fjölmiðlamiðstöð norska hersins Lofthelgiseftirlit Rætt er um að NATO- þotur hafi reglulega viðdvöl á Íslandi. Eftirlits- flug NATO möguleiki Hermálanefnd ræðir óskir Íslands ENSKA úrvalsdeildarliðið West Ham þarf að greiða 710 millj. kr. í sekt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar en úrskurður í málinu var kveðinn upp í gær. Þetta er hæsta sekt í sögu deild- arinnar en brot félagsins tengist komu Argentínumannanna Carl- os Tévez og Javiers Mascheranos til félagsins. Samningar argent- ínsku mannanna reyndust vera í eigu bresks fjárfestingafélags en reglur úrvalsdeildarinnar banna að leikmenn séu eign þriðja að- ila. Leikmennirnir komu til West Ham í byrjun leiktíðarinnar áður en þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon keyptu liðið á síðasta ári. Engin stig voru dregin af West Ham, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Eggert Magnússon sagði í gær að hann væri glaður að félagið gæti nú einbeitt sér að því mikilvæga verkefni að halda sæti sínu í deildinni en liðið leikur gegn Wigan í dag. | Íþróttir Reuters West Ham greiðir 710 millj. kr. í sekt Eftirsóttur Fjölmiðlamenn eltu Eggert Magnússon á röndum í gær. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMMTÁN ára piltur, fæddur 1991, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæslu- varðhald til 1. júní vegna gruns um að hafa ráðist á leigubílstjóra á fer- tugsaldri aðfaranótt föstudags. Lög- regla handtók piltinn í gærmorgun og var hann þá í annarlegu ástandi. Hann hefur áður komið við sögu lög- reglu, þar af nokkuð oft síðan frá áramótum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu átti árásin sér stað í Brautarholti á öðr- um tímanum. Var hún hrottafengin en pilturinn réðst á leigubílstjórann með barefli og lék hann það illa að maðurinn þurfti að gangast undir að- gerð á Landspítala – háskólasjúkra- húsi og var haldið á gjörgæsludeild þar til síðdegis í gær. Að sögn sér- fræðings á gjörgæsludeild er hann á batavegi og var fluttur á almenna deild. Í gærmorgun var lögreglu svo til- kynnt um bílþjófnað og var lýsingin svipuð þeirri sem leigubílstjórinn hafði gefið. Pilturinn hafði þá farið inn í búningsklefa sundlaugar, stolið lyklum úr vasa manns og keyrt á brott. Í kjölfar tilkynningarinnar setti lögregla það í forgang að finna bílinn og naut m.a. aðstoðar leigubíl- stjóra. Bifreiðin fannst yfirgefin og nokkuð skemmd og pilturinn var handtekinn í nágrenninu. Tók þátt í vopnuðu ráni Komi til þess verður pilturinn að öllum líkindum ákærður fyrir sér- lega hættulega líkamsárás og varðar brotið allt að sextán árum í fangelsi. Hans bíða jafnframt ákærur vegna annarra brota sem framin hafa verið að undanförnu, þar með talið vopnað rán í 10–11-verslun í Hafnarfirði í lok mars sl. Í kjölfar 10–11-ránsins var piltur- inn hnepptur í gæsluvarðhald en sleppt nokkrum dögum síðar þar sem játning lá fyrir. Hann sat þá inni á Litla-Hrauni og upphófust þá um- ræður um úrræði fyrir svo unga af- brotamenn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það í höndum lögreglu að meta hvort pilt- urinn verði fluttur á Litla-Hraun eða önnur úrræði verði nýtt, s.s. vistun á lokaðri deild á Stuðlum. Þar er m.a. boðið upp á læknisþjónustu barna- geðlækna af barna- og unglingageð- deild LSH, en drengurinn var í ann- arlegu ástandi þegar hann var handtekinn og virðist vera í tölu- verðri neyslu. „Þá tel ég það vera einboðið,“ segir Bragi og vísar til þess að læknarnir veiti nauðsynlega þjónustu, s.s. þegar um afeitrun er að ræða. Unglingur í gæsluvarð- hald á ný  Réðst á leigubílstjóra  Forstjóri Barnaverndarstofu vill drenginn á Stuðla Í HNOTSKURN »Leigubílstjórinn hringdi íneyðarlínuna kl. 2.19 og til- kynnti árásina. Hann var með mjög mikla áverka á höfði. » Í kjölfarið var maðurinnfluttur á LSH og gekkst hann undir aðgerð þar. Aðgerðin gekk vel og var hann fluttur á al- menna deild eftir stutta dvöl í gjörgæslu. »Ekki var unnt að yfirheyrapiltinn fyrr en um miðjan dag sökum annarlegs ástands hans. LANDSBANKINN opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Kanada, tæplega 132 árum eftir að fjöldi Íslendinga kom til borg- arinnar og settist þar að eða hélt áfram til þar sem nú er Gimli við Winnipegvatn, um 100 km frá Winnipeg. Stefnt er að stofnun útibús Landsbankans í Winnipeg innan skamms. Talið er að um 200.000 Kan- adamenn séu af íslenskum ættum og þar af búi um 80.000–100.000 í Manitoba. Fyrir rekur bankinn skrifstofu í Halifax í Nova Scotia á austur- strönd Kanada sem annast fyr- irtækjaráðgjöf. | Miðopna Opna útibú í Kanada Morgunblaðið/Steinþór Ánægðir Ólafur Ragnar Gríms- son, Halldór J. Kristjánsson og Björgólfur Guðmundsson við opnun viðskiptaskrifstofu Landsbankans í Winnipeg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.