Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 26
lifun 26 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ F alleg húsgögn eftir þekkta hönnuði prýða heimilið og þar er mikið af óvenjulegri handavinnu. „Ég var alin upp af hannyrða- konu og var sjálf alltaf að prjóna og sauma. Ég var í menntaskóla í lok hippatímans og við stelpurnar prjónuðum eins og við gátum. Það þótti flott. Nokkrum árum síðar breyttist þetta og við fórum inn í eins konar afneitunartímabil. Í Kennaraháskólanum vildi ég læra allt annað en handavinnu en end- aði samt sem textílkennari. Fór svo í framhaldsnám í þeim fræð- um því ég sá að annars væri ég að svíkja sjálfa mig og að auki væri ljúfara að læra mitt helsta áhuga- mál.“ Finnsk áhrif Textílkennarinn okkar, sem á ís- lenska móður og finnskan föður, dvaldist mikið í Finnlandi sem barn og unglingur. Þar varð hún fyrir áhrifum af finnskri hönnun sem blandaðist hannyrðaáhuga móðurinnar. Hún segist reyndar hafa áhuga á allri skandinavískri hönnun sem best sést á heimilinu þar sem mikið er af húsgögnum þekktra danskra hönnuða. Húsið á Melunum var byggt um 1946 og fjölskyldan hefur búið þar í um fjögur ár. Nokkrar breyt- ingar þurfti að gera á íbúðinni svo að Rut Káradóttir var fengin til að hanna þær. Eldhúsið var sameinað svefnherbergi og er nú mjög rúm- gott. Eldhúsborðið hannaði Alvar Aalto og í bogadregnum glugga, sem áður var í svefnherberginu, standa finnskir iitala-kertastjakar í langri röð og athygli vekur mikið könnusafn. Í ljós kemur að könn- Morgunblaðið/Sverrir Flottar breytingar Rut Káradóttir hannaði breytingarnar á eldhúsinu. Bogadreginn veggurinn ásamt gluggunum gefur þessu rými sem áður var svefnherbergi skemmtilegan svip. Útprjónaðir vettlingar„Ég hef mikinn áhuga á fallegum vett- lingum og kaupi þá oft þar sem ég fer, hér og í útlöndum.“ Selshamur Værðarvoðin í sófanum varð til þegar fimm hönnuðir unnu hönnunarverkefni fyrir Víkurprjón í Vík í Mýrdal. Það má meira að segja skríða inn í hana en hugmyndin kom úr þekktri þjóðsögu. Aldurinn staðfestur Bandarískt bútasaumsteppi frá 1880. Teppið var ald- ursgreint út frá efni og litun. Sterku litirnir eru horfnir og teppið orðið brúnleitt. Stólarnir eru hannaðir 1960 af Pierre Paulin. Húsin á Melunum eru flest býsna reisuleg, með eir á þökunum, breiðar tröppur og fallega glugga. Þau bera með sér að mektarmenn Reykja- víkur á fimmta áratug síðustu aldar byggðu þau. Fríða Björnsdóttir heim- sótti textílkennara og hannyrðakonu sem býr í einu þessara húsa með eiginmanni og dætrum. Rósaleppaprjón Dúkurinn er hönnun Fitjakotskvenna og prjón- aður með rósaleppaprjóni. „Kveikj- an var dúkur langömmu minnar. Skálin er frá ömmu.“ Finnsk hönnun og íslensk handavinna Margir gamlir íbúar hafa ratað aftur á Melana og hitt hús- eigendur. Eitt sinn stóð dönsk kona á stéttinni fyrir utan húsið. Hún hafði verið þar vinnu- kona fyrir 50 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.