Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Eiður Guðnason sendiþættinum eftirfarandidæmi (með leturbreyt-ingum umsjónar-
manns): Miklar tafir mynduðust
á Miklubraut, bæði á austur- og
vesturleið vegna slyssins og
benti lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu þeim tilmælum til
ökumanna að nota Sæbraut og
eða Bústaðaveg til þess að
minnka álag á Miklubrautinni.
Ökumenn sem eiga leið hjá vett-
vangi er bent á að sýna fyllstu
varúð þar sem neyðarlið er að
störfum (4.2.07). Um þetta segir
Eiður: ‘Hér er margt at-
hugavert … Þrjár afleitar am-
bögur í tveimur setningum: Tafir
myndast ekki; Lögreglan bendir
ekki tilmælum til fólks og Öku-
menn er ekki bent á. ... Jafnvel
mætti bæta þeirri fjórðu við:
Ökumenn nota Sæbraut eða Bú-
staðaveg (ekki Sæbraut og Bú-
staðaveg)’.
Umsjónarmaður þakkar Eiði
kærlega fyrir dæmið og gagn-
orðar skýringar.
Óvandað orðalag
Það er furðu algengt að farið
sé rangt með orðatiltæki og föst
orðasambönd og geta frávikin
verið af ýmsum toga. Í orða-
tiltækinu fara villur vega/
(vegar) ‘skjátlast; vera á villigöt-
um’ er villur lýsingarorð og sam-
beygist því frumlaginu, t.d. Hún
fór vill vega eða Þær fóru villar
vega. Í nútímamáli (reyndar frá
fyrri hluta 20. aldar) er villur
stundum skilið sem þf.flt. af villa,
t.d. Þeir sem halda að þetta séu
hrósyrði, fara villur vega (6.6.06).
Slík notkun samræmist hvorki
uppruna né málvenju.
Orðatiltækið skipa sér/e-m/
e-u á bekk með e-m/e-u vísar til
þess er mönnum er vísað til sætis
eftir virðingu. Það er því ávallt
notað um e-ð jákvætt og hlut-
stætt og því samræmist eftirfar-
andi dæmi ekki málvenju: Frum-
varpið gerir ráð fyrir því að
kynmökum við börn yngri en
fjórtán ára verði skipað á bekk
með nauðgunum ‘verði lagðar að
jöfnu við’ (12.2.07). Því er við að
bæta að frumvarp getur naumast
gert ráð fyrir einu né neinu.
Flestir munu kannast við orða-
tiltækið blikur eru á lofti ‘e-ð
ógnvænlegt og óvisst er fram
undan; það dregur upp óveð-
ursský’ en það vísar til þess er
menn reyna að ráða veðurhorfur
af skýjafari. Umsjónarmaður
kannast hins vegar ekki við af-
brigðið e-ð/margt er á lofti en
það gat að líta í dagblaði nýlega:
rökstyðja það að margar skoð-
anir séu á lofti um málið í Sam-
fylkingunni (19.1.07) ‘að hver
höndin sé upp á móti annarri’. Í
sömu grein var spurt hvort þing-
menn Sjálfstæðisflokksins væru
á einu máli eða allir sömu skoð-
unar en það var orðað svo: Eru
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
með eina skoðun í RÚV-málinu?
(19.1.07). Umsjónarmaður kann-
ast annars ekki við orðasam-
abandið vera með eina skoðun
enda finnst honum það fremur
rislágt.
Eigi leið þú oss í freistni
Sögnin freista (e-s) merkir
‘reyna e-ð’, t.d.: Þeir ætla að
freista þess að ná samkomulagi
og láta einskis ófreistað, sbr. enn
fremur freista
gæfunnar ‘láta
reyna á heppni
sína’. Af sögn-
inni er leitt lýs-
ingarorðið
freistinn ‘sá
sem freistar
e-s, reynir e-ð’
og af því lýs-
ingarorði er
dregið nafn-
orðið freistni
sem merkir (í beinni merkingu)
‘próf, prófraun’. Í Biblíunni eru
þess mörg dæmi að menn hafi
verið leiddir í freistni, t.d. leiddi
Satan Job í freistni ‘lét reyna á
staðfestu hans í trúnni’ og í Nýja
testamentinu eru þess einnig
fjölmörg dæmi að Jesús eða læri-
sveinar hans hafi verið leiddir í
freistni. Í Faðirvorinu segir: eigi
leið þú oss í freistni; hér er upp-
runaleg merking vísast ‘leið oss
eigi í prófraun’ eða ‘lát eigi reyna
á staðfestu vora’. Hér þarf ekki
að breyta neinu eins og sumir
hafa talið eða endurtúlka neitt.
Það hlýtur að vera hluti af
barnalærdómnum að skilja þessi
orð rétt. Á hinn bóginn er því
ekki að neita að ‘freisting’ er
vissulega ákveðin ‘prófraun’ og
því hefur orðið freistni einnig
fengið þá merkingu í síðari alda
máli. — Rétt er að taka það
skýrt fram að umsjónarmaður
hefur ekki hlotið neina menntun
á sviði guðfræði, túlkun hans er
einungis byggð á málskilningi og
barnalærdómi.
Úr handraðanum
Margir munu kannast við
Naglasúpuna, söguna af flakk-
aranum sem bað um húsaskjól
hjá kerlingunni nísku. Hún sagð-
ist ekki eiga nokkurn matarbita
en flakkarinn sagði að það gerði
ekkert til því að hann ætti nagla
sem gera mætti af ágætis súpu.
Síðan vélaði flakkarinn kerling-
una til að bæta ýmsu við í pott-
inn, fyrst mjölhnefa, síðan kart-
öflutítlum og grjónum og loks
mjólkurtári. Hann var að, uns
soðin var ágætis súpa. Sögu
þessa er að finna í Lestrarbók
fyrir barnaskóla (upp úr 1950),
Freysteinn Gunnarsson tók sam-
an efnið og Halldór Pétursson
teiknaði eftirminnilega mynd
með sögunni. Í Lestrarbókinni er
sagan sögð vera norsk þjóðsaga
en hið rétta mun vera að hún var
þýdd úr sænsku á norsku og var
birt í Læsebog for Folkeskolen
II (1893) undir heitinu Fanten og
kjerringa, Nordahl Rolfsen
þýddi. Í norsku gerðinni er ein-
mitt að finna nafnorðið spiker-
suppe (‘naglasúpa’).
Í grannmálum okkar eru kunn
orðatiltæki sem vísa til sögunnar,
t.d. d. å koge suppe på en pølse-
pind (heiti á ævintýri eftir
H.C.Andersen (1858)); n. koke
suppe på en spiker ‘(reyna að) fá
e-ð úr engu’ og s. koka soppa på
en spik. Engar hliðstæður eru
kunnar í íslensku og orðið nagla-
súpa hefur ekki ratað inn í orða-
bækur. Það er þó býsna algengt,
einkum notað með tvennum hætti
að því er umsjónarmanni virðist.
Í fyrsta lagi virðist það merkja
‘ómerkilegur matur (búinn til úr
afgöngum)’, t.d.: Við verðum að
lifa á naglasúpu út mánuðinn.
Umsjónarmaður telur sig þekkja
vel að þegar enginn sérstakur
réttur var í matinn talaði hús-
móðirin um að hún mundi bara
búa til naglasúpu og var þá ekki
átt við neins konar súpu heldur
samtíning. Í öðru lagi vísar
naglasúpa til þess sem er
ómerkilegt (ósamstætt) að efni
og innihaldi (jafnvel svikið)’, t.d.:
Frumvarpsdrögin virðast hálf-
gerð naglasúpa; Fulltrúar minni-
hlutans hafa matreitt málavexti
eftir eigin uppskrift og úr orðið
naglasúpa af verstu gerð (2005);
Loforðasúpa Vinstri grænna sem
kynnt var um helgina … var al-
ger naglasúpa (2007); Ég ætla að
leyfa mér að staðhæfa að …
[NN] hafi skáldað þetta upp til
að bragðbæta hina lapþunnu
naglasúpu sem ‘fréttaskýringin’
var (22.3.07).
Margir munu
kannast við
Naglasúpuna,
söguna af
flakkaranum
sem bað um
húsaskjól hjá
kerlingunni
nísku.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 101. þáttur
ÞAÐ liggur beinast við að
álykta sem svo eftir að meirihluta
þeirra varð á sú fáheyrða regin-
skyssa að samþykkja eftirlauna-
frumvarpið. Hvílíkt
dómgreindarleysi,
hvílík ósvífni, hví-
lík fáviska að
ímynda sér að þeir
kæmust upp með
þetta athæfi gagn-
rýnislaust. Með
leyfi að spyrja,
hvernig myndi það enda ef aðrar
stéttir færu að þeirra dæmi og
ákvörðuðu sín eigin eftirlaun?
Því er fljótsvarað, með engu öðru
en algjörum efnahagslegum
glundroða og allsherjar gjald-
þroti. Hér verður ekki farið nán-
ar út í þá sálma enda er Jón Sig-
urðsson, fyrrverandi ráðherra og
bankastjóri, þegar búinn að gefa
ríkisstjórninni falleinkunn í
stjórn efnahagsmála.
Kemur nokkrum manni á óvart
að vinsældir þessa hálaunaða liðs
við Austurvöll séu í sögulegu lág-
marki samkvæmt skoðanakönn-
unum? Hins vegar þykir ýmsum
nokkurri furðu sæta að Geir H.
Haarde sé vinsælastur allra
stjórnmálaleiðtoga hér á landi.
Er það ef til vill breiða brosið
blíða sem virkar svona ljómandi
vel á auðtrúa fólk? En er maður-
inn sem fílar starfið í botn allur
þar sem hann er séður? Í viðtali
við Agnesi Bragadóttur í Mbl.
segir hann m.a. að samstarf sitt
við eldri borgara hafi verið
ágætt. Ekki er ég viss um að þeir
geti tekið undir það. Áður en
lengra er haldið væri ef til vill
ekki úr vegi að rifja upp fyrir
lesendum nokkur atriði sem eru í
rauninni mjög lýsandi fyrir við-
horf hans til aldraðra. Fyrir
nokkrum árum fóru fulltrúar
okkar á fund Geirs H. Haarde,
þáverandi fjármálaráðherra. Þeir
voru ekki fyrr komnir inn fyrir
dyrnar en þeir fengu framan í sig
gusu, sem hljóðaði eitthvað á
þessa leið: „Þið eruð sýknt og
heilagt að níða skóinn niður af
forsætisráðherra okkar, Davíð
Oddssyni.“ Þeir vissu vitanlega
ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en
svo rann upp fyrir þeim sú stað-
reynd að undirritaður hafði þá
nýlega leyft sér þá „óhæfu“ að
gagnrýna æðsta valdamann
þjóðarinnar og það var aðal-
ástæðan fyrir þessum ónotum
sem hann hreytti í félaga mína.
Ég hef það á tilfinningunni að
hann hafi alveg fílað orð sín í
botn. Einhver úr hópnum okkar
var svo djarfur að segja að hann
vissi ekki betur en fullt málfrelsi
væri enn við lýði á Íslandi.
Fyrir nokkrum árum var hald-
inn fundur í svokallaðri samráðs-
nefnd ríkisins og Landssambands
eldri borgara. Fundarstjóri henn-
ar var Þórarinn V. Þórarinsson.
Einhverju sinni bárust fundar-
mönnum nokkuð óvænt skilaboð
frá fjármálaráðherra þess efnis
að blátt bann væri lagt við því að
ræða skattamál. Hana nú! Mætti
þetta ekki flokkast undir allgrófa
pólitíska fjarstýringu? Eins og
svo mörg önnur ófögur dæmi
sýna okkur og sanna kinoka
stjórnvöld sér ekki við að stilla
öldruðum upp við vegg og jafnvel
að hafa í hótunum við þá.
Þessa dagana hafa sjálfstæðis-
menn verið að daðra svolítið við
græna litinn. Þetta er að vísu
óttalegt fikt hjá þeim, því að sá
blái er og verður alltaf eftirlæt-
islitur þeirra. Gárungarnir ganga
auk heldur svo langt að segja að í
þeirra augum sé fiskurinn í sjón-
um jafnvel blár. Nú vilja útgerð-
armenn ólmir eignast hann. Ætli
það gæti ekki bara endað með
því að þeir festi skjaldarmerki
flokksins í smækkaðri mynd af
fálkanum, ránfuglinum þeirra,
við bakuggann?
Margur maðurinn hefur þurft
að eiga í ótrúlegum útistöðum við
Tryggingastofnun ríkisins eins og
t.a.m. Ragna Björk Þorvalds-
dóttir. Eftir að hafa komist að
því að kalklyf sem hún hefur not-
að árum saman og eru henni lífs-
nauðsynleg hefðu alltaf átt að
vera greidd að fullu af TR hófst
barátta hennar fyrir endur-
greiðslu. Á einum stað í grein
sinni í Mbl. segir hún: „Eina svar-
ið sem ég fékk frá óskamm-
feilnum starfsmönnum lögfræði-
deildar TR var, að mér væri nær,
ég hefði aldrei kært þau … Auk
þess ætti fólk bara sjálft að
kynna sér lögin sem giltu á hverj-
um tíma.“
Það er engu líkara en þessir
náungar telji það aðalhlutverk
sitt að troða illsakir við þá sem
þurfa til þeirra að leita og sé enn
dýpra í árinni tekið mætti segja
að þeir standi eins og þrælþjálf-
aðir varðhundar um fjárhirslur
TR.
Það er auðsætt að Geir H.
Haarde tekur það ekki ýkja
nærri sér að auka sífellt skatta-
álögur á láglaunafólk. Hann gæti
því auðveldlega gert fleyg orð
Bush að sínum: „Ríkir og mold-
ríkir eru mínir menn.“ Ég segi
aftur á móti: Láglaunamenn,
aldraðir og öryrkjar eru mínir
menn. Lög um aldraða eru svo
flókin og torskilin að það er ekki
heiglum hent að rata í gegnum
það myrkviði. Og sannast sagna
eru starfsmenn TR gjörsamlega
ófærir um að veita okkur nauð-
synlega leiðsögn í gegnum það.
Þessum háu herrum við Austur-
völl væri vel trúandi til þess að
breyta fleygum orðum Þorgeirs
Ljósvetningagoða „Með lögum
skal land byggja og ólögum
eyða“ á eftirfarandi hátt: „Með
lögum skal land byggja og ólög-
um Tryggingastofnunar ríkisins
eyða.“
Eru alþingismenn okkar slegnir blindu,
nánar tiltekið siðblindu?
Eftir Halldór Þorsteinsson
Höfundur er skólastjóri
Málaskóla Halldórs.
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina,
sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu-
leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
Netgreinar á blog.is er vettvangur fyrir aðsendar greinar. Morgunblað-
ið áskilur sér rétt til þess að vista innsendar greinar á þessu svæði,
undir nafni greinahöfunda, hafi ekki tekist að birta greinarnar í blaðinu
vegna plássleysis innan tveggja vikna frá því þær voru sendar.
Netgreinar - Umræðan
á blog.is
Gestur Gunnarsson | 28. apríl
Keflavíkurflugvöllur
1956
UM miðjan maí 1956
fór ég með pabba í
vinnu suður á Keflavík-
urflugvöll. Hann var þá
verkstjóri pípulagn-
ingamanna við að
byggja stórt flugskýli
sem kallað var „navy hangar“ og
stendur gegnt gömlu flugstöðinni.
Pabbi hafði farið að vinna þarna
haustið 1952 og hafði fljótlega fengið
mannaforráð vegna afburða tungu-
málakunnáttu og eðlislægra stjórn-
unarhæfileika. Hann eignaðist svo
hlut í Vatnsvirkjadeildinni s.f. sem
var hluti af Sameinuðum verktökum.
Meira: gesturgunnarsson.blog.is
Hulda Guðmundsdóttir | 28. apríl
Slagorðapresta?
Nei, takk
MEÐ reglulegu milli-
bili fær Hjörtur Magni
fríkirkjuprestur að
skína í fjölmiðlum. Það
liggur við að hann hafi
tekið við af félaga sín-
um í Krossinum sem
aðalfordæmandi þjóðkirkjupresta,
en lengi hefur það þótt „menning-
arlegt“ að gera dálítið grín að þjóð-
kirkjuprestum. Svo skemmtilega vill
nefnilega til að þeir svara yfirleitt
ekki fyrir sig.
Meira: huldagudmunsdottir.blog.is
MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í
notkun nýtt móttökukerfi fyrir að-
sendar greinar.
Formið er að finna ofarlega á for-
síðu fréttavefjarins www.mbl.is und-
ir liðnum „Senda inn efni“.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að skrá sig inn í kerf-
ið með kennitölu, nafni og netfangi,
sem fyllt er út í þar til geða reit.
Næst þegar kerfið er notað er nóg
að slá inn netfang og lykilorð og er
þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamlegast
beðnir að nota þetta kerfi. Nánari
upplýsingar eru gefnar í síma 569-
1210.
Nýtt móttökukerfi
aðsendra greina
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar