Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 47
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
TONO.IS
Innritun
2007–2008
í
Tónlistarskólann
í Reykjavík
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | 5. og 6. maí n.k., kl. 13–17 verður
sýning á munum þátttakenda í félagsstarfinu. Kaffi-
sala, heimabakar kökur og smurt brauð. Ingvar
Hólmgeirsson verður með nikkuna báða dagana. 5.
maí kl. 14.30 sýna dömur föt frá tískuversl. Smart og
6. maí sýnir danshópur línudans ásamt börnum úr
Hlíðaskjóli.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félags-
heimilinu Gullsmára laugardaginn 28. apríl kl. 14.
Samkór Kópavogs syngur. Stjórnandi Björn Thor-
arensen. Upplestur: Ólafur Jens Pétursson. Þráinn
kynnir ferðir FEBK í sumar. Tískusýning. Fatnaður frá
Dalakofanum í Hafnarfirði og Dressmann í Smára-
lind. Veitingar.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Eldri borgarar, tök-
um höndum saman við Reykjavíkurtjörn í dag kl. 13-
15. Gangan hefst kl. 14.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og
Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl. 14
opið hús hjá Félagi eldri borgara, Kópavogi. Allir eldri
borgarar velkomnir.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðakórinn, kór
eldri borgara í Garðabæ tekur þátt í vortónleikum
ásamt Söngvinum í Digraneskirkju í Kópavogi kl. 17 í
dag. Fjölbreytt efnisskrá, allir velkomnir. Ferð í Borg-
arleikhúsið á söngleikinn Ást kl. 20, rúta fer frá
Garðabergi kl. 19.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9–16.30
fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur og spila-
salur. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug má-
nud. kl. 9.50 og miðvikud. kl. 9.10. Þriðjud.og föstud.
kl.10.30 létt ganga um nágrennið. Allar uppl.á staðn-
um og s. 575–7720.
Hæðargarður 31 | Síðasti fundur Bókmenntahóps í
vetur er miðvikudaginn 2. maí kl. 20. Hann er helg-
aður förinni að Hala í Suðursveit. Myndir og vídeó.
Óvænt uppákoma. Ást sunnudag 6. maí kl. 20. Fastir
liðir eins og venjulega. S. 568-3132, asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
Kvenfélag Garðabæjar | Maífundur verður haldinn
föstud. 4.maí, nú sameinaður vorferð áleiðis að Hót-
eli Glym í Hvalfirði en þar verður snæddur kvöld-
verður. Mæting stundvísl. kl. 17.45 við Tónlistarskóla
Garðabæjar. Skráning fyrir 1. maí, sjá tövupóst/bréf
frá stjórninni. Þema: Fjaðrafok. www.kvengb.is.
Kvenfélag Kópavogs | Kvenfélag Kópavogs: Óvissu-
ferð verður farin 9. maí nk. Lagt verður af stað kl. 18
frá Hamraborg 10/sunnan megin. Láta vita um þátt-
töku í síðasta lagi 2. júní. Upplýsingar hjá Helgu Skú-
lad. s. 554-4382, Helgu Jóhannsd. s. 554-1544 og
Elísabetu Magnúsd. s: 553-5858.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl.
11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30.
Kirkjustarf
Grafarholtssókn | Fermingarmessa Grafarholts-
safnaðar í Árbæjarkirkju 29. apríl kl. 13.30. Prestar:
sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Sigríður Guð-
marsdóttir, organisti: Hrönn Helgadóttir, kirkjukórar
Árbæjar- og Grafarholtssókna leiða sönginn. Sjá
nöfn fermingarbarna á öðrum stað í blaðinu.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda til-
kynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is,
eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er laugardagur 28. apríl, 118. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.)
Ámorgun sunnudag haldaEinstök börn 10 áraafmælishátíð í Gerplusaln-um við Salaveg í Kópavogi.
Sædís Björk Þórðardóttir er for-
maður félagsins: „Félagsskapurinn
Einstök börn var stofnaður árið 1997
fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa
alvarlega sjúkdóma. Í upphafi stóðu
13 fjölskyldur að myndun félagsins,
en nú taka 137 fjölskyldur þátt í
starfinu,“ segir Sædís. „Við ætlum að
gera okkur glaðan dag á sunnudag og
fáum meðal annars til okkar Bríeti
Sunnu og Íþróttaálfinn. Hoppkastalar
verða á staðnum, andlitsmálun, grill-
aðar pylsur og afmælisterta, happ-
drætti og alls kyns óvæntar uppá-
komur.“
Mikilvægur stuðningur
Sædís segir mikla þörf fyrir Ein-
stök börn: „Það veitir fjölskyldum
ómetanlega hjálp þegar barn greinist
með erfiðan sjúkdóm að geta leitað til
annarra sem gengið hafa í gegnum
það sama,“ segir Sædís. „Tilgangur
félagsins er að fræða og styðja þá for-
eldra sem standa í þeim erfiðu spor-
um að eiga barn sem veikist af sjald-
gæfum sjúkdómi. Félagsmenn eru
duglegir að sækja fjölskylduráð-
stefnur erlendis og deila sín á milli
upplýsingum og miðla reynslu.“
Félagið heldur fræðslufundi að
jafnaði mánaðarlega, stendur á hverju
ári fyrir fundi fyrir aðstandendur, og
vinnur að söfnun upplýsinga á að-
gengilega heimasíðu: „Við lífgum líka
upp á hversdaginn endrum og sinnum
með skemmtilegum uppákomum fyrir
börnin og fjölskyldur þeirra.“
Nýr unglingahópur
Einstök börn vinna nú að því að
koma á laggirnar unglingastarfi sem
Freyja Haraldsdóttir stýrir: „Ung-
lingahópurinn er stranglega bannaður
foreldrum. Þar er vettvangur fyrir
unglingana til að spjalla við jafningja
sína og gera skemmtilega hluti.“
Finna má nánari upplýsingar á
slóðinni www.einstokborn.is.
Afmælishátíð sunnudagsins er frá
kl. 13 til 16, eins og fyrr segir í
Gerplusalnum við Salaveg, Kópavogi.
Eru félagsmenn og allir velunnarar
boðnir velkomnir.
Heilsa | Samtökin Einstök börn hafa stutt fjölskyldur veikra barna í 10 ár
Einstök börn halda hátíð
Sædís Björk
Þórðardóttir fædd-
ist í Stykkishólmi
1968 Hún lauk
sveinsprófi í mat-
reiðslu frá Hótel-
og veitingaskól-
anum 1990. Sædís
starfaði á Hótel
Stykkishólmi og
Hótel Borgarnesi og síðar Framköll-
unarþjónustunni Borgarnesi. Hún hef-
ur kennt heimilisfræði við Grunnskól-
ann í Borgarnesi frá árinu 2001. Sædís
er gift Jóni Heiðarssyni vélvirkja og
eiga þau þrjá syni.
Myndlist
Gerðuberg | Rúrí: Tími – Afstæði – Gildi.
Sýning frá glæstum listferli. Listaverk, ljós-
myndir og myndbönd af innsetningum og
skúlptúrum. Sýningin stendur til 6. maí. Sjá
www.ruri.is.
Skotgalleríið | Óðinsgata 22a, kjallari. Hall-
dór Hrafn Guðmundsson sýnir í Skotgall-
eríinu. Þetta er tíunda sýningin í Skotgall-
eríinu. Opið 15–18.
Tónlist
Angelo | Laugavegi 22a, kl. 23–3. Hetjur
hylltar: biggo fær hetjur úr plötuþyrlaheim-
inum og heldur kvöld þeim til heiðurs.
Laugardagurinn 28. apríl er tileinkaður
Magga Lego. Maggi mætir með deephouse-
safnið sitt og sýnir af verju hann er besti
plötuþyrill sem Ísland hefur alið.
Ráðhús Reykjavíkur | Tónleikar Lúðra-
sveitar verkalýðsins laugardaginn 28. apríl
verða helgaðir fjölbreyttri íslenskri tónlist.
Á dagskránni eru gömul og ný íslensk lög,
sum hver samin eða sérstaklega útsett fyr-
ir sveitina. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Að-
gangur er ókeypis.
Salurinn, Kópavogi | Tíbrá: Söngtónleikar.
Laugardagur 28. apríl, kl. 16. Hlín Péturs-
dóttir, sópran og Hrefna Eggertsdóttir, pí-
anóleikari, flytja söngdagskrá með verkum
eftir Ravel, Fauré, R. Strauss, Sigurð Þórð-
arson, Árna Björnsson ofl. Tónleikarnir voru
fyrst fyrirhugaðir 24. mars. Miðaverð:
2000 kr. S: 5700400 og á salurinn.is.
Seljakirkja | Vortónleikar kvennakórsins
Seljanna í Seljakirkju 28. apríl kl. 17. Stjórn
og einsöngur: Svava K. Ingólfsdóttir, ein-
söngur: Linda Antonsdóttir. Píanó: Að-
alheiður Þorsteinsdóttir. Bassi: Tómas R.
Einarsson. Gítar: Ragnar Hermannsson.
Gestakór er Karlakór Kópavogs. Stjórn:
Julian Hewlett.
Söngvinir | Söngvinir: Kór eldri borgara í
Kópavogi heldur vortónleika í Digra-
neskirkju kl. 17. Kór eldri borgara í Garðabæ
kemur í heimsókn. Fjölbreytt dagskrá. Allir
velkomnir.
Skemmtanir
Lukku Láki | Gleðisveitin Vítamín verður
hjá Grindvíkingum á laugardagskvöldið og
heldur uppi fjöri allt til morguns.
Norræna húsið | Barnadagskrá og kvik-
myndasýningar í tilefni af 100 ára afmæli
Astrid Lindgren í Norræna húsinu. Laug-
ardag 28. apríl og sunnudag 29. apríl kl. 14.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson segir frá
Astrid Lindgren, syngur lög og segir sögur.
Að auki verður sýnd stuttmynd um Kalla á
þakinu. Enginn aðgangseyrir.
Fyrirlestrar og fundir
Askja– Náttúrufræðihús Háskóla Íslands
| Laugardaginn 28. apríl kl. 14 heldur Mich-
ael Lynch, prófessor við Indíana-háskóla,
erindi um uppruna erfðamengja í fyr-
irlestraröðinni „Undur Veraldar“ á vegum
Raunvísindadeildar. Michael Lynch er af-
kastamikill vísindamaður á sviði erfðafræði
og þróunarfræði.
Samtökin ́78 | Opinn fundur í félagsheimili
Samtakanna 7́8, Laugavegi 3, kl. 13. Um-
fjöllunarefni fundarins eru áhyggjur af
auknu ofbeldi í garð samkynhneigðra og
„transgender-fólks“ sem orðið hefur vart
við að undanförnu. Meðal frummælenda
verður Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf-
uðborgarsvæðisins.
Geðhjálp | Túngata 7 í Reykjavík. Sál-
fræðiráðgjöf alla virka daga eftir sam-
komulagi. Félagsráðgjöf annan hvern
fimmtudag kl. 14–16. Tekið er á móti viðtals-
beiðnum í síma 570-1700.
Tjarnarbíó | SFR-stéttarfélag, Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar og Hitt hús-
ið bjóða til stjórnmálafundar kl. 16–18. Allir
velkomnir, fólk undir 25 ára er sérstaklega
velkomið. Fundurinn verður sendur beint út
á netinu: http://straumur.nyherji.is/rvk.asp.
Spurningar úr sal og í gegnum netfangið
ungtfolkkys@gmail.com.
Í RIGNINGUNUM hér heima á Fróni má ylja sér við þá
tilhugsun að úti í heimi sé fólk sem baði sig í sólskini.
Þessar stúlkur sáust að leik við gosbrunn í Colmar-
almenningsgarðinum í austurhluta Frakklands á dög-
unum, en óvenjuhlýtt vorveður leikur við Frakka þessa
dagana.
KOMANDI sunnudagskvöld verður
kynningar- og myndakvöld um
Stafafell í Lóni. Jörðin afmarkast
af vatnaskilum, ám og fjalls-
eggjum og er alls um 400 ferkíló-
metrar.
„Stefnt er að stofnun Hollvina-
samtaka Stafafells (Vi-St) sem
mynda bakland í þeirri baráttu að
tryggja að jörðin haldist sem
söguleg, landfræðileg og útivist-
arleg eining. Jafnframt verður
leitað eftir stuðningi fjársterkra
aðila sem geta komið að uppbygg-
ingu þjónustumiðstöðvar,“ segir í
fréttatilkynningu.
Af þessu tilefni verður Kynn-
ingar- og myndakvöld í Þrúð-
vangi, Álafosskvos kl. 20.00.
Kynning á
Stafafelli í Lóni
Í TILEFNI af umferðaröryggisviku
Sameinuðu þjóðanna dagana 21.–
28. apríl verður Frumherji hf. með
kynningu í Smáralind í dag, laug-
ardaginn 28. apríl, frá kl. 11–16.
Þar verður lögð áhersla á mik-
ilvægi þess að öryggisbúnaður bíla
sé í lagi og það sé m.a. tryggt með
því að láta skoða bílinn á réttum
tíma. Einnig verða gefin góð ráð
varðandi undirbúning bílsins fyrir
sumarið. Áhersla verður á öryggi
barna í umferðinni, barnareiðhjól,
reiðhjólahjálmar og barnabílstólar
verða sýndir. Ökuhermir verður á
staðnum og hægt verður að
spreyta sig á ökuprófi í honum og
fleira. Þá gefst gestum Smáralind-
ar kostur á að taka þátt í happ-
drætti, dregin verða út gjafabréf á
ókeypis aðalskoðun á hálftíma
fresti.
Öryggisdagur
í Smáralind
ÁKVEÐIÐ hefur verið að útvíkka
hinn árvissa hreinsunardag á Sel-
tjarnarnesi. Nú stendur átakið
frá laugardeginum 28. apríl til
laugardagsins 5. maí. Þessa viku
leggja starfsmenn áhaldahúss
garðeigendum lið og fjarlægja
garðaúrgang sem settur hefur
verið út fyrir lóðarmörk.
Umhverfisnefnd Seltjarnarness
býður bæjarbúum í morgunkaffi
á Eiðistorgi við upphaf átaksins
kl. 10–12 í dag, laugardaginn 28.
apríl. Sjá nánar á seltjarnarnes.is
Hreinsunar-
vika
Reuters
Sól og sumar