Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 59 JOHN Q (Sjónvarpið kl. 20.50) Meðaljón þarf að koma syni sín- um umsvifalaust í hjartaaðgerð, en hann er ótryggður og tekur því starfsfólk spítalans í gíslingu og þvingar til að gera aðgerðina. Nær því sjaldnast að verða mjög spennandi og klúðrar ádeilunni. MIDSOMER MURDERS: BIRDS OF PREY (Sjónvarpið kl. 22.45) Barnaby lögreglufulltrúi aftur kominn á kreik, hann veldur yfir- leitt ekki vonbrigðum í vönd- uðum, breskum sjónvarps- myndum.  THE MASK OF ZORRO (Sjónvarpið kl. 00.25) Gamaldags sverðaglamur og róm- antík með borubröttum Banderas í stað Errols Flynns í hlutverki garpsins grímuklædda.  CARANDIRU (Stöð 2 kl. 22.15) Áhrifin af hrottalegri mynd um uppreisn í brasilísku fangelsi hefðu orðið meiri hefði Babenco haldið aftur af andúðinni á yfir- valdinu. Dempað þá sannfæringu sína að ráðamenn og laganna verðir hafi það eitt að markmiði að losa mannkynið með öllum ráð- um í eitt skipti fyrir öll við úr- hrökin, glæpalýðinn og aðra ómaga.  13 GOING ON 30 (Stöð 2 bíó kl. 18.00) Skrítin, góð og slæm. Garner er flott sem 13 ára táningur í þrítug- um líkama. Er bæði fyndin og svo innileg að maður getur ekki annað en hrifist með og vonað hið besta fyrir hennar hönd.  AN AWFULLY BIG ADVENTURE (Stöð 2 bíó kl. 20.00) Óvenjuleg mynd úr breskum leik- húsheimi undir loftárásum nas- ista. Grant og Newell lukkast ekki að endurtaka sætsúran létt- leika brúðkaupanna og jarðarfar- arinnar en Rickman og Cates eru til bóta. THE FORGOTTEN (Stöð 2 bíó kl. 22.00) Í mesta lagi misheppnuð dæmi- saga um öryggisleysi og ótta samtímans við framtíðina, en virkar ekki sem spennuhrollur þrátt fyrir góða frammistöðu leik- stjórans Rubens og leik Moores. LAUGARDAGSBÍÓ Sæbjörn Valdimarsson FEVER PITCH (Stöð 2 kl. 20.30) Hafnaboltamynd (endurgerð enskrar fótboltamyndar), kemur áhorfandan- um í gott skap því Ganz og Mandel kunna að búa svo um hnútana að allir geta yfirgefið myndina með bros á vör. Barrymore er flott en setja verð- ur spurningarmerki við Fallon; hvernig í ósköpunum getur slík feg- urðardís orðið ástfangin af öðrum eins lúða?  A R G U S 0 7 -0 3 2 0 Þú gætir unnið ferð og gistingu fyrir tvo á Eurovision-keppnina í Helsinki ásamt því að vera í fylgdarliði Eiríks og Eurovision-hópsins. VIP-passi veitir aðgang að flottustu Eurovision-partíunum. Skráðu þig strax á spron.is EUROVISION MEÐEIRÍKILANGAR ÞIG TILHELSINKI? TAKTU ÞÁTT Í VIP EUROVISION-LEIK Á SPRON.IS FYRIR 1. MAÍ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MIKIL uppsveifla hefur verið í öfgakenndu rokki undanfarin misseri, hvort sem um er að ræða brjálaðan harðkjarna, framþróað dauðarokk, svartmálm eða blöndu af þessu öllu. Þannig spilar Changer, sem er ein af forvígis- sveitunum í ný-dauðarokkinu, á Grand Rokk í kvöld ásamt Hels- hare og Celestine. Aðrir tónleikar voru í gær í Hellinum, Tónlistar- þróunarmiðstöðinni en þá lék Changer ásamt Atrum, Diabolus, Gordon Riots og Deathmetal Supersquad. Í næstu viku mun svo Severed Crotch, sem er sömuleiðis höll und- ir dauðarokkið, halda tvenna út- gáfutónleika vegna nýútkominnar plötu, Soul Cremation. Föstudag- inn 4. maí verða tónleikar á Grand Rokk ásamt Svartadauða, Hels- hare og Voreastral en á laugardeg- inum verða tónleikar í Hellinum ásamt Diabolus, Blood Feud og Celestine. Þá voru tónleikar í Norðurkjallara MH, þeim mæta tónleikastað, síðasta mánudag þar sem Shogun, sigurvegarar Músík- tilrauna léku ásamt hljómsveitun- um Munnriður, Celestine og Gord- on Riots. Sem sagt, allt brjálað að gera í brjáluðu rokki. Á rokk.is síð- unni er undirsíða sem kallast „tón- leikar framundan“ og þar er að finna gott yfirlit yfir væntanlega tónleika í þessum geiranum og öðr- um reyndar líka. Öfgarokk út um allan bæ Changer Rokkarar dauðans. Dyrum Grand Rokk verður svipt upp klukkan 22.00 í kvöld og kost- ar sléttar 500 krónur inn. STÖÐ 2 endursýnir í kvöld Stelp- urnar stórskemmtilegu. Þó að það sé vissulega gaman að rifja upp uppátæki þeirra væri enn meira gaman að fá að sjá nýtt efni frá þessum sniðuga hópi hæfileika- fólks. Áfram Stelpur! Stelpurnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.