Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 59

Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 59 JOHN Q (Sjónvarpið kl. 20.50) Meðaljón þarf að koma syni sín- um umsvifalaust í hjartaaðgerð, en hann er ótryggður og tekur því starfsfólk spítalans í gíslingu og þvingar til að gera aðgerðina. Nær því sjaldnast að verða mjög spennandi og klúðrar ádeilunni. MIDSOMER MURDERS: BIRDS OF PREY (Sjónvarpið kl. 22.45) Barnaby lögreglufulltrúi aftur kominn á kreik, hann veldur yfir- leitt ekki vonbrigðum í vönd- uðum, breskum sjónvarps- myndum.  THE MASK OF ZORRO (Sjónvarpið kl. 00.25) Gamaldags sverðaglamur og róm- antík með borubröttum Banderas í stað Errols Flynns í hlutverki garpsins grímuklædda.  CARANDIRU (Stöð 2 kl. 22.15) Áhrifin af hrottalegri mynd um uppreisn í brasilísku fangelsi hefðu orðið meiri hefði Babenco haldið aftur af andúðinni á yfir- valdinu. Dempað þá sannfæringu sína að ráðamenn og laganna verðir hafi það eitt að markmiði að losa mannkynið með öllum ráð- um í eitt skipti fyrir öll við úr- hrökin, glæpalýðinn og aðra ómaga.  13 GOING ON 30 (Stöð 2 bíó kl. 18.00) Skrítin, góð og slæm. Garner er flott sem 13 ára táningur í þrítug- um líkama. Er bæði fyndin og svo innileg að maður getur ekki annað en hrifist með og vonað hið besta fyrir hennar hönd.  AN AWFULLY BIG ADVENTURE (Stöð 2 bíó kl. 20.00) Óvenjuleg mynd úr breskum leik- húsheimi undir loftárásum nas- ista. Grant og Newell lukkast ekki að endurtaka sætsúran létt- leika brúðkaupanna og jarðarfar- arinnar en Rickman og Cates eru til bóta. THE FORGOTTEN (Stöð 2 bíó kl. 22.00) Í mesta lagi misheppnuð dæmi- saga um öryggisleysi og ótta samtímans við framtíðina, en virkar ekki sem spennuhrollur þrátt fyrir góða frammistöðu leik- stjórans Rubens og leik Moores. LAUGARDAGSBÍÓ Sæbjörn Valdimarsson FEVER PITCH (Stöð 2 kl. 20.30) Hafnaboltamynd (endurgerð enskrar fótboltamyndar), kemur áhorfandan- um í gott skap því Ganz og Mandel kunna að búa svo um hnútana að allir geta yfirgefið myndina með bros á vör. Barrymore er flott en setja verð- ur spurningarmerki við Fallon; hvernig í ósköpunum getur slík feg- urðardís orðið ástfangin af öðrum eins lúða?  A R G U S 0 7 -0 3 2 0 Þú gætir unnið ferð og gistingu fyrir tvo á Eurovision-keppnina í Helsinki ásamt því að vera í fylgdarliði Eiríks og Eurovision-hópsins. VIP-passi veitir aðgang að flottustu Eurovision-partíunum. Skráðu þig strax á spron.is EUROVISION MEÐEIRÍKILANGAR ÞIG TILHELSINKI? TAKTU ÞÁTT Í VIP EUROVISION-LEIK Á SPRON.IS FYRIR 1. MAÍ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MIKIL uppsveifla hefur verið í öfgakenndu rokki undanfarin misseri, hvort sem um er að ræða brjálaðan harðkjarna, framþróað dauðarokk, svartmálm eða blöndu af þessu öllu. Þannig spilar Changer, sem er ein af forvígis- sveitunum í ný-dauðarokkinu, á Grand Rokk í kvöld ásamt Hels- hare og Celestine. Aðrir tónleikar voru í gær í Hellinum, Tónlistar- þróunarmiðstöðinni en þá lék Changer ásamt Atrum, Diabolus, Gordon Riots og Deathmetal Supersquad. Í næstu viku mun svo Severed Crotch, sem er sömuleiðis höll und- ir dauðarokkið, halda tvenna út- gáfutónleika vegna nýútkominnar plötu, Soul Cremation. Föstudag- inn 4. maí verða tónleikar á Grand Rokk ásamt Svartadauða, Hels- hare og Voreastral en á laugardeg- inum verða tónleikar í Hellinum ásamt Diabolus, Blood Feud og Celestine. Þá voru tónleikar í Norðurkjallara MH, þeim mæta tónleikastað, síðasta mánudag þar sem Shogun, sigurvegarar Músík- tilrauna léku ásamt hljómsveitun- um Munnriður, Celestine og Gord- on Riots. Sem sagt, allt brjálað að gera í brjáluðu rokki. Á rokk.is síð- unni er undirsíða sem kallast „tón- leikar framundan“ og þar er að finna gott yfirlit yfir væntanlega tónleika í þessum geiranum og öðr- um reyndar líka. Öfgarokk út um allan bæ Changer Rokkarar dauðans. Dyrum Grand Rokk verður svipt upp klukkan 22.00 í kvöld og kost- ar sléttar 500 krónur inn. STÖÐ 2 endursýnir í kvöld Stelp- urnar stórskemmtilegu. Þó að það sé vissulega gaman að rifja upp uppátæki þeirra væri enn meira gaman að fá að sjá nýtt efni frá þessum sniðuga hópi hæfileika- fólks. Áfram Stelpur! Stelpurnar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.