Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Þetta er eig- inlega sögulegur atburður. Brass- sveit, bara skipuð stelpum,“ sagði Harpa Jóhannsdóttir básúnuleikari í samtali við Morgunblaðið en hún hélt utan nýlega ásamt 9 öðrum málmblásturshljóðfæraleikurum til að spila með Björk í Bandaríkj- unum. Hún sagðist ekki alveg gera sér grein fyrir hversu stórt æv- intýri þetta yrði og fannst það enn hálf óraunverulegt. Saga Hörpu Jóhannsdóttur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er að mörgu leyti nokkuð sérstök, að- allega fyrir þær sakir að það er mikið til tónlistarkennara hennar til margra ára, Karen Sturlaugs- son, að þakka að hún er enn að. „Ég byrjaði að læra á trompet þegar ég var í 4. bekk. Þegar kom að unglingsárunum og gelgjan var tekin við missti ég áhugann á trompetinum. Ég var alveg ákveð- in í að hætta náminu en þá sagði Karen að það vantaði svo barí- tonhornleikara í lúðrasveitina sem hún stjórnaði. Hún vildi greinilega ekki missa mig. Hún lánaði mér hljóðfæri yfir helgi, áhuginn rauk upp og ég hélt tónlistarnáminu áfram,“ sagði Harpa í samtali við blaðamann og þó hún ætti enn eft- ir að skipta um hljóðfæri hélt hún sig við málmblásturshljóðfærin. Nokkrum árum seinna vantaði Karenu básúnuleikara í Léttsveit tónlistarskólans, sem hún stýrði einnig og til að kveikja áhuga Hörpu enn á ný lánaði hún henni básúnu yfir sumar. Harpa lauk miðstigi bæði á barítónhorn og básúnu vorið 2005 en hefur nú ein- skorðað tónlistarnám sitt við bás- únuna. „Ég er núna á framhalds- stigi, á sennilega tvo vetur eftir og stefni að því að halda áfram þegar þessu ævintýri lýkur.“ Tímasetningin gat ekki verið betri Sú staðreynd að Björk skyldi velja 10 stúlkna brasssveit til að spila með sér á tónleikaferðalagi um heiminn, til að kynna nýjustu plötuna sína, gefur til kynna að slíkur blásaradesett þyki sér- stakur. Blaðamaður spyr Hörpu hvort það þyki merkilegt að stúlk- ur skuli spila á brasshljóðfæri. „Það er kannski ekkert merki- legt, en það er óalgengt að stelpur velji sér þessi hljóðfæri. Heim- urinn í kringum þessa tegund hljóðfæra er mikill strákaheimur og ég hef mestmegnis spilað með strákum í gegnum tíðina,“ sagði Harpa. Þessi nýja reynsla er því áhugaverð en Harpa sagði þær all- ar þekkjast úr hinum ýmsum hljómsveitum, svo sem Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins, Lúðra- sveit æskulýðsins og Blásarasveit Reykjavíkur. – En hvernig vildi til að Björk hafði samband við þig? „Ég var búin að heyra frá Kar- enu að Björk væri með nýtt þema á þessari plötu, brass, og vildi 10 stelpur á aldrinum 20–30 ára. Ein- hver hefur sjálfsagt látið vita af mér því viku seinna var hringt í mig.“ Harpa sagðist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um og lítur á þetta sem mikið ævintýri, en ekki síst tækifæri. „Þessi reynsla verður góð fyrir fer- ilskrána en auðvitað verður þetta mikil vinna. Ég geri mér reyndar ekki alveg grein fyrir því hversu stórt þetta verður.“ Harpa sagði einnig að tímasetningin gæti ekki hafa verið betri fyrir sig. Hún út- skrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suð- urnesja um síðustu áramót, sinnti tímabundið forfallakennslu í Holta- skóla og sagðist einungis hafa þurft að sleppa nokkrum nám- skeiðum í Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar. Hver fórnar ekki slíku fyrir tækifæri lífsins og svo er allt eins víst að stúlkurnar 10 eigi eftir að fá mikla athygli og e.t.v. fleiri tækifæri í kjölfarið. „Ég hef til dæmis oft heyrt að plötufyrirtæki í Bretlandi séu að leita að brass- stelpum, þannig að maður veit aldrei,“ sagði Harpa Jóhannsdóttir og rauk á vit ævintýranna. Harpa Jóhannsdóttir leikur í stúlkna-brasssveit á tónleikaferðalagi Bjarkar Mér finnst þetta allt svo óraunverulegt ennþá Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Tónlist Brassstelpan Harpa Jóhannsdóttir hefur lært á málmblásturshljóð- færi í 10 ár og uppsker nú tækifæri lífsins í heimsreisu með Björk. Tromp- etinn og barítonhornið hafa vikið fyrir básúnunni sem Harpa heldur hér á. Í HNOTSKURN »Harpa lauk miðstigi bæði ábarítonhorn og básúnu vorið 2005 en hefur nú ein- skorðað tónlistarnám sitt við básúnuna »Ég hef til dæmis oft heyrtað plötufyrirtæki í Bret- landi séu að leita að brass- stelpum, þannig að maður veit aldrei. »Heimurinn í kringumþessa tegund hljóðfæra er mikill strákaheimur og ég hef mestmegnis spilað með strákum í gegnum tíðina. HÁSKÓLINN á Akureyri fær á þessu ári 100 milljónir króna til að hefja framkvæmdir við fjórða áfanga byggingarinnar á Sólborg. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra tilkynnti þessa ákvörðun ríkisstjórninnar við athöfn í skólanum í gær. Á sömu samkomu voru undirrit- aðar samstarfsyfirlýsingar um efl- ingu menntunar í orkumálum milli forráðamanna Orkuskólans á Akur- eyri (RES) og þriggja mennta- og rannsóknastofnana; Háskóla Ís- lands, Háskólans á Akureyri og Ís- lenskra orkurannsókna, ÍSOR. Heildarkostnaður við byggingu fjórða áfanga húsnæðisins á Sólborg, ásamt lóðaframkvæmdum, er áætl- aður um 700 milljónir króna og stefnt er að því að verkinu verði lokið á þremur árum. Í ávarpi sem Þor- gerður Katrín flutti á fundinum sagði hún m.a. að bygging þessa áfanga væri mikilvægur liður í þeirri áætlun stjórnvalda og Háskólans á Akureyri að öll aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir verði byggð upp í hús- næði á háskólasvæðinu á Akureyri. „Með því að ljúka fjórða áfanga skapast sá möguleiki að flytja nær alla starfsemi háskólans úr Þingvall- astræti yfir á Sólborg og eru þannig verulegar líkur á að kennsla í kenn- aradeild komist fyrir í húsnæði há- skólans á háskólasvæðinu.“ Í lok ávarpsins afhenti Þorgerður Katrín Guðmundi Heiðari Frí- mannssyni, staðgengli rektors, leik- fangagröfu sem tákn um að hefja að- gerðir sem allra fyrst! Að því loknu afhjúpaði hún teikningar af bygging- aráfanganum sem um ræðir og hannaður hefur verið af Glámu-Kím. Alls er um að ræða rúmlega 2000 fermetra byggingu með fyrirlestrar- sölum, kennslurýmum og svokölluð- um fjölnotarýmum. Orkuskólinn Samningarnir sem áður voru nefndir fela í sér að Orkuskólinn geti nýtt aðstöðu, starfsmenn og upplýs- ingar hjá þessum stofnunum, sem tengjast allar starfsvettvangi hins nýja Orkuskóla. Orkuskólanum hefur verið valið enska nafnið RES The School for Renewable Energy Science. RES hefur byggt upp yfirgripsmikið sam- starfsnet háskóla og rannsókna- stofnana í Evrópu og Norður-Amer- íku. Skólinn mun leggja áherslu á meistaranám og rannsóknir á sviði orkufræða. 100 milljónir til nýbyggingar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Orkumál Þorgerður Katrín menntamálaráðherra sem vottaði samningana, doktor Björn Gunnarsson f.h. Orku- skólans, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Guðmundur H. Frímannsson og Ingibjörg Kaldal f.h. ISOR. Viltu hefjast handa? Guðmundur Heiðar Frímannsson, staðgengill rekt- ors, tekur við leikfangagröfu að gjöf frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Samstarf um efl- ingu menntunar í orkumálum GUÐSÞJÓNUSTA í 19. aldar sið verður í Minjasafnskirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 14 og er samkoman hluti af kirkjulistaviku. Prestur verður sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Minjasafnskirkjan á Akureyri er fyrrum sóknarkirkja á Svalbarði á Svalbarðsströnd. Hún var byggð árið 1846 og yfirsmiður var Þor- steinn Daníesson frá Skipalóni, kunnur kirkjusmiður á sínum tíma. Sönghópurinn Hymnodia syngur sálma frá 19. öld undir stjórn Ey- þórs Inga Jónssonar organista og til að nálgast andblæ þessa tíma enn frekar verða notaðir íslenskir búningar og prestur skrýðist göml- um messuklæðum. Kirkjugestir eru hvattir til að koma í íslenskum bún- ingum ef þess er kostur.  Kirkjulistavika hefst í dag kl. 15 með opnun samsýningar í Ketilhús- inu. Vegna þess að þetta er 10. kirkjulistavika var þeim listamönn- um sem sýnt hafa á þessari hátíð í gegnum árin boðið að taka þátt í samsýningu. Á sýningunni verða verk eftir 15 konur. Messað í 19. aldar sið VORTÓNLEIKAR söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða á morgun, sunnudag, kl. 20:30 í Laugarborg. Söngkennari er Þur- íður Baldursdóttir og meðleikari er Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Vortónleikar FUNDUR um íslenska strandmenn- ingu, stöðu hennar og framtíð, verður haldinn í Amtsbókasafninu á morgun, sunnudag. Dagskrá er fjölbreytt og aðgangur ókeypis og öllum opinn. Strandmenning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.