Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 26
lifun
26 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
F
alleg húsgögn eftir
þekkta hönnuði prýða
heimilið og þar er
mikið af óvenjulegri
handavinnu.
„Ég var alin upp af hannyrða-
konu og var sjálf alltaf að prjóna
og sauma. Ég var í menntaskóla í
lok hippatímans og við stelpurnar
prjónuðum eins og við gátum. Það
þótti flott. Nokkrum árum síðar
breyttist þetta og við fórum inn í
eins konar afneitunartímabil. Í
Kennaraháskólanum vildi ég læra
allt annað en handavinnu en end-
aði samt sem textílkennari. Fór
svo í framhaldsnám í þeim fræð-
um því ég sá að annars væri ég að
svíkja sjálfa mig og að auki væri
ljúfara að læra mitt helsta áhuga-
mál.“
Finnsk áhrif
Textílkennarinn okkar, sem á ís-
lenska móður og finnskan föður,
dvaldist mikið í Finnlandi sem
barn og unglingur. Þar varð hún
fyrir áhrifum af finnskri hönnun
sem blandaðist hannyrðaáhuga
móðurinnar. Hún segist reyndar
hafa áhuga á allri skandinavískri
hönnun sem best sést á heimilinu
þar sem mikið er af húsgögnum
þekktra danskra hönnuða.
Húsið á Melunum var byggt um
1946 og fjölskyldan hefur búið þar
í um fjögur ár. Nokkrar breyt-
ingar þurfti að gera á íbúðinni svo
að Rut Káradóttir var fengin til að
hanna þær. Eldhúsið var sameinað
svefnherbergi og er nú mjög rúm-
gott. Eldhúsborðið hannaði Alvar
Aalto og í bogadregnum glugga,
sem áður var í svefnherberginu,
standa finnskir iitala-kertastjakar
í langri röð og athygli vekur mikið
könnusafn. Í ljós kemur að könn-
Morgunblaðið/Sverrir
Flottar breytingar Rut Káradóttir hannaði breytingarnar á eldhúsinu. Bogadreginn veggurinn ásamt gluggunum gefur þessu rými sem áður var svefnherbergi skemmtilegan svip.
Útprjónaðir vettlingar„Ég hef
mikinn áhuga á fallegum vett-
lingum og kaupi þá oft þar sem ég
fer, hér og í útlöndum.“
Selshamur Værðarvoðin í sófanum varð til þegar fimm hönnuðir unnu hönnunarverkefni fyrir Víkurprjón í Vík í
Mýrdal. Það má meira að segja skríða inn í hana en hugmyndin kom úr þekktri þjóðsögu.
Aldurinn staðfestur Bandarískt bútasaumsteppi frá 1880. Teppið var ald-
ursgreint út frá efni og litun. Sterku litirnir eru horfnir og teppið orðið
brúnleitt. Stólarnir eru hannaðir 1960 af Pierre Paulin.
Húsin á Melunum eru
flest býsna reisuleg, með
eir á þökunum, breiðar
tröppur og fallega
glugga. Þau bera með sér
að mektarmenn Reykja-
víkur á fimmta áratug
síðustu aldar byggðu þau.
Fríða Björnsdóttir heim-
sótti textílkennara og
hannyrðakonu sem býr í
einu þessara húsa með
eiginmanni og dætrum.
Rósaleppaprjón Dúkurinn er
hönnun Fitjakotskvenna og prjón-
aður með rósaleppaprjóni. „Kveikj-
an var dúkur langömmu minnar.
Skálin er frá ömmu.“
Finnsk hönnun og
íslensk handavinna
Margir gamlir íbúar
hafa ratað aftur á
Melana og hitt hús-
eigendur. Eitt sinn
stóð dönsk kona á
stéttinni fyrir utan
húsið. Hún hafði
verið þar vinnu-
kona fyrir 50 árum.