Tíminn - 12.12.1951, Side 3

Tíminn - 12.12.1951, Side 3
282. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 12. 'desember 1951. 3, / siendingajpættir Áttræð: Helga Ásgeirsdóttir Áttræð verður í dag merkis- kona í Dölum vestur, Helga Ás- geirsdóttir í Glerárskógum i Hvammssveit. Helga er fædd í Ásgaröi, en þar bjuggu foreldrar hennar, Ásgeir Jónsson, og kona lians, Heiga Jónsdóttir frá Gierár- j skógum, Árnasonar. Voru þau hjón komin af góðum bænda- settum í Dölum. Paðir Ásgeirs og afi, Jónar tveir Jónssynir, bjuggu á Hróð'nýjarstöðum í Laxárdal, en móðir hans, Helga, var dóttir Ásgeirs á Jörfa í Haukadal, bróður Bergþórs hins fyrra á Leikskálum, Þorvarðs- sonar. — Móöir Helgu í Ásgarði, Sigríður Daðadóttir frá Hólum í Hvamnxssveit, Magnússonar, i var tvígjft. Var Helga dóttir seinna mannsins, en meöal barna af fyfra hjónabandi var Snorri Jónsson, faðir Hjartar alþrn. í Arnarholti. Helga Ásgeirsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum í Ásgarði. Árið 1895 giftist hún Sigurði bónda Magnússyni í Sælingsdai, en hann hafði þá fyrir tveimur árum misst fyrri konu sína, Sig- ríði, systur Helgn, frá þremur ungum börnum. Var það erfið s^aða, er beið Helgu, þegar hún tók að sér forstöðu heimilis í Sælingsdal. Ofan á venjulegar' heimilisannir bættist gestanauð allmikil, einkum á vetrum, því aö þá var tíðförult yfir Sælings dalsheiði milli Hvannnssveitar og Saurbæjar. í Sælingsdal bjuggu þau Sigurður og Helga til vors 1907, en fluttust þá að Skerðingsstöðum í sömu sveit. En Sigurður lézt á fyrsta ári þeirra þar, 23. febrúar 1908. | Sigurður og Heiga eignuðust > tvö börn. Þau eru: Sigríður, hús ! freyja í Sælingsdalstungu, og Geir, bóndi á Skerðingsstöðum.' Helga Ásgeirsdóttir giftist- i annað sinn 19. febrúar 1910. Var seinni maður hennar Sigurbjörn Magnússon, bóndi í Glerárskóg um, hálfbróðir fyrra manns henpar. Hafði Sigurbjörn þá fyrir sex árum tékiö að fullu við búi í Glerárskógum eftir föð- ur sinn látinn, og veitti stjúpa hans, Sigurlaug Jónsdóttir, heimilinu forstöðu innan húss. til þess er Helga tók við. í Gler- árskógum hafði verið myndar- búskapur í fornum stíl og efna- hagur góður, en jörðin erfið og 1 eigi unnt að hafa þar stórt bú j nema með miklu hjúahaldi. Sig urbjörn var mikill atorkumað- ur og einnig stórhuga og for- sjáll, svo að af bar. Hann keypti það, sem samerfingjar áttu í jörðinni, og hóf þegar umbætur, sem á þeim tíma máttu kallast stórfelldar. Steinsteypt íbúðarhús og pen ingshús risu frá grunni, öll með myndarbrag. Túnbætur voru gerðar, til þess að létta af erfiðum engjaheyskap. Sam- tímis stækkaði búið og fóður- birgðir voru jafnan drjúgum meiri en til þurfti að taka. Þá lét eigi heldur húsmóðirin sinn hlut eftir liggja. Mikil störf þurfti að inna af höndum inni við, eigi síður en utan húss, á hinu fjolmenna heimili, sem þá var í Glerárskógum, og reyndi jafnt á hvort tveggja: Að hús- móðirin kynni sjálf vel til verka og að henni léti vel heimilis- stjórn. En óhætt er aö segja, að Helga átti með starfi sínu og stjórnsemi engu minni þátt í að 'efla velgengni heimilisinsj en maður hennar, enda skorti ekki á viðurkenningu lians um að hennar liiutúr væri mikill í því efni. Er varla hægt að hugsa sér sámhéntári hjón en þau voru, Sigurbjörn og Helga. Hjónaband þeirra var ástúð- legt, virðing gagnkvæm og traust óbilugt frá beggja hálfu í hverjum vanda. En Sigur- björns naut of skammt við. Hann varð úti 7. des. 1925, tæp- lega hálfsextugur. Sigurbjörn og Helga eignuð- ust þrjú börn, sem eru þessi: Magnús, bóndi í Glerárskógum, Guðbjörg, húsfreyja í Hólum í Hvammssveit, og Sigurborg, húsfreyja á Vígholtsstöðum í Laxárdal. — Öll börn Helgu, bæði af fyrra og síöara hjóna- bandi, eru ágætu atgervi búin, enda vinsæl og vel metin, og heimili þeirra styrkar stoðir síns byggðarlags. Helga bjó áfram í Glerárskóg um eftir fráfall manns síns, unz Magnús sonur hennar tók þar við búi. Hefir hún á siðari árum notið meiri hvíldar og betra næðis en fyrr á starfs- árum. Enn er þó óbilaður starfs hugur hennar og áhugi um að fylgjast meö í merkustu mál- um samtíðar sinnar. Hún er við góða heilsu, eftir því sem verða má á hennar aldri, og un- ir lífinu vel, örugg í sinni björtu lífstrú og vermd af ástúð á- gætra barna sinna og barna- barna. Og fullviss má hún vera um það, að hvarvetna rneðal vina og kunningja að fornu og nýju er hennar minnzt með hlýj um huga, þakklæti og virðingu. Vér vildum allir, vinir hennar, geta rétt henni hlýja hönd á þessum merku tímamótum ævi hennar, en það eru fjarlægðir og vetrarsnjóar, sem hamla því, að húsfyllir verði og út úr dyrum í Glerárskógum í dag. En vér erum þar staddir í anda, samfögnumst með henni yfir því, hve vel hún ber aldurinn eftir langt og mikið ævistarf og biðjum þess, að hún megi er.n lengi njóta góðrar heilsu og á- nægjulegra samvista með ást- vinum sinum. Jón Guðnason. Örlagabrot Þessi litla bók er einhver allra sérstæðasta og hugnæm- asta íslenzka bókin, sem nú er á jólamarkaðinum, og nafn hennar er svo vel valið, að vart verður á betra kosið. Þarna rek- ur Ari Arnalds í stuttu og ein- földú máli ævisögu tveggja mannsbarna, og þó fleiri. Hann stiklar á staksteinum, nemur staðar í áföngum og bregður þaöan ijósi yfir farinn veg, svo að mannsævin er manni ótrú- lega ljós í liuga, þótt ekki hafi i verið sögð fuilkomin ævisaga. | Þættir bókarinnar -eru tveir. Er annar þeirra miklu lengstur og greinir frá manni, er hann kallar Hjörleif Hjörleifsson, en hinn örstuttur, aldargömul saga færð í rómantískan og hug næman búning, ástar- og rauna saga fagurrar konu. | Sa^an af Hjörleifi Hjörleifs- syni er meistaralega scgð ævi- saga. Yfir henni hvílir heiðríkja og manngöfgi lífsviðliorfs, alda- mótaáranna. Þar er leiddur fram kynlegur glæsi- og mann- kostamaður, sem á sér mikil ör- lög og mikla sögu, en hún er sögð í svo fáum og skýrum drátt um, að hún verður enn Ijósari; og maourinn skýrari en greint væri í langri sögu og ýtarlegri.! Málið er hreint og fagurt, róm- antísk heiðríkja yfir frásögn- inni og mildi liins lífsreynda NÚ er koiniiiii tími tll að kaupa ðE til {ólanna. H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON SÍMI 1390 WJVW.^SV.V.VV.V.V.VW.W.V.V.VAWdV.S'.WNWV Lokunartimi sölubúða Samkvæmt samkomulagi við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur verða. sölubúðir vorar lokaðar um jól og nýár 1951, sem hér segir: Laugardaginn 15. des. opið til kl. 22.00 manns. Sorgin kemur þar til dyranna beiskjulaus og gleðin hógvær, en innileg. En samt leita efni og persónur sögunnar svo fast á huga lesandans, að hann les bókina í einni lotu eins og viðburðaríka og stór- brotna skáldsögu. Ævintýrið um grasakonuna við Gedduvatn er fögur og slíp- \ uð perla með annan fótinn í álfheimum en hinn í mannheim um. Samt er þetta undarlega glögg og greinargóð ævisaga sögð á örfáum blaðsíðum og bregður undarlega skörpu ljósi yfir örlagavalda lífshamingj- unnar. Ari Arnalds er orðsins snili- ingur í hógværð og lítillæti hjart ans, frásögn hans seiðir og lokk ar, skírir og meitlar, og þrátt fyrir dulúðuga mýkt á yfir- bragði, vefst söguefnið aldrei í þoku eða viðjar. Búningur bókarinnar frá hendi Hlaðbúðar er fagur og vel vandaður, verðug umgjörð þeirra fögru mynda, sem Ari Arnalds hefir brugðið upp. A. K. Fimmtudaginn 20. — — 19.00 R í Föstudaginn 21. — — 19.00 i. t: Laugardaginn 22. — — 24.00 % B 1 Aöfangadag, mánudaginn 24. — — 14.00 •. B ^l! Fimmtudaginn 27. — opnað kl. 10 árd. ■ B Gamlársdag, mánudaginn 31. — opið til kl. 14.00 ti - r Teli að mér BÓKHALD fyrir smáfyrirtæki bókhaidskennsia. — emmg Friðjón Stefánsson Blönduhlíð 4. Símar 6384 og 5750 Skozk ullarefni LÍFSTYKKJABÚÐIN Hafnarstræti 11. Miðvikudaginn 2. janúar lokaö allan daginn vegna vörutalningar. — AHa aðra daga verða sölubúðir vorar opnar á venjulegum tíma. Félag Mómaverzlana Félag’ foúsáhalda* og já emiviiruka u |»■ mairna Félag' ísl. bókaverzlana Félag kjötverzlana Félag leikfangasala '2 y Félag matvörukaupmanna Félag raffækjasala Félag lóliííks- og sælgætisverzlana Félag vcfiiaðarvörukaupmanna Skókaiipniaiinafélagið Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Kaupmaimafélag HafnarfjarfSar Kaupfélag Elafnfiróiuga I | í í I i i I B ■ ■ ■ ■ ■ I I *■_■_■■ ■ ■ ■ I í »*oi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.