Tíminn - 12.12.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1951, Blaðsíða 6
TIMINN, iniðvikudaginn 12. desember 1951. 282. fclað. fi, Samvinnuútgerð II: Ríkiandi ástand í útvegsmálum Sennilega hefir sjómönn- um og þjóðinni allri aldrei egið eins mikið á því og nú, að heilbrigðum umbótum 7erðj komið á í íslenzka sjáv- irútveginum. Fjármálaspill- ngin virðist vera þar í al- gleymingi. Á sama tíma, sem .íjavarafurðir eru einn neginbústólpi þjóðarbúsins horfumst við í augu við þá ‘únkennilegu mótsögn, að ukki er hægt .að stunda út- gerð á íslandi nema því að- eins' að rekstur bátanna sýni ::eiknislegt tap. Þrátt :íyrir þetta er enginn skortur i útgerðarmönnum á íslandi. Þvert á móti. Þeir virðast vera fleirj en góðu hófi gegn- \r. Verður þá lítið úr gömlu tagfræðikenningunni, sem segír, að menn leiti þangað neð fjármagnið, sem gróðann er að fá, en þaðan, sem tap- : ð er. Sn áður en gamla hagfræði Jrenningin er fordæmd, ber oó að hugleiða, að það verð- ir ekkj séð á líferni megin- þorra útgerðarmanna, að þeir 3éu á barmi gjaldþrots. Þeir Jifa yfirleitt í vellystingum praktuglega. „Ef þeir sækja ekki afla í sjó, þá róa þeir oara í stjórnarráðið," segir iólkið. Og víst er um það, að á landsfundum útvegsmanna hefir yfirleitt borið meira á áskorunum og kröfum um op- inber ,,bjargráð“ heldur en á aeilbrigðri umbótaviðleitni, sem miði að bættum rekstri. Það hefir t.d. ekki borið á því, aö þeir hafi bent á leiðir til pess að afnema brúttóafla- greiðsluna til sklpstjóra, en vitað er að þetta greiðslu- tyrirkomulag hefir í mörg- um tilfellum leitt af sér nærri útgerðarkostnað, meira oruðl með vistir og veiðar- tæri en góðu hófi gegnir. Ekki hafa landsfundir út- vegsmanna heldur bent á, hversu óeðlilegt það er, að ætlast til þess að skipin séu afskrifuð á einum fimm árum, enda þótt vitað sé að togar- arnir, sem notaðir voru hér við land fyrir stríð voru marg :ir 20—30 ára, og lítil ástæða ,sé til að ætla, að hin full- komnu skip, sem nú sigla, endist skemur. En það gefur auga leið, hversu þungur rekstursskattur það er á sjáv- arútveginum, að heimila út- vegsmönnum að afskrifa skip in á helmingj styttri tíma, en heimilað er að afskrifa ein- íöldustu skrifstofutæki. Þá hefir ekki borið mikið á því, að landsfundir útvegs- manna bentu á hinn óeðli- iega milliliðagróða, sem á sér stað í margs konar fiskiðn- aði. Og ekki hafa þeir bent á ráð til þess að draga úr hon- um. — Én sem dæmi um þetta :má geta þess, að vitað er að ein síldarverksmiðja gat borg að allan reksturskostnað sinn yfir síldveiðivertíðina 1950 með því að vinna úr sem svar- aði tveggja sólarhringa af- köstum! Skki hafa landsfundir út- vegsmanna bent á hina óeðlí- iegu skriffins’cu og hina nörgu framkvæmdastjóra á tiltölulega fá skip. En það er augijóst mál, að óþarft er að Þafa einn framkvæmdastjóra 'yrir hverja smáfleytu, eða hvern einstakan togara. Hag- xvæmara er að skrifstofu- og Eftlr Ilnmirs Jóiasson félai*sfi*æðinj»' f ramkvæmdastj órakostnað- urinn sé dreginn saman með því að hafa sem flest skip undir hverjum hatti. — En landsfundir útvegsmanna virð ast ekki hafa áhuga á rekst- ursumbótum, sem byrja hjá fyrirtækjum útvegsmanna sjálfra. Þeir einblína á ríkið. Það á að borga og bjarga. Afleiðing „bjargráðanna“. Tvisvar hefir gengi íslenzku krónunnar verið lækkað á fá- um árum, m.a. til „bjargar útveginum“ og fyrir fortölur útvegsmanna, sem er fámenn en undarlega áhrifamikil stétt samanborið við meginþorra landsmanna. Þriðja gengis- lækkunin var framkvæmd í formi „hins frjálsa gjaldeyris/ Hvað skyldi koma næst? Þrátt fyrir þessi „bjargráð“ er enn kvartað. Hið opinbera hefir ekki gert nóg. Það þarf að glíma við erfiðleika út- vegsins á hverju ári. Vegna „bjargpráðanna" hafa eignir, sem útgerðarmenn náðu á sínum tíma eignarráð- um yfir með því að borga að- eins 10—15% kostnaðarverðs- ins, margfaldast í verði. Marg ir útgerðarmenn eru þó tald- ir skulda meira í dag heldur en hið upphaflega kaupverð skipa þeirra nam. Þetta á sér staö þrátt fyrir það, að nokkr- um hluta skuldabyrði útvegs manna hafi verið velt yfir á ýmsa heiðarlega lánardrottna þeirra með svokölluðum „skuldaskilum." Reksturs- og peningamál útvegsins hafa skapað það al- menningsálit, að fjárglæfra- mönnum einum hentj að koma nærri útgerð á íslandi. „Með núverandi fyrirkomu- lagi er gróðinn einkahagnýtt- ur, en tapið þjóðnýtt,“ segir margur, þegar hann ræðir útvegsmál. „Því ekki að ganga formlega frá því að gera menn „fallítt," sem eru það í raun og veru og hreinsa til í rekst- urssukki útvegsins um leið?“ spyrja menn. Óánægja almennings með ríkjanði ástand. Eðlilega er almenningur sáróánægður með ríkandi á- stand í útvegsmálum. Þessi óánægja hlýtur að leiða til þess að breyting verði á rekstrj útvegsins fyrr eða síð- ar. Fólkið hefir alltaf tekið í taumana, þegar því hefir fundizt einstakir hagsmuna- hópar ganga of langt á hags- rnunj alþjóöar. Þannig var það þegar vefararnir í Rochdale stofnuðu kaupfélag sitt. Þeir voru óánægðir með ríkjandi ástand í verzlunarmálum og vildu sjálfir, í frjálsu sam- starfi, beita sér fyrir umbót- um. Sama máli gegnir um bændurna, sem stofnuðu kaupfélögin hér á landi á sín- um tíma. Þeir vildu gera til- raun til þess að bæta ríkjandi ásatnd meö heilbrigðu upp- byggingarstarfí, með því að taka sjálfir í eigin hendur þjónustu þá, sem milliliðirnir önnuðust áður. Og eins er með stofnun flestra hags- muna- og umbótahreyfingar fólksins um heim allan. Það hefir stofnað umbótahreyfing ar sínar til þess að koma á breytingum, umbótum, á ríkj- andi ástandi. Það hefir verið óánægt með ríkandi ástand og þegar því hefir verið mis- boðið með forsjón formæl- anda ríkjandi ástands hefir það sjálft tekið í taumana og knúið fram breytingar til bóta. Það er engin ástæða til að ætla, að hið vinnandi fólk á1 íslandi hafj takmarkalausa1 biðlund við forráðamenn út-! vegsmála á íslandi. Reynslan 1 hefir sannað sjómönnum að þeir geta ekki tryggt sér sann- ! j virði vinnunnar með því að starfa á grundvelli stéttar- 1 baráttunnar og kaupkröfu' félaganna að hagsmunamál-' | um sínum. Til þess er fjár-! málaspillingin of mikil í ís- J . lenzkum útvegi og til þess er; hlutur fjármagnsins í hvers 1 konar rekstri metin of mikils.1 j Öruggasta úrræðið til að tryggja framleiðendum sann- virði vinnu sinnar og efna- j legt sjálfstæði láta sjómenn enn ónotað. Með samvinnu- rekstri geta sjómenn í senn tryggt sér sannvirði vinnunn- ar og upprætt fjármálaspill- inguna í sjávarútveginum. — j Þetta eru æ fleiri menn að gera sér ljóst. Þess vegna hafa tímarnir að mínum dómi aldrei verið frjórri fyrir sam- . vinnuútgerð á íslandj en ein- mitt nú. Mælirinn er að verða fullur. Það er aðeins tíma spursmál, hvenær fótunum verður komið undir happa- sæla framleiðendasamvinnu |sjómanna og fiskiðnaðar- manna hér á landi. Þess vegna j Jer fyllilega tímabært að fara j að kanna, hveimig heppileg- p ast væri að ganga frá skipu- j lagsuppbyggingu samvinnuút j gerðarfélaga, svo að þau nái | hér eins öruggri fótfestu og |kaupfélögin hafa gert í við- skiptalífinu. // HEKLA" vestur um land til Þórshafnar hinn 17. þ. m. Tekið á móti flutn ingi til áætlunarhafna í dag og á morgun. Farseðlar seldir á morgun. „Heröubreiö" austur um land til Bakkafjarðar hinn 17. þ. m. Tekiö á móti flutn ingi til áætlunarhafna í dag og á morgun. Farseðlar seldir ár- degis á laugardag. Þetta eru síðustu ferðir ofangreindra skipa fyrir jól. Ármann Tekið á móti flutnlngi til Vest- mannaeyja daglega. Jón Bjarnason í Hveragerði heldur hér áfram svari sínu til Hinriks Þórðarsonar í Útverk- um: Því ntiður er það líka svo, að aðeins lítið brot af öllum þeirn mönnum, sem um fuglaver lands ins fara í vígahug, eru menn til að bera vopn sakir kunnáttu leysis, og mun H. Þ. ekki mæla því í móti, hvað sem hann að öðru leyti kann að vilja nefna fýsn þá, sem þessir menn eru haldnir af, fyrst ekki má kalla hana „drápgirni". Annars held ég að H. Þ. sé harla lítill sál- fræðingur, ef hann skilur ekki, hvernig stríðsástand heimsins verkar í lífi uppvaxandi drengja Leikirnir verða ímynduð átök einkum í bæjum og þorpurn. milli stríðandi herja, drengirnir falla á vixl fyrir líkingavopnun- um, sem notuð eru, og látast vera fallnar hetjur vígvallanna. Með árunum breytist þessi leik ur til alvarlegri athafna og telja þá unglingarnir framhald æsku leikjanna vera það að fá sér byssu, læðast að saklausum fugli, særa hann eða drepa. Þessi leikur drengsins verður þannig stig af stigi að ástríðu, seir. við sumir teljum, að megi kalla ,,drápgirni“, og þarf eng- inn að eiga högg í annars garði að öðru leyti fyrir því. í framhaldi af þessu vil ég benda H. Þ. á, ef hann vill ekki verða talinn ,,drápgjarn“, að taka höglin úr skotum hagla- byssna sinna, ef hann notar þær eða kúluna úr riffilskotinu og sprengja síðan skotin í námunda við „varpfuglana" sína og sjá hvort það ber ekki sama árang ur og dauðaskot, hvað akurvörzl una snertir. En þessa aðferð þarf H. Þ. auðvitað ekki að nota, ef við Guðni tökum að okkur akurgæzluna. Um skilning H. Þ. á Skugga- Sveini í sambandi við svör hans til G. S., ætla ég ekki að blanda mér, en á þaö skal bent, að Matthías hefir ekki gleymt að minnast á svanasönginn eða litlu fuglana í vísum þeim, er á milli Ástu og Hai’aldar fara í sama leikrit-i, og mega það telj- ast verðmeiri verðmæti en lítt nytjaðir sinubrúskar á Útverka- mýrum. Við getum nefnt af handahófi skáld eins og Tómas Guömundsson, Ör'n Arnarson, Jónas Hallgrímsson og Þorstein Erlingsson og séð í kvæðum þeirra lífsfyllinguna, er hinn frjálsi fugl gat veitt þeim og náttúrunni umhverfis hverju sinni. Ein röksemdafærsla H. Þ. er alveg sérstaklega langt sótt og léleg að sama skapi. Honum finnst jafnvel sambærilegt fugladráp og að slá grasið, sem á jörðinni grær. I raun og veru eru svona rökvillur ekki svara verðar. Ég hef aldrei heyrt tal að um sambærilegt yitundar- eða tilfinningalíf jurta og dýra, og þess vegna höfum við heldur litla ástæðu til að ætla að af- skorið blóm eða jurt hafi liðið svipaða þjáningu og særöur fugl í dauðateygjunum. Og svo finnst H. Þ. fugladráp eðlilegt vegna þess, að spor mannkynsins séu öll blóði drif in. Það er ekki ein báran stök í málfærslunni. Finnst mann- inum styrjáldir æskilegar vegna þess, að þær hafa alltaf fylgt' mannkyninu. Ættum við að biðja um nýja Sturlungaöld til þess að sagan endurtaki sig. Er nauðsynlegt að verja sig með vopnum ef önnur ráð og frið samari eru fyrir hendi? Svona mætti lengi spyrja, og þeir, sem svöruðu þessum spurningum ját andi, væru auðvitað líka á móti fuglafriðun af því, að allsherjar fuglafriðun hefir ekki áður ver ið lögleidd hér á landi. H. Þ. kemst að þeirri niður- stöðu á einum stað í spjalli sínu, að í raun og veru sé ekkert at hugavert við að drepa næstum hvað, sem væri, sér til fæðu vegna þess, að maöurinn hafi verið þannig úr garði gerður í upphafi, að hann þarf alltaf „líf ræna fæðu“ sér til vaxtar og viðhalds. Vísindin telja þó, að maðurinn hafi í upphafi verið jurtaæta og það kannske lengra fram eftir öldum en gott er að ákveða, og á þann hátt fengið næga lífræna, og nú í dag telja sumir frægir læknar og mann eldisfræðingar, að einmitt jurta fæðan væri mannkyninu mikið hollari en fæða úr dýraríkinu. Svo þetta hálmstrá hans H. Þ. um nauðsyn þess að drepa fugla, fiska og annað, er til vaxtar og viðhalds gætu fyrr en varir orð ið haldlitil rök til að skjóta sér undir. Tillaga H. Þ. um að Alþingi vísi fuglafriðunarfrumvarpinu til búnaðarþings er aðeins gerð til að reyna að tefja málið, enda er frumvarpið alls ekki fremur landbúnaðarmál en mennta- og menningarmál. Vona ég að Al- þingi hespi málið í gegn hið bráðasta og með sem fæstum smugum til að skjóta í gegnum. Þetta mál er svo útrætt af rriinni hálfu og mun ég láta mér í léttu rúmi liggja hvað langt aftur í aldirnar H. Þ. sælc ir sér næstu „rök“ sínum vafa- sama málstaö til íramdráttar". Baðstofuhjalinu er lokið í dag. Starkaður. ••••••••••«»••••»*•••«•••••{ :: :: :: Sparib rafmagnib! Vinsamlegast hafið hugfast að nú er ekki nægilegt afl fyrir hendi, til þess að full- nægja orkuþörfinni, og ekki verður kom- izt hjá aukinni takmörkun nema þér. SPARIÐ RAFMAGNIÐ. SOGSVIRKJUNIN RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Áskriftarsími Tímans er 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.