Tíminn - 12.12.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.12.1951, Blaðsíða 8
8. TÍMINN, miðvikudaginn 12. desember 1951. 282. blað, Bókaskrá frá Bókaúfgáfu FáSma H. Jónssonar, Akureyri; Frá fo ÍSLENZK FRÆÐI Séra Sigurður Einarsson í Holtí: íslenzkir bœndahöfðingjar. Eins og nafnið ber með' sér, er hér lýst nokkrum öndvegis- mönnum í íslenzkri bændastétt, lífs og liðnum. Bókin hefst með þeim Yztafellsfeðgum, Sigurði ráðherra Jónssyni og Jóni syni hans. Er lýst ævi og starfi um 30 merkismanna og kvenna, sem áttu ríkan þátt í sköpun menningar á tveim síðustu mannsöldrum. Eins og vænta mátti, sindrar af andagipt og mælsku séra Sigurðar, er hann ritar um jafn hugðnæmt efni. Ejöldi mynda er í bókinni. Hendrik Ottósson: Vegamót og vopnagnýr. Bók þessi er framhald bökarinnar Frá Hlið'arhúsum til Bjarmalands, sem var metsölubók fyrir þrem árum. Höf- undur heidur áfram aö skrásetja atriði úr deilu þeirri, sem reis innan Alþýðuflokksins að lokinni fyrri heimsstyrjöld og kernur þar margt fram, sem almenningi er ókunnugt um, en höfundur tók mikinn þátt í þeirri deilu. Auk þess eru nokkur ævintýri höfundar, utan lands og innan, og síðast kafli um hernámið. Höfundur heldur rabbstíl þeim, sem auðkennir fyrri bækur hans. hafa skáldskapur og fræðimennska verið megin íþrótt ir íslendinga. Voru þær stundaðar í bundnu og ó- bundnu máli. Við grútarkolur voru sum fegurztu lista verkin rituð. Enn þann dag í dag lýs ir af bókagerð og bókfýsi íslendfnga. „Bókaflóðið“ sýnir bezt, aö þjóðin heldur trúnaði við íþróttir forfeðr- anna og kýs jafn- vel heldur „bér- fætt en bókarlaus vera.“ Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar Ak- ureyri vill með þessari skrá auð- velda bókfúsu fólki kaup bóka til eignar eða gjafa. Lestö skrána vel. FERÐASOG Þorsteinn Jósepsson: Um farna stigu. Þorstéinn Jósepsson, sveitapilturinn, sem fór til útlandsins til þess, að kanna ókunna stigu, er löngu orðinn landskunn- ur maður fyrir ferðaþætti sina og ljósmyndalist. Þessi síð- asta bók hans lýsir ferð'alögum í þrem heimsálfum, meðal annars um rústir hinnar fornu Karþagoborgar og um „Barbaríið“ heimkynni Hundtyrkjans, sem hér rændi. Mál Þorsteins er létt og tilgerðarlaust, en skreytt léttu gamni. Samul E. Kane: Þrjátíu ár hjá hausaveiðurum. Samul E. Kane var baridarískur embættismaður, sem dvaldi 30 ár hjá villimönnum á Filippseyjurn, meðal annarra hin- um illræmdu hausaveiðurum, Hann lýsir á skemmtilegan hátt og af samúð' þessum börnum náttúrunnar, kostum þeirra og sérkennilegum siðurn. Bókin lýsir fólki á frum- stæðu stigi, sem hefir sínar drengskaparregiur, trúarbrögð og þjóðtrú. Fjöldi mynda eru í bókinni. Þórður Tómasson frá Vallnatúni: Eyfellskar sagnir III. Þetta er síðasta bindi hins stórmerka safns Þórð- ar, en ekki hið sízta. Hefir hann skráð ýmis konar þjóðlegan fróðleik, sem annars hefði glat- azt. Kaflinn um sjósókn og sjávarafla er með þvi merkasta, sem ritað hefir verið um þau efni. Eins er stórmerkur kaflinn um Holtspresta. Mál Þórðar er með afbrigðum hreinnt og fagurt. SKÁLDSÖGUR I. Armann Kr. Einarsson: Júlínœtur. Ármann gat sér góðrar frægðar fyrir bók sína Ung er jörðin, og ekki mun lesendum þykja þessi bók hans síðri. Hin sérkennilega saga, sem nú birtizt, á rót sína að rekja til margvíslegra vándamála sem striðsárin skópu, einkum í sam- búð íslenzkra kvenna og erlends herliðs. Grunn- tónn hennar er trúin á landið fólkið, og um leið fögur og heillandi ástarsaga. Nordahl Grieg: Skipið siglir sinn sjó. Þetta er ein af öxrdvegisbókum norska stór- skáldsins og frelsishetjunnar Nordahl Griegs, sem fórst á styrjaldarárunum í flugferð til Berlínar. Bókixr lýsir af óvenjulegri snilld og samúð sjómannalífi. Ásgeir Blöndal Magnússon íslenzkaði. A. J. Cronin: Undir eilífðarstjörnu m. Saga, sem vakti óskipta athygli um heim allan þegar hún kom út í Bretlandi. Hún lýsir lífi námumannanna og baráttu þeirra við aftur- haldssama námaeigendur. — Bókin er í senn menntandi og göfgandi. INNAN SKAMMS KEMUR ÚT ÆTT- ARTAL ÁSMUNÐ- AR HELGASONAR. VERÐUR ÞAÐ AUGLÝST NÁNAR ÞEGAR ÚT ER KOMIÐ. HAGNÝTAR BÓKMENNTIR: Sigfríður Níeljóhniusdóttir: Húsmœðrabókin. (Hússtörf, smurt fcrauð og kökur). Bók þessi er ekki eingöngu venjuleg matreiðslu- bók, heldur einnig leiðbeiningar um það, hvernig húsmæður geta létt sér heimilisstörfin og fegrað daglegt heimilislíf. Margar litmyndir og'teikn- ingar prýða bókina og Leonard Outhwaite: skýra textann. SKRÁ UM UNGLINGA- OG BARNABÆKUR BIRTIST í BLÖÐ- UNUM NÆSTU DAGA. Landafundir og landakönnun I. í bók þessari er skýrt frá sögu landafunda allt frá ferðum Egifta fyrir meira en 450D árum til vorra daga. Hún er hvorttveggja í senn, skemmti lestur og handbók í landkönnunarsögu. Fjöldi landabréfa er í bókinni. Þýðandi er Ólafur Þ. Kristjánsson. ». Osa Johnson: Fjögur ár í Paradís. Þessi yndislega bók lýsir dvöl þeirra Johnson- hjóna, Osu og Martins, í Afríku. Sarnúð þeirra með öllu lifandi og lýsingar á því, eru með því bezta, sem út hefir komið. Margar dýra- og mannamyndir eru í bökinrá. Kári Tryggvason: Hörpur þá sungu. Ljóð eftir mann, sem kutínur er fyrir barna- bækur sínar. í bókinni eru 35 ljóð og vísur gerð af djúpri ást á íslenzri náttúru og aríleifð. Út- gáfan er fagurlega gerð og sæmir Ijóðrænum anda bókarinnar. Kynnið yöur ljóð þessa unga manns. *. SKALDSÖGUR II. Sögusafn Austra II. Endui’prentun sögusafns, sem mikilla vinsælda naut á íslandi fyrir alimörgum árum, en hefir verið ófáanlegt lengi. George Sheldon: Hefnd Jarlsfrúarinnar. Hrífandi ástarsaga, sem kom út fyrir nokkrum árum og seldist þá upp á einum degi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.