Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 13. ðesember 1953. 284. blað'. Við höfum jafnan reynt að vanda sem mest til jólabóka c ar. — í ár hefir skáldsagan Olivia, eftir Mariu Mannes. qí fyrir valinu. ★ Olivia er fögur skáldsaga. ★ Olivia er bók um óvenjulegt og sérstætt efni. ★ Olivia er í senn. skemmtileg aflestar og vekur til - unar um vandamál lífsins. ★ Olivia fjallar um ástir og einkennileg örlög. . «‘»i • • ' . ; -1, ★ Olivia segir frá dulrænum öflum og sterkum ástríðum ★ Olivia er bók, sem hlotið hefir mikla frægð erlendis, ög umtal og deilur. , '6’." - : :. .V ★ Olivia er bók, sem. jafnt ungir, sem eldri og jafht: sem konur munu h£ifa ánægju af að lesa. f". . ...... iO' •' 'J.K Olivsa er tilvalin jólagjöf handi ungum stúlkum og konum (ÍdóLjeííóút^áJan Símar 81860 og 82150. íslenzk ösp fundin á nýjum stað 30. nóv. 1935 kom Hannes , M. Þórðarson kennari til ; mín með trjágrein til.athug- unar. Reyndist hún vera af blæösp (Populus tremula). Öspina hafði Hannes tekið s. 1. sumar í landi Jórvíkur, inn arlega í Breiðdal. Vex öspin þar á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum v«x hún inn •; anum berjalyng, lágvaxin og •■; skriðul að mestu; 30—50 cm. há aðeins. En á hinum staðn um í lágu kjarri og yerður þar allt að metri á hæð. . Bóndinn í Jórvík, Björgvin >>■ Þórðarson sá þarna einkenni legar smáhríslur fyrir 10—12 árum. Tók hann eftir þeim vegna þess, að þær felldu jafnan lauf fyrr á haustin ;; en birkið. Sauðfjárbeit er minni en áður, enda ber nú meir á öspunum en fyrr. Ösp f annst fyrst hér á ; landi að Garði f Fnjóskadal. Tók bóndinn þar, Páll G. '•Jónsson, eftir einkennilegum jarðlægum smárunnum á mel árið 1904. Sjö árum síð- ar sýndi Stefán Kristjánsson skógarvörður á Vöglum, Stefáni Stefánssyni, skóla- meistara, og Kofoed Hansen, skógræktarstjóra, plönturn- ; í Garði og staðfestu þeir að ; þetta væri blæösp. Var nokk uð deilt um hvernig öspin ; væri komin á melinn við ■ Garð. Hugðu sumir hana inn . flutta og sennilega gróður- , setta þarna einhverntíma, en ; Stefán hélt því fram, að ösp- | in mundi vera gamall borg- ■ ari í gróðurríki landsins. Ðenda líka örnefni, t. d. Espihóll í Eyjafirði, til þess að aspir hefðu hér víðar vax ið fyrrum. Nú leið og beið til 1948. Þá var ég á grasaferð austur í Fáskrúðsfirði æg gisti að Gestsstöðum hjá 'Ei- ríki Stefánssyni, bónda. Sagði Sigmundur Eiríksson frá „kynlegum kvistuín“, sem hann sá fyrst 1948 þar í hlíðinni í Viðarhrauni, spöl frá bænum. Reyndist ‘ösp vaxa. þarna á talsverðu svæði í lágu birkikjarri. jarð J læg acl mestu. SkógarhÖgg var fyrrum stundað í Gests- staðahlíð og kestirnir dregn ir saman í Viðarhrauni. Skóg rækt ríkisins hefir nú látið girða og friða asparsvæðið. Þessi asparfundur styrkti mjög skoðun Stefáns, skóla- meistara, að öspin væri göm |ul i landinu. S. 1. sumar 1953 fann svo Ingimar Sveinssoh á Egilsstöðum á Héraði marg- ar aspir i Egilsstaðaskógi og voru hinar hæstu -4—5 métr. ar. Vísaði hið einkennilega skrjáf asparlaufanna Ingi- mar á plönturnar. Jórvík i Breiðdal er fjórði fundarstað, ur blæasparinnar hér & iandi. Leynist öspln sennilega við- ' ar í skóglendum Austur- lands, og e. t. v. víðar á land inu. Hefir hún eflausþ lerigi’ vaxið á íslandi, þótt lítið hafi á henni boriö. Hún bízt mikið af fénaði (eða sú kvað vera reynslan í Noregi) og verður naumast hærri en bjarkirnar umhverf- is. Hlýnandi veðurfar og sums staðar minni sauðfjár- beit en áður getur valdið því að öspin skýtur upp kollin- um hér og hvar á síðustu ár- um. Og svo eru fleiri grasa- fræðingar á ferð um landið síðustu áratugina til að leita, staðfesta fundina og örva til athugunar. Á öllum fjórum fundarstöðunum hafði heimilisfólkið fyrst tek ið eftir öspunum og séð að þær voru frábrugðnar birk- inu, þótt það áttaöi sig ekki á því um hvaöa tegund væri að ræða. Til þess þurfti grasa fræöinga. Sýnir þetta ljóslega hve mikið athugult alþýðu- fólkt getur stutt að því að auka þekkinguna á gróður- ríki landsins. íslenzkir grasa fræðingar eru fáir, en landið er stórt. Getur það flýtt mjög fyrir rannsóknunum, ef menn ganga sjáandi um gróð urin, hver í sínu héraði. Gang ið á hljóðið, ef þið heyrið kyn- legt skrjáf í laufi. Ingólfur Davíðsson Firmakeppni í bridge Um þessar mundir stendur yfir firmakeppni í bridge hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. — Fyrsta umferöin var spiluð á sunnudag, önnur á mánudag en keppninni lýkur næstkom andi mánudag. 128 fyrirtæki taka þátt í keppnínni og urðu þessi fyrirtæki efst í keppn- inni s. l. mánudag. Síld og Fiskur 58,5 st., Freyja 56, Smári, 56, Florida 55,5, O. Johnson og Kaaber 55,5, Olíufélagið 55,5, Ellingsen 53,5, H. Ólafsson og Bernhöft 53, Ljómi 53 stig. Skemmtileg skáldssaga: Ræninginn og fjársjóður hans Nýlega er komin á bóka- markaðinn skáldsagan Ræn- inginn og f jársjóður hans eft- ir Jeffery Farnol. Þýðingin er eftir Sigurð Björgúlfsson. Brezki skáldsagnahöfundur inn Jeffery Farnol er lítt kunnur íslenzkum lesendum, enda þótt.hann sé með dáð- ustu skáldsagnahöfundum Breta. Margar bækur hans, og þar á meðal eigi sízt þessi, hafa verið metsölubækur um hálfrar aldar skeiö. Sagan Ræninginn og fjár- sjóður hans gerist um og eftir miðja 17. öld,.þegar sjórán og víking var í algleymingi við Suður-Ameríkuströnd Kara- biska hafsins og Antillaeyjar. Einn . frægasti ritdómari Breta1 segir um þessa bók Farnols: „Fátt hefir hinum á- gæta höfundi tekizt betur en lýsingar hans á hinum undar legu töfrum óbyggðu eyjarinn ar, þar sem fólgin .voru hin miklu auðæfi, ævintýrunum er þar gerðust, og skapgerð söguhetjanna. — Mega les- endur vera höfundi þakklátir fyrir þessa ósviknu og hrif- andi ævintýrasögu, sem ber frásagnarlist hans ágætt vitni Sagan mun þykja mikill feng- ur þeim, sem unna spennandi ævintýrum og hrífandi lýs- ingu rómantískra ásta. Hún minnir í mörgu á hina frægu sögu Kingsley's Westward Ho! enda gerast báðar á sömu slóðum og svo á skáldsöguna The Treasure Island (Gull- eyjan) eftir R. L. Stevenson, nema hvað í þessari sögu Far- nols yfirgnæfir hrein og fórn- ■ ■■■ 1 'd'iuin; fús ást allt og sameinar and- stæðurnar.“ - -n Jeffery Farnol er fæddur 1 Birmingham,j 10.;f ebrúar.fl878 og er enn á.Hfi,; Hann. hefir samið yfir fjörutíu skáldsögur og eru margar:.þeirra ,heitús~ frægar, svo sem.The ISroad Higway og fleirhi . . .uo-iftv Líklegt er, að sú.saga hans, sem nú birtist i -íslenzkri þýð- ingu, muni vinna^ér ,Yinsæld- ir hér eins og annars.^taðay. . ■ e----- i.f h *4 Eins og áður. hefir . vérið skýrt frá, hefir svo um jsaui- izt, að Háteigssöfnuðpré jfái til bráðabirgðaafnotá. hinn fyrirhugaða hátíða.sal í Sjó- mannaskólanum, til kiri(ju- legrar starfsemi. Hing;að, ,til hefir þessi salur verið ófull- gerður og ekki tekinn í notk- un. Nú undanfarið hefir ver- ið unnið við bráðabirgðaað- gerð á honum, svo að hann mætti nota til .hinnáf :fyrir- huguðu starfsemi. Því verki er nú lokið. Hins-vegar voru ekki tök á því í-bili, að geng- ið yrði frá salnum á þann hátt, sem gert er ráð f-yrir. síðar. ■-: Að öðru leyti hefin. verið leitazt við að búa starfsem- CFramhacd á 6. eíðu.) $ 4% f,. «*, Í BÓKFELLSÚTGÁFUNNAk JÓLABÓK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.