Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 6
6 TÍMiNN, sunnudaginn 13. desembcr 1S53. 284. blað. eru komin aftur. Tekin upp um helgina. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Lampinn Laugaveg 63 — Sími 81066 Líkur eru nú til, eftir að annarri umræðu fjárlaganna er lokið, að takast muni enn undir forustu Eysteins Jóns- sonar, að afgreiða tekjúhalla- laus fjárlög. En þjóðin tekur áreiðan- lega undir þau eftirtektar- verðu uiúmæli fjármálaráð- .herrans, — að brýna nauðsyn ber til að taka útgjaldaliði fjárlag- anna til gaumgæfilegrai rannsóknar til þess að lækks stórlega ríkisútgjöldin. Með síhækkandi útgjöld um er vc.nlítið eða vónlaus að afgreiða til lengdar tekji hallalaus fjárlög, en ef þaí tekst ekki, er voðinn vís a< nýju. — Utanríkismálaráðherra erlendis. Eins og sagt hefir veriö fri í fréttum, er utanríkismála ráðherra nú staddur á ráð herrafundi í París. Ýmsi: hafa spurt Tímann um það hvenær send verði greinar gerð til .stjórnar Bandaríkj- anna um þær breytingar, e: við teljum að gera þurfi i framkvæmd varnarsáttmál ans. Tíminn hefir aflað sé: upplýsinga um það, að grein- argerð þessi var fúllgerð o< send sendiherra Bandaríkj anna áður en utanríkisráð- herra fór af landi burt. Sendi- herra Bandaríkjanna hér í landi fór nýlega vestur un haf og mun dvelja þar nú. Samtöl—samningar. Sennilega er enn ekkert á- kveðið um það, hvenær sam- töl og samningar hefjast un þessi vandamál, sem eru gagr kvæm fyrir ísland og Banda- ríkin. En líklegt má telja, a< þetta verði á næstunni. E: vonandi að með festu og vit urlegum úrræðum megi ráði fram úr þessum málum á við unandi hátt, þ”í að oftast e., þaö hæ.gt, ef velvild og gagn- j kvæmur skilningur er fyrir' hendi. — Er ástæðulaust að j efast um, að svo sé í þessum: málum — að óreyndu. Reikningsuppgjör. Eins og kunnugt er, vár það : eitt af algengustu árekstrar- efnum á Keflavíkurvelli, að starfsfólkið fékk ekki rétt skil á kaupi sínu. Safnazt höfðu upp yfir 900 kærur frá starfs- fólki á hendur Hamilton-fé- laginu fyrir vangoldið kaup. Taldi starfsfólkið þetta stafa af því, að sumpart væri kaup- taxtinn lægri en vera bæri og sumpart væru vinnutímar vantaldir. Menn, sem voru starfsmenn Hamilton-félags- ins höfðu átt að annast athug anir á kærum þessum og leið- rétta misfellur, — en farið eins og fór. — Utanrikisráðherra setti fyr- ir nokkru menn í sínu um- boði til þess að rannsaka þessi mál. Var þeim falið það tvö- falda hlutverk, að taka við ( kærum jafnóðum og bárust < og úrskurða þær eða ná sátt- j um, og að taka fyrir gömlu j kærurnar og sætta þau máj, og leiðréíta. Tíminn hefir haft spurnir af því, að árangurínn af þess- ari ráðstöfun utanríkisráð- herra er sá, að fyrrnefndir starfsmenn hafa komið í veg fyrir að nýjar kærur hafi safnazt; kæruatriðin hafa ver ið leiðrétt jafnóðum. Ennfrem ur mun saxast mjög viðun- andi á gömlu kærurnar, þótt þær séu erfiðar viðfangs Afgreiðsla fjárlaganna — Saniíiingamir við — KaiapgreiðslymáSin á KefEavíkur- FyigSr Hedtoft hlutleysi og varnar- leysi? — Ræða Jóhanns — Gera Þjóðvarnar- merm sömu siðferðiskröfur og Bretar? Þann 17. þ. m. fer fram forsetakjör í Prakklandi. Mlkið er nú um það rætt og þykir líklegt, að það geti orðið sögulegt. A með fylgjandi mynd sjást allir forsetar Prakklands síðan lýðveldi komst þar á 1871. Þeir eru þessir (talið frá vinstri, fyrsta röð fyrst, önnur svo o. s. frv.): Adolphe Thiers (1871— 73), de Mac-Mahon (1873 -79), Jules Grevy (1879- 87), Sadi Carnot (1887- 941, Jean Casimir-Perier (1894-95), Felix Paure (1895-99), Emile»Loubet (1899-1906), Armand Pall- ieres (1906-13), Raymond Poincaré (1913-1920), Paul Deschanel (Í920-1920), Alexandre Millerand (1920-24), Gaston Dou- mergue (1924-31), Paul Doumer (1931-32), Albert Lebrun (1932-1940), Vin- cent Auriol (1947-1954). Margir eru nú taldir lík legir til að hljóta hnossið, og ríkir því mikil óvissa um úrslitin. Meðal þeirra, sem þegar hafa gefið kost á sér, eru Bidault og Laniel. Ýmsir telja Ðelbos og Queuille einna igur- vænlegasta, en sá síðar- nefndi hefir verið svo for- sjáll að láta ekki uppi neina afstöðu til Evrópu- hersins og þykir það lík- legt til að styrkja hann við forsetakjörið. vegna þess, hvað þær eru: sumar gamlar. — Fölsun á stað- reyndum. For\)igismenn hlutleysis- og varnaleysisstefnunnar j gera mikið að því að vitná til erlendra stjórnmála- manna máli sínu til stuðn-; ings. En allar eru þessar til- 1 vitnanir falsanir, því að skoðanabræður eiga formæl- endur varnarleysisins enga' meðal þekktra stjórnmála-' manna lýðræðisflokkanna er lendis. Þetta er af þeirrij góðu og gildu ástæðu, að þessi tegund af stjórnmála- j mönnum er ekki til í nálæg- um löndum, nema í röðum kommúnista. Afstaða Hedtofts. Þjóðvarnarmenn hafa ekki sjaldan vitnað í Hedtoft, for sætisráðherra Danmerkur. Hann vilji ekki erlendar her- stöðvar i Danmörku. Látið er svo í það skína, að eiginlega sé hann alveg á sama máli og Þjóðvarnarmenn, eða að minnsta kosti eru skoðanir Hedtofts og stefna hvað eft- ir annaö túlkuð af Þjóðvarn- ' armönnum sem stefna er standi þeim nærri. En hverj ar eru hinar raunvorulegu staðreyndir? 1. Hedíoft og danskir jafn- aðarmenn eru ákveðnir and- stæðingar hlutleysisstefn- unnar. Þjóðvarnarmenn predika hlutleysi. — 2. Danskir jafnaðarmenn moð Hedtoft í broddi fylking- ar eru ákveðnir þátttakend- ur . í Atlanshaíebandalagi. Þj óðvarnarmenn predika hið gagnstæða. 3. Danskir jafnaðarmeim eru fylgjandi vörnum, viija ekki að svo komnu hafa er- lendan her, en verja svo miklu til innlendra hervarna að það samsvarar því að við verðum til þeirra 135 milljón um króna á ári — og að hver unglingur væri í heræfing- um í 18 mánuði. — En þjóðvarr.armenn eru á móti öllum vörnum. — Mikið eru þetta ólikar stefnur,- Ekki tekur betra við. Þegar Þjóðvarnarmenn taka að vitna í stefnu Norð- manna i yarnarmálunum, tekur ekki betra við, þótt þeir vilji ekki taka inn erlendan her að svo komnu. En Norðmenn eru móti hlutleysi — Þjóðvarnarmenn með hlutleysi. Norðmenn eru með At- lantshafsbandalagi — Þjóð- varnarmenn eru á móti því. Norðmenn eru fylgjandi vörnum og verja til beirra óhemju fjármunum eins og Danir. Þjððvarnarmenn eru móti vörnum og predika varn arleysi. — Ræða Jóhanns Sæmundssonar. Og nú eru þessir náungar teknir að vitna í ræðu Jó- hanns Sæmundssonar sér til ' stuðnings. Jóhann fordæmdi hlut- | leysið, sem er aðalstefnumál Þjóðvarnarmanna. j Jóhann taldi varnir nauð- syn, en varnarleysið er ann- |að þýðingarmesta boðorðið í . kveri f orkólf a Þj óðvarnar- ’flokksins. — I Um fyrirkomulag varnanna hafði Jóhann sérskoðanir. (En með allrí virðingu fyrir kunnáttu Jóhanns í læknis- 1 fræði, telja ýmsir að hernað | arsérfræðingar muni ef til 'vill standa honum jafnfætis í varnarmálum. En hvað um það. í megin- málinu er Jóhann andstæð- ingur varnarleysis og hlut- leysisskvaldurs þjóðvarnarliðs ins. — Bágur málstaður. j Það er ekki hægt að verj- ,ast þeirri hugsun, að sá mál- , staður hljóti að vera meira ,en lítið bágborin, sem ekki getur vitnað til neinna skoð- anabræðra úr hópi manna, sem fróðastir eru um mál- staðinn sem um er deilt. — Enn ríkari ástæða verður þó til þessara grunsemda, þegar uppvíst er hvað eftir annað, svo sem að framan er rakið, — að stefna erlendra manna, er brengluð og fölsuð til þess að láta líta svo út, að þar sé að finna stuðning við stefnu þjóðvarnar- manna. ' '.Cr t ‘' Betri kostur Virðist ýmsum það vera, en að( falsa skoðanir eriendra og innlendra manna, að segja hreinlega: Við Þjóðvarnar- menn erum einu mennirnir meðal lýðræðissinnaðra stjórnmálamanna, sem höf- um vit á varnarmálunum. Allir aðrir stjórnmálamenn, nema kommúnistar, fara villt ir vegar. „Vér einir vitum“, sagði konungur einn þekktur — sem að lokum varð frægast- ur að endemum. Að vísu mundu kannske ekki ýkja- margir trúa þvi, að Bergur, Valdimar og þeir félagar væri þeir einu, sem vissu betur en allir aðrir. En þetta er þó skýr afstaða og hefir þann kost að þarna er mál- staðurinn eins og hann er í raun og veru. í Kröfur til flokksforingja hér og í Bretlandi. Hvað myndi hafa verið sagt í Bretlandi um flokks- foringja, sem hefði orðið upp vís að því að reyna að draga sér fé, sem hann hefði tekið við sem opinberum skatti af viðskiptavinum sínum og átti að standa á skil til ríkisins? Það hefði ekki aðeins verið sagt, að hann væri siðferðis- lega ófær til þess að vera flokksforingi, heldur hefði flokkur hans óðara neytt hann til að segja af sér. Og síöur en svo hefði það bætt mál hans, þótt hann hefði reynt að trássast í skjóli þess, að hann ætti end urgreíðslúkröfur á ríkið, en talið hana svo veika, að hann hefði ekki þorað að leggja hana undir úrskurð dóms- stólanna. Enn síður hefði það orðið honum til málsbóta, ef hann |hefði reynt að verjast inn- i heimtu ríkisins með því að I blanda svo saman rekstri einkafyrirtækis síns og flokksblaðs, að erfitt var að koma lögum yfir fyrirtækið, nema skerða aðstöðu blaðs- ins um leið, svo að hægt yrði að stimpla það sem pólitíska árás, ef eitthvað var hróflað við fyrirtækinu. Allt þetta hefir sannast á formann Þjóðvarnarflokks- ins, Valdimar Jóhannsson. Þjóðvarnarflokksmenn tala mikið um nauðsyn þess að bæ'ta þurfi fjármálalegt sið- ferði. Fróðlegt verður nú að sjá, hvort þeir gera sömu siðferðiskröfur til foringja síns og Englendingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.