Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 8
TIMINN, sunnudaginn 13. desember 1953.
----------—-----T--------------------
284. blað.
/ slendLngaþættir
Dánarminning: Eggert Levy
Eggért Levy, fyrrum hrepp
stjóri, Ósum á Vatnsnesi,
lézt að heimili sinu 28. f. m.
og var jarðaður í heimagraf-
reit á Ósum í gær.
Eggert fæddist á Tjörn á
Vatnsnesi 30. marz 1875 og
var því á 79. ári er hann
lézt. Hann var sonur Jóns
prests Þorlákssonar á Tjörn
og Ólafar Eggertsdóttur,
skálds og bónda á Kol-
þernumýri Jónssonar. —
Hann stundaði nám í Flens-
borgarskóla og lauk prófi
þar, með mjög góðri eink-
unn, vorið 1895. Tveimur ár-
um sítfar kvæntist hann Ögn
Guðmannsdóttur frá Krossa-
nesi. Þau byrjuðu búskap á
Efri-Mýrum í Engihlíðar-
hreppi árið 1900, en fluttust
að Ósum 1904 og bjuggu þar
eftir það, þar til sonur þeirra
tók við búi á jörðinni fyrir
fáum árum. Þau Eggert og
Ögn eignuðust átta börn,
sem öll eru á lífi, og eina
kjördóttur. Þar að auki ólu
þau upp þrjú önnur börn að
miklu leyti. í grein um Egg-
ert, sem birtist hér í blaðinu
þegar hann var 75 ára, voru
börn hans nafngreind og sagt
nokkru nánar frá starfsferli
hans en hér verður gert.
Eggert Levy var hrepp-
stjóri Þverárhrépps yfir 40
ár, sýslunefndarmaður hátt
á fjórða tug ára, og gegndi
mörgum öðrum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína og
sýslu. Það hlaut svo að verða,
að honum yrði falið að
gegna ýmsum opinberum
störfum, þ”í að hann var
manna bezt til þess fallinn,
ágætum hæfileikum þúinn,
skarpgreindur og skjótur að
átta sig á málum, og mikill
áhugamaður um almennar
framfarir. Enn kom það til,
að hann var maður ósérhlíf-
inn og fús til að taka á sig
umsvif og fyrirhöfn í ann-
ara þágu. Má hiklaust telja
að hann hafi, með störfum
sinum í almenningsþágu og
áhrifum á gang mála í hérað
inu, átt drjúgan þátt í mörg
um þeim félagslegu umbót-
um, sem þar hafa orðið á
síðustu áratugum. Hann var
einn af þeim forustumönn-
um, sem biutu íslnn og þah
er sannmæli, sem HjáLnar
kvað, að
„hægra mun siðan
heilla veiðivök“.
að halda þíðri
Eggert ug Kona nans ounau
tryggð við jörð sína, þar
sem þau áttu heimili um
hálfrar aldar skeið, bættu
hana mikið og prýddu og fyr
ir nokkrum árum gerðu þau
jörðina að ættaróðali. Oft
þurfti húsbóndinn að dvelja
utan heimilis vegna þeirra
starfa, er á hann hlóðust en
bezt undi hann þó hag sín-
um hjá fjölskyldu sinni á
Ósum. Heimilið var ætið fjöl
mennt og Eggert var ágætur
heimilisfaöir. Gestakomur
voru þar tíðar, og það var á
nægjulegt að heimsækja
þau, hjónin á Ósurn og börn
þeirra. Þó að Eggert hefði
fyrir stóru heimili að sjá, og
einnig mörgum viðfangsefn-
um að sinna utan þess, átti
hann ýmis hugðarefni utan
við veraldarvafstrið. Það var
skemmtilegt að ræða við
hann, því að hann var glað-
ur í máli, fróður um margt
og hafði gott ininni.
Það er víst, að margir hafa
góðar minningar um Eggert
Levy og eiga honum margt
að þakka. Ég er einn af þeim.
Ég kveð hann með þökk í
huga á vegamótunum, og
sendi konu hans og börnum
samúðarkveðj u við burtf ör
hans. Skúli Guðmundsson
S«im3f»k
! (Pramhald af 5. siðu.)
það beint hagræoi, ef margir
ullarpokar urðu gegnvotir.
j
I Arin hafa liðiö, og margt
hefir breytzt. En mestu breyt-
inguna þarna sá ég þó í haust.
i Ég var staddur upp £ há Tjald
stæðishálsinum, norðan og
vestan við tjörnina í sólskini
og sunnanblæ. Nóttina áður
hafði rignt mikið, en dagana
á undan ríkti landáttin og
stundum var stormur.
Tjörnip er horfin, og hvilft-
in sjálf að mestu vestur að
hálsinum, með öllum gras-
dokkum og blómabollum. Og
það, sem meira er. Melurinn
hái og stórgrýtti, er stóð vörð
norðan við tjörnina, er nú til
að sjá eins og hruninn. kast-
ali, brotnir múrar og einangr
aðir af hinum sigursæla her.
Langt norður fyrir hann, eft-
ir lægðinni, sem liggur að fyrr
nefndu gili, liggja nú þúsund-
ir og aftur þúsundir smálesta
af þessum biksvörtu þrælum,
er bíða þess eins að sólin
vermi þá og sunnanvindar
blási. Þá stendur ekki á þeim
að gera áhlaup og ná gilinu.
Það væri stór sigur. Þá kæmi
leysingarvatnið líka til hjálp
ar vor hvert og legði þeim lið
til að hernema Beitivelli.
Aldrei framar fá göngu-
móðir hestar svaladrykk og
ilmandi töðu í Biskupstjald-
stæði. Aldrei framar hefja
þeir makkann og horfa frán-
um augum á hið .sólgyllta
vatn, sem þeir þrá að njóta,
með busli og boðaföllum.
Að endingu þetta: Ég veit
vel að til Alþingis berast ótal
raddir um fjárhagslega hjálp.
Ennþá er svo margt ógert hjá
okkur íslendingum. Og við
deilum um það hvar þörfin er
brýnust. Um eitt verðum við
þó öll sammála. Þegar eyðing
aröfl náttúrunnar nálgast
bæinn okkar og ógna túni eða
trjágróðri bá teljum við óum-
flýjanlegt að reyna að stöðva
þann bölvald og þá helzt fyrir
fullt og allt. Takist það, er
það meiri ávinningur en
margra ára ræktun.
Bjarmalandi í Öxarfiröi,
20. nóv. 1953.
Theodór Gunnlaugsson.
Jörötilsölu
Jörðin Hrófá í Strandasýslu er til sölu og laus til
ábúðar frá næstu fardögum ef viðunandi tilboð fæst.
Bústofn getur fylgt. Tilboöum sé skilað fyrir miðjan
febrúar næstkomandi til eiganda og ábúanda jarðar-
innar, Þorgeis Þorgeirssonar, sem gefur nánari upp-
lýsingar. Sími um Hólmavík.
»♦♦♦♦<
11
(>
u
i >
<>
11
< i
<i
<»
o
o
o
I»
11
11
Hinir sterku
Sísaldreglar
Höfum ávallt til okkar viðurkennud og sterku Sísal-
dregla í 70—80—100 cm. breiddum — einnig nýja
gerð í 70—90 cm. breiddum, í ljósum og björtum lit-
um. Saumum og földum. Öll vinna framkvæmda af
íagmönnum.
íslenzk vinna. — Styðjið íslenzkan iðnað.
Gólfteppagerðin h.f.
Barnónsstíg — Skúlagötu — Sími 2360
o
i >
o
o
o
O
O
< >
o
O
I >
< >
< í
1 i
HEFI OPNAÐ
Nýlenduvöruverzlun
í smáíbúðahverfinu á horni Breiðagerðis og Bú®a-
gerðis, undir nafninu
Verzlunin BÚÐAGERÐI
Reynið viðskiptin. * '
Virðingarfyllst
GUÐLAUGUR STEFÁNSSON
Sími: 6100
Þeir, sem þurfa
GOTT OG flXT.
(Framhald af 5. síðu.)
girnina..— Önnur merking orðsins er aftur á móti sú,
að með manninum sjálfum, án Guðs hjálpar, geti
ekki verið til neitt gott. En nú er maður án Guðs hjálp
ar raunverulega alls ekki til, því að Guð elskar alla
menn og hefir skapað þá í sinni mynd. Ég hygg því,
að enginn maður, hvorki kristinn né heiðinn, sé aí-
gerlega sviftur allri þrá til hins góða. í þeim skiln-
ingi getur þvi enginn verið gjörspilltur inn að hjarta-
rótum.
Tveir menn stóðu einu sinni á. tjarnarbalcká og
horfðu á kaldan og glerharðan ísinn, sem þakkti
vatnið. Þeir deildu um þykkt klakans. Annar hélt
því fram, að vatnið væri botnfrosið. Hinn hélt því
fram, að svo væri ekki, heldur mundi leynast ófrosið
vatn undir gaddinum. Deilur þessarra manna
bræddu engan ís, en sólin kom upp og bræddi ísinn
af tjörninni, og gagnvart geislum hennar skifti baö
engu, hvort það hafði verið botnfrosið eða ekki.
Hvort sem syndarinnar vald er mikið eða lítið í
mannssálunum, er tvennt, sem enginn þarf að efast
um. Það vald er aldrei svo lítíð, að maðurinn þurfi
tkki frelsarans við, og aldrei svo mikið, að guðs kraft-
ur sé ekki sterkari. Jakob Jónsson
œbi
L
'ur
'ctrncinnci
\
að láta hreinsa og herða, eða gera við gólfteppi sín i *
fyrir jól, ættu að koma með þau sem fyrst.
Gólfteppagerðin h. f.
Skúlagötu og Barónsstíg — Sími 7360
Bangsi og flugan kr. 5.00
Börnin hans Bamba — 8.00
Ella litla — 20.00
Kári litli í sveit — 22,50
Litla bangsabókin — 5.00
Nú er gaman — 12.00
Palli var einn í heim.— 15.00
Selurinn Snorri — 22.00
Snati og Snotra — 11.00
Sveitin heillar — 20.00
Þrjár tólf ára telpnr — 11.06
Ævintýri | skerjag. — 14.00
SKEMMTILEGU SMÁ-
BAÉNAP.ÆKURNAR:
1. Bláa kannan kr. 6.00
2. Græni hatturinn — 6.00
I 3. Bcnni og Bára — 10.00
4. Stubbur — 7.00
5. Tralli — 5.00 '
6. Stúfur — 12.00
Gfefið börnunum Bjarkarbæk
| urnar. Þær eru trygging fyrir
■ fallegum og skemmtilegum j
barnabókum og þær ódýrustu ;
Bókaútgáfan BJÖRK.
Jólaskór æ*
Kvenskór ^
glæsilegt úrval — Nýjasta tízka
Bomsur -
karla — kvenna — barna. — Fjöibreiit úryal
Barna gúmmístígvél.
Stefán Gunnarsson hif«
Skóverzlun — Austurstræti 12
Jólatrésséríur
Ao
Amerískar. Mjög vandaðar ,
og ódýrar.
i ’
Lampinn
^augaveg 63 — Sími 81066