Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1953, Blaðsíða 2
TIMINN, sunnudaginn 13. desember 1953. 284. blað. Sjúklingurinn er frystur, hjartað taémist og læknirinn beitir hnífnum Læknum hefir nú tekizt að auðveida hjartauppskurði að miklum mun með nvjum aðferðum, sem þeir hafa þegar beitt með sæmiigum árangri. Þessi nýja aðferð byggist á þvi, að iæknunum hefir tekizt að tæma hjartað af blóði á meðan uppskurðurinn fer fram. f J(viL "5 ! i IVfYNDIR Áður urðu læknarnir að gera svo- kallaðan blindandi uppskurð á hjart anu, þannig, að þeir urðu áð þreifa sig áfram til meinsemdarinnar og skera hana í burtu eða gera aðrar lagfæringar, án þess að geta farið eftir öðru en fingurgómunum, þar sem stöðugt blóð var í hjartanu. Með hinni nýju aðferð hafa þeir komið því svo fyrir, að hjartavöðv inn liggur opinn fyrir og blóðlaus, svo að auðveldara er að vita, hvar bregða skuli hnífnum. Líkaminn kældur. ___ Þessi blóðþurrkun hjartans fer þannig fram, að á meðan á upp- skurðinum stendur er líkami sjúkl- ingsins kældur, svo að öll líffæra- starfsemi hans gengur mikið hægar fyrir sig en ella. Gefur þessi kæling læknunum tíma sem nemur allt að átta minútum, sem ekkert blóð er í hjartanu. Hafa bandarískir iækn ar fjallað um þessa uppskurði í tímaritinu „Itne Jorí'nal of thé American Medical Association" og lýst þar uppskurðum á fimmtán sjúklingum, sem skornir voru upp með þessari nýju aðíerð. Þrettán lifðu. Lengi vel voru gerðar tilraunir á dýrum varðandi þessa nýju aðferð og henni ekki beitt við sjúklinga fyrr en sannað þótti, að hún væri möguleg og jafnframt heppilegri fyrri aðferðum. Einn af þeim fimm- tán, sem skornir voru upp, dó á Útvarpið Útvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í dómkirkjunni (Prest ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Páll ísólfsson). 13.15 Ppplestur úr nýjum bókum. 15.15 Fréttaútvarp til íslendinga er- lendis. 16.30 Veðurfregnir. — Útvarp frá athöfn á Austurvelli: Norski sendiherrann afhendir borgai stjóranum í Reykjavík jólatré að gjöf frá Oslóborg til Reykjavíkurbæjar. Borgar- stjórinn þakkar. Barnakór syngur. Lúðrasveit Reykjavík ur leikur. 18.30 Barnatími. 20,20 Umræðufundur í útvarpssal, ‘i 22,00 Fréttir og veðurfregnir,- 22,05 „Suður um höfin“.’ — Hljóm- sveit undir stjórn Þorvalds Steingrímssonar leikur suð- ræn lög. 22,35 Danslög (plctur). 23.30 Dagskrárlpk. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20,00 Útvarp frá Alþingi: Frá 3. umræðu um fjárlagafrumvarp ið fyrir árið 1954; — eldhús- dagsumræður (fyrra kvöld). Ein umferð: 40 mín. til handa hverjum þingflokki. Röð flokk anna: Alþýðuflokkur. Þjóð- varnarflokkur. Sósíalistaflokk ur. Sjálfstæðisflokkur. Fram- sóknarflokkur. — Dagskrárlok um kl. 23,30. Árnað heilla Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun s:na ungfrú Sigurást Klara Andrés- dóttir, Berjanesi, Austur-Eyjafjöll- um, og Guðmundur Friðrik Vigfús- ■son, Seli, Holtum. Sextugur varð í gær Vigfús Helgason kenn ari. Hann hefir verið kennari við búnaðarskólann á Hólum síð'an 1920. Vigfús er vinmargur og nemendur hans gamlir sem ungir senda hon um huglieilar kveðjur á þessum tímamótum. skurðarborðinu. Og eitt tilfellið var þannig, að uppskurður gat ekki bjargað. Uppskurðirnir báru góðan árangur hjá þeim þrettán sjúk!ing- um, sem lifðu. Er þar með talið sannað, að þessi nýja aðferð sé já- kvæð og hafi mikið fram yfir gömlu aðferðina. Uppskurðurinn. Þegar hin nýja aðferð er viðhöfð, eru æðarnar, sem flytja blóðið til hjartans, tepptar, eftir aö brjóst- kassinn hefir verið opnaður. Strax og hjartað hefir tæmzt, er það skor ið upp og meinið fjarlægt á meðan hjartað er tómt. Þegar hjartað er fyllt á ný, er viðhaíður sérstakur útbúnaður til að varna því að ioft- bólur komist í blóðið. Elíissur-ðisiiiá! (Framhald af 1. síðu.) útvega fjármagn til íbúða- bygginga. Tii þess að leysa þessi mál þyrfti samstarf margra aðila, svo sem bæja, ríkis og einstaklinga. Nauð- synlegt væri að bæir og ríki leggðu fram árlega ríf- legar fjárhæðir í þessu skyni og fjármagni væri beint til íbúðarbygginga með sérstökum skattaíviln- imum til manna, sem leggðu fé í hagkvæmar og ódýrar íbúðir. Rakti hann síðan í þessu sambandi tillögur þær, sem hann hefir nýlega borið fram í bæjarstjórn Reykjavikur um fjáröflun til bygginga. Þá taldi hann brýna nauðsyn i bera til, að bærinn tæki lán 1 til að útrýma heilsuspillandi \ húsnæði. | IVlinnisvarðar 1 nýsköpunarstjórnar. i Hannes Jónsson minnti á, hver væri minnisvarði ný- 'sköpunarstjórnarinnar svo- nefndu í húsnæðismálunum J— braggarnir og hallirnar — en rakti síðan störf og ste.fnu Framsöknarflokksins í þess- um málum, sem miða að framkvæmd þeirrar megin- hugsjónar flokksins að hús- næðisskortinum verði út- rýmt, og að sem flestir búi í eigin íbúðum. Einnig ræddi hann frumkvæði flokksins og þátttöku í lagasetningu um verkamannabústaði, sam- vinnubústaði, smáíbúðalán og fíeira. Þá benti hann á það sem dæmi um áhuga kommún- ista, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í hús- næðismálum, að þegar þeir fóru með völö í nýsköpun- arstjórninni, voru á einu ári — 1946 — byggðir 134 bílskúrar, en á árunum 1945 —1948 voru aðeins byggð 10 verkamannabústaðahús með 36 íbúðúm. Á þessum árum voru íslendingar auð- ugri að reiðufé en nokkru sinni fyrr, átti 600 milljónir í erlendum innstæðum. Næstur taiaði Steingrím- ur Steinþórsson, félags- og landbúnaðarráðherra. Benti hann á, að áhugi kommún- ista og Alþýðuflokksmanna, hefði óneitanlegá verið minni í húsnæðismálunum, þegar þeir höfðu saman meirihluta i Nýsköpunar- stjórninni og hefðú þvi átt að geta komið málum fram, Hægláti maðurinn j Austurbæjarbló sýnir nú mynd,' sem Hægláti maðurinn nefnist. Seg ir þar frá Ameríkana af írsku- bergi brotnum, er snýr heim til æsku-' stöðva sinna í írlandi. Kenmst hann þar brátt í tæri við kvenmann, kvæn ist og hefur búskap. En sambúðin er brösótt í fyrstu og snýst mikill hluti myndarinnar um það, hvernig manntetrið bregst við duttlungum konu sinnar. Johii Wayne, himi' iraikni Indíánabani og stríðsmaður, fer það vel með hlutverk hins kyrr láta og friðsama manns, að það er ekld fyrr en s’agsmálin hefjast, að maður þekkir supermann gamla (uppalinn í Ameríku). | Maureen O’Hara sómir sér prýði lega í gervi hinnar þóttafullu, írsku heimasætu, enda sjálf íri í húð og hár. Myndin stendur á ýmsan hátt undir því lofi, sem á hana hefir verio borið, ekki sízt vegna smekk- legra lita og fallegs landslags. — Jólamynd Austurbæjarfcíós nefn- ist Te fyrir tvo, amerísk söng- og dansmynd með Doris Day og Gor- d"on Mac Rae. Hótel Sahara Tjarnarbíó sýnir nú myndina Hótei Sahara og f jallar nún um við > horf borgarans til hermannsins á ■ þann kímna hátt, sem Bretum er j einum lagið. Þó er þetta ekki nema i meðalmynd hvað það snertir. Hótel j ið stendur í eyðimörkinni. Þar eru mæðgur og vert, en síðan koma' ítalskir hermenn. Þeir hafa inar j aðferðir við að komast á kvennafar. I Síðan koma Bretar, næst Þjóðverj- AVMVA\W/JVVV,V.V,V/.VA\W.V.V.VAWWl’AW ’i HYGEA (gyöja heilbrigðinnar) réfctir yður hjálparhönd um val á snyrtivörum frá: — HELENE RUBINSTEIN YARDLEY GALA OF LONDON MOUSON REVLON *:;■■■ BREINING FEMINA CUTEX MORNY SHULTON (OLD SPICE) O. fl. GJAFAKASSAR — ÖLL FÁANLEG ILMVÖTN SKRAUTVÖRUR - :" SNYRTIVÖRUSÉRFRÆÐINGUR ER í VERZLUNINNI IHI NÚCj. ÍE/V \\ Reykjavíur Apóteki — Sími: 8 28 66 V.W.,.V.'.VAV.V.V.*.V/.W»V.V.VAV.-.V«VA,iW.VAV ar og að lokum Bandarlkjamenn. Myndin hefði átt að kallast „Þjóð- legt kvennafar í þremur reinum“. I. G. Þ. heldur en nú, þegar þeir væru ábyrgðarlausir. Sagði ráðherrann, að Framsókn- armenn hefðu komið þvi inn í núverandi stjórnar- samning, að stór átök yrðu gerð í húsnæðismálunum og raforkumálum sveitanna. Framsóknarráðherrarnir mundu ekki sitja í stjórn- inni nema því aðeins að við þessi samningsatriði væri staðið. Aðrir ræðumenn voru Hann es Pálsson, fulltrúi; Björn Guðmundsson, skrifstofu- stjóri; Leifur Ásgeirsson, pró fessor og Eysteinn Jónsson, f j ármálaráðherra. Á fundinum ríkti eindreg- inn vilji til þess að leysa húsnæðismálin á grundvelli þeirra tillagna, sem Þórður Björnsson hefir lagt fram í bæjarstjórn Reykjavíkur og var svohljóðandi tillaga frá Birni Guðmundssyni samþ. einróma; „Fundur haldinn í Fram- sóknarfélagi Reykjavikur 11. des. 1953 telur, að erfið- leikar á öflun fjármagns til íbúðarhúsabygginga og ok- (Framhald á 7. síðu.) BUCKIYE-vítissódinn er lireinn, sterkur og ómengaður. BIRGÐIR Á ÞROTUM. Gerið pantanir tii; Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Símar: 7120 og 3183. o IWWVVVW'WVVWWVWWWVVVWW’JNV’WWVVWWVWSIWVWWWW í ; Alúðarfyllstu þakkir færi ég öllum þeim, er minnt- ust mín á sextugsafmæli mínu, 2. þ. m. með hlýjum afmæliskveðjum og margskonar sóma. Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu VVVWAVAWAVW.V.V/A*AVAV.VAVAWVW/AVVÍ « Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar SIGURVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstaklega þökkum við sveitungum hennar fyrir hjálp semi og hlýjan hug. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Magnús Gunnlaugsson. BBBMWmaa—aBMBBBSBaB———■ Móðir okkar og stjúpmóðir JOHANN.A GUNNARSDÓTTIR frá Papey, andaðist í Landakotsspítala 11. þessa mánaðar. Systkinin. ^yjú (it^cfur feiÁin í j SAMvnKT-inj'i’ig'ífuaiasnEAUE * REYKJAVÍK - 5ÍMI 7030 UMBODSMENN UM LAMD ALLT Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur ástúð við andlát VERNHARÐS JÓNSSONAR En sérstaklega þökkum við Flugfélagi íslands. Bless- un Guðs sé með störfum þess á láði og legi. Gleðileg jól. Ilrund Vernharðsdóttir Sigríður Jónsdóttir frá Loftsstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.