Tíminn - 30.11.1954, Page 5

Tíminn - 30.11.1954, Page 5
TÍMINN, þriðjudaginn 29. nóvember 1954. 5 5371. blað. Stóriðnaður á Islandi með aðstoð erlends fjármagns Erindi Steingríms Ilermannssennr flutt á fundi RafmagnsverkfraefSingafél. íslands í sambandi við erincji það, sem hér birtist, vil ég taka fram eftirfarandi. Erindi þetta var flutt á fwndi í einni deild Verkfræðinga félags íslands, Rafmagnsfræðingadeildinni, þann 24. þ. m. Jafnframt var öllum verkfræðingum boðin þátttaka. Það var þó ekki ætlun mín að birta erindi þetta opinberlega, heldur í tímariti V. F. ásamt umræðum. Einhverjir aðrir á fundi þessicm kusu þó aðra leið. Þann 26. þ. m. birti Þjóð- vtljinn undir heilsíðufyrirsögn mjög afbakaða frásögn af fundinum og notaði til árása á ríkisstjórnina. Opinberar skýrslur af fundtcm félagsins eru þó samkvæmt lögum þess algjörlega óheimilar án samþykkis fundarins. Á öðrum stað í blaðinw er yfirlýsing frá stjórn V. F. í. og R. V. F. í. þar sem tekið er fram að frásögn Þjóðviljans sé birt án leyfis Fróðlegt væri að vita hvernig Þjóðviljinn afsakar heimildarmann sinn, sem þannig hefir brotið lög félags síns. Vera má að það verði honum og blaðinu helzt til afsökunar að frásögnin er svo afbökuð af rangfærslum að hún getur varla talizt skýrsla af fundinum. Til þess að hið retta komi fram í þessu máli hefi ég kosið að birta erindið í heild. S. H. VerkfræSingar. f fundarboði því, sem ykk ur var sent, er sagt, að ég muni ræða um stóriðnað á ís landi. Erindi mitt mun verða nokkuð þrengra en þar er gef ið til kynna. Ég hef hugsað mér að'ræða um þátttöku er- lends fjármagns i elektro- kemiskum og eiektro-metal- urgiskum stóriðnaði hér á landi. Eflaust eru margir hér inni, sem hafa myndað sér ákveðn ar skoöanir um þátttöku er- lends fjármagns í íslenzkum stóriðnaði, og gætu ekki síður rætt þetta mál en ég. Þó hef ég upp á síðkastið haft allgóð tækifæri til að kynnast þess um málum. Með aukinni kynn ingu hef ég sannfærzt betur um það, að slíkur stóriðnaður getur átt hér mikla framtíð. Þar sem ekki er ólíklegt, að þátttaka erlends fjármagns í stóriðnaði hér á landi geti inn an skamms orðið að stórmáli, þykir mér tími til kominn að umræður hefjist um mál þetta á opinberum vettvangi, ekki sízt meðal okkar verk- fræðinga. Sá er tilgangurinn með þessu erindi mínu. Forsaga. Eins og kunnugt er, var á tímum Einars skálds Bene- diktssonar nokkur gaumur gefinn nýtingu vatnsorku okk ar til stóriðnaðar. Árið 1917 birtust í bókarformi athugan ir, sem norska fyrirtækið Tit an hafði látið verkfræðinginn Sætersmoen framkvæma á virkjun Þjórsár, en það fyrir tæki átti þá vatnsréttindi í þeirri á. Athuganir þessar telj ast nú gamlar og úreltar, en þær eru þó að mörgu leyti mjög lærdómsríkar. Erlends áhuga fyrir stóriðn aði hér á landi hygg ég að síðan hafi ekki að ráði orðið vart fyrr en árið 1942. Þá komu hingað til lands fulltrú ar fyrirtækLsins The British Aluminium Company. Sá ár- angur varð af þeirri för, að fyrirtækið lét athuga virkjun arskilyrði í Þjórsá, einkum við Búrfell sumrin 1946—47. Ekki varð þó úr framkvæmdum að sinni. Bar fyrirtækið við dýr- tíð hér. Árið 1951 tilkynnti The British Aluminium Company íslenzku ríkisstjórninni, að það hefði nú áhuga á því að endurskoöa aðstæður til alu- minium iðnaðar hér á landi, enda voru þær nú breyttar með gengisfellingu krónunn- ar. Skömmu seinna fréttist einnig um áhuga nokkurra annarra aluminiumframleið- enda að athuga skilyrði hér á landi til slíkrar framleiðslu. Fyrirtækjum þessum var yfirleitti tilkynnt, að ís- lenzha ríkisstjórnin hefði ekkert við það að athuga, að þaa sendu hingað heim fulltrúa til að gera sér grein fyrir aðstæðum hér, enda væri það á kostnað fyrir- tækjanna og án nokkurra skuklbindinga af ríkisstjórn arinnar hálfu. Þetta varð til þess að hing að komu í sumar sendimenn frá þremur aluminiumfram- leiðendum. Þeir voru frá Alu- minium Industrie de Laus- anne í Sviss, The Aluminium Limited í Kanada og The British Aluminium Company, og dvöldu hér í eina til þrjár vikur. Ég var með þessum mönnum þann tima, sem þeir voru hér, sem eins konar fylgd armaður, og var það mér oft til mikils fróðleiks. Einnig hef ég leitazt nokk uð við að kynna mér svipaðar framkvæmdir í öðrum lönd- um, einkum Noregi og Kan ada, og mun ég koma að því síðar. Getum við byggt upp stór- yðju án aðstoðar. Því er stundum haldið fram, að við íslendingar get um sjálfir byggt upp stóriðju án aðstoðar Slíkt er ef til vill hugsanlegt en ég álít það mjög vafasamt, ef við eigum ekki á sama tíma að hefta okk ur í afar hættulega skulda- fjötra, ef lán eru þá fáanleg. Slík þróun mundi verða alltof hægfara að mínum dómi. Þessir menn nefna oft Áburðarverksmiðjuna h.f. sem sönnun þess, að við ís- lendingar getum sjálfir byggt upp stóriðnað. Ef fjárhagshlið verksmiðjunnar er atliuguð kemur í ljós, að hún er fremur sönnun hins gagnstæða. Mik ill hluti af því erlenda fjár- magni, sem fékkst til verk smiðjunnar, var framlag frá Marshallaðstoðinni. Án þess framlags er mjög ólíklegt, að við hefðum getað byggt verk smiðjuna. Ekki er hægt að Dú ast við slíku í framtíðinni. Einnig má benda á, hve erfitt hefir reynzt að fá lán til sementsverksmiðjunnar, sem þó er tiltölulega lítið fyrir tæki og arðvænlegt. Virkjun stórvatna. Sagan er ekki öll sögð. Und irstöðuskilyrði fyrir stóriðnað er ódýr og stöðug raforka. Samkeppnisfæra raforku til stóriðnaðar er varla hægt að framleiða hér á landi nema með því að vifkja allstórt, til dæmis 150 til 200 þús. kw., í okkar beztu fallvötnum. í fljótu bragði virðist helzt koma til greina að virkja í Þjórsá eða Jökulsá á Fjöllum. Ekki virðist líklegt að orkan yrði eins ódýr og til dæmis í Noregi og Kanada. Stafar það einkum af því, að ár þær, sem til greina koma, eiga ekki upp tök sín í stöðuvötnum, sem gefa miðlun, og fallhæðir eru hér yfirleitt lágar. Slík virkj un mundi kosta 450 til 600 milljónir króna að minnsta kosti. Sá stóriðnaður, sem væri nauðsynlegur til að nýta slíka orku, mundi kosta enn meira. Að vísu er satt, að Áburðar verksmiðjan h.f. fær ódýra orku frá Soginu. Yfir 80% af orkunotkun verksmiðjunnar er ódýr afgangsorka, sem Sogs virkj unin getur takmarkað tvisvar á dag, ef þörf krefur. Steingrímur Hermannsson Þegar í vetur lítur út fyrir að þetta verði gert til hlítar. Slíkt er eðlilega mjög kostnað arsamt fyrir verksmiðjuna og væri af tekniskum ástæðum útilokað fyrir flestan stóriðn að. Stóriðnað er alls ekki hægt aff byggja á afgangsorku Hanh verður aff hafa næga, ódýra og stöðuga orku. Sumum kann að virðast sem ég lýsi hér með óþarfa svartsýni getu okkar íslend- inda. Slíkt er ekki ætlun mín, enda hygg ég, að sú mynd, sem ég hef dregið upp, muni virðast raunhæf, ef hún er skoðuð í ljósi þeirra stað- reynda, að við íslendingar er um aðeins 150 þúsund í stóru landi og viljum byggja upp iðnað, sem kostar hundruð eða jafnvel þúsundir milljóna ef hann á að vera af þeirri stærð, sem nú er talið nauð synlegt til að han nsé sam- keppnisfær á heimsmarkaðin um. Mér virðist ekki eftir neinu að bíða. Ég er jafnvel þeirrar skoðunar, að slíkt geti verið mjög skaðlegt, því að þau auð ævi, sem nú renna til sjávar daglega í fallvötnum okkar, geti fallið mjög í verðmæti innan tiltölulega skamms tíma. Einkum óttast ég, að samkeppni við aðrar orkulind ir, eins og til dæmis.atomork una geti orðið okkur erfið. Atómorkan. í Bandaríkj unum er nú tal ið, að byggja megi atomorku ver fyrir um 8—9000 kr. á kw. Þetta er töluvert minna en fyr irhugaðar virkjanir á Austur og Vesturlandi. Atomorkuver ið er þó mikið dýrara í rekstri. Það er talið samkeppn isfært við dieselstöðvar, þar sem olían kostar meira en 1,08 krónur líterinn. Atomorkuverið hefir aftur á móti þann stórkostlega kost, að það má staðsetja nokkurn veginn hvar sem vera skal, til dæmis við námurnar eða markaðinn. Það er óháð flutn ingskostnaði eldsneytis eða legu vatnsfalls, og getur spar að afar mikið í flutningskostn aði framleiðslunnar. Tökum aluminiumiðnað sem dæmi. Úr 4 til 4,5 smálestum af alu- miniumleir fást tvær smálest ir af aluminium oxyd, eða alumina, sem loks gefur eina smálest af aluminium. Leir- inn er nú iðulega hreinsaður við námurnar, en ef einnig væri hægt að framleiða málm inn þar, mundi flutningur á hráefnum algerlega sparast og hægt væri að dreifa fram leiðslunni beint frá námun- um, og þannig losna við um skipun og stytta flutningaleið ir mjög. Þeir erlendu sérfræðingar, sem ég hef haft tækifæri til að ræða þetta við, virðast flest ir álíta, að rafmagn framleitt með atomorku muni aldrei verða eins ódýrt og rafmagn framleitt með vatnsorku, en fyrr eða síðar muni þó börga sig að nota það til stóriðnað ar vegna fyrrnefndra kosta þess. Viff íslendingar verffum að hefja fyrir alvöru nýtingu vatnsorku okkar áffur en atomorkan er orðin of sam- keppnisfær. Nauðsyn fjölbreyttari atvinnuvega. Ég hygg að fáir hér inni muni vera mér ósammála um það, að við íslendingar þurf- um að auka fjölbreytni at- vinnuvega okkar. Útflutnings verzlunin byggist næstum ein göngu á fiskveiðum. Þess munu fá eða engin dæmi, að fiskveiðar einar skapi örugg an þjóðarbúskap. Enn er ótalin sú staðreynd, að fólksfjölgun hér mun nema um 30000 manns á næstu 10 ár um. Mér virðist mjög óeðlilegt að finna öllu þessu fólki fram færi við sjávariðnað. Slíkt mundi enn minnka fjöl- breytni atvinnuvega okkar Auk þess eru atvinnuvegir hér nú allóvanalegir. Margt manna vinnur við hervinnu, sem gefur stóran hluta af gjaldeyristekjum okkar. Flest ir munu óska þess, að þessari vinnu ljúki sem fyrst. Okkur ber skylda og nauðsyn til að finna atvinnu handa því fólki, sem þar vinnur og þeim, sem við bætast og nýjar gjaldeyris tekjur. Mér virffist stóriðnað ur vera rétta svarið. Hvers konar stóriðnaffur? Ég hef nú leitazt við að færa rök að því, að við íslend ingar eigum að hefja sem fyrst stóriðnaðarframkvæmd ir með þátttöku erlends fjár- magns. Þá virðist rétt að at huga nokkuð hvers konar stór iðnaður kemur helzt ti) greina. Af elektro-kemiskum iðn aði má nefna áburðarfram- leiðslu, klóriðnað og fosfóriðn að. Áburðarverksmiðjan h.f. notar um 15000 kw. og kostaði um 125 milljónir króna. Sú stærð mun vera minnsta arð vænlega stærð af slíkri verk- smiðju. Ef hún yrði stækkuð, þyrfti að minnsta kosti að tvöfalda hana. Samkvæmt amerískum heimildum verður minnsta klórverksmiðja, sem á að vera samkeppnisfær á heimsmarkaðnum, að fram- leiða um 36000 smálestir af klór á ári. Hún þyrfti um 13 til 14000 kw. og mundi kosta um 140 til 170 milljónir króna. Samkvæmt evrópiskum heim ildum mætti verksmiðjan vera nokkuð minni. Sam- keppnisfær fosfórverksmiðja þyrfti að framleiða um 20000 smálestir árlega. Hún mundi þurfa um 20 til 25000 kw., og mundi kosta um 65 til 100 milljónir króna. Allar eiga þessar iðngreinar það sameiginlegt, að minnsta arðvænleg stærð þeirra er ekki stærri en svo, að við ætt um að geta ráðið við það sjálf ir, ef ódýr raforka er fyrir hendi. En ódýr raforka er ekki fyrir hendi. Við fáum aðeins slíka orku með því að virkja stórt, eins og ég hef sagt. Til þess verðum við að hafa stór an og öruggan kaupanda að mestum hluta orkunnar. Ég held, að aluminiumiðnaður meff erlendu fjármagni sé svarið. Aluminium-iðnaður. Allir þeir sérfræðingar, sem ég hef spurt um minnstu sam keppnisfæra stærð af slíkum iðnaði, hafa hiklaust sagt, að verksmiðjan mætti ekki fram leiða minna en 75000 smálest ir af aluminium á ári, ef hún á að vera vel samkeppnisfær á útflutningsmarkaði, en fremur 100000 smálestir. Ef hægt er að nýta málminn í landinu og selja hann innan lands, gæti verksmiðjan verið allmikið minni. Slíkt kemur ekki til greina hér. Ársnotkun in af aluminium er aðeins um 1000 smálestir. Einnig benda þeir á, að vinnuafl er hér fremur dýrt og orkan ekki sérlega ódýr. Til að framleiða 1 smálest af aluminium þarf um 20000 kwst., eða 2,5 árskw., ef reikn að er með 8000 stunda nýting artíma, sem er alls ekki of hátt. 75000 smálesta verk- smiðja þyrfti því um 190 000 kw. virkjun. Byggingarkostn- aður slíkrar verksmiðju getur verið allbreytilegur eftir að- stæðum. Norðmenn hafa undanfarið verið að byggja 40.000 smál. aluminiumverksmiðju. Áætl- að er, að verksmiðjan muni kosta uppkomin um 570 mill- jónir íslenzkar krónur, eða 14300 krónur á smálestina. í þessum kostnaði er reiknað með húsnæði fyrir um 60% af starfsliðinu og aðeins um 16 millj. vegna hafnargerðar. Ég vil geta þess, að fréttir herma, að Norðmenn telji verksmiðju þessa fulllitla og hyggist stækka hana fljótlega upp í 50000 smálestir og bráð lega 75000 smálestir. Þó hygg ég, að smærri verksmiðja komi fremur til greina þar en hér, meðal annars vegna ódýr ari vinnukrafts og orku og nokkurs innanlandsmarkaðs. Ef verksmiðja yrði reist utan nágrennis Reykjavíkur, þyrfti að öllum líkindum að byggja yfir allt starfsliðið, og kostn- aður vegna hafnargerðar gæti farið upp í allt að 100 milljón (Framhald á 8. tíðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.