Tíminn - 30.11.1954, Page 8

Tíminn - 30.11.1954, Page 8
8 TÍMIXX, þriðjudaginn 29. nóvember 1954. 271. blað, Erindi Steingríms Hermannssonar (Framhald af 5. síðu). ir, til dæmis, ef verksmiðjan yrði reist við Þorlákshöfn. Næstum helmingurinn af þess um kostnaði yrði innlendur. Með tilliti til þess, að vinnu- afl er hér nokkuð dýrt hef ég áætlað að slík verksmiðja mundi kosta allt að 20.000 kr. á smálestina, eða um 1500 milljónir krónur. Orkuverið mætti varla kosta meira en 3000 krónur á kw., eða um 600 milljónir. Aluminium er unnið úr alu miniumleir, sem kallaður er bauxid, og einkennist fyrst og fremst af litlu siiikon inni- haldi. Þessi leir finnst ekki hér á landi, enda er hann helzt að finna í hitabeltislönd um. Það er þó ekki til fyrir- stöðu slikum iðnaði hér. Allir stærstu framleiðendur í heim inum flytja hráefnið langar leiðir, þangað sem þeir hafa ódýra raforku. Til dæmis fá Kanadamenn leirinn einkum á Jamaica og norðurhluta Suð ur-Ameríku. Þessi leir er hreinsaður með því að sjóða hann í vítissóda, og fæst úr 4 til 4,5 smál. af leirnum 2 smál. af aluminium-oxyd, eða alumina. Úr því fæst síðan 1 smál. af aluminium með rat- greiningu. Geta má þess, að nýjar að- ferðir virðast benda til þess, að vinna megi málminn úr lé legri leir. Ef aluminiumverk- smiðja væri hér á landi, mætti ef til vill í framtíðinni nýta leir þann, sem hér finnst. Það er ekki ætlun mín að ræða um hina teknisku hlið aluminiumiðnaðarins. Þó vil ég nefna nokkur undirstöðu- atriði í því sambandi. Raf- greiningin fer fram í sellum eða ofnum. Anoðan, sem er venj ulega úr mj ög hreinu koli (carbon), er að ofanverðu en katoðan er botninn á kerinu. Aluminiumoxydið er í upp- lausn með fluor og kryolit við um 950° C. hitastig. Við raf- greininguna sezt aluminiumið á botninn en súrefnið rýkur upp. Mjög miklar framfarir hafa á síðustu árum orðið á ofnunum. Nýjustu ofnar eru gerðir fyrir 60—100.000 amp. stramstyrkleika og um 5 volta spennu. Þeir eru raðtengdir og er algengt að hafa allt að 180 ofna í röðinni. Álagið verð ur því um 60 til 90.000 kw. á röð. Auðvitað er hægt a$ hafa raðirnar minni, en með stærri samstæðum lækkar byggingar kostnaðurinn verulega. Lang- mestur kostnaður liggur í ofn unum, en afriðlarnir eru einn ig dýrir. Eitt af þýðingar- mestu atriðum við rekstur rlu miniumverksmiðju er að álag ið sé mjög jafnt. Ef ofnarnir kólna, vill blandan harðná, og er þá mjög kostnaðarsamt að ná framleiðslunni upp aftur. Meðal annars þess vegna er útilokað að nota afgangsorku til slíks iðnaðar. Notkun aluminium hefir aukizt afar mikið í heiminum á síðustu árum. Árið 1928 var notkunin um 200,000 smál., ár ið 1933 um 700.000 smál. árið 1948 um 1.300.000 smál. Notk- unin hefir þannig um það bil tvöfaldazt á hverjum 10 árum og er þvi spáð, að hún muni verða um 2.600.000 smál. árið 1958. Þetta virðist sízt of mik ið, því að í ár mun notkunin verða um 2.200.000 smál. Þessi gífurlega aukning í notkun málmsins hefir leitt af sér mikinn áhuga framleiðenda fyrir aukinni framleiðslu, enda hef ég fundið þá lang áhugasamasta um athugun aðstæðna hér á landi til slíks iðnaðar. Verð á aluminiummálmi er nú um 22y5 cent á lb. í Banda ríkjunum, eða um 8000 krónur á smálestina. Framleiðsla 75000 smál. verksmiðju mundi því seijast fyrir um 600 millj. kr. þar. Tekjur við skipshlið hér áætla ég um 450 til 500 milljónir króna, enda sam- svarar það nokkuð verði málmsins í Kanada, en Kan- adamenn eru nú næstum ein ráðir um útflutningsverð á aluminium. Stærstu kostnaðarliðirnir við aluminiumframleiðslu eru samkvæmt rekstraráætlun norsku 40.000 smál. alumin- iumverksmiðjunnar, alumina um 36%, afskriftir og vextir 21,6%, raforka 11,8% á 2,74 kwst., efni í anoður 8,7%, og vinnulaun 7,3%. Kostnaðar- verðið á aluminium er þar áætlað 4630 ísl. krónur á smál og er þá ekki reiknað með greiðslu lánsfjár eða sköttum og öðrum opinberum gjöldum. Gjaldeyristekjwr okkar. Auðveldast er að áætla gjaldeyristekjur okkar af slík um iðnaði með því að athuga, hver gjöld verksmiðjunnar mundu verða hér innanlands. Að minnsta kosti um 1000 til 1200 manns mundu vinna við framleiðsluna. Þar sem mikill hluti þessa starfsliðs mundi vera á vöktum, verða meðal- laun varla of hátt áætluð 60.000 krónur á ári. Vinnulaun mundu því nema um 60 til 70 milljónum. Opinber gjöld verksmiðjunnar hef ég áætlað mjög lauslega um 20 til 30 milljónir. Ef orkan væri seld á 3 aura kwst., eða 250 krónur árskw., mundi þannig fást um 47,5 milljónir. Mest af því sem fæst fyrir orkuna mundi þó til að byrja með fara í niður greiðslu erlendra lána. Árleg ar gjaldeyristekjur virðast því varlega áætlaðar um 100 mill jón krónur, þar sem ekki er talinn ýmis iðnaður, sem gæti myndazt í kringum slíka framleiðslu, tekjur af flutn- ingum, ef við tækjum þá að einhverju leyti að okkur o. fl. í Noregi og Kanada var stór- iðja byggð Jípp með aðstoS erlends fjármagns. Ef við íslendingar hefjum uppbyggingu stóriðnaðar með erlendu fjármagni, skyldi eng inn ætla, að við yrðum þar brautryðjendur. Til dæmis hafa frændur okkar Norð- menn mjög notað þessa að ferð. Skömmu eftir síðustu aldamót tóku Norðmenn að veita erlendum fyrirtækjum leyfi til virkjana og iðnaðar. Síðan rak hvert leyfið annað, og nú munu þau fyrirtæki skipta tugum í Noregi, sem að mestu eða öllu leyti eru í eigu útlendinga. Samkvæmt lögum frá 1917 getur stórþingið eitt veitt er- lendu fyrirtæki leyfi til virkj unar í Noregi. Slík leyfi eru kölluð sérleyfi og eru oftast veitt til 50 ára eða til 60 með sérstöku samþykki. Að þeim tíma liðnum verður virkjunin með öllu tilheyrandi eign norska ríkisins, endurgjalds- laust. Á síðari árum hafa Norð- menn yfirleitt horfið frá veit ingu sérleyfa til virkjana, en heldur viljað virkja sjálfir og selja hinum erlendu iðnfyrir tækjum orku. Um leyfi til bygginga iðju- vera gilda að því leyti aðrar reglur, að aðeins þarf sam- þykki ríkisstjórnarinnar til slíkra framkvæmda. Leyfið er ekki bundið við vissan tíma og iðjuverið verður ekki eign Norðmanna að vissum tíma liðnum. Leyfi þessi eru yfir- leitt auðfengin, ef vissum skil yrðum er hlítt. Nokkur af þessum skilyrðum eru: Að meiri hluti stjórnar verk smiðjunnar og formaður hennaf sé norskur, að starfslið sé norskt, að fyrirtækið leggi starfslið inu til viðunandi húsnæði. að fyrirtækið leggi ekki nið ur framleiðslu nema að vissu marki án samþykkis ríkisstj órnarinnar, að norskir borgarar hafi for gangsrétt að fölum hluta- bréfum, og iðulega eru sett ar reglur um aðgang norskra borgara að hluta- bréfum, sem eru i eigu út- lendinga, að fyrirtækið noti innlend hráefni að svo miklu leyti sem hægt er, að yfirfærsla á arði sé ákveð in af norsku ríkisstjórninni, að opinber gjöld séu ákveð- in samkvæmt norskum lög- um. Iðulega mun hafa reynzt erfitt að skattleggja þessi fyr irtæki, því að þeim reynist auðvelt að sýna lítinn ágóða með því að selja framleiðsl- una erlendum systurfyrirtækj um á lágu verði Norðmenn virðast því fremur vera að hverfa að því að semja um föst árleg gjöld í stað skatta. Útsvör er auðveldara að inn- heimta. Eftir stríðið eignuðust Norð menn mikinn hluta í sumum hinna erlendu fyrirtækja, því að þá voru eignir Þjóðverja í þeim gerðar upptækar. Þá hertu Norðmenn nokkuð að kjörum erlendra fyrirtækja í Noregi, einkum með þvi að takmarka leyfilega gjaldeyris yfirfærslu í 5% af hlutafé. Síð an hygg ég, að ekkert erlent fyrirtæki hafi lagt fé í norsk an iðnað. Hafa Norðmenn þó gert talsvert til að fá erlent fé inn í landið. Nú í ár hefir ver ið mikið rætt um það í Noregi að breyta þeim ákvæðum, sem halda í burtu erlendu fjár- magni, en reyna heldur að laöa það til landsins með að- gengilegri skilyrðum. Meðal annars var þetta rætt alimik ið í síðustu „eldhúsumræðum" norska þingsins. Hafa komið fram háværar raddir um nauð syn stórkostlega aukinnar nýt ingar vatnsorku landsins, bæði vegna framtíðarsam- keppni atomorkunnar og nauðsyn aukins iðnaðar og at vinnu. Sjálfir hafa Norðmenn ekki fjármagn til slíkra fram kvæmda og telja lánsleiðina mjög varúðarverða, ef hún er þá fær. Geta má þess, að Norð menn virðast nú ekki mjög ánægðir með lánsfyrirkomu- lagið á hinni nýju aluminium verksmiðju sinni, en þar greiða þeir lánið á 10 árum með aluminium. í Kanada giida mjög aðrar reglur. Þar er hverju erlendu fyrirtæki, sem vili, heimiit að virkja og reka iðnað án nokk urra sérstakra skilyrða. Fyrir 30 til 40 árum áttu Kanada- menn varla meira en 10% af hlutafé í stóriðnaði þar í landi. Nú eiga þeir sjálfir að öllum likindum meira en 50% Allan þennan hlut hafa þeir eignazt eingöngu með því að kaupa hlutabréf á frjálsum markaði. Einnig mætti minn- ast á ísraelsmenn i þessu sam bandi. Þeir hafa lagt mikla áherzlu á að laða til sín erlent fjármagn. Til dæmis leyfa þeir, að 10% af hinu erlenda fjármagni sé árlega yfirfært í erlenda mynt. Hið erlenda fyrirtæki getur því endur- heimt fjármagn sitt á rúmum 10 árum. Einnig leyfa þeir mjög stuttan afskriftatíma. Ekki er óliklegt að við gætum lært talsvert af ísraelsmönn- um í þessum efnum, að minsta kosti eru þeir venju- lega taldir slungnari fjár- gróðamenn en flestir aðrir. Hugsanlegt fyrirkomulag hér á landi. Eftir að ég hef kynnt mér eins vel og ég hef átt kost á reglur, sem gilda um erlend- an iðnað í öðrum löndum, og eftir að hafa rætt við all- marga erlenda sérfræðinga um slíkan iðnað, mundi ég vilja mæla með því, að at- hugað sé að veita erlendu fyrirtæki leyfi til iðnaðar hér á landi með eftirtöldum grundvallarskilyrðum: 1. Að íslenzka ríkisstjórnin virki sjálf og selji fyrir- tækinu orku á fyrirfram umsömdu verði. Með samn ing um sölu á orkunni til fleiri ára við stórt og á- reiðanlegt fyrirtæki ætti að vera auðvelt að fá hag- stætt lán til virkjunar. Geta má þess að Brezka Aluminiumfyrirtækið stakk upp á þessari leið á sínum tíma. Virkjunin ætti að vera það stór að við hefðum töluverða orku til eigin þarfa og eigin iðnaðar. 2. Að hinu erlenda fyrirtæki sé leyft að reisa iðjuverið hér með svipuðum skilyrð- um og gilda í Noregi. Þó megum við ekki apa það eftir Norðmönnum, sem þeim hefir gefizt miður vel. Tryggj a verður að fyrir- tækið greiði þolanlegu skatta og staðsetninguna ætti að ákveða með tillitl til þjóðhagslegra hagsmuna okkar. Ég álít að við verðum að leyfa hinu erlenda fyrirtæki að yfirfæra viðunandi hluta af hlutafé sínu árlega og ættum að leitast við að gera fyrirtækið að „íslenzk um ríkisborgara" með því að leggja áherzlu á góða sambúð. Ef við viljum, getum við notað nokkurn hluta af þeim tekjum, sem af fyr- irtækinu fást, til að kaupa hlutabréf. Ekki virðist ó- líklegt að við ættum þann ig að geta eignast meiri- hluta í fyrirtækinu á 25—1 30 árum. Niðurlagsorð. Ég hef leitast við að færa rök að þeirri sannfæringu minni, að við íslendingar eig- um að hefja uppbyggingu stóriðnaðar með aðstoð er- lends fjármagns. Oft hef ég stiklað á stóru, enda væru ýmis atriði í þessu sambandx nóg efni í sjálfstæð erindi. Að lokum vildi ég segja þetta. Vörumst óþarfa bjart- sýni. En er óathugað, hvort erlend fyrirtæki telja skilyrði hér það góð til stóriðju, að þau vilji samvinnu við okkur um slíkar framkvæmdir. Eins og ég hef áður sagt, er lík- legt að raforka verði hér ekki sérlega ódýr og vinnuafl er fremur dýrt og kaup all- óstöðugt. Þó má vera að lega landsins og einhver önnur skilyrði vegi upp á móti þessu. En við skulum ekki halda, að aðeins þurfi að rétta út hend- ina og þá muni fjöldi er- lendra fyrirtækja koma hlaup andi, og þiggja þau kjör, sem okkur sýnist. Að finna áhuga- samt og gott fyrirtæki, sem hefir getu og vilja til að ráð- ast í slíkar framkvæmdir, hygg ég, að geti orðið eitt erf- iðasta skrefið. Þó tel ég lík- legt, að það megi takast, ef vel er á málum haldið. B5S!ÍÍ5S5Í!SÍ}{S5SSS55SKSIS«ÍÍSÍSSÍÍSSÍÍSSSSS5Í!SSSS5SÍWSÍÍSS5ÍS5ÍM| Nýkomnar — Ný uppskera anta Clara Sveskjur Stærðir 70/80 40/5® LAGT VERÐ. Sig. Þ. Skjaldberg h.f. EPLI í heilum kössum, frá 125,45 kr. kassinn. VetjluH /íxels ^tyuryeitAMnat Barmahlíð 8 — sími 7709, og Háteigsvegi 20 — sími 6817. Vinnið ötullega að útbreiðslu TlMAIVS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.