Tíminn - 30.11.1954, Síða 9
271. blað.
TÍMINN, ln-iðjudaginn 29. nóvember 1954.
Séð heim aö Fagradal.
Magnús Finnhotfason:
Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.
í r ausíarvea'i I.
Miklar framfarir setja svip á Mýrdalinn
Magnús Finnbogason fyrrum bóndi í Reynisdal ferðaðist
allmi'kið um Vestur-Skaftafellssýslu í sumar, og mun hann
rita nokkra þætti í Tímann úr þeirri för og drepa á það,
sem fyrir augu bar. Eru fáir gagnkunnugri á þessum slóð-
um en hann. Birtist hér fyrsti þátturinn um Mýrdal.
Að undanförnu hefi ég feng
ist við skrásetningu örnefna í
Mýrdalnum. Hafði ég hugsað
mér, að heimsækja bændur
þar eystra í sláttulokin til að
fá hjá þeirn upplýsingar um
örnefni í löndum þeirra. í þá
ferð lagði ég þann 9. septem-
ber s.l. Slóst ég í för með
kvikmyndaleiðangri Vigfúsar
Sigurgeirssonar. Þegar í Mýr-
dalinn kom tók ég fyrir að
halda áfram austur yfir Mýr-
dalssand og komst alla leið
að Rauðabergi í Fljótshverfi.
Reyndi ég á þessu ferðalagi
að kynna mér af eigin sjón og
reynd búskap og afkomu
fólksins fyrir austan Fúlalæk
(Jökulsá á Sólheimasandi).
Miklar framkvæmdir.
Það, sem setur mestan svip
á Mýrdalinn í dag, eru hinar
geysimiklu framkvæmdir sið-
ustu ára, einkum í skurð-
greftri og öðrum ræktunar-
framkvæmdum og enda
húsbyggingum. Má því segja,
að Mýrdælir standi á tíma-
mótum á sviði efnahagsmála.
Við gleðjumst allir yfir fram-
kvæmdunum og framförun-
um, þó eftir sé að sjá hvernig
tekst að standa undir þeim
gífurlega kostnaði, sem af
þessum stórstígu framkvæmd
um leiðir. Um það skal hér
engu spáð, en áreiðanlega fer
það mest eftir því hvernig
bændum tekst að standa sam
an um samvinnufélög sín,
sláturfélag, mjólkurbú og síð-
ast en ekki sízt kaupfélögin.
Þessi samtök hafa verið lyfti-
stöngin um framfarir sveit-
anna og munu áfram verða
grundvöllurinn, sem afkoman
byggist á, hvað sem hver segir.
Annað, sem maður veitir
eftirtekt á fex-ð um Mýrdalinn,
fremur en í mörgum öðrum
sveitum, að óvíða sjást kýr á
úthögum, flestir hafa þær á
ræktuðu landi, mestan hluta
sumarsins, og sumir allt sum-
arið, og telja sér af mikinn
ávinning. Af þessum ástæðum
er ekki eins mikið um háar-
slátt þar eins og fyrir austan
Mýrdalssand. Þar hafa menn
fáar kýr og enga mj ólkursölu.
Slcgu flestir því mest öll tún
sín tvisvar í sumar og sumir
þrisvar.
Gott kúakyn.
Mýrdælir hafa nokkra sér-
stöðu í búskap sínum vegna
mjólkursölu og niðurskurðar
sauðfjársins, og hefir bústofn
þeirra færzt í það horf að
byggjast nær eingöngu á naut
griparækt. Kýrnar í Mýrdahi-
um gefa góðan arð, en þar
hefir starfaö nautgripafélag
í rúm 50 ár, og hefir tekizt að
koma upp góðu kúakyni. sem
er orðið eftirsótt í öðrum
sveitum. Nú er sauðféð að
koma upp aftur svo bráðlega
mun komast aftur á jafixvægi
milli þessara búgreina.
Garðrækt var mikil síðast-
liðið ár, en vegna hiirs al-
kunna sleifarlags á sölu garð-
ávaxta hefir allmikill aftur-
kippur komið í þá starfsemi.
Byggingaframkvæmdir eru
allmiklar, einlcum þó fénaðar-
hús og heyhlöður. En mest ber
á hinni stórmyndarlegu slát-
urhúsbyggingu í Vík, sem
Kaupfélag Skaftfellinga og
Sláturfél. Suðui'lands standa
að sameiningu, þannig, að
sláturfélagið byggir sláturhús
ið, en kaupfélagið frystihús.
Þarf ekki lengur að tvískipta
slátruninni vegna skorts á full
nægjandi húsakosti.
MikiII skurðgröftur.
Skortur á þurrkuðu landi
hefir staðið mjög í vegi fyrir
ræktunarframkvæmdum á
mörgum jörðum. En nú er
kominn mikill skriður á skurð
gröftinn eins og áður getur,
svo úr þessu er nú að rætast.
En þrátt fyrir þetta hafa tún-
in bæði stækkað og batnað
og það svo, að mestur hluti
heyskaparins er nú tekinn á
túnum og sums staðar allur.
Allar hlöður eru nú fullar
af ágætu heyi og víða eru hey
úti eins og í gamla daga. Veld-
ur þar nokkru um miklar
fyrningar frá fjárleysisárun-
um.
Sandurinn ræktaður.
Mesta athygli vekur rækt-
unin, sem er nú aö færast út
á vestur jaðar Mýrdalssands.
í Fagradal hefir verið tvíbýli
í allmörg undanfarin ár, en
þar eru engjar sáralitlar, og
túnstæði til útfærslu nær
ekkert svo heitið geti.
Fyrir nokkrum árum byrj-
uðu bændurnir í Fagradal að
rækta sandinn fyrir neðan
túnið fyrir vestan þjóðveginn
út með fjallinu, og er þar nú
komið fimm til sex hundruð
hestatún, sem allt var sjegið gerir hún allt auðveldara fyr-
ir framkvæmdir þeirra feðga.
með tveimur síbreiðum s. 1.
sumar. Eftir þessa reynslu
munu Fágradalsbændur halda
áfram að klæða sandinn, en
að þetta myndi möguleg.t
hefðu fáír trúað fyrir 20—30
árum.
Vel haldið á spilunum.
Nýbýlí.
Þegar fór að rakna úr fyrir
Ragnari, börnin að komast
upp, og aðstaða að batna,
girti hann stórt svæði norður
við þjóðveginn í svokölluðum
.Tjaldabúðum, og er nú að
Fyrir nokkrum árum flutt- I 'v0ma ÞV1 1 rækt. Gaf það af
ist að Höfðabrekku skipstjóri I s®r 1 sumar allt að fimm
vertan af fjörðum og reisti: úundruð hesta. Taldi Ragnar
þar bú. Heitir hann Ragnar heyskap sinn í sumar allt að
Þorsteinsson, og hefir reynzt1 þúsund hesta, og er það að
duglegur og áhugasamur j bkindum meiri heyskapur. en
bóndi. en átti xiokkuð erfitt a®ur hefir fengizt að Höfða-
uppdráttar, nieö stóran barna úrekku, fyrr eða síðar, og svo
hóp, en fremur litil efni.
Neyddist hann til að selja
nokkurn hluta jarðarinnar,
hinn svokallaða Höfðabrekku
háls, en þar voru-mest allar út
slægjurnar. Sá, sem keypti
þetta land, var ungur maður,
Jón Bárðarson úr Vík, einn af
þeim, sem stökkt var af Reyn-
isfjalli, sællar minningar. Síð
an hefir faðir hans nytjað
þetta land frá Vík, en Jón
heíir starfað á Keflavíkur-
flugvelli til að afla sér fjár til
stofnunar nýbýlis á Höfða-
brekkuhálsi. Eru feðgar nú að
undirbúa byggingar og rækt-
un. í vor sáðu þeir í fimm
hektara á sandinum fyrir
framan hálsinn, og var þar
orðið hvanngrænt í haust.
Eru þarna óþrjótandi mögu-
leikar til stórfelldrar ræktun-
ar, því maður vonar, að Katla
láti sér nægja að fara í Múla-
kvíslaraura næst, er hún kann
að láta á sér bera. En taki hún
túnið hans Jóns Bárðarsonar
er hætt við, að hún verði fleir
um nærgöngul. Nú er brúin
komin á Kerlingardalsá og
kemur Hálsinn bráðlega með
annað eins. Má.því sem sanni
segja, að hér hafi vel verið
haldið á spilunum og gæfu-
samlega tiltekizt.
Margt mætti fleira segja um
Mýrdalinn og framkvæmdir
einstakra bænda þar, en hér
verður látið staðar numið að
sinni, og skyggnzt um fyrir
austan Mýrdalssand.
Fundor í Jöklarann-
sóknarfélaíinu
Jöklarannsóknafélag ís-
lands heldur fund í Tjarnar-
kaffi uppi næstkomandi
þidðjudag 30. nóv. kl. 8,30 síðd.
Jón Eyþórsson veðurfræðing-
ur segir frá Vatnajökulsferð í
vor sem leið og sýnir litskugga
myndir eftir Árna Kjartans-
son og Hauk Hafliðason og
loks litfilmu, stutta frá Vatna
jökli eftir Árna Kjartansson.
Aít milliþinganefndar í heilbrigðismálum
m staðsetningu sjúkrahösa og endurbætur
Að unúaníörnu hefir starf
að milliþinganefnd í heilbrigð
ismálum og skilað áliti fyrir
skemmstu. Er álitið allýtar-
legt og fjallað um flest helztu
vandamál líðandi stundar hér
á landi í þessum efnum. í
prentaðri álitsgerð er greint
frá störfum nefndarinnar og
tillögum. Er þar fjallað um
læknaskipun á landsbyggð-
inni, reynsluna í spítalamál-
um, sjúkrarúmaþörf, stærð
sjúkrahúsa, staðsetningu
sjúki-ahúsa, sjúkraskýli o. fl.
Að lokum eru tillögur um al-
mennar ráðstafanir tl efling
ar heilsuvernd og heilbrigði
þjóðarinnar.
í nefndinni áttu sæti lækn-
arnir Páll V. G. Kolka, Esra
Pétursson og Alfreð Gíslason.
Hér fara á eftir nokkrir kafl
ar úr nefndaráliti þessu, aðal
lega um staðsetningu sjúkra
húsa og ástandið í sjúkrahús
málum:
í Reykjavík er þegar hafin
bygging bæjarspítala og við-
bótar við Landsspítalann. Auk
þess er gert ráð fyi’ir, að
hjúkrunardeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur geti
tekið til starfa á komandi
vetri. Einnig mun ný sjúkra-
deild í Elliheimilinu Grund
verða tekin í notkun innan
skamms.
Á siðari árum hafa myndazt
nokkrar samgöngumiðstöðvar
nálægt fjölbýlum sveitum, þar
sem flutningaleiðum er hald
ið opnum flesta tíma árs, aðal
lega vegna mjólkurflutninga.
Á þeim stöðum er sveitafólki
tiltölulega auðvelt að leita sér
læknis. Slíkar samgöngumið-
stöðvar eru nú á Selfossi, í
Borgai’nesi, á Blönduósi, Sauð
árkróki og Húsavík. Á engum
þessara staða er þörf fyrir
spítala af þeirri stærð, sem
talin er hentugust miðað við
sjúklinga með bráða sjúk-
dóma, með 30—50 legurúm-
um, en ber frekar að vista á
þessum stöðum króniska sjúk
lingá og gamalmenni.
Bo7‘gariies hefir sérstöðu
meðal þessara staða, því að
þaðan er bæði stutt til Reykj a
víkur og spítalar á næstu grös
um, á Akranesi og í Stykkis-
hólrni. Á Selfossi hagar svo
til, að þar er þegar risið upp
elliheimili í Hveragerði og
nokkur vísir að baðhæli. Þess
ar stofnanir gæti komið til
mála að stækka og búa svo
tækjum að þær bættu nokkuð
úr spítalaþörf Suðurlandsund
irlendisins.
Á Blönduósi er risin upp
myndarleg spítalabygging,
sem getur sennilega tekið til
starfa innan eins árs.
Gamla sjúkrahúsið á Sauð
árkróki er orðið mesta skrifli,
en Skagfirðingar eru nú að
láta gera uppdrætti að nýjum
spítala, sem verður með nokk
uð öðru sniði en Blönduós-
spítali, en óvissa ríkir um það
hvar honum verði valinn stað
ur.
Á Húsavík er nýlegur spítali
sem er allgott hús, en mætti
bæta að mun með nokurri við
byggingu.
smíðum spítali í 6—7 ár, og
hefir ófullnægjandi undirbún
ingur og fjárskortur hamlað
verkinu. Sjálfsagt þykir að
leggja áhei’zlu á að ljúka
þeirri byggingu.
Keflavíkurspítalinn hefir
verið í smíðum á áhnan ára
tug og er enn ekki tekinn til
starfa. Hann er af mjög
óhentugri stærð, og er senni
legt að brátt komi fram kröf
ur um stækkun hans.
Akranesspítalinn nýi er
vandað hús, en hefir reynzt
of litiíl. Honum hefir þurft að
breyta til að koma þar fyrir
yfirlæknisíbúð til bráoa-
birgða.
ísaf jarðarspítali er mjög
myntíarlegt hús, en vinnuskil
yrði þar erfið.
Á Akureyri hamlar starfs-
liðsskortur fullkomnum not-
um hins nýja spitala. Hafa
komið fram raddir í blöðum
bæjarins um að byggja verði
þar starfsmannahús, ásamt
bvottahúsi.
Nokkrar breytingar hafa
verið gerðar á Vestmannaeyja
spítala, en annars eru starfs
skilyrði þar mjög erfið.
Loks má geta þess, að á
Patreksfirði hefir nýlega ver
ið byggður spítali fyrir um 20
sjúklinga, sem er að mörgu
leyti ágætt hús, en skortur á
sjúkralyftu veldur þar nokkr
um erfiðleikum. Ennfremur
skal þess getið, að gerð hefir
verið áætlun um að byggja
Um þá kaupstaðai’spítala, viðbót við Seyðisfjarðai’spit-
sem þegar eru komnir upp, ala fyrir gamalmenni, og gera
skal þessa getið: jnokkrar breytingar á húsinu
Á Norðfirði hefir verið í I í sambandi við það