Tíminn - 22.12.1954, Side 3

Tíminn - 22.12.1954, Side 3
290. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 22.__desember_1954.__ ^ í slendingaþættir Dánarminning: María Sigurðardóttir — Svo mun sumum þykja, að ekki sé ástæða til að eyða blaðarúmi fyrir minhingarorð um alþýðukonu,- sem látizt hefir á elliheimili í hárri elli og eftir lengri aðdraganda en við mátti búast. En þar til vil ég því svara, að það lýsir lítilli ræktarsemi við góða samtíðarmenn, ef þeirra er að engu getið að leið arlokum og af engum þakkaö langt og gifturíkt ævistarf. — Guðrún María hét hún fullu nafni, en var jafnan nefnd seinna nafninu, enda ein systir hennar, sem aðeins hét Guðrún, og önnur einnig Gnðrún að fyrra nafni. María var fædd i Holtakot um í Biskupstungum 17. apríl 1868, en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum að Gröf í Mosfellssveit og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Sigurð ur Guðmundssön og Guðrún Þorláksdóttir alkunn heiðurs hjón, sém mikill ættbogi er af kominn. María var ein af 17 systkinum og er nú aðeins eitt þeirra eftir á lífi, Guðmund- ur bóndi á Lækjarbotnum (Lögbergi). — Árið 1893 giít ist María Páli Gestssyni, þá til heimilis í Miðdal. Páll var Skaftfellingur- að ætt. Þau Páir og'María bjuggu fyrsta búskaparár sitt i Hafn arfirði, en síðan á nokkrum býlum hér i grenndinni, m. a. nokkur ár á Lækjarbotnum, en síðast og lengst að Eiði í Mosfellssveit. Um 1920 flutt- ust þau til Reykjavíkur og þar lézt Páll 13. des. 1953, en María ári síðar, 17. des. 1954. Og í dag fer jarðarför henn ar fram að Lágafelli. — Þau eignuðust 3 syni, en þeir eru Vígmundur bóndi aö Efrá-Hvol i í Mosfellssveit, Karl Guðmundur bifreiðar- stjóri t Reykjavík og Einar, starfsmaður hjá Mjólkursam sölunni, Einnig ólu þau upp fósturson, Aðalstein, sem eining er starfsmaður hjá Mjólkursamsölunni. Reyndist hann þeim eins og bezti son- ur, eða öllu heldur eins og hinir synir þeirra, svo vel, að til fyrirmyndar mætti vera. María var vel gerð kona, bæði til sálar og likama. Hún var fríð kona og sviphrein, og hélt útliti sínu vel til eili, þrátt fyrir langvarandi las- leika á seinni hluta ævinnar. María þurfti oft á miklu að taka, ekki sízt meðan þau hjónin bjuggu á Lækjarbotn um, því þá var þar gestakoma mikil og örtröð, en öllum veitt sú fyrirgreiðsla, sem unnt var. Mun María þá oft hafa lagzt þrevtt til hvílu, en hvild in á stundum orðið skammæ. Skapgerð Maríu var heil- steypt og rólyndi hennar við- brugðið. Ég sem þetta rita, var svo lánsamur á uppvaxtar árum mínum, að eiga þau Maríu og Pál að næstu ná- grönnum og vera þar dagleg ur heimagangur langtímum saman. Síðan var mér María jafnan minnisstæð og kær. Aldrei minnist ég þess, að hún hafi skipt um skap á hverju sem gekk. Mundi hún þó hafa kosið að eiga betri kosta völ en á stundum var. Umhyggjusemi og snyrti- mennska í allri umgengni var henni í blóð borin og hún var gædd þeim eiginleikum að láta ekki ásjá, þótt móti blési og tilefni væri til. Hún reyndi jafnan að færa flest til betri vegar og gera gott úr því sem sumum vill verða til angurs og ásteytingar. Öllum, sem nokkuð kynntust Maríu hlutu því að bera til hennar hlýhug og virða hana að verðleikum. Hér er löngu ævistarfi lokið en minningin lifir hugþekk og kær. Þakka þér fyrir gömlu og góðu kynnin vinkona mín og frænka! Þín mun ég jafnan minnast með virðingu og þökk og svo mun ég jafnan þökk og svo mun um alla þá, sem af þér höfðu nokkur kynni. .... Guðm. Þorláksson. Enska knattspyrnan Úrslit s. 1. laugardag: 1. deild. Blackpool—Huddersfield 1—1 Cardiff—Burnley 0—3 Charlton—Bolton 2—0 Chelsea—Leicester 3—1 Everton—Sheff. Utd. 2—3 Manch. City—Preston 3—1 Newcastle—Arsenal 5—1 Portsmouth—Manch. Utd. 0—0 Sheff. Wed.—Wolves 2—2 Tottenham—Aston Villa 1—1 West Bromw.—Sunderland 2—2 2. deild. Birmingham—Stoke City 2—0 Blackburn—Fulham 3—1 Bury—Lincoln City 3—1 Derby County—Not-ts County 1—1 Doncaster—Liverpool 4—1 Ipswich-—Rotherham 2—2 Leeds Utd.—Hull City 3—0 Middlesbro—Plymouth 4—1 Nottm. Forest—Luton Town 1-—5 Port Vale—Bristol Rov. 1—0 West Ham—Swansea Town 3—3 Á miðvikudaginn í síðustu viku lék Chelsea við liðið Rauða fánann, sem varð ung verskur meistari s. 1. ár og hefir á að skipa níu mönnum, sem leikið hafa í ungverska landsliðinu, þar á meðal Hid- egkuti, Palotas, Lantos og Sandor, og auk þess tvo menn úr B-landsliðinu. Leikurinn var einn sá skemmtilegasti, sem háður hefir verið í Eng- landi, þótt mikil og margvís- leg mistök ættu sér staö Jafn tefli varð 2-2, en þrjár víta- spyrnur voru dæmdar í leikn um, sem allar misheppnuðust. Chelsea fékk tvær þeirra, sem Ilarris spyrnti framhjá. Chel- sea hafði yfir í hálfleik 2-1. Keppnin í deildunum er nú rúmlega hálfnuð hjá flestum liðum, en leiknir eru 42 leikir. Úlfarnir hafa forustuna í 1. deild, eitt stig fram yfir Sund erland og Manch. Utd., en Chelsea er komið í fjórða sæti. Þrátt fyrir, að Úlfarnir hafi sigrað Spartak og Hon- ved nú síðustu vikurnar, tókst þeim ekki að vinna neðsta lið ið í deildinni, Sheff. Wed. á laugardaginn. Sýnir það bezt, hvað enska knattspyrnan bíð ur oft upp á óvænt úrslit. í 2. deild er Leeds Utd., með bezta leikmann Englands í broddi fylkingar, John Charles, komið í efsta sætið, en keppnin er ekki síður tví- sýn þar en í 1. deildinni. Staðan er nú þannig: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiMHniiiiniiini'ff'iTrtnici 1. deild. Wolves 22 11 7 4 51-31 29 Sunderland 22 9 10 3 39-29 28 Manch. Utd. 22 12 4 6 50-40 28 Chelsea 23 10 7 6 45-35 27 Charlton 22 12 2 8 49-37 26 Huddersfield 22 10 6 6 41-34 26 Portsmouth 22 10 5 7 41-31 25 Manch. C 22 10 5 7 41-42 25 Everton 22 10 4 8 34-33 24 Preston 21 10 3 8 54-32 23 W. Bromw. 22 9 5 8 44-47 23 Newcastle 22 9 4 9 52-47 22 Bolton 21 7 8 6 33-31 22 Cardiff 22 8 6 8 38-43 22 Burnley 22 8 5 9 26-33 21 Blackpool 22 7 5 10 32-35 19 Sheff. U. 23 8 2 13 35-55 18 Tottenham 22 6 5 11 35-47 17 Aston Villa 22 6 5 11 33-49 17 Arsenal 22 6 4 12 38-43 16 Leicester 22 4 6 12 39-56 14 Sheff. Wed. 22 4 4 14 35-57 12 2. deild. -— Leeds Utd. 22 13 3 6 41-35 29 Blackburn 22 13 2 7 67-41 28 Luton Tow 22 13 2 7 50-33 28 Rotherham 22 12 3 7 52-38 27 Stoke City 22 11 5 6 34-23 27 Fulham 22 11 5 6 51-43 27 Bristol Rov. 22 10 4 8 48-37 24 Bury 22 9 6 7 46-41 24 W. Ham 22 9 6 7 44-43 24 Notts Count 22 10 4 8 33-36 24 Biringh. 21 9 5 7 44-25 23 Swansea 22 9 5 8 45-43 23 Hull City 22 8 6 8 26-26 22 Lincoln City 22 8 4 10 39-45 20 Liverpool 22 8 4 10 45-53 20 Middiesbro 22 9 2 11 34-46 20 Doncaster 20 8 2 10 30-46 18 Nottm. For. 22 7 3 12 28-34 17 Port Vale 22 5 7 10 23-41 17 Derby Count 22 5 5 12 35-49 15 Plymouth 22 4 5 13 31-47 13 Ipswich T. 23 5 2 16 34-55 12 | Mýkdiníiar [ ENSKAR, I DANSKAR, og AMERÍSKAR | BÆKUR. | Bókabúð NORÐRA I Hafnarstr. 4. Sími 4281. llllll■lll■lllllllllllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllJ Stjórn Norrænafélagsins hefir ákveðið að ráða framkvæmdastjóra til félagsins. Umsóknir sendist fyrir 7. janúar 1955 til gjaldkera fé- lagsins, Arnheiðar Jónsdóttur, Tjarnargötu 10 C, sími 4768, sem gefur nánari upplýsingar. STJORNIN. SS5SS55JSS3S5W.3S5SÍS rinn eftir Svönu Dún er sérlega skemmtileg sveita- og ástar- saga handa ungu fólki, konum og körl- um. — Bókin segir frá baráttu og sigri og einum eiginleika töfrastafsins. Kynnið ykkur bókina .v. Guðmundur er til sölu. Upplýsingar gefur Sigurður Olason, Fjár- málaráðuneytinu. — Tilboðum sé skilað í ráðuneytið fyrir 30. þ. m. ...... _ ^ . F$ármáluráðtinetgtið, 22. desember 1954. r1 .XOTUS^GOmK D.10 HOLLOW GROUND 010 ' pim VELIOW BLftDE mm r. J Nýja matreiðsiubókin Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir tóku saman. EFNI : Reglur um meöferð matvæla. Fyrirsagnir um tilbúning rétta. Brauðgerö. Geymsla og meðferð á berjum og grænmeti. Sú nýjung er í bókinni, að margar uppskriftir eru birtar í töfluformi. ÍSékaverzlim Stgfiisar Eyimmdssoiiai*

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.