Tíminn - 24.12.1954, Page 6

Tíminn - 24.12.1954, Page 6
6 JÓLABLAÐ TÉRÆANS 1954 Anna Bjarnadóttir B. A.: Jclœte$i .9 . > í l Að morgni hins 17. desember 1919 vorurn við, nýliðarnir á Westfield College, vaktar fyrir allar aldir. Við klæddumst í flýti, komumst ut t- skólanum, og hlupum yfir götuna, yf'r áð'Seiir- court Hall, sem var nokkurs konar hjáleigs f 1 Westfield, þar sem margir nýstúdentar hcfíu herbergi sín. En nú varð hindrun á vegi -okkr.". Garðhliðið, sem var hátt og rammbyggi, var læst að innanverðu. Fyrirliði okkar teyndi þá r j klifrast yfir girðinguna og tókst það. en hún lenti í þyrnirunna hinum megin og losnaði það- an eftir mikil umbrot, með skrámur á andlrt' o~ rifur á fötum. Hún opnaði fyrir okkur hixum, og fórum við þá inn í húsið og héldum fund á einu stúdentaherberginu. Við klæddum okkur í dulargerfi og skipulögðum morgungönguna. Það var gamall siður á Westfield College. sem er kvenstúdentagarður og hluti af Lundúna- háskóla, að nýstúdentar syngi jólasöhgva (Christmas Carols) við dyr kennaranna og helziu virðingarmanna meðal stúdenta síðasta morgun- inn fyrir jólaleyfið. Þessi Christmas Carois eru ævafornir enskir jólasöngvar, fjörugir og fagrir. Klukkan 7 hófum við gönguna. Fvrst sung- um við við dyr forstöðukonunnar, M;ss Phiil- potts. Þar sungum við enska jólasálminn: Came all ye faithful. Við sungum hann á latínu: Adeste fideles, laeti triumphantes, venite, venite in Betlehem (Komið þér trúir, fagnandi og glaðir, komið, ó komið í Betlehem). Svo héldum við frá einum dyrum til annara og sungum: Good king Wenceslas, The first Noel, Godd Christian men rejoice o.s.frv. Við d,>T einnar kennslukonunnar sungum við á þýzku: Stille Nacht, heilige Nacht (Hljóða nótt, heilaga nótt). Snart það lag við- kvæmasta strengi í hjarta mínu, því það er lagtð við jólasálminn okkar, Heims um ból. Klukkan 8 var göngunni lokið, og hórfust þá morgunbænir. Þvínæst var morgunverður, og þóttumst við hafa vel til hans unmð í þetta sinn. Nóttina áður höfðum við tekið seint á okkur náðir, því við þurftum að láta niður í ferðatöskur okkar og taka niður myndir og gluggatjöld, því allt lauslegt varð að láta niður í skúffur, og skilja yið herbergin auð og tóm, svo auðvelt væri fyrir starfsstúlkur skólans »ð ræsta þau fyrir jólin. Að loknum morgunverði fóru stúlkurnar að leggja af stað heimleiðis, og allur skólinn endur- Anna Bjarnadótti'r B. A. í Reykholti ritaði þessa ske.'-mísi e.in jóáy en íyr.r '7.' irn ián segi'r þar frá jóíalevfí sínu á i»árkéía.'>: u.unKt í Eng- lansT, én þ'r ’-<n st.?rr* 4 ea-' ii. W Anna Bja.rnadóttír er kunn fyrlr binar áysetu ensku- kenn'~taöæknr s'nar en£*» er tn í "remsíu r#8 enskukennara og hef*r víStæka þekkingn á enskri tunpi oj öókmenntuí i. Hvn fr ö 'b.'v Bjirna heit.’ns Sætntmdssonar fiskifræffing- og kemnr þvi enrum á óvart er frá henni kemur skemmti- Iejra r'tnð fráswgn. Frú Anna kejiutli en' ku rið mennteskóla nn í Iíevkjivík oe ríkisútvaj p*ð, en hefir nú un langt árabíl verrð kennari við bér- aðsskólann í Reykholti, eftir að htin fluttist þangað með manni sfnum, sé -a Ernari Guðna- sy ni sóknarpre ti þar. Hefir Reyknoltsskóli og neraendur haft ómetanlegt gagn og stuðning af kennslustörfuin þeirra hjóna. ómaði af kveðjuorðum og óskum um gleðileg jól. Ar.drúmsloftið var mettað af fögnuði og tilhlökkun. Jólaleyfið er langt í Englandi, hér um bi! mánuður, og stúlkurnar voru að fara he m, allar nema ég. Eg var að yfirgeía eina heimil ð, sem ég átti á Englandi. Miss Phillpotts hafði útvegyð mér stað í jólaleynnu hjá rússneskri fjölskyldu. Þegar hún var í Syiþjóð á stríðsárunum (1914—1918), hafði hún kynnst prófessor Ellis1) og getizt vel að hon- um. Nú var hann fluttur með fjölskyldu sína til Enri nds og hafði beðið Miss Phillpotts að út- \-ega sér stúlku til þess að lesa latínu og stærð- fræði með dóttur sinni, Sonju, sem var að búa sig undir stúdentspróf og átti að koina til áYest- f eld næsta ár. Nokkru fyrir jól kom prófessor Ellis í heimsókn til Miss Phillpotts á Vvestfield með konu sína og dóttur, og gerði hún þá boð f.yrir mig og bað mig að sýna þeim húsakynni skclans. Mér leizt mjög vel á prófessorinn. Hann var Ijóshærður og norrænn yfirlitum, enda var hann af skozku bergi brotinn í föðurætt. Ivona hans virtist mér vera Rússi í húð og hár. Hún hafði stór svört augu, var dökk á hár og hörund, breiðleit, með Htið nef. Dóttirin var lík móður sinni. Hún var 19 ára, en virtist yngri. Báðar voru mæðgurnar í loðkápum og báru marga skartgripi. Eftir nokkra daga fékk ég bréf frá Sonju, fullt hrifningar yfir því, að ég ætlaði að vera hjá þeim í jólaleyfinu. Kvaðst hún hafa búið mér lierbergi beint á móti sínu, og svo skyldi hún kenna mér rússnesku og ég hénni Llenzku. „Blessað barn er þetta“, hugsaði ég. Þegar ég stóð í forstofu skólans með ferða- töskur mínar, tilbúin að leggja af stað, kom Miss Phillpotts þar að. Líklega hefur hún séð á mér umkomuleysissvip, því allt í einu vék hún sér að mér, faðmaði mig að sér og kyssti mig um leið og hún óskaði mér gleðilegra jóla. Svo hélt ég með ferðatöskur mínar út í skamm- degisþokuna. Eg fór með strætisvagni frá Hampstead, sem er úthverfi í Norður-London, til Waterloo járn- brautarstöðvarinnar, og er það allt að því klukkutíma ferð. Þaðan var klukkustundar jámbrautarferð til West-Byfleet, Surrey, þar sem ]) Nöfnunum hefi ég breytt, öðru eklci. Myndin til vinstri sýnfr gamla bókasafniS í Westfie'd College. A3 cfan sjáum við íbúðarher’&ergi stúdenía.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.