Tíminn - 24.12.1954, Qupperneq 11
JÓLABLAÐ TÍMA^S 1954
11
JÓN HARALDSSON:
O/fat Akýjutm vq ajjtur hiiur á jöti
TiSeinkað pósfinum sem dansaði fram í dagrenningu,
— siúikurnar komu út á hóiinn til að horfa á hann
af miklu fjöri, þsim gekk illa a3
K Hann gekk um gólf meðan hann
' talaði, orðinn stuttstígur og ofur-
lítið reikull í spori við og við, enda
kominn nokkuð á níræðis aldur. Þó
var hann enn beinn í baki og
hnakkakertur, en orðinn sköllótt-
ur, aðeins hvítur hárkragi aftan í
hnakkanum og bak við eyrun. And-
litið var góðmannlegt og hetjulegt
í senn og svo skrítnar hýrur við
augun, sem þó voru oft hálf lukt.
í munnvikjunum vottaði fyrir brosi.
Margt höfðum við átt saman að
sælda, enda löng kynning og vart
svo fundum borið saman, að hann
ekki skildi eftir eitthvað í hug mín-
um sem blossaði upp aftur og aftur
sem leiftur eða bjartur logi. Sjálfur
var hann alvarlegur og stundum
jafnvel hálf ergilegur í róm, þegar
hann var að fara með mestu
kýmnissögurnar, honum stökk ekki
bros þó aðrir engdust af hlátri. Ekki
dró hann sjálfan sig undan því
sem broslegt var í frásögninni. En
alvöru- og örlagastundir lífsins
voru honum einnig minnisstæðar
og þeirra minntist hann einnig og
sagði þannig frá, að ógjarnan
gleymdist.
„Já, það eru öðruvísi hættir nú
en þegar ég var í uppvexti. Þá var
unnið hvern dag, myrkranna á
milli — og alla vökuna — alltaf
kapp um það hver skilað gæti mestu
verki, metnaðurinn í því fólginn að
vinna sér dugnaðarorð, koma fyrir
sig fótum efnalega, á aldrinum
milli fermingar og tvítugs og geta
þá máske rétt einhverri fallegri
stúlku höndina og leitt hana út í
lífið, og baráttuna, snauður gat
maður bað ekki.
Fermingarveturinn minn fannst
mér eitthvað nýtt vakna hjá mér.
Við glímdum mikið, drengirnir, og
eftir því sem á leið gekk mér betur
að ná yfirhönd í hópnum. Ég var
þó hvorki stór né sterkur, en ég
lærði nokkur góð brögð og glímdi
leggja mig.
Oft komu ungu stúlkurnar út á
hólinn til þess að horfa á. Aihaf
voru það sömu augun, sem mættu
mér, þegar ég bar sigur af hólmi
og leit upp, hvrleg, örvandi ung-
meyjaraugu. Við töluðum þó lítið
saman, — hún var frá góðu heim-
ili — ég var fátækur. Um voriö
réðst ég burtu, fór vi tferlum í
aðra sveit sem vinnumaður. Þar var
stórbúskapur á mörgum jörðum og
efna bændur. Ég fór gangandi,
næstum tvær dagleiðir, með lítinn
fatapinkil á baki — það var aleig-
an. Á fyrsta bænum í nýju sveit-
inni hitti ég tvo stráka sunnan viö
tún, þeir buðu mér strax í glímu
og ekki stóð á mér. En þeir féllu
báðir. Hvaðan ertu? spurðu þeir.
Ég nefndi sveitina. Eru þeir allir
svona góðir þar? O — ég er nú ekki
talinn með glímumönnum heima
sagði ég. Þeir stóðu í sömu spor-
um og störðu á eftir mér síðast
þegar ég sá. Var þetta bending?
Var hún máske nær mér en ég vissi
af, sú sem hafði gefið mér glímu-
styrkinn heima? Ekki skyldi ég
valda henni vonbrigðum í átökun-
um sem framundan voru.
Nýja vistin var á margan hátt
góð. Ég eignaðist strax fyrsta árið
tvær kindur, mér var gefið stekkjar-
lamb og gömul kona gaf mér haust-
lamb fyrir að sækja kindur sem
hún átti eftir göngur í annari sveit.
„Ég er óðum að hleypa upp sauð-
fénu“ skrifaði ég heim fyrir jólin.
Ég var staðráðinn í því að verða
ríkur! Koma aftur heim í sveitina
mína sem fulitíða maður, reka stór-
an fjárhóp á undan mér og stansa
á brúninni ofan við dalinn og lofa
lagðprúðum hópnum að dreifa sér
um brekkuna. Það yrði þokkaleg
„gónan“ á þeim niðri í dalnum
þegar þeir færu að telja!
Árin liðu, engin óhöpp hentu.
Reyndar fjölgaði ekki fénu eins ört
og fyrstu áætlanir höfðu ráðgjört,
en þó vel í áttina. Ég missti aldrei
kind, tók kaup mitt nær allt í fóðr-
um og tímdi naumast að fata mig.
Ég vissi að brúðkaupsfötin mundu
verða dýr, þegar þar að kæmi, til
þeirra átti ekkert að spara, það
áttu að vera kambgarnsföt, eins og
spariföt prófastssonarins. Ég glímdi
við strákana í sveitinni, glimdi á
kirkjustaðnum, í göngum og hrædd
ist engan mann. Ég dansaði á böll-
um alla nóttina fram í dagrenn-
ingu, gerði mín verk daginn eftir
og festi ekki blund fyrr en næsta
kvöld. Ég söng svo að undir tók í
fjöllunum, ég gat ekki þagað. Það
var lífið sem krafðist þessa alls. Og
svo kom ballið í Ási.
Ég var nýlega orðinn 21 árs —
þetta var á yngismanna daginn. —
Öllu ungu fólki í sveitinni var boð-
ið. Ég skoðaði fatagarmana mína,
náttúrlega voru þeir ekki til þess
að fara í þeim- á ball og það heim
á sjálft prófastssetrið. Nei, nei.
Líklega hafði ég einblínt um of á
það að fjölga sauðfénu, en þá hefði
nú verið nokkrum kindum færra í
hópnum mínum.
Ég fór til skólapilts sem þennan
vetur dvaldi heima í sveitinni og
bað hann að lána mér föt. Ja, ég
á treyju og vesti, sem þú gætir
kannske notað — en engar bux-
ur. — Ég bar mig í þetta, það stóð
mér á beini, var snjáð og blettótt
en það var einhver heldrimanna
lykt af því og fyrir henni gekkst
ég. Nú ég verð þá bara að vera í
seglbuxunum mínum brúnu við
þetta, þær voru hreinar og nýlegar,
hér varð að láta slag standa.
Aldrei gleymi ég ballinu því!
Vorloftið var að ná yfirhöndinni og
í vestrinu syntu gullroðin ský. Fær-
ið var gott, alls staðar sáust smá
hópar af fólki á ferð. Það lét ekki
ganga eftir sér til slíks fagnaðar í
þá daga. Við sem samferða vorum
stönzuðum á auðum hól að bæjar-
baki, baðstofugluggarnir voru beint
fram undan. Ókunnugur maður
kom heiman frá bænum og heils-
aði fólkinu sem með mér var. Hann
gaut til mín auga og sagði: Hvers-
lags fígúra er nú þetta! Félagi
minn sem hann ávarpaði sagði:
Vertu ekki að abbast upp á hann,
Það er óvíst að þú bærir af honum,
þó stærðarmunur ykkar sé mikill,
ef þið tækjuð saman í glímu. Að-
komu maðurinn hló og sagði: Þá
er að prufa það. Hann snaraði sér
úr treyjunni. Ég var til í tuskið og
fór úr minni. Ertu kannske baun-
verji sagði ég þú talar hálfgerða
útlenzku. O, það ragar ekki sagði
hann og sveiflaði mér til og ég fann a
að hér átti ekki að verða langt úr-
slita að bíða, en ég kom á hann
leggjarbragði og hann byltist niður
á hólinn. Mér varð litið upp og
heim að baðstofunni, í glugganum
sá ég andlit prófastsdótturinnar,
sem allir ungir menn dáðu og til-
báðu, Hún hló svo að skein í hvít-
ar tennurnar og kinkaði til mín
kolli. Ég eldroðnaði. En á næsta
augnabliki var baunverjinn uppris-
inn og heimtaði að við héldum á-
fram. Nú náði ég klofbragði á hon-
um strax og aftur lá hann. Ég held
að buxurnar þínar fari ekki að
verða neitt álitlegri en mínar sagði
ég, hann hafði lent í kúahlessu,
sem var að koma undan snjónum.
Þið hættið þessu sagði félagi. minn
og gekk á milli okkar, við förum
að dansa. Okkur varð báðum litið
heim í gluggann, enn var hún þar
og enn hló hún. — Nei við höldum
áfram sagði baunverjinn ákafur.
Ég held að ég nenni því ekki sagði
ég og tók treyjuna mína. Þú þorir
þá ekki sagði hann. Það er von að
þú haldir það, tetrið, við hittumst
kannske seinna og getum þá gripið
saman ef þetta nægir ekki. Ég leit
ekki við.
Dansinn var í algleymingi
strax og byrjað var. Stofan var
rúmgóð og harmonikan þagnaði
aldrei. Allt í einu stóð hún hjá mér
prófastsdóttirin. Slíka dásemd í
konumynd hafði ég aldrei augum
litið! Hárið glóbjart og fagurliðað,
Framh. á síðu 39.