Tíminn - 24.12.1954, Síða 19

Tíminn - 24.12.1954, Síða 19
19 JÓLABLAÐ TÍIWIANS 1954 Jól vestur vi Pétur Slgfússon, segir hér frá JélahaSdi í Oeuver — þar sem íslenzk fól vorú á einn hcimlli Það eru margar kirkjur í Boulder, — litlar kirkjur, stórar og gríðar- stórar kirkjur. Ekki veit ég, hversu margir trúflokkar starfa hér, en þeir munu vera nokkrir, — allt er frjálst i þeim efnum, sem vera ber, og því eingöngu um Fríkirkjur að ræða. — Dóttir mín og tengdason- ur eru í fámennu evangelisk-lút- hersku kirkjufélagi, sem starfræk- ir litla en snotra kirkju hér i miðri borginni. Fastir meðiimir þessa kirkjuféiags eru mill 200 og 300 manns og starísemin er borin uppi af frjálsum tillögum þessa fólks, misjöfnum eftir efnahag og áhuga. Kirkja þessi er byggð í því frjáls- lega sniði, að í kjallara hennar er rúmgóður samkomusalur ásamt eldhúsi og öðrum nauðsynlegum aukaherbergjum. Eru safnaðar- fundir haldnir í þessum sal oe vms- ar kristilegar skemmtisamkomur og veizlur. — Ennfremur er sunnu- dagaskóli fyrir börn safnaðarmeö- lima starfræktur þarna og er starfsemin lifandi og þróttug, svo að íslending rekur i rogastans yfir fjármunalegum fórnum og tíma þeim og kröftum, sem fólkið legg- ur fram algerlega ótilneytt og af fúsum vilja að því er virðist. Sem dæmi um þetta skal ég geta þess, að tengdasonur minn leggur fram 5 sterlingspund á hverjum sunnu- degi árið um kring, eða 260 sterl- ingspund á ári, sem samsvarar 4238 kxónum íslenzkum, og mér detta í hug mín eigin kirkjugjöld heima, sem mér hafa fundizt aö jafnaði alveg nógu há — og svo mun vera um fleiri heima, — en þetta er ekki allt, því meðlimirnir eru ætíð reiðubúnir að leggja á sig hverskonar aukastörf í þarfir kirkjunnar. Þetta kirkjufélag hefir einn prest og meðhjálpara, sem einnig er prestlærður og tekur virkan þátt í hverri guðsþjónustu, — les bænir, tónar og segir fram ritningagreinar. Stundum hafa þeir líka alger verkaskipti, og er þetta allt með nokkuð öðru sniði en heima. Fastur organleikari er kona, sem einnig æfir söngkór kirkjunn- ar, en við morgunguðsþjónustur, sem fara fram kl. 9 á sunnudags- morgnum, starfar kórinn ekki og syngur þá bara hver með sínu nefi — og eru þau auðvitað misjöfn eins og gengur. Kórdrengur í hempu kveikir Ijós og slekkur og svo eru kennarar sunnudagaskólans og kirkjuverðir, — og sennilega þarf kirkjan sjálf eitthvað sér til viðhalds eins og önnur hús. Já, satt að segja varð ég dálítið undrandi yfir þessu öllu, en svona er það, og ég er búinn að vera all- oft við guðsþjónustur þessa safn- aðar og á einum skenwntifundi í kirkjukjallaranum og skal fúslega játa, að andrúmsloftið innan þess- ara veggja er viðfeldið og gott, — einlng, glaðværð og friður virðist ráða ríkjum, auk einlægni og fórn- fýsi gagnvart félagsstarfinu. í byrjun hverrar guðsþjónustu taka tvær konur úr söfnuðinum á móti kirkjugestum, með brosi og hlýlegu ávarpi, í fordyri kirkjunn- ar. Tveir herrar. vísa gestum til sætis og innheimta framlög, — þessum störfum er skipt mánaðar- lega á milli safnaðarfólksins. Við útgöngu heilsast prestar og söfnuð- ur með handabandi og mæla þá prestar einhver hlýleg og gaman- söm orð við hvern og einn. Einnig rirtist mér presturinn vera „hrók- ur alls fagnaðar á beim í';ha skemmtifundi, sem ég hefi verið á hér i kirkj ukj allar asalnum. en fundurinn fór fram — í stuttu máli sagt — á þessa leið: Kar'.menn safnaðarins 40 til 50 að tö'u mætt”. i samkomusalnum um kl. 20, ásamt börnum innan fermingaraldurs. Hver maður fiutti með ser em- hvern kiöt- eða grænmetisrétt og auk þess mjólk, brauð, pappadiska og önnur tæki. Börnin hófu strax leiki í hliðarherbergjunum, en hin- ir fullorðnu héldu stuttan fund um safnaðarmal. Að funai loknum hófst borðhald — algerlega sam- eiginlegt og át þar hver írá öðrum eftir vild og smekk. Borð voru fljótrudd að máltíð lokinni, þar sem pappatækin eru svo auðveldlega afgreidd til eldsins, og allt er kom- ið í lag á svipstundu. Allir hjálp- ast að. — Skemmtiskrá, stutt en sniðug, samin og útfærð af 16 ára gamalli dóttur safnaðarformanns- ins, var aðallega fólgin í söng, gam- anspurningum og getraunum, oili glaðværð og hlátrum. Síðan var smágjöfum útbýtt ti) barnanna og samkomunni slitið um kl. 22. — Þessi börn eru að minnsta kosti ekki á götunni á meðan og slitna ekki tafarlaust úr tengslum við elara fólkið vegna vanj;andi sam- En svo byrjar hátíðasvipurinn að færast yfir oorgirnar, glugga þeirra og götur, og kapphlaupið í vöru- húsinu fyigir á hæla honum. — Strax með byrjun desember fer mJög að bera á ýmsu utanhúss- skrauti. Útstillingar í búðarglugg- u.a oera þess augljósan vott, að eitthvað stendur tii. Ymislegt ben>'!ir á. nðþólin mun’ í nánd. — Jólin hafa frá því ég fyrst man eftir haft góð og mildandi áhrif á mig og man ég þau þó í ýmsum myndum. — Ég hefi ætíð talið, að jólahátið ætti ekki að byrja fyrr en með jólunum sjálfum, eða m.ö.o. á aðfangadag jóla. Svo var þetta á mínum fyrstu jólum, og svo vil ég hafa þetta enn; jólaundirbúning allan hóflegan og hljóðlátan, — eru því allar þessar skreytingar, með öllu fylgidóti, harki, hlaupum og hávaða svo vikum skiptir fyrir jól, ekki geðfellt né vekjandi nein jólageðhrif hjá mér. — Þessi jóla- skreytinga-ósiður er fyrir löngu búinn að nema land á íslandi og er því eklci um neitt nýtt fyrirbæri að ræða hér. Virðist mér augljóst, að jólahelgin — í eiginlegri merk- ingu — sé í alvarlegri hættu stödd gagnvart þessum vágesti, sem vit- anlega er ekkert annað en skilget- ið afkvæmi mammons. Jólavöi-u- auglýsingarnar, jólaskreytingarnar og jólagjafaóhófið er allt i sam- einingu á greiðfærum vegi með að yfirskyggja svo fullkomlega kjarna hins raunverulega hátíðahalds, að ég hygg það sennilega til getið, að innan tíðar verði það álíka marg- ir, sem vita skil raunverulegs til- gangs jólahátíðahaldsins og þeir, sem kunna bænina faðirvor, — en það er nú þegar staðreynd heima á Fróni, að þar eru að verða van- höld allmikil. Skreytingar margra stærri vöru- húsanna í Denver t. d. eru svo íburöarmiklar og fagrar á að líta, að eigi verður með orðum lýst. Hug- vitssemi þeirra, sem að skreyting- um þessum standa, er stórkostleg og — þegar kjarna málsins er sleppt — ber að játa, að margar þeirra eru hreinasta augnayndi, enda til þeirra variö stórkostlegum fjármunum, mannlegu starfsafli og tíma, — en sleppum því. Ráðhúsið hérna í Boulder er mjög fagurlega skreytt og uppljóm- að, allt í töfrandi litbrigðum og ljósadýrð líkast því sem álíheim- ar einir mundu líta út í fornum hugmyndum, og jólastjarnan, sem sett er upp hérna i fjallinu fyrir ofan, er fögur á að sjá og gæti verkað sem tælandi tákn hinnar heilögu nætur, — en þessi stjarna er búin að vera þarna s.l. hálfan mánuð og áhrifin af henni þegar farin að verða hversdagsleg, bragð- lítil, — líkleg til að mást út og hverfa eða ruglast bara saman við annað glansandi skraut, sem hvar- vetna blasir við augum — og hefir gert um lengri tíma; hefði hinsveg- ar átt að koma í Ijós rétt fyrir jól- in til að aúka á áhrif hins rétta augnabliks — jólahátíðarinnar sjálfrar. — En svona var það, og þeir um það. — Og í Denver er jóla- tré eitt svo voldugt, stórt og fagur- lega skreytt, að höll sú, sem það stendur í og tilheyrir, hefir verið höfð opin um lengri tíma, svo að almenningur geti gengið þar um garða og glatt augu sín við ólýsan- legan iburð þess og skraut, drottni þeim, er fæddist fyrir 1953 árum til dýrðar og vegsemdar, — en við fengum hvít jól, einföld og fögur. Drottinn gaf okkúr þau sjálfur í fullkcmnu látleysi og á réttum tíma, — mjallhvít, hrein og fögur. Honurn sé heiður og þökk! — Hátíðablær jólanna er hér um slóðir nokkur annar en heima. Dag- ana fyrir jólin eru ýmiskonar skemmtisamkomur og jólatrés- skemmtanir fyrir börn. Jólatrés- skemmtanirnar heima eru venju- lega eftir jólin, enda höfum við heima viðhaldiö því enn að treina okkur eins og nokkurskonar eim af jólahelginni fram um þrettándann. Jólanóttin er ekki haldin hátíð- leg hér. Þó eru jólamessur í ýmsum kirkjum eftir kl. 22 að kveldi. Ann- ars heimsækir fólkið gjarnan hvað annað þetta kvöld eins og á sunnu- degi. Jólagjafir koma ekki fram fyrr en að morgni jóladágsins og Framh. á bls. 26.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.