Tíminn - 24.12.1954, Page 21
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954
21
Guhmundur ÞorsteirLsson frá Lundi:
LITLI
Sénn saga frá síðystu öEd um imanaðarEausan
dreng, serra Beitaði einn yfir fJölB og iieiðar
Sveinn Guðjónsson er fæddur í
Helgugerði á Húsavík 4. apríl 1885.
Foreldrar: Sigurbjörg Daviðsdóttir
og Guðjón Guðlaugsson. Föður sinn
missti Sveinn þegar hann var á 1.
ári. Guðjón heitinn hrapaði í
Lundaey, þar sem hann var að
heyskap ásamt fleirum, lemstrað-
ist hroðalega, og lézt af því. Dreng-
urinn fór þá þegar til vanda-
lausra; lenti hann fyrst hjá roskn-
um hjónum í Heiðarbót cg var þar
111 fjögra ára aldurs. Móðir hans
var áfram á Húsavík, og hafði hjá
sér einn dreng af þrem börnum
sínum, sem liföu eftir fyrra hjóna-
band hennar. Frá Heiðarbót fór
Sveinn að Kvíslarhól á Tjörnesi og
var þar þangað til hann fór að
Jarlsstöðum i Bárðardal, 7 ára
gamall. Þar var hann eitt sumar
sem léttadrengur og undi sér hið
bezta. Þá var móðir hans gift í
annað sinn, og bjó í Holti á Húsa-
vlk; tók hún þvi Svein til sin um
haustið.
Næst réðst hann norður í Ey-
víndarstaði í Kelduhverfi til Fló-
vents bónda þar. Bóndi sá var
ekkjumaður og átti eina dóttur
litlu yngri en Svein, en bjó með
ráðskonu, sem hét Emilía Björns-
dóttír. Hún hafði um tíma verið
þerna á Hólastaö, og þótti það
íremur vegtylla. Við húsbóndann
líkaði Sveini vel, en öil aðbúð mátti
ekki lakari vera. Eins og venja var
þá, vakti drengurinn yfir túninu
um vorið, en oft varð lítið um svefn
eða hvíld aðra tíma sólarhringsins.
Eftir fráfærur tók við að gæta
kvíaánna, sem voru um 70; var það
ærið starf að gæta þeirra allan sól-
arhringinn. Drengurinn,’ sem þá
mun hafa verið á tíunda ári, átti
þvi ærið örðugt. Stöku sinnum fékk
hann að hafa ærnar heima við tún,
og fleygja sér niður um stund
heima; gáfu þá piltarnir ánum auga
á meðan, en fremur var sjaldan það
gengi. Flesta daga sat hann hjörð
sína í heiðinni milli Eyvindarstaða
og Fjalla, og þar inn af. Var þá aðal
hvíldin að dotta við og við í hjáset-
unni — en stuttir voru þeir dúrar og
óværir, því aldrei var tekið mildum
höndum á því að „svíkjast um“,
sem þá var kallað, og týna af ánum.
Svona liðu dagarnir, örðuglega,
cn slysalaust; til slysa taldist það
þá m. a. að missa ær úr kvium.
Ðrengnum tókst að verjast því, og
þótt aðbúð væri bág, er ekki víst,
að hún hafi verið langt neðan við
meðallag þess, sem þá gerðist um
íátæk tökubörn. Sá kapítuli í sögu
þjóðarinnar yrði vafalaust, - ef
skráður væri, svo dökkur, að marg-
ír munu telja, að gleymskan geymi
l'.ann bezt. Skal hann því ekki tak-
inn hér, umfram það sem sagan
heimtar. —
Hjón voru á Eyvindarstöðum, lik-
iega í húsmennsku, meö ein tvö
1. örn; hét sá bóndi ísak. Barnaveiki
gekk þá í Kelduhverfi, en engar
sóttvarnir voru um hönd haföar
hennar vegna, og daglegt líf geklc
sinn vanagang. Börn ísaks fengu
barnaveikina og dó annað þeirra,
sem síðar skal að vikið.
Þegar þetta var, mun hafa verið
komið fram í ágúst og farið að
skyggja um nætur. Var Sveinn þvi
farinn að reka ærnar á kvöldin og
smala þeim á morgnana; gafst þá
venjulega ró fyrri hluta nætur, en
snemma var tírengur vakinn til að
srnala.
Sveinn hafði flet sitt í framhýsi,
alllangt frá baðstofu, í hálfdimmu
horni: lítið var þar annað til skjóls
en íataleppar hans, sem oft voru
þá blautir eftir vosbúð dagsins —
og svo hinn ómissantíi félagi smal-
ans um allar aldir, hinn tryggi vin-
ur, hundurinn, sem hann lét sofa
til fóta sinna, og höfðu þeir ylinn
hvcr af öðrum, andlega og líkam-
lega. Eitt kvöld, sem fvrr segir, í
ágúst voru þeir félagar komnir í
fletið sitt, eftir að' hafa rekið ærn-
ar. Krollur var i þeim og sofnaði
drengurinn þvi ekki þegar í stað,
sem hann annars var vanur. Þegar
honum fór að birta fyrir augum,
tók hann eftir einhverju óvæntu í
horninu innan við sig, á ská yfir
skemmuna. Þetta dró með einhverj-
um geig að sér athyglina, svo að
hann gat ekki látiö vera að athuga
það nánar. Þetta var þá likkista
barnsins, sem dáið hafði, svartmál-
uð að þeirrar tí'ðar sið; en það, sem
vakti a-thyglina fyrst, voru skrúf-
urnar, sem glampaði ofurlítið á.
Barnið hafði verið kistulagt og bor-
ið þarna fram, og fóikið síðan geng-
ið til náða, en þess ekki verið gætt
að minnast á þetta við smalann,
livað þá meira.
Drengurinn varð ofsahræddur
við þessa uppgötvun og datt ekki til
hugar annað en flótii frá þessari
skelfingu, sem kom þarna alveg ó-
vænt og rak smiðshöggið á lang-
varandi örðugleika munaðarleys-
ingjans. ,En hann var þó furðu
stilltur, því hann tók saman lepp-
ana sína og bar þá með sér út, en
þá voru hans jarðnesku auðæfi upp
talin að mestu. En þá kom skyldu-
ræknin til sögunnar. Honum hafði
verið trúað fyrir ánum, og þeim
trúnaði fann hann sig ekki geta
brugðizt, þótt mörgu hefði veriö á-
fátt í aðbúð og viðurgjörningi. Fólk
var allt í fastasvefni, en litli hnokk-
inn rölti einn af stað undir nótt-
ina, sótti ærnar allar, sem hann
var nýskilinn við, og rak þær heim
undir tún. Síðan tók hann fata-
pinkilinn sinn og gekk frá bænum,
alfarinn, með tryggðavininn sinn,
smalahundinn, einan til fjdgdar
sem fyrr.
Þegar hann fluttist norður, kom
hann í fylgd meö Sveinunga í Byrgi,
og þá yfir Tunguheiði, en hann
var ákveðinn í því að fara ekki þá
leið, því hann vildi ekki verða stöðv
aður. Hann vissi, aö til var önnur
leið heldur beinni, en löng milli
bæja, um Bláskóga- og Reylcja-
heiði; vissi deili þar á stefnu og
hæstu fjöllum, en hafði aldrei far-
ið hana. Þessa stefnu tók hann og
komst um nóttina yfir Bláskóga-
heiði og upp á Reykjaheiði sem
leið lá, langt innan við Fjöll. Með
degi gerði svartaþoku og týndi
hann þá, á svokölluöum Hellum,
troðningum þeim, sem yfir heiðina
lágu og hann hafði fylgt.
En hann var rólegur enn. í stað
þess aö æða eða æðrast, hélt hann
að mestu kyrru fyrir, nema hvað
hann leitaði lítt þroskaðra berja og
át þau við ásæknum sulti. Ein-
hverju þurfti hann að nærast, því
ekkert var nestið, en biti hafði að
venju beðið hans, þegar hann kom
frá ánum um kvöldið áður. Ekki sá
til sólar; var þetta því dauflegur
dagur, með dapurlegri nótt á eftir,
en þó lagðist sú likn með þraut, að
veðrið var stillt og milt.
Daginn eftir sá snemma til sólar.
Áttaði hann sig þá þegar, og má
nærri geta, að hann varð sólskin-
inu feginn eins og fleiri, sem í raun-
ir rata. Sjóndeildarhringurinn víkk-
aði óðum, og brátt þóttist hann viss
um, að hann væri nokkru innar en
vera bar; breytti stefnu eftir því
og kom þá áður en langt leið á
götuslóða, sem hann fylgdi síðan
alla leið aö Heiðarbót (I Reykja-
hverfi) og kom þar litlu eftir há-
degi.
Þar bjuggu þá ung hjón. Þegar
drengurinn kvaddi dyra, kom kon-
an út og baö fyrir sér,.þegar hún sá
útganginn á barninu. M. a. var
hann búinn að ganga af sér bæði
skó og sokka og hafði rifið lyng til
þess að troða i skóna og hlífa svo
fótunum, en það var þrautaráð
margra göngumanna, meðan hinir
óhentugu og haldlitlu íslenzku skór
voru það eina, sem þjóðin hafði á
fæturna.
Drengurinn sagði í sem stytztu
máli sögu sína, en vegna barnaveik-
innar bað hún hann innilega af-
sökunar á, að hún þyröi ekki að
bjóða honum. En hún bað hann að
bíða sín og kom að vörmu spori aft-
ur með ágætis mat, nógan og nota-
legan og færði litla ferðalangnum
út í góðviðrið. Má nærri geta, að
maturinn var með þökkum þeginn;
síðan sótti hún bæði sokka og skó,
sem hún gaf honum. Var þá þreyt-
an horfin og allt andstreymi gleymt
í bráð. Visaði hún honum síðan á
leið til Húsavikur og kvaddi hann
með þeirri alúð og hlýju, sem er og
verður aðalsmerki íslenzkra hús-
mæðra. Harmar Sveinn það enn í
dag að muna ekki nafn þessarar
gæðakonu, þvi fáar velgjörðir hafa
honum orðið minnisstæðari en al-
úðlegar viðtökur hennar.
Frá Heiðarbót hélt Sveinn litli
hress í lund og léttur í spcri. Þegar
dró út undir Laxamýri fór hann að
kannast við landslagiö og hugur-
inn að bera hann hálfa leiö, til fyr-
irheitna landsins út með flóanum;
náði hann heim til móður sinnar,
síðla dags. Sem nærri má geta þótt-
ist hún heimta hann úr helju, vegna
þess að Flóvent, fyrrv. húsbóndi
hans, var kominn til Ilúsavíkur að
leita hans, en þar hafði enginn orð-
ið hans var. Þegar komiö var á fæt-
ur á Eyvindarstöðum eftir hina
skyndilegu brottför Sveins, þótti
undarlega við bregða, að ærnar
voru allar heima við, en smalinn
horfinn. P'yrst var sent út að Keldu-
nesi og síðan á aðra næstu bæi, en
þegar ekkert spurðist um drenginn,
var safnaö mönnum og leitað
skipulega inn yfir Tunguheiði, án
árangurs. Þaöan var svo Flóvent.
bóndi kominn að tilkynna hvarfið,
sem fyrr segir.
Það fréttist nú brátt, að drengur-
inn var kominn fram, og kvaddi
hreppsnefndin hann þegar um
kvöltíið á fund sinn. Þar var Fló-
vent lika stefndur, og hafði þegar
látið í ljós ósk um að fá drenginn
aftur heim með sér. Sveinn litli var
ekkert upplitsbrattur, þegar hann
gekk fyrir þessa höfðingja einn síns
liðs. Þórður Guðjohnsen, sem tal-
inn var allharður í horn að taka,
Framh. á bls. 26.