Tíminn - 24.12.1954, Side 23

Tíminn - 24.12.1954, Side 23
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954 23 FRIÐARDÝRÐ I FJALLASAL Heiðríkur og sólbjartur júnídag- ur var liðinn að kvöldi. Ég var staddur uppi í fjallshlíð í fögrum, en litlum fjalladal. Útsýni var ágætt inn til fjalla og út til hafs. Það voru komin náttmál. Gleöi- bros breiddust hvarvetna móti mér: í söng fuglanna, í litskrúði blóm- anna, daggperlum grasanna og !it- brigðum sólsetursins. Hlýr og þýður vindblærinn var að færast undan landi og út til hafs. Sólsetursdýrðin var að klæða hvert fjall og hnjúk í sinn sérstæða blá- möttul. Undursamlegur friður og ró færð- ist yfir alla náttúruna. Vindblærinn var horfinn, og fuglarnir voru hættir að syngja sín eldfjörugu ljóð. Þeir höfðu breytt um lag. Nú var sambland af þakklæti, angur- værð og unaði í kvaki þeirra, sem snerti óteljandi strengi tilfinninga minna. Nú var komið lágnætti, og fugla- kvakið að fjara út. Öll náttúran virtist búa sig undir næturhvíld- ina. Allt var kyrrt,— hvergi hreyf- ing, nema á stöku stað, þar sem litlu lækirnir hoppuðu glaðir stein af steini niður hlíðina. Þeir virt- ust ekki kæra sig um hvíldina. En ég heyrði ekki til þeirra, — ég heyrði aðeins minn eiginn andar- drátt. Og þó reyndi ég að bæra sem minnst á mér, til þess að rjúfa ekki þessa heilögu kyrrð og friðhelgi. Á steini skammt frá mér sat sól- skríkja og kúrði sig niður. Þannig virtist mér líða stutt stund. Svo fer fagurrauð rönd af sólinni að gægjast upp fyrir yztu hafsbrún. Litli fuglinn á steininum kvakar lágt og þýðlega, — fyrst einn og einn stakur tónn með stuttu millibili, eins og hann sé með sér- stakri varúð að vekja náttúruna af þessum stutta og létta svefni. En síðan taka ótal smáfuglar undir með yndislegu kvaki, sem vei’ður að hægum og hátíðlegum söng. Ég hlusta frá mér numinn. Og ég heyri aðrar undursamlegar raddir, samstilltar söng litlu fuglanna, og mér opnast ótakmarkað útsýni með dásamlegri og ógleymanlegri feg- urð. Ég' reyni ekki að lýsa því, sem ég heyrði og sá, — ég held, að engin mannleg tunga geti það. Ég var gagntekin af undrun og lotningu fyrir þeim helgiblæ, sem hvíldi yfir þessari fegurð og þessum óviðjafn- anlega söng. Eínhver utanaðkomandi rödd sagði mér, að þetta væri morgun- söngur eða morgunguðsþjónusta náttúrunnar, sem mér hefði verið leyft að sjá og heyra. Svo leið þessi annarlega dýrð frá sjón minni og heyrn, likt og hún kom, en eftir var söngur litlu fugl- anna, sem nú var orðinn léttur og fjörugur að vanda. Og almættis- hönd guðs varpaði dýrðarljóma yf- ir láð og lög með komu morgun- sólarinnar. Það er maímánuður. Ég ligg úti .á útnesi einu fjarri byggð. Útsýni er aðallega til hafs. í þetta sinn er hafið úfið og grátt. Öldurnar renna á land hver af annarri, fagrar og tígulegar, en þó ægilegar og ógnandi. Þær skella vægðarlaust á klett- iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiHii I Giiðmundujr Einarsson, | | bóndi og refaskytta á Brekku I \ á Ingjaidssandi í Önundar- 1 I firði, er víða kunnur sem ein- 1 1 hver mesti útiíegumaður síð- f í afi tíma á landi hér. Mun \ I hann hafa legiö úti á grenjum | í hátt á sjöunda ár samanlagt. I I Hann hefir því lifað bæði \ 1 súrt og ætt í vestfirzkum ó- i í byggðum, — átt þar marga \ 1 kalda nótt, en líka notið í rík- | § um mæli sumardýrðarinnar á I | fjöllunum, þar sem sólsetrið \ Í og sólaruppkoman nýtur sín i I bezt. | | Þetta hefir verið einasta f Í skólavist Gnðmundar um 1 \ dagana. En hann fullyrðir, að | | skólinn hafi verið góður og f Í margt hafi hann lært þarna | | úti í ríki náttúrunnar. | Á síðari árum sínum, þeg- i | ar næði fór að verða betra, | | hefir hann stundum tekið f Í pennann og skrifað niður i i hugleiðingar sínar og gamlar | | mínningar. . = Í Fara hér á eftir tvær smá- | i myndir, sem hann hefir dreg- i Í ið upp frá liðnum útivistar- i í dögum. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii um og klöppum, sem þær umlykja með faðmlögum sínum. En klett- arnir virðast taka þessum faöm- lögum rólega, enda vanir þessum leik. Loftið er þrungið þykkum skýjaflókum, sem þeytast um loít- ið með feikna hraða. Dökkur þokubakki er með öllu hafinu og virðist sífeilt færast nær og nær landi. Allt sýnist benda til þess, að ó- veður sé í aðsigi með regni eða jafnvel snjókomu. Ég fer að litast um eftir einhverju skjóli, ef veðrið skyldi verða jafn ömurlegt og útlitið benti til, þvi ekki má ég flýja af hólmi, — þarna á ég að vinna mitt verk. En þarna er ekki um auðugan garð að gresja. Nokkrir stórir steinar standa þarna skammt frá. Þar get ég að vísu tekið af mér mesta stormgustinn, en ekki geta þeir hlíft mér gegn úrkomunni. Ég kvíði samt ekki komu nætur- innar, því bæði getur veðrið orðið betra en áhorfist, og svo er ég orð- inn misjöfnu vanur í þessum úti- legum mínum. Um miðaftan er kominn stormur og kraparegn, og ég er búinn að leita mér skjóls upp við stærsta steininn, en kuldalegur næturstað- ur er það samt sem áður. Ég horfi út i drungann, — horfi á hafrótið á sjó og landi, — læt hugann reika yfir úfið haf mann- lífsins, því að nógur er timinn til hugleiðinga. Allt í einu hejrri ég hljóð. sem ég kannast við. Það er aðvörunar- eða hættumerki frá bónda þeim, sem hér býr, til konu og barna, er öll liggja í greni sínu skammt frá mér. Hann hefur að likindum fundið mannaþef, og þá er alltaf hætta á ferðum og bezt að fara að öllu gætilega. Veðrið hefur stöðugt farið versn- andi. Um miðnætti hefur það náð hámarki. Fjöllin eru orðin alhvít niður fyrir miðjar hlíðar. Síðan fer stormurinn heldur minnkandi, en krapaúrkoman heldur áfram. Ég er fyrir löngu orð- inn blautur inn að skinni. Að lokum stend ég upp stirður af lireyfingarleysinu og hristi af mér snjókrapann. Vatnið bullar upp úr skónum mínum. Það er ónotahroll- ur í mér, og ég hugsa til þeirra, sem sofa vært heima í Þlýjum rúmum sinum. Þá heyri ég aftur til tófunnar. Hægt og rólega fer ég að þoka mér í áttina þangað, sem hljóðið virtist koma úr. En skyggnið er slæpit. Ég doka við stein og hlusta. Eftir skamma stund heyri ég kind jarma mj ög sárt, og virðist hún vera á hlaupum. Eftir augnablik sé ég lág- fótu bregða fyrir, og er hún æði fyrirferðarmikil. A Ég færi mig í áttina þangað, sem ég sá hana, og innan skamms er ég kominn í skotfæri. Ég lyfti byss- unni, — miða, — og skotið ríður af. Fj allarefurinn liggur í blóði sínu ofan á bráð sirnii, en það er hvítt lamb, nýdrepið, sem átti að verða morgunverður fjölskyldunnar. Ég færi mig nær tófunni og horfi um stund á hana og lambið, sem virðast nú liggja í faðmlögum. Margvíslegar ráðgátur leita á hugann: Er dauðinn nú búinn að sameina ykkur, sem fyrir skammri stundu voruð mestu óvinir? Mun dauðinn einhvern tíma sameina alla óvini í einhverju fögru og friðsælu undra- landi hjá höfundi tilverunnar? Aftur heyri ég kindina jarma sárt. Það eru sorgárstunur móður- innar, sem misst hefur barnið sitt. — Nú er kominn miður morgunn, og veðrið fer stöðugt batnandi. Ég vind úr fötum mínum og fæ mér kaldan vatnssopa að drekka úr vasapela mínum, en betra hefði nú samt verið að fá rjúkandi morgun- kaffi. Þegar ég er að setja tappánn í flöskuna, kemur krummi fljúgandi fram hjá. Hann virðist vera mjög kátur og krunkar ákaft. Mér dett- ur i hug, að hann hafi illt í hyggju, þegar ég sé hann renna sér niður í laut skammt frá mér. Ég veiti hon- um þvi eftirför og sé brátt, hvar hann ræðst að nýfæddu lámbi, sem augsýnilega hafði ekki komizt á spena þessa óveðursnótt, en ærin stendur rétt hjá og stappar niður fótum. Ég bið ekki boðanna, heldur sendi krumma kalda kveðju úr byssu minni, þegar hann hoppar örlítið frá bráðinni. Síðan fer ég að stumra yfir lambinu, velgi á því munn og fætur og kem því á spena. Og ég er ánægður með sjálfan mig, — finnst ég hafa unnið þarna ofur- lítið góðverk. Þá heyri ég rödd, sem segir: „Jú, að vísu var það góðverk að hjálpa lambinu, en þú þurftir ekki að drepa hrafninn.“ Ég mótmælti í huganum: „Hrafninn er morðingi og ræn- ingi.“ Aftur er mér svarað: „Eru mennirnir nokkuð betri? Hvað gerir þú? Þú drepur tófuna og rænir börnum hennar.“ Mér verður ógreitt um svör og finnst góðverk mitt hafa minnkað. Ég sný nú aftur að náttbóli mínu við steininn og fer að skoða i mal- poka minn, því ég er orðinn mat- lystugur eftir alla nóttina. En þar er allt blautt, — blautt brauð og blautur fiskur, sem þó átti að vera harður. Allt hafði blotnað um nótt- ina. Ég fer samt að gæða mér á blauta fiskinum. Nú hefur veðrið skyndilega breytzt til batnaðar. Það er komið Framh. á bls. 41.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.