Tíminn - 09.01.1955, Qupperneq 10

Tíminn - 09.01.1955, Qupperneq 10
t V <1 ,1 1 § 5 » JJ fi < •< l. : 10 TÍMINN, sunnudaginn 9. janúar 1955. 6. blað. PJÓDLEIKHÖSIÐ SinfóníMhljómsveitin tónleikar í dag kl. 15,30. ÓPERURNAR Payliacci Og Cavalería Rusticana Sýning í kvöld kl. 20.00. CIPPSFXT. Nœsta sýning þriðjudag kl. 20.00 Aðgöngumiðasalan opin írá kl. 11.00 — 20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær nur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Valcntino Geysi íburðarmikil og eillandi ný amerísk stórmynd í eðlileg- um litum. Um ævi hins fræga leikara, heimsins dáðasta | kvennagu’ls, sem heillaði millj-j ónir kvenna í öllum heimsálf-j um á frægðarárum sínum. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Maðurinn frá Texas Afburða skemmtileg mynd í eðli legum litum með gamanleikar- anum. Gabby. Sýnd kl. 5. NYJA BIO — 1544 — Yivu Zapata Amerísk stórmynd byggð á sönní um heimildum um ævi og örlögj mexíkanska byltingarmannsins j og forsetans EMILIANo! ZAPATA. Kvikmyndahandritið j samdi skáldið JOHN STEIN-j BECK. — MARLON RANDO.j sem fer með hlutverk Zapata, er j talinn einn fremstu ,karakter‘ j leikurum, sem nú eru uppi. Jean Peters, Anthony Quinn, Allan Reed. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hið bráðskemmtilega Jóla-„Shotv(i Í7 nýjar teiknimyndi og fleira.j Sýnd kl. 3. i ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦■ BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - Vanþahklátt hjarta Itölsk úrvalsmynd ef’clr sam nefndri skáldsögu, sem komið hefur út á íslenzku. Carla del Poggio hin fræga nýja ítalska kvik- myndastjama. Frank Latimore Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. ____Sýnd kl. 5, 7 og 9. __ | Ævintýrapriiis inn I Ævintýramynd í litum. Sýnd kl. 3. »»< HAFNARFJARÐARBÍQ Einvígið í sólinni Ný, amerísk stórmynd í .itum. Ein með stórfenglegustu .ynd- um, sem tekin hefir verið. Aðalhlutverk: Jennifer Jones, Gregory Peck, Lionel Barrymore. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9,15. Sími 9249. jleikfeiag: ^leykjavíkur^ Fræuka Charleys Gamanleikurinn góðkunni Sýning í kvöld kl. 8. 60. sinn. UPPSELT. Frumsýning IV Ó I Sjónleikur í 5 sýningum tir André Obey í- þýðingu Tómasar Guðmundssonar. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Miðvikudag 12. janúar 30 ára leikafmæli Brynjólfs Jóhannessonar Fastir frumsýningargestir vitji áðgöngumiða sinna í Iðnó á morgun, mánudag, kl. 4—6, nn ars seldir öðrum. Almenn sala aðgöngumiða hefst á þriðjudag kl. 4—7 og eftir kl. 2 á leikdaginn. AUSTURBÆJARBÍÓ Heimsfræg kvikmynd, sem hlaut 5 Óskarsverðlaun. A girndarleiðnm (A Streetcar Named Desire) Afburða vel gerð og snilldarlega leikin, ný, amerisk stórmynd, gerð eftir samnefndu leikriti eftir Tennessee Williams, en fyr itzer-bókmenntaverðlaunin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦ GAMLA BÍÓ Sími 1475. Ævintýraskáldið H. C. Andersen Hin heimsfræga litskreyttaj ballett- og söngvamynd gerðj af Samuel Goldwyn. Danny Kaye, Farley Granger, og franska ballettmærin j Jeanmaire. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Næst síðasta slnn. TRIPOLI-BIO Simi 1182 MELRA Stórfengleg, ný, amerísk söngvamynd í litum, byggð á ævi hinnar heimsfrægu, ástr- ölsku sópransöngkonu, Nellie Melbu, se mtalin hefur verið bezta „Coloratura", er nokkru sinni hefur komið fram. 1 myndinni eru sungnir þættir úr mörgum vinsælum óperum. Patrice Munsel, frá Metro- politanóperunni í New York. Sýnd kl. 7 og 9. Næst síðasta sinn. Bamho Sýnd kl. 5. ♦♦♦♦♦ HAFNARBIO Síml 8444 Eldur í œðum (Mississippi Gamler) Sýnd kl. 5, 7 og 9. . Glcsts og gaman. Bráðskemmtileg og fjörug, ný, amerísk músík og gamanmynd. j Aukamyndir: Fimm nýjar teiknimyndir um ævintýri hins sprellfjöruga Villa Spætu. Sýnd kl. 3. TJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndin Gleðidagnr í Róm PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR | (Roman Holiday) Frábærlega skemmtileg og vel j leikin mynd, sem alls staðar hef- J ir hlotið gífxirlegar vinsældir. Sýnd kl. 6. 7 og 0. Ólafur Ólafsson (Framhald af 8. siðu). segja að verkin lofi meistar- ann. Það veit ég að öllum sín- um nánustu vildi Ólafur mjög vel þakka, svo og læknum og hjúkrunarfólki á Vífilsstöð- um, sem aldrei þreyttist í sínu göfuga líknarstarfi. Svo kveð ég þig Ólafur með þökk fyrir liðnar samveru- stundir og ósk um bjart líf handan landamæranna. Guð blessi þig. Einar J. Eyjólfsson. Anna Björnsdóttir (Framhald af 8. siðu). athygli, heldur til þess að hlýða eigin lögum. Þó er ef til vill mesta hamingjan að hafa á langri ævi ávallt varð veitt heiðríkju hugans, sól- skinið í sólinni og hinn djúpa varma, hafa ráðið yf- ir hófstilltri skapgerð með því öryggi, að jafnan var snúist rétt við hverjum vanda. Yfij*'hVagð hennar sagði jafnan þessa sögu, sem varð æ gleggri stöfum greypt sem iengra leið á ævidaginn. Þar átti einnig við það, er B. Th. segir: „Og þótt hún kvala kenndi af kvillum í elli, brúna jafnheiðskír himinn hugar ró sýndi“. Skriðulandi, 13. des. 1954. Kolbeiwn Kristiwsson. Fandhelglsmálið (Framhald af 5. síðu). stofnunar Sameintíðu þjóð- anna í Róm hinn 18. apríl n.k. Er sá dagur valinn með tilliti til þess, að álit ráðstefnunnar geti legið fyrir á fundi þjóð- réttarnefndarinnar, sem standa mun yfir í tvo mánuði næsta sumar. Mundi nefndin þá taka álitið til athugunar í sambandi við heildarrann- sókn s:na á þessum málum. Ákvörðun um þetta atriði eins og önnur verður ekki tekin fyrr en á Allsherjarþinginu 1956, þegar heildarskýrsla þjóðréttarnefndarinnar ligg- ur fyrir. Tillagan um fiskveiði ráðstefnuna var samþykkt með 41 atkvæði gegn 5, en 5 sátu hjá. Voru það Arabaríki sem hjá sátu, en á móti greiddu atkvæði Sovét-Rúss- land, Hvíta-Rússland, Ukr,p,- ína, Pólland og Tékkóslóvakía. Með ályktunum þeim, sem Allsherj arþingið hefur nú af- greitt með yfirgnæfandi meirihluta er ljóst, að stefna íslenzku ríkisstjórnarinnar, sem haldið var fram á Alls- herj arþingunum 1949, 1953 og á þingi því, er nú situr, sé nú oröinn traustur grundvöllur fyrir málsmeðferðinni aílri, og má gera ráð fyrir, að heild artillögur um yfirráðrrétt ríkja yfir hafinu muni liggja fyrir innan tveggja ára. Verð- ur ekkert um það fullyrt á þessu stigi, hvernig þær tillög- ur verða og verður að sjálf- sögðu að taka afstöðu til þeirra, þegar þær liggja fyrir. Að lokum vil ég segja það, að mjög greinilega hefir kom- ið í ljós í viðræðum við fjöl- marga fulltrúa hér, að þeir bera mjög hlýjan hug til ís- lands og var auðheyrt, að for- maður íslenzku sendinefndar- innar, Thor Thors sendiherra, hefur átt ríkan þátt í að skapa þann hlýhug með starfi sínu hér undanfarin ár. Regnhogaeyjan Sýnd kl. 3. «> Útbreiðið Tímann Pearl S. Buck: 30. HJÓNABAND — Getum við hvergi fundið stað, þar gem við getum verið ein og út af fyrir okkur? spuröi hún. — Nei, þetta er almenn baöströnd, og þp,r er alls staöar fólk am þetta leyti árs, sagöi hann. Þau sátu samt þarna í sandinum fram á kvöld og nutu svalans, en hann fann, að hún var alltaf með hugann við fólkið umhverfis þau. Óafvitandi fór hann að líta sömu augum á umhverfið í borginni. Ilann sá borgina með sömu augum og hún, háværan friölausan stað. Honum fannst hvert andlit bera óvinarsvip. — Þetta fólk starir á mig eins og í martröð, hugsaði hann, er hann gekk um stræti eða stóð í þyrpingu í sporvagni. En þess á milli fannst honum vinsemd lýsa sér í hverjum svip, og þá var fólkið ekki leng ur ljótt. En í hennar augum var þetta fólk raunar hvorki illt né gott, fallegt eða Ijótt. Það'bar gndlit ókunnugra, sem hún átti enga samleið með. Þau héldu heim til æskuheimilis hennar skömmu síðar, án nokkurrar ákvörðunar um það, hve lengi skyldi dvalið þar. Móðir hennar var órðin sjúk, og faðir hennar skrifaði og spurði, hvort hún gæti komið heim um sinn, unz úr rættist. Þetta var í júlí, og borgin var heitari en nokkru sinni fyrr. — Það er bezt að við förum bæði, sagði William. — Ég get, alveg eins málað þar, bætti hann við glaðlega. — Ó, William, geturðu það? hrópaði hún himinglöð og fieygði sér um háls hans. Slika gleði haíði hún ekki sýnt mánuðum saman. Hann vissi nú, að það líf, sem fjarað hafði út úr augum hennar siðustu mánuðina, hafði hún öðlazt aftur á þeirri stundu, er heimförin ásamt honum var ráðin. Þau skildu við allt í ibúðinni, eins og það hafði verið um sumarið. Hvorugt þeirra talaði þó um það, hvenær snúið skyldi aftur. Þau aðeins fóru. Og hún var sem manneskja, sem rís úr rekkju eftir langa sjúkdómslegu alheil, er lestin ók út úr borginni. Hann gaf henni nánar gætur og sá ljóm ann í augum hennar. Hann sá á ný hina kviku og fögru höfuðhreyfingu hennar, er borgin var horfin að baki, og lestin rann yfir brúnar hæðir með bændabýlum og ökrum. Mú tók hún fjörlega til máls, hún sem hafði vérið þögul í New York og ekki séð þar neitt, sem vert væri aö minn- ast á. — Líttu á, William, líttu á kornið, sem bylgiast á ökr- unum. Ég minnist þess ekki að hafa séð svona þroskavæn- legt korn snemma í júlí. Því hlýtur aö hafa verið sáð snemma. Ég segi pabba alltaf, að hann sái of seint. Ó, Willi am, líttu á endurnar þarna. Ég vona, að nú séu komnir litiir andarungar heima, ef mamma hefir ekki verið of ip.sin til að leggja undir. Nú er það orðið of seint. Líttú á, William, þarna eru falleg peningshús — en máluð græn. Að nokkrum skuíi geta dottið í hug að mála hlöðu og pen ingshús græn. Ég er viss um, að það er borgarfólk, sem hér á hlut að máli. Brúnt hár hennar lokkaðist að vöngum hennar í heit- um sumarblænum, og kinnarnar voru rjóðar. Hún hélt fast um hönd hans, og hann fann lífsþróttinn streyma frá henni til sín. Hann fann ilmin, sem ætið verkaði á hann sem áfengur drykkur, leggja af henni. Hann minntist kín verskrar sögu, sem hann haföi lesið einhvers staðar um konrng, sem hafði elskað konu fyrir það eitt, að þegar heitc var lagði af henni áfengan ilm. Þannig var Rut, og hann skildi það vel, að hægt var að elska konu aðeins vegna þess ilms, er af henni lagði. Þegar þau komu heim til hennar, hljóp hún þegar um allt húsið og út um tún og útihús eins og kátur krakki, sem fagnar eftir langa fjarveru. Ekkert var breytt. Ilonum fannst sem ekkert hefði breytzt þarna í hundrað ár. Samt var þetta allt nýtt í augum hennar og þó svo kunnugt sem hún hefði aldrei að heiman farið. Og nú sá hann hana aftur euis og hún var I raun og veru, hann sá, að hún varð hin fyrri Rut um leið.. og hún steig inn yfir þröskuld heimilis síns. Og honum fannst sem hin fölleita, hægláta stúlka, sem hann hafði haft hjá sér síðustu mánuðina, hefði aldrei verið til. Hér var stúlkan, sem hann hafði orðið ástfang- inn af og kvænzt í þessu gamla húsi. Og eftir nokkra daga fór honum einnig að finnast, að þau hefðu aldrei farið burt. Hann lagði til hliðar hálfgerða mynd, sem hann hafði komið með, og byrjaði á nýrri, og fyrirmyndin var útsýnið vestur frá gömlu eikinni. Þar hafði hann oft legið í forsæl unni á liðnu sumri. Þá hafði honum ekki fundizt það vera ómaksins vert að mála þetta, en nú tók sýnin huga hans fanginn. Hann undraðist þetta. Hvers vegna málaði ég ekki einmitt það, sem blasti við augum? hugsaði hann. Honum fannst ósjálfrátt sem hann hefði allt í einu uppgötvað leyndardóm listmálárans. Kann hélt íbúðinni í borginni og greiddi leigu af henni snmarið út, en þau fluttu þangað aldrei aftur. Hann reýndi ekki að fara þangað aftur til dvalar einn, því að hann vissi, að hann gæti ekki málað án þess að hafa Rut hjá sér. Hon ura. var lífsnauðsyn að vita af henni nálægt sér, geta horf ið frá henni endrum og eins,, jafnvel gleymt henni stund og stund, en ætíð horfið til hennar aftur þegar hann þarfn aðist þess. Hann gat skilið viö hana í þessu húsi, en í New York hafði hann ætíð borið nokkurn ótta um hana og taliö sig verða að vita á hverri stundu, hvernig henni liöi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.