Tíminn - 15.10.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1955, Blaðsíða 6
18. TÍMINN, laugardag’nn 15. október 1955. 234. blað. Slgurhur Egilsson: Mkur orð um húsbyggingar í seinasta hefti af Ársriti Ræktunarfél. Norðurlands ritar Ólafur Jónsson grein um byggingar í sveitum, sem ég tel þess verða, að henni sé gaumur gefinn, eða þó öllu heldur því málefni, er greinín fjallar um. Ég hefi um langan tíma haft í huga að hreyfa þess- um málum á svipaðan hátt og Ólafur Jónsson gerir, með því að ég er á flestan hátt sama sinnis og hann, eða með öðrum orðum, mjög ugg andi um að steinöld sú, er geysað hefir hér á landi sein ustu árin eða áratugina, geti reynst i fyllsta máta varhuga verð. Hins vegar hefi ég fund ið vanmátt minn tál þess að leggja nokkuð þar til mála, er að haldi mætti koma. Með því að áðurnefnt árs- rit er sennilega í fremur fárra höndum, leyfi ég mér að taka hér upp í fáum orðum, það sem mér virðist þunga- miðjan í ritg. Ólafs og mætti þá greina þaö í 4 höfuðatrið um: Ó Steinhús eru óhemju dýr, sé í bezta lagi til þeirra vandað og jafnvel þrátt fyr- ir það. 2) Ending margra þ’eirra ekki eins góð og ætlast var til í upphafi og ætla mátti. enda allmörg eldri steinhús þegar hálfónýt og önnur sára lítils virði. 3) Yf- irleitt örðugra að koma við breytingum á þeim, er æski legar kynnu að teljast síðar, en á húsum úr ýmsum öðr- um efnum. 4) Mörg af þeim ijót og falla illa að umhverfi sínu. Um dýrleikann þarf ekki að ræða. Allir, sem byggt hafa, bekkja hann og viður- kenna flestir að vart verði undir honum risið almennt. Um misjafna endingu og ýmsa ágalla, þarf heldur ekki mikið að ræða, til þess eru dæmin orðin nægilega mörg, sem menn geta kynnt sér, viðsvegar um landið. Að tcrveldara sé að breyta þeim, en t. d. timbur- eða torfhúsum, verður heldur varla deilt um, en um 4. at- riðið, Ijótleika þeirra eða feg urð, má hms vegar þrátta, en vandalaust ætti þó að vera að gera lögun þeirra og útbt viðunandi, ef ekki þarf að horfa í kostnað, enda mun þar sitt sýnast hverjum. Hvað það atriði snertir, að steinhúsum sé örðugra að breyta, en sumum öðrum, kynni einhverjum að finnast það litlu máli skipta, sé vel til þeirra vandað í fyrstu og allt vel hugsað. Því er þá íyrst til að svara að oft vill verða skortur á þessu tvennu og verður framvegis, af ýms- um orsökum, en hitt er þó,að alatriðið, að engum mennsk um manni er fært að síá nema mjög takmarkað fram í tímann, á þessu sviði, fremuC en á öðrum svo örar sem aiiar framfarir og breyting- ar eru. Sem sagt, það sem bezt hentar í dag, getur orð- ið óhentugt eða ónothæft á morgun eða hinn daginn. Á hinu leytinu er svo aftur nýungagirni og breytinga- þörf mannskepnunnar, sem aldrei verður fullnægt og ó- trúlega miklu er fórnað fyr- ir. Það .má því telja fulivíst, að innan tiltölulega fárra ára, þegar ný kynslóð er tek in við steinarfinum okkar, að til hans þyki lítið koma, jafn vel þótt mannvirkin kunni að svara sæmilega til smna þarfa cg verður þá jaínframt vafi á um þakkirnar, sem við kunnum að fá. Dettur mér í þessu sambandi í hug smásaga, sem er á þessa letð: Hjón nokkur byggðu sér vandað steinhús, þar sem ekk ert var sparað til, án þess þó, að um svokallaðan „luxus“ væri að ræða. Vönduð teikn ing var fengin úr höfuðstaðn um og réði konan mestu um allt fyrirkomulag, enda breytti allmiklu frá frum- teikningu. Daginn, sem flutt' var í húsið, spurði einhver konuna um það, hvort hún væri nú ekki verulega ánægðj með húsið sitt. „Ójú,“ sagði konan, „en ef ég byggði aft- ur, mundi ég hafa það allt öðru vísi.“ Segja má kannske, að efn að fólk, sem byggir fyrir eig ið fé og skilar mannvirkjun um skuldlausum að mestu í hendur afkomenda sinna, sé í sínum fulla rétti, svo ekki verði að fundið með sann- girni, þó seinna kunni að úr- eldast, en hinir, sem nota verða lánsfé og.láta oft þung íi-jfi skuldabagga fylgja með sínum arfi, mega vara sig og verður að álíta rétt þeirra allt að þvi vafasaman til að fastbinda bannig mikla fjár muni, jafnvel þó gert sé eftir beztu vitund. Hvað byggingaframkvæmd ir seinustu ára snertir, má segja að hver api þar eftir öðrum í höfuðatriðum, bæði það sem helzt gæti til fyrir- myndar orðið og litlu síður ýmis konar mistök og yfir- sjónir, sem bæði stafa af hroðvirkni og vankunnáttu, sem því miður er of algeng hjá okkur iðnaðarmönnum, hvað þá hjá hinum, sem út úr vandræðum eru að reyna að bjargast af eigin ramleik. Þetta er þeim mun verra, sem byggt er úr dýrari og að því er telja verður, varan- legri efnum. Ef til vill álíta flestir það ijarstæðu, að hverfa aftur að einhverju eða nokkru leyti aftur að gömlu byggingarefn unum, torfi og grjóti, í sinni sömu mynd; enginn nútíma maður geti verið þekktur fyr ir að láta bað sjást lengur. En er það samt áreiðanlega fjarstæða? Reynslan hefir sýnt, aö vel hlaðnir veggir úr t. d. hraun grjóti, stundum með torfi á milli laga og einnig veggir úr góðu torfi, gátu staðið ótrú- lega lengi, þrátt fyrir það vafn, sem ofan í þá rann úr torfþökunum. á meðan þau voru einráð, og klauf þá oft- ast að lokum. Hlýindi og raka leysi þeirra húsa, sem lítið eða ekki láku, gat verið tak- markalítið. Eftir að bárujárn (eða önnur vatnsheld þök) komu til sögunnar, gat end- ing veggjanna lengst til stórra muna. Á hverjum tíma eru uppi nægilega margir verklagnir menn til þess að gera slíka veggi svo vel sé, án þess að ganga í dýra skóla. Víða er efni nærtækt og oft ast hægt að draga það að, nokkru áður en nota skal og á þeún tíma, sem sízt kemur í bága við önnur störf. Ég vil því álíta, að í sveit- um geti enn um sinn komið tú greina peningshúsabygg- ingar ef ekk' íbúðarhús einn ig úr gömlu innlendu efnun um óbreyttum, að viðbættu erlendu þakefni fyrst og fremst, svo ekki sé talað um þann möguleika að breyta hráefnunum að einhverju með nýjustu aðferðum á því sviði, en sem ekki hefir enn- þá verið framkvæmt, svo orð sé á gerandi. Enginn efi er á því, að hægt er að gera bæði úthýsi og íbúðarhús full á- sjáieg, þó notuð séu innlend efni til veggjagerða og þau mvnu ætíð falla betur að sínu umhverfi, en flest hinna nýrri húsa gera nú. Og hrein fordeild er það, að skammast sn fyrir að búa í húsi úr ís- lenzkum efnum, torfi og grjóti, að meira eða minna ieyti, eftir að þau eru búin öllum nútíma þægindum inn an dyra, sem að sjálfsögðu yrði þeim mun auðveldara, sem minna er lagt í annan kostnað. Hvað íbúðarhús í kaupstöð um snertir. verður því ekki neitað, að ýmis konar bygg ingarlag og efni hefir verið notað á seinni árum og enda þótt mjög margt hafi þar mis heppnast, bæði um kostnað og gæði, mætti ætla að margt sé þar gott og nýtilegt, en gallinn er sá. að ekkert hefir verið gert svo vitað sé, tU þess að ganga úr skugga um hvað bezt hentar okkar stað háttum og hvert hlutfall er á milli gæða og tilkostnaðar, svo að hver og einn sem vit þykist hafa á þessum málum getur haldio fram sinni kenn ingu, án þess hún verði hrak in með rökum, en engum dettur í hug, að allt sé þar jafngott. Þaö, sem gera þarf í þess- um nálum hið bráðasta, er að rannsaka gæði og bygg- ingarkostnað hinna ýmsu húsa víða um land, eftir því sem reynsian leyfir í dag, en sem vitanlega er enn of skammvinn á mörgum svið- um, og ennfremur, hvort ekki geti enn komið til greina húsabyggingar úr innlendum hráefnum og kunngera sam- stundis árangurinn. — Að sjálfsögðu verða einhverjir opinberir aðilar að hafa þarna forgöngu. í september 1955, tísasssssssssssssssssssssísssssssssssísssssssssssssssssssssssssssssssssí Kaupmenn — Kaupfélög UM LAND ALLT. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar hannyrðavörur fyrir skóla, svo sem: áteixnaða púða, dúka, löbera, kodda- ver og margt fleira. Nú er aðalhannyrðatíminn. Bjarni Þ. Halldórsson, umboðs- og heildverzlun, Garðastræii 4 — Sími 7121 og 7177. „llmurinn er indæll og bragðíð eftir þvi“ 0. Johnson & Kaaber h.f. HeUluqam D.M.C. , Heklugarn HVITT Nr. 20-30-40-50-60-70-80-100. 10 hnotur í kassa. Sendum gegn póstkröfu. Kaupfélag Þingeyinga • . . Húsavík. - Sími 41. (WÍSSSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍSJÍÍÍÍJÍÍSJJSSÍÍÍÍÍÍÍSSSÍÍJÍ •ÍSÍSÍSÍÍSSSSSSÍSÍÍÍÍÍÍÍÍSSSÍÍSÍSÍÍÍSÍSSSSSSÍSSÍÍSSSSSÍSÍSSSÍÍSSÍÖÍSSÍSÍÍ 10 bækur fyrir 130 kr. Ber er hver að baki, sögur. Bragðarefur, skáldsaga, Grýtt er gæfuleiðin, gkáldsaga efhr Cronin. Kona manns, skáidsaga. Á skákborði örlaganna, skáldsaga. Mærin frfá Orleans, ævisaga frægustu frelsishetju Frakka. Str.andamanna saga Gísla Köh- ráðssonar. Suðrænar syndir, sögur- Þegar ungur ég var, skáld- saga eftir Cronin. Þjóðlífsmyndir, endurminningar o. fl. Framantaldar bækur eru samtals hátt í 3000 bls. Samanlagt útsöluverð þeirra var upphaflega kr. 303.00, en nú gru þær sekiar fyrir aðeins kr. 130.00, allar saman. PONTGNAESEÐILL: Gerið svo vel og sendið mér gegn póstkröfu 10 bækur fyrir kr. 130,00. ib./ób. samkvæmt auglýsingu í Tímanum. (Nafn) (Heimili) Útfyllið pöntunarseðilinn og sendið hann í bréfi. Skrifið greinilega. — Sendingarkostnað greiðir viðtakandi. Bókamarkaðurinn Pósthólf 561. — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.