Tíminn - 15.10.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1955, Blaðsíða 8
8. TÍMINN, laugardaginn 15. október 1955. 234. blaa. „Mér þykir vænt um lögin — næst- um eins og þau væru börnin mín“ Rabbað við Vrna Thorstcinsson, tónskáld, á áttatíu og fimm ára afmæli hans Við leggjum leið okkar upp á Mímisveg 8, þar sem eitt af okkar beztu og vinsælustu tón skáldum, Árni Thorsteinson, býr, en tilefni fararinnar er, að Árni á áttatíu og fimm ára afmæli í dag. Hann hlýtur að hafa frá mörgu að segja með svo langan dag að baki. og okkur fýsir að heyra eitthvað um líf bans og starf. Það er auðsótt mál, enda er Árni ræðinn maður og skemmtileg ur, og við byrjum náttúrlega með því að spyrja hann, hvað hafi valdið því, að hann lagði fyrir sig tónsmíðarnar. — Tónlistin hefir verið mitt aðaláhugamál frá barn- æsku. Ég tók talsverðan þátt í sönglífi áður fyrr, var í söng félögum bæði í skóla og á stúdentsárunum. Það sem raunverulega olli því, að ég fór að fást við tónsmíðar, var, að í þá daga voru aðallega sungin erlend lög með útlend um textum í söngfélögum hér. Þá kom að því, að menn fóru að yrkja íslenzka texta við erlendu lögin, svo að mér datt í hug, hyort ekki mætti reyna að hafa lögin íslenzk líka. í fyrstu var útkoman af tilraunum mínum ekki sern bezt, en heldur fór hún þó batnandi. Þegar fram í sótti eggjuðu nokkrir vinir mínir, sem vissu af þessum thraun- um mínum, mig til að fá prentað eitthvað af lögum mínum. og það varð svo til þess, að árið 1907 gaf Sigurður Kristjánsson bóksali út mitt fyrsta sönghefti. — Varð tónlistin brátt yðar aðalstarf? — Nei, það hefir hún eigin lega aldrei verið. Eftir að ég tók stúdentspróf, sigldi ég til Hafnar og bugðist leggja stund á lögfræði, en af því varð þó ekki. Nokkrum árum seinna eða rétt fyrir aldamót in, sigldi ég aftur til Hafnar, og nam þar Ijósmyndagerð í 6 mánuði. Að þeim liönum kom ég heim, og hóf ljós- myndagerð í skúrbyggingu við Aðalstræti, þar sem nú er Hjálpræðisherinn. Þar var ég þó ekki nema tvo vetur, en flutti þá í nýtt húsnæði, sem faðir minn byggði á baklóð gamla hússins okkar í Austur stræti. — Stunduðuð þér svo Ijós- myndagerðina lengi? — í 19 ár eftir það, en þá hætti ég þeirri iðn, aðallega vegna þess, hve erfitt var um útvegun efnis í lok fyrri heims styrjaldarinnar og árin þar á eftir. Þá réðist ég til hins ný- stofnaða Sjóvátryggingafé- lags íslands, og vann þar við bókhald til ársins 1929, að ég var ráðinn að _ víxladeild Landsbankans. Árið 1941 hætti ég svo störfum fyrir aldurs sakir. — Og hvað vdjið þér segja um tónsmíðarnar? — Ég vil helzt sem minnst tala um mín eigin lög, þau verða aðrir að dæma. Annars finnst mér nærri því eins vænt um þau og þau væru börnin mín. En nú hef ég orðið að leggja tónlistina al- veg á hilluna, sjónin er biluð, ég er hættur að skrifa og hættur að lesa, en sé þó enn dálitla skímu niður og útund an mér, og hún nægir til þess, að enn get ég ferðazt íim göt ur. — Og nú langar okkur að fá að vita eitthvað um for- eldra yðar og uppruna. — Ég er fæddur í Reykja- vík. Faðir minn var Árni Thorsteinson, sonur Bjarna amtmanns, og ég get gjarnan bætt því við, að borðið, sem þér eruð að skrifa við, er úr stofu Bjarna. Móðir mín var Soffía, dóttir Hannesar John sen, sonar Steingríms biskups Jónssonar, og úr því ég fór að tala um borð Bjarna amt- manns, sakar ekki, þótt ég segi yður, að spegillinn þavna í horninu er úr stofu Stein- gríms biskups. — Þér eruð kvæntur og eig ið börn, er ekki svo? — Jú, ég kvæntist fyrir 55 árum Helgu Einarsdóttur, Guðmundssonar frá Hraun- um í Fljótum, sem oftast var nefndur Einar Dannebrogs- maður. Hann var um tíma al- þingismaður og einn fyrsti brúarsmiður á landinu. Á síð ari árum sínum setti hann úpp verzlun í Haganesvík. í föðurætt konunnar minnar er meðal annarra Baldvin Ein arsson Fjölnismaður. Við hjónin eignuðumst þrjár dæt ur og einn son, elzta dóttir okkar er gift bankamanni 1 Englandi, næstelzta er i heimahúsum, en starfar , við gjaldkerastörf hjá Sjúkrasam lagi Reykjavíkur, en yngsta dóttirin var gift Jóhanni Sæ- mundssyni lækni. Sonur okk ar er dáinn, hann var lögfræð ingur, en átti lengi við van heilsu að stríða og lézt á bezta aldri. — Hvernig lízt yður á þær breytingar, sem átt hafa sér stað hjá okkur síðustu 85 árin, og hver er minnisstæðasti at burðurinn, þegar litið er yfir farinn veg? — Breytmgarnar eru miki ar, og vafalaust margar til góðs, en þó held ég alltaf upp á gömlu öldina, hún var svo Arni Thorsteinson. róleg og mennirnir líka. og þá var ekki allur þessi hraði á öllum sköpuðum hiutum. Þá ferðuðust við á hesturn. og síðan verður mér alltaf hugs að til blessaðra hestanna. Ég hef ekki fengið neitt gott kvæði um þá, annars hefði ég samið til þeirra lag. Og svo spyrjið þér um minnisstæð- asta viðburðinn í lífi mínu. Það er erfitt að svara því, þó held ég að mér sé það einna minnisstæðast, þegar Jón Leifs kom hingaö með fíl- harmónisku hljómsveitina frá Hamborg árið 1926 að mig minnir. Hljómsveitin lék hér marga konserta — líklega eina tólf eða þrettán — og þó að mér væri ekkert nýnæmi að heyra slíka hljómsveit, þá var þó mikil nýlunda að heyra það hér heima. Og koma hljómsveitarinnar hef ir vissulega haft mikil áhrif hér, og má sennilega rekja stofnun sinfóníuhljómsveitar innar okkar til þessarar komu Hamborgarhlj ómsveitarinnar. Við þökkum nú Árna fyrir skemmtilegt rabb og greinar góð svör, óskum honum til hamingju með afmæhð og árn um honum heilla í fratíðinni. G. Hirðið og fegrið húðina með TOKALON. Á hverju kvöldi berið hið rósrauða næturkrem á andlit yðar og háls. Á morgnana notið þér fitulaust dagkrem. Einkaumboð: FOSSAR H.F. Box 762. Sími 6105. f/1 íslendingajpættu 1 - .........i Áttræð: Valgerður Jóhannesdóttir, Lómatjörn Skurðgröfumaður á Osgood og mótorviðgerðarmaður óskast. VELASJÓÐUR Sími 7343. t33g&SSSSSSSSSSSSSS3SS3$SSSSS$3SSSS$S3S$SSSS3SSS3S3$SSSSSSSSSSS3SSSSSS8Í Mér verður hugsað norður að Lómatjörn í dag, til hinn- ar öldruðu húsfreyju þar um tugi ára, Valgerðar Jóhann- esdóttur, sem nú fyllir 8. tug sinna æviára. Ég sé hana fyr ir mér, þar sem hún situr og raular við sonardætur sínar hýr á brá, glæsúeg að yfir- bragði, sviphrein og góðmann leg. Og engan mun undra það, sem sér hana í dag, þótt sá orðrómur sveimaði jafnan í kringum hana, að hún væri mikil fríðleikskona og glæsi- leg. Valgerður Jóhannesdóttir er fædd að Þönglabakka í Þor geirsfirði 15. okt. 1875, emni afskekktustu sveit norðan- lands, sem nú er öll komin í eyði. Voru foreldrar hennar hjón in Jóhannes Jónsson, prests Reykjalíns á Þöriglabakka, Jónssonar prests Reykjalíns á Rip, Jónssonar prófasts á Breiðabólsstað í Vesturhópi Þorvarðssonar. Kona Jóns prófasts, og móðir Jóns prests á Ríp, var Helga Jónsdóttir Einarssonar í Reykjahlíð og konu hans Bjargar Jónsdótt ur prests á Völlum í Svarfað ardal, hins mikilhæfa og kyn sæla klerks, Halldórssonar annálaritara á Seilu. (Hrólfs- ætt). Var Jónas skáld Hall- grímsson fjórði maður frá Jóni presti á Völlum, og er sú ætt mikil og alkunn. Kona sr. Jóns á Þöngla- bakka og móðir Jóhannesar föður Valgerðar á Lóma- tjörn, var Sigríður Jónsdótt- ir, bónda á Kimbastöðum í Skagafirði, Rögnvaldssonar hreppstjóra á Sauðá, Hall- dórssonar í Garðshorni í Svarfaðardal Jónssonar. Kona Rögnvalds á Sauðá var Mar- erét Jónsdóttir bónda á Kimbastöðum, en Jón var í beinan karllegg kominn af Hrólfi sterka. Langamma Valgerðar, en kona Jóns prests á Ríp, var Sieríður Snorradóttir prests .á Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Biörnssonar, prests í Stærra Árskógi Jónssonar. en kona sr. Snorra var Steinunn Sig- urðardóttir Sigurðssonar. sýslumanns á Geitaskarði Ein arssonar þiskups á Hólum Þorsteinssonar. Alsystkini Sig ríðar á Ríp voru m. a. sr. Árni, síðast prestur á Tjörn í Svarfaðardal. og Sigurður sýslumaður Húnvetninga. Kona Jóhannesar, og móð ir Valgerðar á Lómatjörn, var Guðrún Hallgrímsdóttir Ólafssonar frá Hóli í Fjörð- um. en kona Hallgríms og móðir Guðrúnar var Ingveld ur Árnadóttir frá Þverá í I,ax árdal Eyjólfssonar á Grýtu- ' bakka. En móðir Árna var Anna Árnadóttir hreppstj. á Halldórsstöðum í Laxárdal. Gíslasonar, en kona Árna var Sigríður Sörensdóttir á Ljósa vatni, og er þessi ætt rakin til sr. Einars skálds í Heydöl- um. Má af þessu stutta yfirliti sjá, að Valgerður á Lóma- tjörn er af góðu bergi brotin. Valgerður Jóhannesdóttir er uppalin við fátækt, en á. fyrirmyndarheimili að stjórn semi, reglusemi og nýtni, enda þurfti þess með til að koma upp stórum barnahóp „úti í Fjörðum“, sem eiga sér að vísu kostamikil landgæði, en líka háskasamlegt vetrar- ríki. Lengst af bjuggu þau hjón á Þönglabakka með sr. Jóni, en er nýr prestur sett- ist á staðinn, fluttu þau á jörðma Kussungsstaði, sem hafði verið i eyði um hríð, og var aðkoman þar öll hin versta, m. a. varð að moka snjó og klaka út úr baðstof- unni áður en hægt var að flytja þar inn með börnin. En þarna varð nú að búa um sig, og var ekki heiglum hent. „En Guðrún gerði öll híbýli vistleg,“ er haft eftir ná- kunnugum manni frá þess- um árum, og mun áreiðan- lega sannmæli. Og við. senl til dætra hennar þekkjum, vitum, að þetta getur eins átt við þær. Þeim hefir jafn an verið lagið að gera öll hí býli vistleg. En barnahópur- inn frá Kussungsstöðum vakti eftirtekt. Hann þótti vera hinn gjörvilegasti og. vitna um gott heimili. Annars má það vera lær- dómsríkt nútímakynslóð, sem býr við margs konar þæg- indi, að íhuga það; hve skammt er síðan að formæð- ur okkar og feður áttu við slík kjör að búa um: húáa- kost og aðbúð. Má ljóst véra að-til þess að brjótast fram úr slíkum erfiðleikum hafi burft mikla sjálfsafneitun, þrek og dug^; ráðdeild ' og nýtni. Og það var éinipitt slíkt fólk, sem á öllum öld- um harðinda, kúgunar og“ fá tæktar, bjargaði þjóðarstfifn inum frá algerðri visnun . og dauða. Laust fyrir s. 1. • aldamót fluttu þau Kussungsstaða- hjón inn í Eýjafjörðinn ,til dóttur sinnar, Sigríðar, er-ný gift var Sæmúndt Sæmunds- syni skipstj óra að' Stærra’ Ár skógi, en Valgerður' giftist Guðmundi bróður háns og settust þau hjónin að f Gteni vík, þar sem ÓúðmuriÖur fékkst við smíðar og útgerð, — vildi einnig geras.t kapp- maður þar og hafði kéypt sér slík réttindi En til þess var hin unga húsfreýja treg. Henni leizt ekki á áð".ála höril sín upp „á mölirilii,‘‘ ög þótti sem valtari mundi áfkomari og ótryggari. en að féSta bú í sveit. Og vilji þeririár sigráði. (Framhald.á 11. síðu). I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.