Tíminn - 19.09.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.09.1956, Blaðsíða 1
Jylgizt með tímanum og lesiS TÍMANN. Askriftarsímar 2323 og 61300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 10. árgangur Reykjavík, miðvikudaginn 19. september 1956. síður Frá Napóleon Frakkakeisara, bls. 4 íþróttir, bls. 4. Grein um Siglufjörð, bls. 5. Horfurnar í Súezdeilunni, bls. 6. Dúnkonan á Miðhúsum, bls. 7. 211. blað. KlenÍEni Kristjánsson tilraunastjóri á Sámsstö£.jm með kornbindi Samkvœmt nýlegum manntals- skýrslum frá Grænlandi skýra! dönsk blöð frá því að íbúar lands j ins séu nú um 26 þúsund að tölu. Flestir þeirra búa á Vestur-Græn landi, eða 23 þúsund. Á Austur Grænlandi búa 1863 og 421 á Thule. Konur eru nokkru fleiri, en karlmenn ,eða 1093 konur á móti hverjum 1000 karlmönnum. Rætt vi<5 Klemenz Kristjánsson tilraunastjóra — Kornið mun ná sæmilegum þroska á þessu ári og nýtast vel, ef við fáum svo sem vikugóðviðri enn, sagði Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum, er blaðið átti tal við hann í gær. Vegna kulda um mitt sumarið mun vaxtartíminn þó verða um 10 dögum lengri en í meðalári. Sólskin í ágúst og mild veður í september bættu upp kalda júní- og júlímánuði. á köfnunarefnisá- burði hefir áttfaldast á fimmtán árum Áburðarnotkun landbúnaðarins hér á landi hefir vaxið svo geysilega síðustu árin, að tölurnar vekja furðu manns, og eru þær talandi tákn um hinar stórtæku ræktunarframkvæmdir síðustu ára. Aukningin ein síðasta ár var töluvert meiri en allur tilbúinn áburður, sem notaður var hér árið 1939. Blaðið fékk nokkrar upplýsingar uin þetta hjá stjórn Áburðarverk- smiðjunnar í fyrradag. Arið 1939 keyptu bændur og notuðu alls 1950, smálestir af til búnum, erlendum köfnunarefns- áburði, sem svarar til Kjarna- áburðar. Tíu árum síðar, eða 1949 er þessi áburðarnotkun komin upp í 7008 smálestir og vex þetta magn síðan jafnt og þétt. Árið 1954 var notkun köfnunarefnisáburðar 12687 smálestir, árið 1955 urðu það 14200 smálestir og á þessu ári 16500 smálestir. Aukning síðustu fjögurra ára einna er því um 9300 smálestir, og árleg meðalaukning þessi ár 2325 smálestir. að líkindum um 22 þús. lestir á ári, ef raímagnsskortur tefur hana ekki, en það munu varla líða nema 2—3 ár þangað til landbúnaðurinn þarfnast þess magns árlega. Það er því mjög skynsamleg ráðstöfun hjá, verksmiðjustjórninni að hætta nú útflutningi áburðar en taka að safna birgðum til þess að geta nú á næstunni átt á hverju ári nokkrar birgðir til næsta árs og þannig lengt þann tíma, sem verk- smiðjan fullnægir þörfinni. | Eg er búinn að slá og stakka j nokkuð af korni hér heima á Sáms : stöðum og er það vel þroskað. Ég ! mun hins vegar ekki slá kornakr- ana á Rangársandi og á Hvolsvelli i fyrr en í næstu viku. Kornið þar i er einmitt að verða íullþroska þessa dagana, sagði Klemenz enn- ^ fremur. Kaldir júní og júlí. j Korninu var sáð síðustu dagana í apríl og fyrstu dagana í maí. All- gott var í maí, en júní varð mjög kaldur, meðalhiti hans 7,G gráður og er það um 2 gráðum minna en meðallag. Júlí varð einnig kaldari en í meðaliugi.'Köfnið þroskaðist því seinr'ög" leit illa út í ágúst- byrjun. En þegar leið á ágúst batn- aði útlitið. Ágúst varð mjög sól- ríkur, einkum síðari hluti hans, og það sem af er september hefir ver- ið milt veður. Það sem einkennt „Eins mig fýsir ailiaf þó, aftur að fara í göngur“ hefir septemberveðrið og gert það óvenjulegt eru hin miklu lognviðri, oftast hæg gola og aldrei komið hvassviðri. Kornið stendur því mjög vel og er nú að ná fullum þroska. En vegna kuldanna framan af er það um 10 dögum síðar full- þroska en í meðalári. Kartöfluuppskeran misjöfn. Nú læt ég kornið bíða þessa viku og treysti á góðviðri næstu I daga. Við erum að taka upp kart- öflurnar. Uppskeran er mjög mis- jöfn. Grasið féll í ágústfrostunum 1 og stytti það vaxtartímann. Tölu- verð uppskera mun þó fást, sagði Klemenz. Kartöflur eru í þrem' ! dagsláttum. I Kornsláttur í næstu viku. — Eftir helgina mun ég svo hefja kornsláttinn aftur og lýk honum á fáum dögum, ef góð- viðrið helzt. Heima er mest bygg, og það er að mestu búið að slá. Á Rangársandi er frærækt, aðal- lega vallarfoxgras, rúgur, bygg og hafrar. Það slæ ég næst. Þetta eru akrar tilraunastöðvarinnar. Á Hvolsvelli Iief ég svo sjálfur 6 hektara undir korni, mest hafra. Það slæ ég síðast. Ef vel gengur, munu fást hátt á annað hundrað tunnur af korni. Mikið af því fer í útsæði. 20 lestir af heymjöli. Þá hafa verið framleiddar á Sámsstöðum í sumar um 20 smá- lestir af heymjöli. Það fer mest til Reykjavíkur og er notað í hænsna- fóður og þykir mjög gott. Hér vantar þó fullkomnari vélar til heymjölsgerðar. Heymjöl hefir ver ið unnið á Sámsstöðum á hverju ári síðan 1948 nema í fyrra, þar sem það var ekki hægt vegna vot- viðra. Umferðaráðstefna í London i London, 18. sept. — Yfir 100 fulltrúar frá brezku samveldislönd- unum og mörgum öðrum ríkjum, þar á meðal Sovétríkjunum og Egyptalandi, eru mættir á ráð- stefnu í London til að fjalla um umferðamál stórborganna. Forseti ráðstefnunnar, brezkur lávarður, sagði, að allar stórborgir væru í hinum mestu vandræðum vegna umferðaöngþveitis. Það væru of- mörg vélknúin farartæki og of- margt fótgangandi fólk. Helzta ráðið við þessu er talið að gera umferðaæðar sem eingöngu eru ætlaðar fyrir hverja tegund öku- tækja fyrir sig. Mætti þannig tryggja örari umferð og öruggari. Samhliða aukning fosfór-áburðar. Árið 1939 notuðu bændur aðeins 584 lestir af þrífosfati, en það hef ir einnig farið jafnt og þétt andi, var árið 1949 orðið 2197 lestir, árið 1955 fimm þúsund smá lestir og á þessu ári 6000 Mun þó notkun fosfór-áburðar vera minni en þörf er á. Sést á þessu, að þörfin á því að byggja sem allra fyrst verksmiðju, er framleiði fos for-áburð, er mjög brýn og þarf að hefjast handa á því verki þeg ar í stað, eins og stjórn Áburðar verksmiðjunnar áformar nú og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Áburðarþörfin enn vaxandi. Hin geysilega aukning á notkun köfnunarefnisáburðar sýnir og, að við erum ekki lengur aflögufærir með hann. Verksmiðjan framleiðir Háskóíafyrirlestur um æðri skóla í Rússlandi Vararektor háskólans í Moskvu, prófessor Ivanov, flytur fyrirlestur í I. kennslustofu háskólans í dag, miðvikudaginn 19. sept. kl. 6 e. h. um æðri S.kóla í Sovétríkjunum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ís lenzku og er öllum heimill aðgang ur. Margir eru þeir íslendingar, sem hafa a barns- og unglingsárum beð'ið þess með logandi eftirvæntingu að sjá safnið koma niður hiiðina á leið til réttar. Og þessi eftirvænting dvín ekki með árunum og þessi sýn vekur sömu kenndir, þótt menn hætti að búa í sveit og eigi enga kind í safninu. Menn hætta með árunum að hlakka til jóla °g tyllidaga, en tilhlökkun barnsáranna eftir að sjá fjársafnið og fara í réttir dvín ekki. Og nú eru göngur og réttir um alit land, og fólkið streymir í réttirnar engu síður en féð. Þetta er alkunn gangnamynd. Hún hefir birit í mörgum myndabókum frá íslandi, og hún er víða til. Hún hangir til dæmis mjög stækkuð á einum' vegg her- bergis í Búnaðarbankanum, og þar á hún vel heima. Hún á að minna ykkur á gleði réttardaganna, einkum ykk- ur, sem ekki komiit í réttirnar sjálfir. Kornið þroskast vel þrátt fyrir mjög kaldan júní- og júlímánuð 26 þús. íbúar á Grænlandi Þurfti þó tíu dögum lengri vaxtartíma en í meðalári. Kornsláttur hafinn á Sámsstöð- um en fer þó aðallega fram í næstu viku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.