Tíminn - 07.03.1957, Síða 3
TÍMINN, fimmtudaginn 7. marz 1957.
3
Nýverið hefir verið lagt
fram á Alþingi frumvarp til
umferðarlaga. Frumvarp
þetta er samið af fimm I
rr.anna nefnd, er skipuð var
öndvert ár 1955. Lauk nefnd-
in störfum síðla sumars 1956.
Frumvarpið er all rækilegt,
ef til viil um of, því að bæði
er þar um lítfr þarfar endur-
tekningar að ræða, svo og
eru tekin upp í það mörg á-
kvæði, sem tíðkanlegt er að
geyma í reglugerðum og sam
þykktum.
Það er alltaf hætta ná því að
aðalatriðunum verði drekkt í
aukaatriðum, ef aukaatriðin fá að
leika um of lausum hala í lögum.
Lög eiga einvörðungu að geyma
kjarna hvers máls, þ.e. aðalatrið-
in, vera skýr og stuttorð, svo sem
kostur er ,en reglugerðir og sam-
þykktir eru til íyllingar og nán-
ari útfærslu á lögunum. Það er
þó visst hagræði að hafa ýtarleg-
ar umferðareglur í einum og sömu
lögum, auk þess sem það stuðlar
að meira samræmi í umferðarregl-
um um land allt.
Nýmæli
Frumvarpið geymir mörg ný-
mæli, svo sem akvæði um um-
ferð, búnað ökutækja,. tryggingar,
ölvun við akstur, viðurtög o.fl. —
Hafa nefndarmenn auðsjáanlega
kappkostað að leysa þau viðfangs-
efni, sem aukinn bílakostur lands
manna hefir skapaö hin síðari ár.
Má í þessu sambandi drepa t. d.
á ákvæði, er lúta að því að gera
umferð alla greiðari og öruggari,
svo sem ákvæðin um akstur á ak-
brautum, sem skiptar eru í svokall-
aða akreiti, heimild til að aka
ýmiet hægra eða vinstra megin
fram úr ökutækjum á slíkum
mörkuðum akbrautum, svo og á-
kvæðin um hámarksökuhraða,
sem gert er ráð fyrir að verði
45 km. í þéttbýli og' 70 km. í strjál-
býli. Er það mikil bót frá því,
sem nú gildir, en sem kunnugt er,
er hámarkshraði 60 km. í strjál-
býli og yfirleitt 25—30 km í þétt-
býli. Þessi ákvæði eru löngu úr-
elt. Allir brutu þessi lög, löggæzlu
menn sem aðrir. Slík úrelt lög eru
verri en engin .Þau stuðla að virð
ingarleysi fyrir lögunum, virð-
ingarleysi, sem yfirfærist yfir á
önnur lög, sem eiga fyllsta rétt á
sér eða með öðrum orðum, þau
leiða til slævðrar vitundar úm
þýðing og helgi laga almennt.
Heildarsvipur frumvarpsins er
með ágætum og yröi hin mesta
bót að, ef það yrði að lögum. Þó
eru nokkur mikilvæg atriði, sem
ég vildi leyfa mér að gera athuga
semd við og koma með eins kon-
ar breytingatillögur við. Er þá
komið að því, sem er hin raun-
verulega kveikja þessarar grein-
ar.
Ölvun við akstur, ákvæði frv.
Atriði þessi eru ákvæði frum-
varpsins um ölvun við akstur, refs
ingar og réttarfar í málum vegna
ölvunar við akstur.
Mál vegna ölvunar við akstur
ökutækis hafa oft og tíðum reynzt
dómstólum óþjál viðfangs. Sönn-
un fyrir ölvun manns, er grun-
aður um að hafa v.erið með áfeng-
isáhrifum við akstur, byggist, ef
eigi kemur einnig til játning söku
nauts, á vætti vitna, aðallega lög-
reglumanna, og rannsókn á áfeng
ismagni í blóði sakbornings. Menn
bera vín all misjafnlega vel, svo
sem kunnugt er ,og vitni all mis-
jafnlega glögg á að greina áfengis
áhrif í fari manna. Það heyrir til
hreinna undantekninga, að sér-
fróðir menn (læknar) séu kvadd-
ir til að sannreyna, hvort sak-
borningurinn sé með áfengisáhrif
um eða ekki. Niðurstaða blóðrann
sóknar er aðeins eitt sönnunar-
gagnið af fleirum, er afla verður,
en ræður aldrei ein sér úrslitum
um það, að sakborinn maður telj-
ist með áfengisáhrifum. Hefir
þetta allt saman leitt til þess, að
jnargur maðurinn hefir sloppið
við réttmæta refsingu fyrir ölvun
við akstur ökutækis, þrá.tt fyrir
mikið áfengismagn í blóði. Nú eru
lippi ráðagerðir um að setja ræki-
Guðm. Ingi Sigurðsson, sakadómarafullírúi: Orðið er frjálst
Frumvarp tii umferðalaga
lega undir þenna leka. Hefði það
mátt vera fyrr. Um þetta segir í
frumvarpinu, að ef vínandamagn
í blóði manns reynist 0,60Ko til
1.30%c, telst hann eigi hafa getað
stjórnað ökutæki örugglega. Ef
vínandamagnið í blóði manns nem
ur 1.30%« eða meira telst hann
hafa verið óhæfur til að stjórna
ökutæki. Hér er því verið að inn-
leiða hina svokölluðu tækinlegu
eða vísindalegu sönnun fyrir ölv-
un manns, sem grunaður er um
ölvunarakstur. Er þetta í samræmi
við það, sem tíðkast víða erlendis.
Ef regla þessi verður að lögum,
verða mál vegna ölvunar við akst
ur, í ílestum tilvikum barnaleikur
einn. Þá er búið svo um hnútana,
að hafi ökumaður neytt áfengis
við akstur eða fyrir hann, þannig
að vínandamagn í blóði hækkar
eftir að akstri lauk, skal litið svo
á, að hið aukna vínandamagn hafi
verið í blóði hans við aksturinn.
Með öðrum orðum, að dráttur á
því að taka ökumanni blóð, getur
iðulega leitt til þess, að hann nái
0,60%„ eða l,30yc löngu eftir að
akstri lauk, jafnvel eftir að hann
hafi ætlað að ljúka akstri. Getur
þetta valdið ósanngjarnri niður-
stöðu, sérstaklega þegar haft er
í huga, að viðurlögin við því að
hafa l,30((o.í blóðinu en meira eru
að mun þyngri en ef mann hafa
undir 1,30Zc, samanber nánar hér
á eftir, er rætt verður um refsing-
ar.
Við hvað á að miða?
Segja má að 0,60%o markið sé
nokkuð lágt. Það mun láta nærri
að maður, meðalþungur ,reynist
hafa þetta mark (ca. 0.60%)
tveimur klst. eftir að hann neytti
tveggja-þriggja snafsa (40 gr.)
af sterku áfangi með mat, en eftir
2 klst. nær áfengismagnið í blóð-
inu hámarki. Hitt er alveg eins
sennilegt, að maðurinn komi til
með að hafa að mun minna áfeng-
ismagn í blóði sínu. Eins og þeir
vita gerzt, sem reynt hafa, þola
menn mjög misjafnlega áfengi, og
eru misjafnlega vel fyrirlcallaðir
til að mæta áhrifum þess. Lík-
lega er heppilegra að miða við
0.80;(o markið, eins og t.d. Svíar
gera, og telja alla, er séu með
þetta áfengismagn í blóðinu eða
meira, með áfengisáhrifum, en
halda jafnframt opinni leið til
sakfellingar þeim, sem reynzt hafa
haft minna áfengismagn í blóðinu,
ef það sannast með öðrum ráðum,
t.d. framburðum vitna og játningu
brotamanns, að þeir hafi verið
með áfengisáhrifum við akstur
ökutækis. Með þessu móti yrði
minni hætta á ranglæti í þessum
efnum og auk þess minna mála-
þras. Virðist almennu umferða-
öryggi nógsamlega borgið með
þessu móti. Brennivínsdrykkja og
bílkeyrsla fer aldrei vel saman
og er ástæðulaust að gera gælur
við þá, er slíkt athæfi fremja, en
hér sem ella verður að gæta hófs
og sýna ekki óbilgirni.
Sem fyrr getur er pro-mille
reglan, eins og hún hefir verið
kölluð, mjög handhæg til sönn-
unar fyrir áfengisáhrifum öku-
manns. Er sjálfsagt að leiða hana
í lög. Að vísu er það reynsla þeirra
er til þekkja, að mistök hafi á
stundum átt sér stað með blóð,
er tekið hefir verið til rannsókn-
ar í þessu skyni. En okkur ætti
ekki að vera vandara en öðrum
um töku, meðferð og rannsókn
slíkra blóðsýnishorna. Það veitir
og aukna tryggingu fyrir því, að
áfengi hafi raunverulega verið í
blóði ökumanns, að lögreglan hef-
ir tæki til að láta ökumenn, sem
hún hefir ástæðu til að gruna um
áfengisáhrif, anda í. Á tæki þetta
að sýna, svo ekki leiki vafi á,
hvort ökumaður hafi neytt áfengis
eða ekki. Þetta ,ásamt niðurstöðu
blóðrannsóknar, er sýndi t.d. 0,80
pro. mill eða meira, sbr. það, sem
að framan greinir um neðri mörk
in, ætti að vera næg sönnun fyrir
áfengisneyzlu og því leiða til sak-
fellingar.
Skylt er að geta þess, að rang-.
lega er hei-mt, er segir í athuga-
semdum við frumvarpiö, að ekki
muni hafa verið ákært í málum
vegna ölvunar við akstur, ef sak-
borningur hefði undir 0.80%c í blóð
inu. Nokkrir menn hafa verið dóm
felldir með minna magn.
Eftirför lögreglu
Rétt þykir að vekja athygli á
einu atriði, sem frumvarpið geym
ir ekki ákvæði um, en væri vissu-
lega mikil þörf á, að tekin væri af
staða til. Á ég við þau tilvik, sem
eru nokkuð tíð, að ökumenn
skjóta sér undan eftirför lögregl-
unnar, sem grunar þá um ölvun
við akstur, og aka í loftköstum
heim til sín, eins og þeir væru
með fjandann sjálfan á hælunum,
loka að sér og hella í sig áfengi,
eða þykjast hafa gert það, sem
er sennilega algengara, og segja
síðan, er lögreglan nær sambandi
við þá eftir drykklanga stund, og
ef til vill að fengnum húsleitar-
úrskurði, að þeir hafi hafið
drykkju eftir að akstri lauk. Hef-
ir margur ökumaðurinn sloppið
með þetta og máli hans lyktað
með einhevrri smásekt fyrir of
hraðan akstur og það, að hann
sinnti ekki stöðvunarmerki lög-
reglunnar. Mætti auðveldlega
girða fyrir þetta með því að taka
upp í frumvarpið ákvæði, er segði
að viðurlög við slíku athæfi sem
þessu skyldu a.m.k. vera þau
sömu og fyrir ölvun við akstur.
Refsiákvæði
Þá er komið að öðru því atriði,
sem var tilefni greinarkorns þessa.
Mál vegna ölvunar við akstur
munu vera nokkuð tíð hér á landi.
Lágmarksrefsing sú, sem nú er
tíðkanlegt að beita vegna ölvunar
við akstur fyrsta sinn, er kr.
1500.00 í sekt og 6 mánaða öku-
Ieyfissvipting, ef ekkert sérstaks
eykur saknæmi brotsins. Þykir
morgum sem ekki sé nógu strang-
lega farið í sakirnar. Það vill svo
verða um refsingar fyrir brot, sem
algeng eru, eins og ölvun við akst-
ur, að þær verða nokkuð fast-
bundnar, taxtakenndar, ef svo má
að orði kveða, og þegar svo er
komið lialdast refsingar óbreytt-
ar langa hríð. Þykir réttlætinu
víst bezt þjónað með því móti
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að herða viðurlögin. Ef ökumaður
er með 1.30%c eða meira í blóðinu
skal hann skilyrðislaust dæmdur
í refsivist, þ.e. varðhald eða fang
elsi. Þeir, sem eru svo „lánsamir"
að hafa undir 1.30%c, segjum t.d.
1,29%q, sleppa með sektarrefsingu,
meðan meðbræður þeirra með
1.30%c og þar yfir, mega dúsa í
tukthúsinu ákveðinn tíma, jafn-
vel þótt þeir hafi, að öllu leyti,
verið betur á sig komnir við akst-
urinn. Það er sjálfsagt, að því
drukknari menn eru við akstur,
því þyngri regsingu eiga þeir að
hljóta, en slík tilbúin skil sak-
næmis brots, sem hér á að inn-
leiða, slík skil tukthúss og sekta
sem þessi, eru mjög óheppileg og
munu reynast oft og tíðum rang-
lát, eins og dæmið hér að ofan
sýnir. Stuttar varðhalds- og fang-
elsis-refsingar, en það gæti aldrei
orðið um annað að ræða, hafa
ekki gefið góða raun. Er þróunin,
bæði hér og erlendis, sú, við á-
kvörðun refsinga, að beita í æ
ríkara mæli sektum í stað stuttrar
refsivistar. Ákvæðið gengur því
gegn þróuninni. í þeim tilvikum,
sem beitt hefir verið stuttum refsi
vistarrefsingum hér á landi, svo
sem við ítrekuð brot vegna ölvun-
ar við akstur, hefir raunin orðið
sú, að refsingum hefir oftast verið
breytt, með náðun, í sektir, bæði
vegna skorts á fangarými og svo
sökum þess, að mönnum hefir þótt
lögin of ströng að þessu leyti, sbr.
það, að árið 1951 varð sú breyting
á bifreiðalögum, að menn skyldu
sæta sektum fyrir ölvun við akst-
ur fyrsta skipti, sem þeir hlytu
dóm, en ekki refsivist, sem var
áður skilyrðislaust.
Þá hefir það ekki þótt góð regla,
| að binda hendur dómara um of
við ákvörðun refsinga. Lög eru
samin með hin almennu tilvik í
huga, en sakir margbreytni mann
legs lífs skjóta undantekningar-
tilvikin oftlega upp kollinum og
mundi þá niðurstaða refsimáls
geta orðið ósanngjörn, ef ekki
beinlínis ranglát, ef dómari þyrfti
að mæla refsingu eftir þröngum
mælikvarða, sem löggjafinn hafði
í huga við hin almennu tilvik.
Refsirammarnir eiga, með öðrum
orðum, að vera víðir. Samkvæmt
gildandi lögum er ekkert því til
fyrirstöðu að dæma í hærri sekt-
ir én nú er gert fyrir ölvun við
akstur, og er trúlegt að svo muni
verða m.a. vegna minnkandi verð-
gildis peninga.
Það er skoðun mín, að þetta
ákvæði um skilyrðislausa refsivist
vegna ölvunar við akstur, er
áfengisákvörðun í blóði brota-
manns sýnir 1.30%c eða meira, eigi
að afnemast úr frumvarpinu og
gefa dómstólum frjálsar hendur
að þessu leyti, svo sem nú gildir.
Hið sama ætti og að gilda um önn-
ur þau brot, þar sem frumvarpið
gerir ráð fyrir skilyrðislausri refsi
vist, svo sem akstur ökutækis eftir
að menn hafa verið sviptir öku-
leyfi.
Dómur — dómsátt
Að lokum vildi ég minnast á
eitt atriði enn, sem er í nánum
tengslum við það, sem nú hefir
verið sagt um refsingar, og leitar
raunar jafnframt af því. í 81. gr.
frumvarpsins segir, að „svipting
ökuleyfis eða réttar til að öðlast
ökuleyfi skal gerð með dómi"
(undirstrikun mín). Er þetta í
samræmi við það, sem hefir gilt
og gildir enn. Tvær eru leiðir
réttarfarsins til að koma refsingu
yfir brotamenn .Önnur er dóm-
sátt, sem er fljótvirk, og beitt er
við brot, er varða sektum. Verður
sökunautur að hafa játað sök og
að öðru leyti má eigi vera vafi um
atriði, er kunna að hafa áhrif á
refsinguna (sektina). Hin leiðin
er að láta ganga dóm um sökina.
Er sú leið seinfarin, krefst mikill-
ar skriffinnsku og oft óþarfar.
Dómstólum hefir oft, og á stund-
um með réttu, verið legið á hálsi
seinagangur um afgreiðslu mála.
Margt er það, sem veldur slíkum
drætti. Vcldur, hver á heldur, en
réttarfarsreglur eru og þar þung-
ar á metunum, enda sjálfsagt að
búa svo um hnútana, að mál séu
eigi dæmd fyrr en aflað hefir ver
ið allra nauðsynlegra gagna, málið
sótt og varið, ef því er að skipta,
vegið ög virt. Með hinni teknisku
sönnun í málum manna vegna ölv-
unar við akstur er öflun sönnunar
fyrir áfengisáhrifum brotamanns
gerð einföld og all-örugg, þannig
að mál þessi verða ekki marg-
brotnari en hin smæstu og ein-
földustu mál, svo sem t.d. mál
vegna ólöglegrar stöðu bifreiðar,
en þeim hefir jafnan verið skipað
á bekk með hinum allra óbrotn-
ustu málum. Ef nú liggur fyrir I
máli, er risið hefur af grun um
ölvun manns við akstur ökutækis,
að áfengismagnið í blóði hans
reyndist vera t.d. 0.807, eða
meira, sbr. það, sem áður segir
um neðri mörkin, því þá ekki
einfaldlega leiða mál þetta til
lykta með dómsátt. Brotamaður
samþykkir að greiða t. d. kr. 5000,
00 í sekt og að hann sé sviptur
ökuleyfi sínu 6 mánuði. Nefndar-
menn tala um það í athugasemd-
um sínum, að, með mörgu öðru,
velti það á um umbætur í umferða
málum, hvernig aðstöðu þeirri, sem
þeim, er um framkvæmd laganna
eiga að sjá, sé farið. Hér undir
falla dómstólar. Hér er því leikur
á borði að bæta aðstöðu dómstóla,
bæta réttarfarið í einum af stærstu
flokkum sakamála, hraða af-
greiðslu þessara mála, án þess að
í nokkru sé skert það réttaröryggi,
sem réttarfarsreglum er ætlað að
tryggja. Dómsmálaráðuneytinu er
innan handar að hafa sama eftirlit
með afgreiðslu mála með þessum
hætti eins og þegar mál eru af-
greidd með dómi, sbr. ákvæði 112.
gr. 1. nr. 27/1951 um meðferð op-
inberra rnála, er mælir fyrir um
skyldu dómara til að senda dóm's-
málaráðherra skrá um mál, sem
lokið er með dómsáttum. Af-
greiðsla annarra sakamála mundi
og njóta góðs af þessarri reglu, ef
að lögum yrði. Minni tími mundi
fara í málin út af ölvun við akstur
og dómararnir því geta sinnt meir
og fyrr afgreiðslu annarra mála.
Það virðist og skjóta nokkuð
skökku við, að eigi er heimilt að
ljúka með dómsátt máli vegna ölv-
unar við akstur, eins óbrotin og
frumvarpið gerir þessi mál, meðan.
heimilt er að afgreiða mál með
I dómsátt, þar sem sektin getur
! numið fleiri tugum þúsunda kr.
' og upptækur varningur getur veri'ð
mörg þúsund króna virði, eins og
,'mjög algengt er. Það væri hlægí-
;legur „formalismi", en ósköp lög-
fræðilegur, og ríghalda í ríkjandl
skipulag í þessum efnum.
Megin niðurstaða hugleið-
inga þessara verður þvl
þessi: Fellum 1,30%C markiS
úr frumvarpinu. Höldum gildl
andi skipan um rúman refsi-
ramma. Veitum dómstólurw
heimild til dómsátta í öku°
leyfissviptingarmálum. ■;
Skákmót Hafnarfjarðar stendur yfir
Skákmót Hafnarfjarðar stendur
nú yfir og er teflt í tveimur flokk-
um, meistaraflokki og 2. flokki. í
meistaraflokki eru sex keppendur,
þar af tveir frá Reykjavík: Eggert
Gilfer og Björn Jóhannesson, skák
meistari Taflfélags Reykjavíkur.
Tefld Verður tvöföld umferð.
Eftir fjórar umferðir í meist-
araflokki er staðan þannig: Efst-
ur er Eggert Gilfer með 2Vz vinn-
ing og eina biðskák. Björn Jó-
hannesson hefir 2Vz vinning, Stíg-
ur Herlufsen og Ólafur Sigurðs-
son 2 vinninga, Ólafur Stephensen
einn vinning og biðskák og Jóm
Kristjánsson einn vinning.
í 2. flokki er Hilmar Ágústsson
efstur með 3V2 vinning og bið-
skák, en þar hafa verið tefldar
fimm umferðir. Næstur er Ólafur
Magnússon með 3Vi vinning.
Næsta umferð verður tefld á
föstudagskvöld í Góðtemplarahús-
inu. |
injiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiuiiiiiii
H
I Efnaverkfræðingur
Samband ísl. samvinnufélaga óskar eftir efnaverk- |
| fræSingi til starfa. Nánari upplýsingar hjá
STARFSMANNAHALDI S.Í.S.
Sambandshúsinu, sími 7080.
luiinuuiiuiiiiaiinniuuiiimtiiiiiuiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim