Tíminn - 05.04.1957, Qupperneq 2

Tíminn - 05.04.1957, Qupperneq 2
2 TÍMINN, föstudaginn 5. apríl 195», iur við byggingu Langholtskir a vegum Alfieimskirkjuráðsins Blaðamönnum var í gær boðið til fundar til að kynnast mt'.kri nýjung, sem færir íslendinga nær raunverulegu sam- staríi, sem unnið er á alþjóðlegum vettvangi fyrir forgöngu kristinnar kirkju. í sumar munu um 18 unglingar frá ýmsum löndum koma hingað til mánaðardvalar, til þess að vinna í sjálfboðavinnu við byggingu Langholtskirkju, sem nú er verið að byrja að grafa fyrir. | uð verða 18 manns frá Norðurlðnd Fratftkvæmdastjóri vinnuflokka í um, Bretlandi og Bandaríkjunum AlkirkjuráSsins, W. A. Perkins prestur, liefir undanfarna daga dvaíi'f hér á landi til undirbt'jn- ings þessu starfi, sem þegar er ákveðið. Var hann á blaðamanna ‘fundinum í gær, ásamt séra Áre- líusi Nielssyni sóknarpresti Lang holtssafnaðar, Helga Þorlákssyni forinanni sóknarnefndar, séra Braga Friðrikssyni, sem skipu- leggur tómstundastarf æskunnar í'bænum og Þóri Þórðarsyni dó- sent, sem manna beztan þátt mun hafa átt að undirbúningi þessa máls, sem nú er komið í höfn afí kalla. Gagnleg kynning meða! kristinna þjóða. Þessir aðilar skýrðu frá því að vinnuflokkar, sem þannig starfa á vegum samtaka kirkjunnar fari til margra landa í öllum heimsálfum enda munu í ár starfa um 850 æskumenn að slíku sjálfboðastarfi einhvern hluta árs við byggingu kirkna, flóttamannabúða, heilsu- gæzlustofnana og æskulýðsheim- ila. Er að þessu starfi mikil og gagnleg kynning milli kristinna þjóða og fólks úr ýmsum kirkju- deildum. En fjöldi mótmælenda- kirkna og grísk lcaþólska kirkjan eru aðilar að þessu samstarfi. í erlenda vinnuflokknum, sem og auk þess 8—9 Islendingar, sem einnig eru sjálfboðaliðar í einn mánuð við kirkjubygginguna. Unn ið er 6 klukkustundir á dag, en nokkrum tíma er varið til sameig- inlegra funda og bænahalds og kynningar. Hluta af kirkjubyggingunni kojnið undir þak í sumar. Teikningum að hinni fyrirhug- uðu Langholtskirkju hefir áður verið lýst, en að þessu sinni er ætlunin að koma undir þak þeim hluta byggingarinnar, sem hýsa á félagsmálastarfið, samkomusal og fundarherbergjum, en samkomu- salinn, sem er rúmgóður má nota fyrir guðsþjónustur fyrst um sinn. Er ætlunin að reyna að koma bygg ingu þessari undir þak á sumri komanda og eru um 900 þús kr. og talsverð vinnuloforð í bygging- arsjóði. í íslenzka vinnuflokknum, sem að öllu leyti starfar með hinuni erlendu og býr með honum og sit- ur við sama matborð og hann þann mánuð, sem sjálfboðastarf- ið stendur, verða aðallega stúdent ar, einnig einn iðnaðarmaður og tvær húsmæður. Fyrirliði íslenzka flokksins verður Kristján Búason guðfræoinemi, sem vann með slík um sjálfboðaliðaflokki í Þýzka- hér dvelur væntanlega í einn mán landi í fyrrasumar. Flyija verðiir verzleeiita Álíabrekkn viS SeSiirSaedslir. vegna sSysahæiln „í tilefni af hinni augljósu slysahættu af völdum verzlunar við Alfabrekku norSan Suðurlandsbrautar gegnt svokölluSum „herskó!acamp“ og hinum endurteknu stórfelldu umferðar- slysum þar, telur bæjarstjórn óverjanlegt að verzlun þessi verði áfram á sama stað og felur bæjarráði og borgarstjóra að gangast fyrir því, að hún verði lögð þar niður og flutí suður fyrir Suðurlandsbraut". Þórður Björnsson, bæjarfulltríii Éramsóknarflokksins, flutti þessa tillögu á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær. Minnti hann á, að mál þetta liefði fyrr komið til umræðu. Svo hagaði til, að allir viðskiptamenn verzlunar þessarar væru sunnan Suðurlandsvegar eða fólk í bifreiðum á leið úr bærnun. Yrði þetta fólk állt að fara yfir þessa fjölförnu götu í og úr verzl- uninni. Þarna liefðu orðið slys, og slysahættan væri æ yfirvofandi. Umferðanefnd hefði fyrir 2—3 ár- um tvisvar sinnum gert tillögu um að verzlunin yrði flutt yfir götuna eða fjarlægð að öðrum kosti. Þó hefði elckert verið gert enn en við svo búið mætti ekki sitja. íhaldið vísaði tillögunni íil bæjarráðs. Framsöknarvist á Akranesi Framsóknarfélag Akraness efnir til skemintisanikomii í íé lagsheimili terei'lara næsta sun3iudagskvöld kl. 8.30. Spiluð veiour Framsóknarvist og síðan dansað. Aðgönguiniðár verða seídir á sama síað kl. 4—5 á sunnudaginn. Pantanir ekki í síma. Þeíta verður síðasta skemmtun félagsins á vetrinum. Kiljansvaka í Höín í fyrrakvöld hélt Félag íslenzkra stúdenta í XCaupmannahöfn Kilj- ansvöku í Bispekælderen. Hall- dór Kiljan Laxness sem er heiðurs félagi félagsins las úr Brekkukots annál og var salurinn þéttsetinn áheyrendum eins og vant er þegar Laxness er á ferðinni. Skáldið las í tvo tíma samfleytt og hlaut dynj andi lófatak að launum. Laxness þakkaði undirtektirnar og áhuga tilheyrenda. Að lokum þakkaði for maður félagsins, Sigurjón Björns son, skáldinu tryggð og vináttu við stúdenta og félag þeirra. — Aðils. Smefana-kyarfelflR!! (Framhald af 12. Eföu.) Á hljómleikunum í kvöld og annað kvöld, sem haldnir eru fyr ir styrktarfélaga Tónlistarfélags ins, verða viðfangsefni eftir Moz- art, Janácek og Smetana. Á mánu dagshljómleikunum verður breytt efnisskrá. Þá verða leikin verk eftir Beethowen og Dvorak. Allir tónleikarnir hefjast lcl. 7 og verða í Austurbæjarbíó. Minkurlim (Framhaid af 12. s)^'- - mörg óleysl fræðileg verkefni og hingað til hefur þeim eigi verið sinnt sem skyldi, þar sem dýra- fræðingar þeir, sem hér starfa og hafa starfað, hafa haft ýmsum öðrurn verkefnum að siiina. ítarleg þekking, er byggist á fræðilegum athugunum, er skil- yrði þess, að hlunnindi þau, er ég nefndi áðan, rýrni ekki eða hverfi með öllu. Mikiivægi hagnýtra dýra- fræðirannsókna. Þstta hafa flestar nágrannaþjóð ir okkar löngu séð og viðurkennt, og hafa haguýtar dýrifræðirann sóknir verið stundaðar þar um langt árabil. | Væri ekki óeðiilegt, að starf' veiðistjóra væri upphaf af sSíkum hagnýtum dýrafræðirarmsóknum hér á landi. Með ákvæðurn frumvarpsins er lögS meiri áherzla á skipulagða leit og útrýmingu minka en ver iö hsíur, þar sem lögin gera ráð fyrir skipulögðum leitum tvisvar á ári hverju. Þrátt fyrir það, að mikið hefur verið ritað og rætt undanfarið ár um útbreiðslu minksins og tjór. það, sem hann veldur, hefur enn ekki komizt á skipulegt, samstillt útrýmingarstarf gegn vargi þess um, heldur hafa menn, -er minka veiðar stunda, mest unnið hver lit af fyrir sig, að vísu oft með góð um árangri, en skort hefur til- finnanlega á heildaryfirsýn og skipulag í þessari baráttu. Nauðsynlegt að taka upp liæítu- minni eitrunaraðferðir. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir, að eitra skuli árlega fyrir refi og minka, á saina hátt og gert er ráð fyrir í gildandi lögum. Jafnfraint er þó bent á, að nauð synlegt sé að taka upp hentugri hættuminni og virkari eiírunar aðferðir en nú eru notaðar, en sú aðferð, sem nú er almennt notuð hér á Iandi, notkun strykn in nitats, mun yfirleitt ekki not uð lengur í þeim löndum, þar sem eitrun er leyfð, þar sem talið er, að ýmsar aðrar útrýmingar aðferðir séu bæði heppilegri og vænlegri íil árangurs. Bendir nefndin á, að á þessu sviði megi án efa iæra margt af reynslu annarra þjóða. Gert er ráð fyrir, að eitrað sé eingöngu samkvæmt fyrirsögn veiðistjóra og að eitur sé eingöngu afhent samkvæmt nánari fyrirmæl um heilbrigðis og landbúnaðarráðu neytisins til þess að fyrirbyggt sé svo sem frekast er kostur, að slys hljótist af refaeitri. Verðlaun fyrir unnin dýr eru hækkuð nokkuð frá því sem nú er eða fyrir refi úr kr. 180 upp í kr. 250 og fyrir mink úr kr. 90 upp í kr. 125. Hækkun verðlauna mun án efa örva nokkuð veioarnar einkum þar sem ekki þarf að fara langan veg til þess að stunda veiðarnar. Loks er ákvæðum um skipt ingu kostnaðar breytt nokkuð frá því sem nú er. Samkvæmt núgildandi löggjöf gj’eiða hiepp ar % kostnaðar við eyðingu refa, sýslan Vs hluta og ríkið % hluta. Með ákvæðum 13. gr. frumvarps ins er gert ráð fyrir, að skipting kostnaðar verði þannig, að hrepp arnir greiði Mi, sýslusjóður Va og ríkið % liiuía kostnaðar bæði við refa og minkaveiðar. Málið þolir enga bið. Ráðherra lauk máli sínu með því að benda á það hversu al- varlegt vandamál útbreiðsla minksins er fyrir mörg byggðar- lög. Hann sagðist því telja að ekki mætti dragast lengur að koma þeirri skipan á þessi mál, sem lík legust er til góðs árangurs. Hann sagði að minkurinn væri nú að komast í næsta nágrenni einnar sérkennilegustu byggðar á íslandi hvað náttúrufegurð og fuglalíf snertir, Mývatnssveitar. Kæmist minkurinn þangað myndi. það hafa í för með sér gjöreyðingu á hinu sérstæða fuglalífi þar eins og ann ars staðar, þar sem þetta varg dýr hefir skilið eftir sig spor. Sagð ist ráðherra telja mál þetta svo vel undirbúið að hægt sé fyrir þingið að afgreiða það án mikilla tafa. Fréttir frá landsbyggði FyrMestur Freucli- eus í Gamla bíó í kvöld verður Peter Freuchen og kona hans gestir Stúdentafé- lags Reykjavíkur, og mun Freuc'n en ávarpa samkomuna. Á morgun, laugardag, flytur Freuchen erindi á vegum félagsins í hátíðasal Há- skólans. Fyrirlestur opinn almenn ingi flytur Freuchen svo á sunnu daginn kl. 2 í Gamla bíói og sýnir einnig kvikmynd. B'yrirlestrar hans munú fjalla urn Grænland og lcíðangra þá, sem hann hefir tekið þátt I. a arnesi í gær kom upp eldur að Sól- völlum á Seltjarnarnesi, sem er lít ið íbúðarhús úr timbri, einnar hæð ar. Slökkviliðið var kallað á vett- vang laust fyrir klukkan 2 og var þá allmikill eldur í þaki hússins. Varð að rjúfa það til að komast að eldinum. Að Sólvöllum býr Magnús Stefánsson með fjölskyldu sinni og mun hann hafa orðið fyr- ir allmiklu tjóni þar sem íbúð hans skemmdist töluvert af vatni auk þess að þakið var rofið. — Ókunnugt er um eldsupptök, en gizkað er á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Páskaferð austur í Öræfi Ferðaskrifstofa Páls Arasonar, Hafnarstræti 8, efnir til fimm daga páskaferðar austur í Öræfi. Ekið verður í Bæjarstaðaskóg og að Skaplafelli og Fagurhólsmýri. Þeir sem þess óska geta gengið á Öræfajökul. Allar nánari upþ- lýsingar fást í ferðaskrifstofu Páls. Leki'ð smiði á 40 þús. síldariunnum Akureyri: Tunnuverksmiðjan á Akureyri lauk tunnusmíði um há- degi á föstudaginn var. Framleiðsl- an er tæp 40 þús. tunnur, og er það um 7 þús. fleiri tunnur en í fyrra. Þrjátíu og sex manns hafa unniö í verksmiðjunni síðan eftir miðjan nóvember. Allar tunnurnar eru undir beru lofti, þar sem tunnuskýlið vantar. Reynir það mjög á geymsluþol framleiðslunnar og er ekki vanza- laust að láta hana liggja undir skemmdum af sól og vindum. Nýlega hafa verið gerðar áætl- anir um breytingar á verksmiðj- unni, er auka ættu afköst hennar og bæta verulega vinnuskilyrði starfsmanna. GótSur afli í DaSvík Dalvík. — Undanfarna daga hef ir verið mjög góður fiskafli og jafn. 5 dekkbátar róa. Töluvert hefir veiðzt á handfæri inn með Böggvisstaðasandi. Þorgils Sigurðsson fékk 10 hnís- ur nýlega og 9 annan dag á Eyja- firði utanverðum. Var þar krölckt af þeim. Sigtryggur Helgason, 93 ára, hef ir lokið landsgöngunni og 2ja ára drengur, Indriði Helgason. Fimmtáin skippund \ róðri Hauganesi. — Hauganesbátar fengu góðan afla á sunnudag, frá 5 og upp í 15% skippund. Var Draupnir hæstur. Frá Hauganesi róa 4 dekkbátar. Fiskurinn vair vænn. Ný loðna frá Akureyri var notuð í beitu. Pálmi frá Litla-Ár- skógssandi er einnig byrjaður róðra og fékk hann þennan dag um 7 skippund. Afli Húsavíkurbáta Húsavík. — Samkvæmt viðtali við fréttaritara blaðsins í Húsavík, er afli Hagbarðs í marz 128 skip- pund. Hrönn fékk 123 skippund. Grímur 64 og Sæborg hefir fengið 30 skippund í þremur róð'rum. í marzlok voru rúmlega 60% búnir að Ijúka landsgöngu í Reykjahverfi. Elztur þeirra er hin alkunna refaskytta, Árni Sigurpáls son, 79 ára, og gekk hann á af- mælisdegi sínum. Nýr ferjubátur í Hrísey Hrísey. — Byrjað er að smíða nýjan ferjubát, sem hafður verð- ur í förum milli Hríseyjar og Litla-Árskógssands. Verður hann 7—8 tonn að stærð. Yfirsmiður er Július Stefánsson. Afli er sæmilegur á þá 3 dekk- báta, sem nú róa héðan. Allt er hvítt af snjó ennþá, svo að tæplega sér á dökkan díl. Sýnikennsla á Kirkju- bæjarkíaustri Kirkjubæjarklaustri í gær. Þessa dagana stendur yfir hér sýni- kennslunámskeið á vegum Kven- félagasambands íslands. Kennari er Steinunn Ingimundardóttir. Hefir hún sýnikennslu í mat- reioslu. Hefir verið fjölmennt á námskeiðinu, eða um 30 lconur. VV BrimiS haggaíi ekki skipunum Kirkjubæjarklaustri í gær. Hór við sandana gerði aftakabrim í gærdag, en þó haggaði það ekki skipunum, sem þar eru, belgiska togaranum eða selfangaranum, enda eru þau svo ofarlega. Belg- iski togarinn stendur nú réttari en fyrr. Búið er að taka úr honum mikið af fiski, og hafa menn hér um sveitir fengið hann og hafa birgt sig vel upp. Ekki mun verða reynt að ná skipunum út fyrr eu straumur stækkar aftur. Björgun- j armenn eru þó við þau og halda ! áfram að búa í haginn. VV. Trillubátur fékk 12 hnísur Ólafsfirði í fyrradag. — Trillu- báturinn Sæfari, sem róið hefir til fiskjar undanfarið, hefir fengi'ð 12 hnísur í síðustu tveim róðrun- um. Eru hnísuvöður miklar hér úti fyrir. í fyrri róðrinum fékk hann átta hnísur en fjórar í hinum síðari. Hnísurnar fékk báturinn austur við Gjögra. BS. Grímsnesvegur lokaSur vegna aurbleytu Selfossi í gær. — Aurbleyta er nú nokkur á vegum hér í sýslunni. í dag hefir vegamálastjórnin bann- að umferð um veginn upp í Bisk- upstungur vegna aurbleytu hjá Minni-Borg. Hafa mjólkurbílarnir farið upp Hreppa og yfir Hvítá á Brúarhlöðum, en það er löng leið. ÁG. Lagt fyrir hákarl í Húnaflóa Trékyllisvík í gær. — í gær fóru Eyrarbræður, Gunnar og Eyjólfur Guðjónssynir með hákarlalóð á vélbátnum Guðrúnu út í Húnaflóa og lögðu hana þar á hákarlaslóð- um. Munu þeir yitja um hana næsta mánudag. í leiðinni renndu þeir færi fyrir fisk, og fengu nokkra stóra og feita gólþorska úttroðna af loðnu. Virðist þetta benda til þess, að fiskui1 sé genginn í flóann, þótt hann hafi ekki gefið sig ao línu. GPV.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.