Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 7
Séð yfir smábátahöfnina að jjölbýlishúsum. Komumst ekki lengra inn Isafjörð vegna borgaríss, gengum eina klst. dagar voru til veiða. Var vaknað 5:15 til 6:30 eftir flóðum, en sjóbleikjan fæst á þessum tíma við ósa ánna á flóði. Þær reglur gilda í Grænlandi að heimamenn mega veiða hvar og hvenær sem er, veiðin er eign allra, nema sérstakar hömlur séu settar eins og t.d. veiðar á sauðnautum. Utlend- ingar verða að greiða veiðileyfi í Landssjóð. - Bjarni og Jörgen tóku veiðimennina um borð á klöppunum framan við refabúið alla morgna og var áætluð 1. klst sigling, sem stundum varð lengri. Fyrsta morgun var farið í Biman er geysistór og vemdar húna sína vel á hótelinu í Narsarsuaq, blaðamaður Mos- fellsblaðsins mcelir sig við þessa kunningja úr norðrinu, reyndar er þetta 300 km. sunnar en Mosfellsbœr og minni líkur á samfundi við hvítabirni en á Islandi. Stóru Laxá og fengust upp í 39 bleikj- ur á stöng í miklum hita og sól. Þær voru síðan flakaðar við refabúið og frystar í öskjum. - Næsta morgun var farið í Breiðafjörð, en misstum af flóði vegna hafvillu í þoku og miklum ís. Þetta var í fallegri vík inni á hreindýra- svæði íslensku hreindýrabændanna Stefáns Magnússonar og Óla Krist- jánssonar. Þann dag gengum við frá bátnum inn á Grænlandsjökul og var það stórfenglegt. Þriðja og síðasta veiðimorgun var farið til Isafjarðar, en komumst ekki að ánni vegna mikils borgaríss, sem brotnað hafði úr skrið- jöklum um nóttina.. Gengum við eina Flughöjhin í Narsarsuaq er nýleg og mjög smekkleg - Grœnlandfékk kveðju, ekki þá síð- ustufrá Islandi. Veiðarfœraskúrar. Selbiti hangir á vegg. klst. að veiðistað og vom torfur af sjó- bleikju við ána, en flóðinu náðum við. - Sérkennileg staða að mokveiða sjó- bleikju í 25 stiga hita, heyra brothljóð borganssins fyrir utan, refur gaggandi í hlíðinni fyrir ofan og íslenskt sauðfé við fallegan bóndabæ fyrir aftan. - Veiðin var flökuð á staðnum vegna þyngsla og borin síðan til skips út með firði. Klappaþorpið - konan í haflnu A leið heim var skoðað yfírgefið klappaþorp, þar sem fólk hafði búið um aldir, yfirleitl um 60 manns, eða 10 fjölskyldur. Þorpið er við ísafjörð og heitir Niaqonaq. Þarna lifði fólk nánst eingöngu á veiði og reri frá klöppun- um á kajökum. Trúarbrögð fólksins lutu að krafti náttúmnnar og þar með á síðhærða konu sem bjó í sjónum. Hún stjómaði veiðum og uppfyllti óskir fólksins í klappaþorpinu. Hún mun hafa tekið vel á móti þegnum sínum eftir dauðann, en árið 1721 komnorsk- ur trúboði til Grænlands, Hans Egede og boðaði kristna trú með góðum ár- angri. En góða konan síðhærða í haf- inu lifir enn í minningu Grænlendinga. I Narsaq var borðað grillað hreindýr um kvöldið og laugardag skoðað í búðir o.fl. Síðan var siglt með Jörgen inn Einksfjörð og Grænland kvatt með virktum á flugvellinum, en Bjarna Olesen fararstjóra eru færðar þakkir fyrir sérstaklega vel útfært ferðalag. - Þessi fimm daga ferð með flugi.fjómm gistinóttum í svefnpokaplássi, allt efni í morgunverð, allar bátsferðir alla daga með öruggum skipstjóra, veiðileyfi, fararstjórn og sjóbleikja heim til Is- lands kostaði kr. 59.900.00. Gylfi Guðjónsson. Hreindýraveisla heima hjá Helga. F.v. Amar, Helgi, Mikael, Bodil, Guðrún og Jónas foreldrar Helga, Guðbergur. „ Olesen hvetfið “ í Narsaq. Fallegt umhverfi og skemmtilega skipulagður bœr, sem lagður er milli klappaholta. Mosl'ellslilíiðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.