Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 3
KarlogLíney selja hlnt sinn í Álafoss föt bezt Karl Tómasson og Líney Ólafs- dóttir hafa selt hlut sinn í Alafoss föt bezt. Kaupendur eru fyrrum með- eigandi þeirra Steinar Tómasson og Guðríður Ásta Tómasdóttir. Að sögn Karls var þetta mjög erfið ákvörðun en engu að síður nauðsyn- leg m.a. vegna mikilla anna í tónlist- inni. „Þegar Álafoss föt bezt var opnað á sínum tíma var ég nánast í algjöru fríi frá tónlistinni en aðstæður hafa þróast Mosfellskórinn vantar karla Einn poppaðasti kórinn á landinu tilkynnir að vetrarstarf kórsins hefjist 8. september í Gagnfræða- skólanum í Mosfellsbæ kl. 20. Ef þú ert karlmaður sem getur haldið lagi og langar að starfa með kómum hafðu þá samband við Erlu Fanney í síma 566 6831 og fáðu nánari upplýsingar. á þann veg núna að ég hef sjaldan haft eins mikið að gera og má að mörgu leyti skrifa það á reikning okkar geysi- vinsælu C.C.R dagskrár, sagði Karl“. „Þá stendur mikið til hjá Gildrunni á næstu mánuðum og mörg fleiri spenn- andi verkefni eru framundan. Þetta er búinn að vera óskaplega viðburðaríkur og skemmtilegur tími sem við gleym- um aldrei, við höfum kynnst fjölmörg- um sveitungum okkar og þekktum við þó marga fyrir og má segja að þau kynni hafi verið upp til hópa góð, sagðl Karl“. „Þá standa að sjálfsögðu hátt heim- sóknir fjölda frábærra listamanna. Ála- foss föt bezt hafa svo sannarlega kom- ið með nýja vídd í menningar- og skemmtanalíf í bæinn, en um leið þurft að brjóta svolítið þykkan ís. Við hjón- in erum sannfærð um að þessi staður eigi eftir að lifa um ókomin ár, það er einfaldlega hefð fyrir því í Álafoss- kvosinni og við óskum eigendum stað- arins alls hins besta“, sagðl Karl að lokum. Vetur kemur!! Jæja, þá er sumarið á enda, skólinn að byrja og útivistartími bamanna okkar að breytast. Tökum tillit til hvors annars og virðum útivistartím- ann. Hvað er erfiðara en að horfa á jafnaldra sína vera úti að leika sér en vera sjálfur inni. Athugið! 12 ára og yngri inn kl. 20 og 16 ára og yngri inn kl. 22. Með von um gott samstarf á kom- andi vetri. F.h. foreldrafélaganna, Olöf Björk Bjömsdóttir og Elín Reynis- dóttir. ■wjmninr: FmmimilíHjS pmaninii*;;:; yiliintnmHitjÆ Mosfellsbær Fræðslu - og menningarsvið Frá grunnskólanum í Mosfellsbæ Skólabyrjun skólaárið 1999 - 2000 verður sem hér segir: Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Skólastarf hefst föstudaginn 27. ágúst með kennarafundi kl. 9:00. Skólasetning verður miðvikudaginn 1. sept. Nemendur mæti sem hér segir: 7. bekkur kl. 10:00 8. bekkur kl. 11:00 9. og 10. bekkur kl. 13:00 Varmárskóli Mosfellsbæ Skólastarf hefst fimmtudaginn 26. ágúst með kennarafundi kl. 9:00. Skólasetning verður þriðjudaginn 1. september. Nemend- ur mæti sem hér segir: kl. 9:00 kl. 9:30 kl. 10:00 kl. 11:00 kl. 12:00 kl. 13:00 6. bekkur (11 ára ) 5. bekkur (10 ára ) 4. bekkur ( 9 ára ) 3. bekkur ( 8 ára ) 2. bekkur ( 7 ára ) 1. bekkur ( 6 ára ) Nemendur í útibúi skólans á vestursvæði mæti í Varmárskóla. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 2. septem- ber. Skólastjórar. voru drengir, einn drengur æfði með hópnum og stóð sig mjög vel og kom það því í hlut nokkurra stúlkna að bregða sér í karlhlutverkin sem einnig tókst mjög vel. Hér meðfylgjandi em myndir frá sýningunni og var mikið hlegið bæði áhorfendur og leikarar. - Krakkar til hamingju með leiksýninguna. Eftir að skóla lauk nú í vo var hald- ið leiklistamámskeið fyrir krakk- ana í bamaskólanum á vegum Leikfé- lagsins. Krakkamir vom dugleg að mæta á langar og strangar æfingar sem enduðu með um 2ja tíma leiksýningu í Bæjar- leikhúsinu. Leikritið heitir Randaflug- ur og em höfundar þess systumar Ið- unn og Kristín Steinsdætur. Leik- stjórar vom Kolbrún og María og vom þær að ljúka 10. Bekk hér í Gagnfræðaskólanum í vor og ef þær halda svona áfram eiga þær framtíðina fyrir sér á fjölunum. Það eina sem skorti í leiksýninguna ilosrcllfiblaðlð e

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.