Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 6
Jörgei 1 skipstjóri tilbúinn til að leggja í hann. Hann og brœður hans eiga stœrstu rœkjmítgerðina í Narsaq, 5 skip 30-120 tonn að stœrð. Hópur Frakka elda kvöldmat á ströndinni neðan við refabúið, leggja í ferð á kajökum. Frœg kajakaferð hófst á Suður Grœnlandi fyrir nokkrum árum og endaði eftir 3 ár á vesturströnd Alaska. Aflinn borin til skips frá Stóru Laxá ífatnaði veiðimanna, en poka vantaði. larfero nlands Suður Guðmundi Jónassyni Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón- assonar h/f hefur haft skipu- lagðar ferðir til Suður Græn- lands undanfarin ár til sjóbleíkjuveiða og skoðunarferða. Fararstjóri öll árin hefur verið Bjami Olesen frá Selfossi. Blaðamaður Mosfellsblaðsins tók sér slíka ferð á hendur frá 13. -17. júlí s.l. og varð hún ógleymanlegt ævintýri. Gott flug að Grænlandi Farið var frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis þriðjudaginn 13. júlí s.l. með áætlunarflugi Flugfélags Islands og lent eftir 2 tíma á Narsarsuaq í Einks- firði, móts við Brattahlíð sem er hins vegar við íjörðinn, en þar fer nú fram mikil uppbygging á bæ Eiríks Rauða og Þjóðhildarkirkju. - Flughöfnin er nýleg og hlýleg með ágætri fríhöfn með góðum verðum. Þama mættum við íslenskum 20 manna gönguhóp sem verið hafði á S- Grænlandi og var á leið heim. Þar á meðal voru Mosfellingar, þær Guðrún Magnúsdóttir og Bryndís Kristiansen. - Þama er gott hótel og gríðarstór hvítabjöm með tvo húna skreytir staðinn. Lítil byggð er önnur nema fyrir starfsfólk. Þama tóku á móti hópnum Bjami Olesen fararstjóri, sem á íslenska móð- ur og Jörgen Rothaus Olesen skip- stjóri, sem á grænlenska móður og hann býr í Narsaq, en þeir em bræðra- synir tveggja Dana, annar býr á Sel- fossi en hinn í Narsaq. Fallegur bær Frá höfninni í Narsarsuaq var siglt með 25 sjómílna hraða á Sóma 700, báti Jörgens til bæjarins Narsaq, um l.klst. út Eiríksfjörð, sem er hátt í 100 km. langur. Strax út fjörðinn tókust á hinar hrikalegu andstæður í náttúm- fegurð S.-Grænlands, mikið blíðviðri og lognsléttur sjór, borgarísjakar á víð og dreif, grænar hlíðar og ægifögur fjöll, krýnd hinum mikla Grænlands- jökli. - Við Narsaq þéttist ísinn og einn borgarísjakinn var eins og skemmti- ferðaskip í laginu. Grænlendingar vita aldrei hvemig ísnum líður, hann er á hreyfingu og sífellt brotnar úr skrið- jöklum, mjög mikið inni á Isafirði þar sem jökullinn skríður í sjó á þremur stöðum. Narsaq er rúml. 2.000 manna bær, afar fallegur og hreinlegur, vel skipulagður í undurfallegu en erfíðu umhverfí. A vorin fá þeir sem skulda sektir og annað að hreinsa rusl, annars sitja þeir af sér sektirnar. Erfiðleikar - mikil veiði Minn ferðahópur dvaldi rétt utan við bæinn á gömlu refabúi sem breytt hef- ur verið í gistiheimili í umsjá Helga Jónassonar. Hann býr í Narsaq, giftur grænlenskri konu og eiga þau tvo syni. - A refabúinu fór vel um okkur en þrír 0 tloxfi'llshlíiAiA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.